Morgunblaðið - 06.12.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 06.12.2003, Síða 32
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HJÓNIN Sigþrúður Sæmunds- dóttir og Eyjólfur Harðarson kokkur opnuðu ásamt fleirum Snúllabar fyrir skömmu í Hvera- gerði. Snúllabar er í hjarta bæj- arins, þar sem áður fyrr var Hótel Hveragerði. Þau Eyfi og Þrúða, eins og bæjarbúar kalla þau, hafa tekið tvo sali á leigu og ætla að hafa opið þrjú kvöld í viku, fimmtudags-, föstudags- og laug- ardagskvöld. Einnig ætla þau að hafa lifandi tónlist og trúlega mun húsbóndinn ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum, enda verið í bransanum lengi. Fjöldi gesta var við opnun Snúllabars og voru menn ánægðir með að húsið skyldi vera opnað aftur eftir nokkurt hlé. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Eyfi kokkur á Snúllabar. Snúllabar opnaður Hveragerði | Í tengslum við 1. des- ember, fullveldisdag Íslendinga, ákváðu kennarar unglinganna í Grunnskólanum að brjóta upp kennsluna. Að sögn Sævars Þórs Helgasonar, samfélagsfræðikennara og verkefnisstjóra, var ákveðið að þemað yrði söguleg atriði frá 1830- 1950. Krökkunum var skipt upp í tutt- ugu og fjóra hópa og í hverjum hópi voru nemendur úr öllum þremur árgöngunum og var 10 verkefnum deilt niður á hópana. Verkefnin voru líf fólks, sjálfstæðisbaráttan, réttindi kvenna og barna, vesturfarar, bók- menntir, Jón Sigurðsson, 1. desem- ber 1918, þorpsmyndanir, atvinna og náttúruhamfarir og náttúrurann- sóknir. Með hverju verkefni fylgdu stikkorð sem auðveldaði nemendum leit að heimildum. Einnig var keypt- ur aðgangur að fréttum á mbl.is og fundust heimildir þar. Hópavinnan stóð yfir í þrjá daga og síðan var uppskeruhátíð, þá komu allir hóp- arnir og lögðu fram sín verkefni og kynntu vinnu sína í máli og mynd- um. Skipuð var sérstök dómnefnd sem samanstóð af Magnúsi Ágústssyni, formanni skólanefndar, Hlíf Arndal, forstöðumanns bæjarbókasafnsins, og formaður dómnefndar var Yngvi Karl Jónsson, íþrótta- og tómstunda- fulltrúi bæjarins. Hópurinn sem varð í 3. sæti sýndi sína vinnu með veggspjöldum og glærusýningu og útvarpsþáttur var tjáningarform þeirra sem lentu í 2. sæti. Hópurinn sem sigraði var skip- aður þeim Guðbjörgu Ýr, Hannesi Pétri, Sonju Ósk, Stefáni Hauki, Þorsteini Óla og Hjalta Knúti. Að mati dómnefndar var kynning þeirra mjög góð og greinilegt að samstarf hópsins var mjög gott, en þau kynntu verk sitt með vegg- spjöldum, glærusýningu og upp- lestri. Krökkunum í hópunum sem lentu í þremur efstu sætunum verð- ur boðið út að borða á Pizza 67. Skemmtileg tilbreyting í svartasta skammdeginu og góð aðferð til að nemendur kynnist á nýjum nótum. Þemadagar unglinganna Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Sigurvegarar: Hópurinn, sem lenti í 1. sæti, ásamt dómurunum, þeim Yngva, Magnúsi og Hlíf.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.