Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Fallegar
spiladósir, styttur og
margt fleira til jólagjafa
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
Sími 551 2040
Gjörið svo vel, réttur hússinsþ
Jólabókaflóðið og staða bókarinnar
Gríðarleg um-
ræða um bækur
Jólabókaflóðið er núað komast í algleym-ing, fyrsta stóra
bóksöluhelgin að hefjast
og nýafstaðnar eru til-
nefningar til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna.
Titlar skipta hundruð-
um og metnaðurinn mikill,
en oft er þó talað um að
bókin hafi átt undir högg
að sækja hin seinni ár, en
hvað segir Sigurður Svav-
arsson, formaður Félags
bókaútgefenda um það?
Sigurður svaraði nokkr-
um spurningum sem
Morgunblaðið lagði fyrir
hann í vikunni.
– Hvernig líst þér á jóla-
bókavertíðina að þessu
sinni?
„Mér sýnist hún fara líf-
lega af stað. Það hefur verið gríð-
arleg umræða um bækur eigin-
lega alveg frá því í september,
þegar hér var haldin óhemju
myndarleg, alþjóðleg bók-
menntahátíð, og umræðan hefur
síðan enn magnast þegar forvitni-
legir íslenskir titlar tóku að
streyma á markað. Allt stefnir í
góð bókajól.“
– Hefur titlum fjölgað, eða er
þetta stöðugt að einhverju leyti
frá ári til árs?
„Það er dálítið snúið að bera
heildarútgáfuna saman á milli
ára. Það er aftur á móti alveg
ljóst að aldrei hafa fleiri titlar
verið kynntir í Bókatíðindum en á
þessu ári. Þar eru útgefendur
einkum að kynna bækur sem þeir
telja eiga erindi á jólamarkað. Í
ár voru þar kynntar 515 bækur en
á síðasta ári 466. Þetta er talsvert
stökk, en það gæti allt eins vitnað
um aukna trú á Bókatíðindum
sem auglýsingamiðli eins og það
að útgáfan í heild sé að aukast.“
– Kaupa landsmenn meira af
bókum nú allra síðustu árin?
„Þessi bókakaup hafa nú verið
ærið jöfn síðustu árin, breyting-
arnar ekki stórkarlalegar milli
ára. Hins vegar hafa menn þóst
merkja að salan hafi færst á færri
titla en áður, og það er vissulega
bagalegt vegna þess að ríkidæmi
hins smáa en öfluga íslenska
bókamarkaðar er fjölbreytnin, og
hana verðum við að vernda eins
og kostur er. Áherslan á metsölu-
bækurnar hefur magnast eftir að
stórmarkaðirnir fóru að keppast
við að selja bækur fyrir jólin og ef
ekkert verður aðhafst til mót-
vægis gæti það leitt til fábreyttari
bókaútgáfu í framtíðinni. Enn er
það þó ekki merkjanlegt og von-
andi ber okkur gæfa til að halda í
fjölbreytnina. Það á að vera
keppikefli allra sem láta sig bæk-
ur einhverju varða, og ekki síst
stjórnvalda – bókaþjóðin þarf æv-
inlega að hafa aðgang að því sem
best þykir í heimi bókmenntanna
á sínu móðurmáli.“
– Hvernig finnst þér bóksalan
fara af stað?
„Nú er fyrsta stóra bóksölu-
helgin að ganga í garð og afkom-
an í greininni ræðst
mikið af sölunni fram
að jólum. Það er hins
vegar ekkert sem
bendir til annars en að
jólabókasalan verði
góð. Bækur og friðurinn sem
fylgir lestrinum eru einfaldlega
fastur liður í jólahaldi margra, og
nóg er úrvalið.“
– Hvaða þróun hefur verið at-
hyglisverðust eða skemmtilegust
í jólabókaútgáfunni að þessu
sinni, að þínu mati?
„Það er gaman að sjá hversu
margir útgefendur eru að baki
bókunum sem kynntar eru í
Bókatíðindum fyrir þessi jól –
þeir losa hundrað. Það færist
greinilega í vöxt að einstaklingar
ráðist í bókaútgáfu, og að félaga-
samtök og fyrirtæki gefi út
myndarlegar bækur. Þetta eykur
vitaskuld á fjölbreytnina á bóka-
markaði.“
– Er eitthvað sem kom að ein-
hverju leyti á óvart að þessu
sinni?
„Ekki kannski á óvart, en ég
dáist að því hversu margar af-
bragðsgóðar þýðingar koma út á
þessu ári – úrvalsbókmenntir
sem fengur er að fá á íslensku. Ís-
lenskir bókaútgefendur sýna
mikla þrautseigju á þessu sviði.
Sömuleiðis finnst mér einkar
ánægjulegt hversu margar
myndskreyttar íslenskar barna-
bækur koma út, margar afskap-
lega metnaðarfullar. Mér sýnist
alveg ljóst að við eigum marga
myndskreyta um þessar mundir
sem gætu klárað sig hvar sem er í
heiminum.“
– Hvers konar bækur munu
tróna á toppnum að þínu mati
þegar yfir lýkur?
„Toppsætin verða ábyggilega
skipuð vönu fólki að þessu sinni.
Galdrastrákurinn Harry Potter
verður þar og Arnaldur Indriða-
son. Útkallsbækur Óttars Sveins-
sonar hafa líka verið nærri toppn-
um.
