Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 34

Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 34
LANDIÐ 34 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sauðárkrókur | Í Hlíðarhverfinu á Sauðárkróki býr Aðalsteinn J. Maríusson múrarameistari, sem fengist hefur við sitt af hverju í múrverkinu og störfum því tengdu um dagana. Gömul hús eru miklir dýrgripir í augum Aðalsteins og hefur hann farið víða um land og gert við og lag- fært gömul hús, og er skemmst að minnast prestbústaðarins á Sauðanesi við Þistilfjörð, sem var að hruni kominn, en er nú kominn í upprunalegt stand og verður í framtíðinni stað- arprýði. Þá vann hann við veru- legar viðgerðir á sóknarkirkju Þingeyringa við Dýrafjörð, og fleiri kirkjur hafa notið að- hlynningar hjá Alla múrara og endurheimt fyrra útlit og feg- urð. Í haust sagðist Aðalsteinn hafa gert það upp við sig að nú væri hann hættur þessu flakki um landið og nú mundi hann snúa sér alfarið að því að selja flísar og leggja þær í heimahús og stofnanir, helst á öll gólf, því að flísar væru með bestu gólf- efnum og gætu sem best notið sín hvar sem væri í íbúðum fólks, hvað þá í stofnunum af hvaða tagi sem væri. Í þessu augnamiði end- urskipulagði hann bílskúrinn sinn og hefur nú þar til sýnis verulegt úrval flísa af öllum stærðum og gerðum og sagðist hann, ef sérstakar óskir kæmu, geta útvegað flest það sem í þessum vöruflokki væri. Þá sagðist hann einnig vera með mikið úrval sýnishorna af vegg- flísum bæði fyrir baðherbergi og eldhús. Aðalsteinn sagði að það væri auðvitað alltaf viss áskorun að sjá gamalt steinhús í nið- urníðslu, en nú væri þeim þætti hjá sér lokið og nú ætlaði hann sér að einbeita sér að hinu. Morgunblaðið/Björn Björnsson Alli múrari við sýnishorn af flísum: Viss áskorun að sjá gamalt steinhús í niðurníðslu, en þeim þætti er lokið. Alli múrari á Króknum hættur að gera upp gömul hús Mývatnssveit | Laufabrauðsgerð kallar á samstillt átak hugar og handa. Algengt að fleiri heimili taki sig saman við þetta verk sem kallar á margar iðnar hendur við að hnoða upp í, fletja út, skera, bretta og steikja laufabrauðið. Handtökin eru mörg og mik- ilvægt að allir leggi hönd á plóg, þannig verð- ur verkefnið skemmtilegra og brauðið bragðast betur. Sagt var frá því hér í blaðinu á dögunum að nágrannakonurnar Kristín Jónsdóttir í Álftagerði og Gerður Benedikts- dóttir á Skútustöðum hafa nú í meira en 20 ár haft þann sið að hjálpa hvor annarri við laufabrauðsgerðina. Þær fara þá hvor til hinnar með fólk sitt, létta sér þannig verkið og gleðjast með glöðum í skammdeginu. Þá birtist mynd af Kristínu og barnabörnum hennar en mynd af Gerði komst aldrei alla leið í blaðið, vegna mistaka, og er bætt úr því hér. Gerður notar hníf við skurðinn og vitnar laufakakan á borðinu um smekkvísi og kunn- áttu þess sem hana skar. Laufabrauðsgerð Sauðárkrókur | Heimismenn í Skagafirði héldu árlega aðventutónleika á föstudags- kvöldi fyrir rúmri viku í félagsheimilinu Mið- garði og eins og oftast áður var húsfyllir. Að þessu sinni komu fram þrír einsöngv- arar með kórnum, tveir kórfélagar, þeir Stef- án