Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 26
AKUREYRI 26 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á S P R E N T Þórhallur miðill opnar kær- leiksbrunn sinn og enginn verður samur á eftir. Einstök bók eftir einstakan mann. EINSTÆÐ BÓK Ekki lesa Drakúla að kvöldlagi þegar enginn er heima. Barátta Jonathans við ægilegustu vampýru allra tíma tekur á sig margar myndir, sumar viðbjóðs- legar, aðrar skelfilegar. DRAKÚLA Leitin að Valla er spennandi og skemmtileg. Hann felur sig á ótrú- legustu stöðum og það þarf mikla þolinmæði og athyglisgáfu til að finna hann. Leitin að Valla reynir á þolrifin. STÓRKOSTLEG HEILABROT Snilldarbók um manninn Grím Thomsen. Ástir hans og barn- eignir. Vináttu við konunga. Lífssorg óhemjunnar frá Fredericia. Loksins er þjóðsagan um hinn grálynda Grím kveðin í kútinn. Meistaraverk um launástir þjóðskálds. „FRÓÐLEG LESNING OG SKEMMTILEG...“ BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR – bækur fyrir alla Magnþrungin skáldsaga um dreng- inn Árna Magnússon sem elst upp hjá munkum en verður þrátt fyrir það vopnfimastur Norðurlanda- búa. Leiðin til Jerúsalem er met- sölubók á Norðurlöndunum enda leitun að jafnspennandi bók. Bók sem svíkur engan. MILLJÓN EINTÖK SELD Gísli Jónsson menntaskólakennari segir lífssögu Jóns Skrikks. Gunnar Jónsson á Fossvöllum hælir sér af sannsögli og Austfirðingurinn Sögu-Guðmundur sker í þokuna. Fjöldi sögumanna lætur ljós sitt skína. Hugarflugið er ótrúlegt. Skemmtunin engu lík. LYGILEGA SKEMMTILEG BÓK Flosi Arnórsson stýrimaður var hnepptur í fangelsi í Dubaí fyrir að flytja með sér skotvopn frá Ís- landi. Nú segir hann söguna alla sem er hrikaleg og þó full kímni- gáfu. Skyldulesning allra sem vilja kynnast arabísku samfélagi, fræð- andi en um leið hreinn skemmti- lestur. „BRÁÐSKEMMTILEG ... FRÓÐLEG ... VEL SKRIFUГ Lára Magnúsardóttir, Morgunblaðinu 18. nóv. 2003 Bönnuð börnum. Spennubækur unglinganna AÐVÖRUN!!! Jón Þ. Þór Morgunblaðinu 2. des. 2003 Dagbók frá Dubaí kemur á óvart. DALBRAUT 16 - ELDRI BORGARAR OPIÐ HÚS Í DAG Í dag á milli kl. 12:00 og 14:00 er til sýnis mjög falleg 2ja her- bergja 56,7 fm íbúð á 4. og efstu hæð í þessu nýlega og eftirsótta lyftuhúsi, húsið er sérhannað fyrir eldri borgara. Kvöð er um að íbú- ar séu meðlimir í Samtökum aldraðra. Húseignin er mjög vönduð, m.a. álklædd og við- haldskostnaður í lágmarki. Allt umhverfi einstaklega snyrtilegt og aðkoma mjög góð. Allt tréverk íbúðarinnar er í stíl úr kirsuberja- við. Stórar skjólsælar suðursvalir með fallegu útsýni. SEX verkalýðsfélög í Eyjafirði hafa afhent Mæðrastyrksnefnd Ak- ureyrar styrk að upphæð 900 þús- und krónur. Félögin eru Eining- Iðja, Félag byggingamanna í Eyja- firði, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og ná- grenni, Sjómannafélag Eyjafjarðar og Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga. Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, af- henti styrkinn og lýsti af því tilefni yfir þakklæti fyrir hönd félaganna „fyrir þá gæfu að eiga þær elsku- legu konur sem í mæðrastyrks- nefndinni starfa og eru tilbúnar að leggja mikla vinnu af mörkum til þess að rétta hjálparhönd þeim sem á þurfa að halda til þess að geta búið sér og sínum gleðilega jólahátíð“. Jóna Berta Jónsdóttir, formaður mæðrastyrksnefndar, sagði það sína tilfinningu að ástandið væri mun verra í ár en það var í fyrra, „annars finnst manni það versna ár frá ári og það hefur verið mikið að gera hjá okkur allt þetta ár. Mér finnst þörfin fyrir aðstoð fara vaxandi,“ sagði Jóna Berta. Konur í mæðrastyrksnefnd eru þessa dag- ana að taka á móti umsóknum um aðstoð fyrir jólin, þær byrja í dag, laugardaginn 6. desember, og