Auk þess á ég von á að einhver
skáldsagan og einhver ævisagan
muni stinga aðrar af á enda-
sprettinum og koma
sér fyrir nærri toppn-
um. Ég ætla hins vegar
ekki að nefna neinn tit-
il í því sambandi.“
– Færð þú bækur í
jólagjöf, Sigurður?
„Ég fæ sjaldan bækur sem hef-
ur verið pakkað inn í jólapappír.
Þeir sem vilja mér vel gauka frek-
ar einhverju öðru undir jólatréð.
Hins vegar sé ég til þess að þær
bækur sem ég ætla að lesa yfir
jólin séu við hendina – enda ekk-
ert ljúfara en að koma sér nota-
lega fyrir með góða bók og hverfa
inn í sagnaveröldina.“
Sigurður Svavarsson
Sigurður Svavarsson fæddist í
Reykjavík 1954. Stúdent frá
Menntaskólanum við Tjörnina og
lauk síðan BA-prófi í íslensku og
almennri bókmenntafræði frá
Háskóla Íslands. Kenndi um ára-
bil við Menntaskólann við
Hamrahlíð og var samhliða bók-
menntagagnrýnandi. Síðan rit-
stjóri hjá Máli og menningu og
loks framkvæmdastjóri hjá því
fyrirtæki. Er nú útgáfustjóri Ið-
unnar og formaður Félags bóka-
útgefenda. Maki er Guðrún
Svansdóttir líffræðingur og eiga
þau tvö uppkomin börn, Svavar
og Ernu.
Mér sýnist
hún fara líf-
lega af stað
SIGURÐUR Guðmundsson land-
læknir segir fulla þörf á lögum og
reglum um gagnabanka, eða gagna-
grunna, á heil-
brigðissviði, og
segir „mýmarga“
slíka gagna-
grunna þegar fyr-
ir hendi hjá ýms-
um stofnunum í
helbrigðisgeiran-
um.
Það eru ekki
ríkulegar laga-
heimildir til um
slíka gagnabanka
hér á landi, segir Sigurður, en í heil-
brigðisþjónustulögunum komi fram
að „landlæknir eigi að skipuleggja
skýrslugerð heilbrigðisstarfsfólks og
heilbrigðisstofnanna og innheimta
þær“. Einnig segir hann til lög um
skráningu farsótta, bólusetninga,
slysa og lyfjagagnagrunn.
„Um allt hitt má kannski segja að
það blakti svolítið í vindinum. Þess
vegna viljum við sjá að miðlægar
skrár, krabbameinsskráin og dánar-
meinaskrá sem dæmi, verði lögfestar
og það verði lögð skráningarskylda á
okkur sem vinnum í heilbrigðisþjón-
ustunni, að það sé hluti af vinnunni að
festa þetta á blað og koma því á fram-
færi,“ segir Sigurður.
Upplýsingar dulkóðaðar
Sigurður segir að grunnarnir yrðu
ýmist varðveittir miðlægt hjá heil-
brigðisyfirvöldum, eða hjá þeim að-
ilum sem mest sinni sjúklingum með
þau vandamál sem ákveðinn grunnur
hefur að geyma upplýsingar um.
Upplýsingar í gagnagrunnunum
verði svo varðveittar dulkóðaðar.
Á málþingi um persónuvernd og
gagnasöfn á heilbrigðissviði sem
haldið var í Norræna húsinu á mið-
vikudag kom fram að slíkir gagna-
grunnar eru fjölmargir, allt frá
gagnabönkum um krabbameinstilfelli
á Íslandi að grunnum sem einstaka
fræðimenn safna um einstök tilfelli á
ákveðnu tímabili.
Í máli Guðrúnar Kristínar Guð-
finnsdóttur, frá Landlæknisembætt-
inu, kom fram að slíkir grunnar væru
fjölmargir, en erfitt að segja til um
nákvæman fjölda vegna vandamála
við skilgreiningu. Hún tók dæmi um
tæplega 30 slíka gagnagrunna sem til
eru í dag, og í máli hennar og land-
læknis kom fram að þeir eru mun
fleiri. Dæmi um upplýsingar sem
finna má í slíkum gagnabönkum eru
upplýsingar um dánarmein, krabba-
mein, slys, bólusetningar, vandamál í
heilsugæslunni, fóstureyðingar o.fl.
Sigurður segir að gagnagrunnar
séu nauðsynleg tæki sem séu mikil-
væg fyrir heilbrigðisstarfsfólk. „Að
sjálfsögðu þurfum við að skrá heilsu-
far landsmanna, við þurfum að geta
fylgst með hvort einhverjar breyting-
ar verða, þannig að við getum þá von-
andi gripið inn í áður en í óefni er
komið.“ Einnig nefnir Sigurður að
ýmsir gagnagrunnar séu t.d. nauð-
synlegir fyrir faraldsfræðilegar rann-
sóknir, til að athuga orsakatengsl
sjúkdóma og til að meta árangur af
forvörnum.
„Ég held það sé hægt að halda þá
[gagnagrunnana], búa þá til og við-
halda þeim, án þess að meiða fólk.
Það þarf að vera mjög skýrt að við
getum gert þetta án þess að þessar
upplýsingar leki út og suður,“ segir
Sigurður, og segir reynsluna hafa
kennt okkur að hvers konar áhugi við-
skiptalífsins á söfnun svona upplýs-
inga kunni ekki góðri lukku að stýra.
Landlæknir vill lög um gagnagrunna á heilbrigðissviði
„Mýmargir“ gagna-
grunnar þegar til
Gagnagrunnar nauðsynlegir fyrir heilbrigðisstarfsfólk
Sigurður
Guðmundsson