Öxndal Reynisson og Sigfús Pétursson, en sérstakur gestur þeirra Heimismanna var fr. Margrét Stefánsdóttir, sem söng með kórnum nokkur lög. Áheyrendur þökkuðu einsöngvurunum með langvinnu lófataki og urðu þeir og kór- inn að syngja mörg aukalög, en að venju lauk tónleikunum með því að þau Margrét og Sig- fús sungu jólalagið Heims um ból með kórn- um. Páll Dagbjartsson, formaður kórsins, sagði að það væri alltaf sérstaklega ánægju- legt að hefja aðventuna með þessum hefð- bundnu tónleikum og að hann vonaði að áheyrendur nytu þess eins vel og þeir kór- félagar að eiga þessa afslöppuðu og notalegu stund í upphafi þess tíma sem oftar en ekki einkenndist af hraða og spennu. Ekki sagði Páll þá kórfélaga slá slöku við í jólamánuðinum því nú væri á fullu undirbún- ingur fyrir þrettándatónleikana, sem hafa um nokkurt skeið verið árvissir hjá kórnum. Þeir tónleikar væru með öðru sniði en hinar hefðbundnu söngskemmtanir kórsins, því þá kæmi fram ræðumaður er flytti gestum hug- vekju, oftar en ekki á léttari nótunum, og að þessu sinni mundi Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, fyrrverandi borgarstjóri, lesa Skag- firðingum pistilinn.    Vel heppnaðir aðventutón- leikar Heimis í Miðgarði Akranes | Á aðalfundi Golfklúbbs- ins Leynis á Akranesi á dögunum kom m.a. fram að umferð um Garðavöll fer vaxandi ár frá ári og voru alls 14.500 golfhringir leiknir sumarið 2003 sem nemur um 17% aukningu á milli ára. Að mati stjórnar klúbbsins ætti hinsvegar 18 holu golfvöllur að geta borið um- ferð sem er rúmlega helmingi meiri, eða um 30.000 golfhringir á ári. Gísli S. Einarsson var endur- kjörinn formaður klúbbsins og Rósa Mýrdal var kosin varamaður í stjórn. Aðrir stjórnarmenn eru Lárus Arnar Pétursson, Reynir Jónsson, Ingþór Bergmann Þór- hallsson og Bjarki Jóhannesson. Áslaug Rafnsdóttir lét af stjórnar- störfum. Félagar í GL eru 374 og þar af um 110 unglingar og börn 18 ára og yngri. Ársreikningar voru lagðir fram og þar kom m.a. fram að rekstrartekjur voru rúmar 34,5 millj. kr. og rekstrargjöld voru rúmar 33 millj. kr. Með tilliti til af- skrifta, annarra tekna og gjalda og fjármagnsgjalda var tap ársins 17.797 kr. Skuldir nema 17 millj- ónum. Frá því að 18 holu golfvöllur var tekinn í notkun á Akranesi árið 2000 hafa tekjur af gestaspilurum frá öðrum byggðarlögum orðið stór þáttur í tekjuöflun klúbbsins. GL eignaðist tvo meistara á Ís- landsmóti eldri kylfinga en í flokki 70 ára og eldri. Sigraði Guðmundur Valdimars- son án forgjafar og Alfreð Viktors- son varð meistari með forgjöf. Þeir léku báðir með landsliði öldunga í september í Portúgal. Stefán Orri Ólafsson var valinn í landsliðshóp karla haust en gat ekki gefið kost á sér í það verkefni. Stúlknasveit GL varð í 3. sæti í sveitakeppni GSÍ í ágúst, en þetta er í fyrsta sinn sem stúlknasveit keppir fyrir GL. Kvennasveit Leynis fékk silfur sveitakeppni GSÍ og fer upp í 1. deild að ári. Íslandsmót 35 ára og eldri var haldið á Akranesi í byrjun júlí og þar tóku þátt 180 keppendur og er mótið það fjölmennasta hjá golfklúbbnum til þessa. Á næsta ári fer sjálft Íslandsmótið í högg- leik fram á Garðavelli. Umferð um Garðavöll fer vaxandi á milli ára Morgunblaðið/Sigurður Elvar Jón Elís Pétursson og Gunnar Júlíusson, kylfingar úr Leyni, ræða málin við fyrsta teig í blíðviðrinu á Landsmóti 35 ára og eldri. Jólaljós á Iðubrú | Kveikt verður á jóla- ljósunum á brúinni yfir Iðu við Laugarás í dag, laugardaginn 6. desember, kl. 17. 