til 10. desember. Úthlutun fer fram dagana 12. til 15. desember. Konur í nefndinni munu þó ekki neita fólki um aðstoð þó frestur til að sækja um sé liðinn. Þá taka þær einnig við ábendingum ef fólk veit um einhvern sem þarf aðstoð, en getur af einhverjum ástæðum ekki óskað eftir henni. Sex stéttarfélög í Eyjafirði og Mæðrastyrksnefnd Akureyrar Morgunblaðið/Kristján Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, afhenti Jónu Bertu Jónsdóttur hjá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar styrkinn fyrir hönd félaganna. Einnig eru á myndinni Hákon Hákonarson, formaður Félags málm- iðnðarmanna Akureyri, og Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju. Gáfu 900 þúsund krónur Í MÍNUM huga er það óumdeilt að setja þarf í forgang verkefni sem efla og styrkja einstök þjónustusvæði,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, í erindi sem hann flutti um samgöngubætur á ráð- stefnu nýlega. Kristján Þór sagði grundvallaratriði í þeim efnum að stórbæta samgöngur innan og á milli þjónustusvæða með þeim hætti sem samræmdist nútímaþörfum. Þegar hann liti til hagsmuna Akureyrar og Eyjafjarðarsvæðisins , „þá eru for- gangsverkefnin að mínu mati,“ sagði hann og nefndi í fyrsta sæti Héðins- fjarðargöng, þá Vaðlaheiðargöng númer tvö, Hálendisveg í þriðja lagi, Sundabraut í því fjórða og loks al- mennar samgöngubætur í vegakerf- inu auk þess sem tryggja þyrfti fleiri en einn punkt á landinu fyrir flutn- inga á sjó og landi. Kristján Þór nefndi sérstaklega að Sundabraut væri í sínum huga afar mikilvægt verkefni sem stytti ferðatíma milli Akureyrar og Reykjavíkur um 30 mínútur. „Með sama hætti og Sundabraut er ekki einkamál Reyk- víkinga þá eru Héðinsfjarðargöngin heldur ekki einkamál Siglfirðinga og Ólafsfirðinga,“ sagði Kristján Þór. Hann sagði það vilja meirihluta þjóðarinnar að efla Eyjafjarðar- svæðið sem annan valkost til búsetu í landinu en höfuðborgarsvæðið. „Héðinsfjarðargöng eru áfangi á leið okkar að því markmiði,“ sagði bæj- arstjóri. Bæjarstjórinn um samgöngubætur Héðinsfjarðar- göng í forgang Syngja í kirkjutröppum | Nem- endur Myndlistaskólans á Akureyri standa fyrir uppákomu í miðbæ Ak- ureyrar á morgun, sunnudaginn. Dagskráin hefst í kirkjutröpp- unum kl. 16 með söng. Þar munu nemendur Myndlistarskólans og barnakór Brekkuskóla, undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, syngja, síðan verður gengið í átt að torginu og tendrað ljós á aðventukertum. Börnum verður svo að lokum boð- ið upp á grillaðar pylsur og kók. Jólasýning | Jólasýning í Samlag- inu, Listhúsi, hefur verið opnuð en mörg undanfarin ár hefur þar verið opin jólasýning í desember á nýjum og nýlegum verkum eftir félagsmenn. Þar kennir ýmissa grasa að vanda, s.s. málverk, textílverk, leirverk, o.fl. Félagsmenn eru tíu talsins. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir.       Hádegistónleikar | Eyþór Ingi Jónsson organisti heldur hádegistón- leika í Akureyr- arkirkju laug- ardaginn 6. desember kl. 12. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Buxtehude og César Franck. Lesari er sr. Arna Ýrr Sigurð- ardóttir. Að- gangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýning á bókasafni | Myndlist- arsýning hefur verið opnuð í bóka- safninu á Akureyri. Svissneska myndlistarkonan Eva Rudlinger, sem búsett er í London en dvelur nú í nóvember og desember í Gesta- vinnustofu Gilfélagsins og Akureyr- arbæjar, sýnir verk sem hún hefur unnið meðan á dvöl hennar stendur, þar sem hún notar upplifanir sínar af íslenskri náttúru og mannlífi og eru verkin gerðmeð blandaðri tækni s.s. ljósmyndum og skúlptúrum.    AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.