Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 4

Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ SANDRA Gregory, sem handtekin var í Bangok í Taílandi með eit- urlyf og dæmd í 25 ára fangelsi en var síðan náðuð af konungi Taí- lands sjö og hálfu ári eftir hand- tökuna, hefur tekið ástfóstri við Ísland eftir að hafa dvalið hér í þrjár vikur síðasta haust. Hún leggur nú stund á landafræði við háskólann í Oxford og hefur ákveðið að skrifa lokaritgerð sína um hvalveiðar Íslendinga. Sandra er stödd hér á landi til að kynna íslenska útgáfu á reynslusögu sinni, Gleymið að þið áttuð dóttur, sem fjallar um dvöl hennar í einu illræmdasta fangelsi Bangok, en notaði einnig tækifær- ið til að kynna sér betur hval- veiðar hér og átti m.a. fund með Árna Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra. Fékk alveg nýja sýn á hvalveiðar Íslendinga Sandra segir að síðasta haust þegar hún hafi verið búin að ákveða að koma til landsins hafi henni verið sagt að Íslendingar væru að hefja hvalveiðar aftur. „Mín fyrstu viðbrögð voru þau að segja að þá ætlaði ég alls ekki að fara til Íslands en ég lét síðan til leiðast. Eftir að hafa verið hér í tæpar tvær vikur gerði ég mér grein fyrir að málið væri ekki eins einfalt og ég hafði ímyndað mér. Ég áttaði mig á því að mjög sterk- ar tilfinningar tengjast hvalveiði- málum. Við erum alin upp við það í gegnum fjölmiðla að hvalir séu yndislegar og skynsamar skepnur. Og sjálfsagt eru þeir það. En ís- lenskur vinur spurði mig að því hver væri munurinn á því að drepa kú og hval. Ég gat einfaldlega ekki svarað þeirri spurningu og þess vegna ákvað ég að gera þetta að viðfangsefni mínu í lokarit- gerðinni og koma þá íslenskum sjónarmiðum að en þau sjást eig- inlega alls ekki í fjölmiðlunum.“ Sandra segir að ekki sé nóg að líta á málin aðeins frá einni hlið eins og t.d. Grænfriðungar og það sé skylda háskólamanns að skoða málin hlutlægum augum og taka þannig einnig mið af rökum Ís- lendinga. „Þetta tengist allt tilfinningum og þær tilfinningar gera fólk blint fyrir því sem raunverulega á sér stað. Það er mjög einfalt fyrir eina þjóð, eins t.d. Englendinga, að horfa á athafnir annarrar þjóðar, eingöngu með sínum gleraugum. Íslendingar lifa af fiskveiðum og þær vega mjög þungt í hagkerfinu og það er eins og menn geri sér ekki grein fyrir þessu. Það er eng- ir villimenn á Íslandi, þetta er vel menntuð, vel stæð og vel upplýst þjóð og ég efast ekki um að slík þjóð geti tekið skynsamlegar ákvarðanir upp á eigin spýtur. Það eru 73 þúsund hrefnur í Norð- ur-Atlantshafi og Íslendingar veiða 43 hrefnur þannig að það er ljóst að það er ekki verið að ganga á stofninn. Engu að síður stíga Bretar og fleiri þjóðir á stokk og segja að þið eigið ekki að veiða hvali og það finnst mér ákaflega hæpið. Ekki síst þegar horft er til þess hvernig ýmsum dýrum, s.s. kúm og svínum er slátrað hjá okkur. En um það vill fólk ekki hugsa,“ segir Sandra. Sandra Gregory sem dæmd var í 25 ára fangelsi í Taílandi komin aftur til Íslands Ætlar að skrifa um hvalveiðar Íslendinga Morgunblaðið/Sverrir Sandra Gregory ræddi um hvalveiðar við Árna Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra og færði honum eintak af bók sinni. FJÖLMENNI tók þátt í hátíð- arhöldum á Bifröst í gær en þá var haldið upp á 85 ára afmæli skólans. Af því tilefni tók forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, skóflustungu að nýju 3.000 fer- metra húsi í háskólaþorpinu á Bifröst. Húsið verður fjórar hæðir og mun hýsa rannsókna- og þróun- arsetur á jarðhæð og 57 íbúðir nemenda á efri hæðunum. Jafn- framt var undirritaður samn- ingur um stofnun hlutafélags sveitarfélaga og fyrirtækja á Vesturlandi sem munu eiga og reka húsið. Það voru fulltrúar Viðskiptaháskólans, Borg- arbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Loftorku, Sparisjóðs Mýrasýslu og Vesturlands ehf. sem undirrit- uðu samninginn. Þess má geta að ekki er enn búið að teikna húsið, en arkitekt- ar eru þeir sömu og teiknuðu ný- legt kennslu- og skrifstofuhús á Bifröst, Stúdíó Granda. Morgunblaðið/Ásdís Haralds Ólafur Ragnar