30. Sú hefð hefur skapast að þegar ljósin eru kveikt safnast íbúar og sumarhúsafólk sam- an á Iðufelli og eiga þar saman stund við söng, frásagnir og tilheyrandi veitingar. Þetta verkefni er í umsjá Framfarafélags Laugaráss og á nú 5 ára afmæli. Siglufjörður | Í haust var byggð ný bryggja sem hlotið hefur nafnið Roaldsbryggja beint fram af Síldaminjasafninu á Siglu- firði. Bryggjan er samstarfsverkefni Sigl- ingastofnunar, Hafnarsjóðs Siglufjarðar og Síldarminjasafnsins. Kostnaður er 5,7 millj- ónir. Bryggjan er 51 metri að lengd og þrír á breidd byggð úr furu og eingöngu ætluð fyrir gangandi umferð. Tilgangur með henni er að við hana liggi smærri bátar bæði heimamanna og ferðamanna en sífellt færist í vöxt að fólk komi í heimsókn til bæjarins á margs konar sportbátum. Þá verður bryggjan einnig í framtíðinni hluti af starfstöð safnsins. Ekki eina hafnarframkvæmdin ,,Aðkoma Síldarminjasafnsins að þessari framkvæmd er sú að við lögðum til alla staurana sem bryggjan stendur á. Ég tel að fjárhagslega hafi munað drjúgt um framlag okkar. Það er mjög gott að fá þessa bryggju hérna beint framan við safnið. Hún verður staðarprýði, gefur ýmsa möguleika varðandi ferðamenn og setur skemmtilegan svip á safnsvæðið,“ sagði Örlygur Krist- finnsson, safnstjóri Síldarminjasafnsins, þegar fréttaritari spurði hann um fram- kvæmdina á dögunum. Þetta er ekki eina hafnarframkvæmdin í Siglufirði á þessu ári. Nú stendur yfir vinna við endurnýjun á viðlegukanti smábátahafn- arinnar, svokölluðum vesturkanti. Þar var í haust rifin burt ónýt trébryggja. Sú nýja sem nú er í byggingu er 47 metrar að lengd og þrír og hálfur að breidd. Þessi bryggja er að mestu hönnuð fyrir gangandi umferð en þó er hluti hennar byggður þannig að keyra megi út á hana t.d með veiðarfæri o.fl. Bryggjan er byggð úr harðviði sem upprunninn er í Suður-Ameríku og Afríku. Harðviðurinn gerir hana margfalt ending- arbetri en ef um venjulegan við væri að ræða. Kostnaður við endurnýjun á vest- urkantinum er 8,7 milljónir króna. Vonandi búið fyrir jól Verktaki við báðar þessar framkvæmdir er Guðlaugur Einarsson, bryggjusmiður úr Hafnarfirði. Hann sagði að öll fram- kvæmdin í Siglufirði hefði gengið vel, tíð- arfar hefði verið hagstætt og þeir vonuðust til að klára viðlegukantinn fyrir jól. Þrír menn hafa að jafnaði unnið við þessi verk. Til stendur að dýpka fyrir framan nýju bryggjuna þannig að þar verði a.m.k. þriggja metra dýpi en ekki er búið að semja við verktaka um þá vinnu enn. Ný timburbryggja við Síldarminjasafnið Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Þeir voru að vinna við Roaldsbryggju fyrr í haust. F.v. Páll Sævar Theódórsson, Luvis Pétursson og Guðlaugur Einarsson verktaki. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.