Grímsson tekur skóflustungu að nýju rannsókna- og þróunarsetri á Bifröst í rigningu og roki í gærkvöldi. Dorrit Moussaief, eiginkona hans, skýlir Lindu Pálsdóttur, fulltrúa Borgarfjarðarsveitar, og Andrés Konráðsson frá Loftorku t.v. og Runólfur Ágústsson rektor og Ása Björk Stefánsdóttir, kona hans, fylgjast með. Skóflu- stunga tekin að óteikn- uðu húsi HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær þrítugan karlmann til að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun fyrir líkamsárás á fjóra ein- staklinga, m.a. á konu í flugvél Flug- leiða í flugtaki á leið frá Kaupmanna- höfn til Íslands. Maðurinn sló konuna í andlitið og klóraði hana í flugvélinni, en atvikið átti sér stað í maí 2002. Um sumarið réðst hann tvisvar með 10 daga milli- bili á aðra konu, annars vegar á bif- reiðastæði strætisvagna við Lækjar- torg í Reykjavík og í seinna skiptið í strætisvagni í Breiðholti. Þá réðst hann á konu í verslun við Laugaveg á Þorláksmessu í fyrra og einnig á starfsmann verslunarinnar sem kom henni til hjálpar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að þar sem mað- urinn hafi verið haldinn alvarlegri geðtruflun á háu stigi í þau fjögur skipti sem ákært var fyrir hafi hann verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum. Af þeirri ástæðu var hann sýknaður af kröfu um refsingu. Maðurinn var hins vegar dæmdur til að borga konunum skaðabætur. Málið dæmdi Valtýr Sigurðsson. Verjandi ákærða var Örn Clausen hrl. Málið sótti Katrín Hilmarsdóttir fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík. Dæmdur til að sæta ör- yggisgæslu HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið til að greiða konu 300 þúsund krónur í miskabætur vegna ólögmæts áminningarbréfs er hún starfaði sem sjúkraliði á heimili fyrir geðfatlaða. Þá var og ríkið dæmt til að greiða konunni samtals 600 þúsund krónur í málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. Í málinu var deilt um áminn- ingarbréfið og yfirvinnu sem konan hélt fram að yfirmenn sínir hefðu takmarkað við hana umfram aðra starfsmenn í kjölfar áminningar- bréfsins. Krafðist hún upphaflega samtals tæplega 2,9 milljóna króna í miskabætur og fyrir hina töpuðu yf- irvinnu. Í framhaldi af áliti umboðs- manns Alþingis úrskurðaði félags- málaráðuneytið áminningarbréfið ólögmætt og felldi það úr gildi. Ráðuneytið taldi hins vegar að ekki yrði með skýrum hætti ráðið af málsgögnum að jafnræðisregla stjórnsýsluréttar hefði verið brotin. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að umrædd áminn- ing hefði verið ólögmæt bæði að formi og efni. Einnig var það stað- fest að konan hefði fært fram full- nægjandi sönnur fyrir því að henni hefði í kjölfar áminningarinnar verið mismunað varðandi úthlutun auka- vakta og að framkoma yfirmanna. Konan þótti á hinn bóginn ekki hafa sýnt fram á fjártjón sitt vegna fyrrnefndrar mismununar og var ríkið því sýknað af kröfu hennar um skaðabætur. Málið dæmdu Guðrún Erlends- dóttir, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigur- björnsson, og Pétur Kr. Hafstein. Lögmaður konunnar var Hörður Felix Harðarson hrl. og lögmaður ríkisins Óskar Thorarensen hrl. Dæmdar miskabætur fyrir ólöglega áminningu ICELANDAIR hefur auglýst lausar stöður nokkurra flug- manna sem ráða á næsta vor. Í auglýsingu kemur fram að vegna árstíðasveiflu í starfsem- inni sé ljóst að flugmenn sem hefji störf með vorinu starfi til hausts. Guðjón Arngrímsson upplýs- ingafulltrúi segir að í sumar- áætlun Icelandair á næsta ári sé gert ráð fyrir um 20% aukn- ingu í umfangi flugs og því þurfi að bæta við flugmönnum. Tekið verður upp flug á nokkra nýja áfangastaði, m.a. borgir í Þýskalandi, til Madrid og Hels- inki svo dæmi séu nefnd. Flug- menn sem sagt var upp hjá Ice- landair í haust eru flestir komnir til starfa aftur og því þurfi að bæta í hópinn til að mæta þörf næsta sumars. Hann segir ekki ljóst hversu margir verða ráðnir en það verði allt tímabundnar ráðningar. Um- sóknarfrestur er til 15. desem- ber. Icelandair auglýsir eftir flug- mönnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.