Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 39

Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 39
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 39 AF stríði Afbók#1 er ferskur og frumlegur straumur á íslenskum bókamarkaði. Hér er á ferðinni safn- rit með efni úr ýmsum áttum sem beint eða óbeint fjallar um pólitískt þema. Bækur af þessu tagi eru al- gengar víða erlendis, fara kannski ekki hátt, en fá oft talsverða út- breiðslu meðal háskólanema og menntafólks af öllum stærðum og gerðum. Þær höfða til fólks sem fylg- ist með atburðum líðandi stundar, hneigist til gagnrýni gegn ríkjandi pólitík og ríkjandi viðhorfum og ná kannski sérstaklega til þeirra sem taka virkan þátt í baráttu fyrir mál- stað – hvort sem sá málstaður er um- hverfismál, andstaða við stríð, eða annað sem í samtímanum verður til þess að hreyfa við fólki. Eins og titill bókarinnar gefur til kynna er þema hennar stríð en hvað forskeytið af á nákvæmlega að merkja er lesandanum látið eftir að hugleiða. Nafn ritraðarinnar bendir til að Afbækur eigi eftir að koma um fleiri efni og sennilega mun einkenni þeirra verða eins og þessarar að safna saman á einn stað gagnrýni sem hefur ekki beint það markmið að upplýsa lesandann um viðfangsefnið (hann er væntanlega nægilega upp- lýstur fyrir) heldur afhjúpa það eða afbyggja. Af stríði hefur greinilega þennan tilgang. Efnið sem birt er í ritinu er af öllu tagi, allt frá ydduðum ádeilugreinum til loftkennds skáld- skapar. Að þessu leyti er ritið dæmi- gerð afurð samtímans. Ádeilan er ekki hvöss eða beitt þó að hún leyni sér ekki. Hún er ekki hugmynda- fræðileg. Hún er miklu frekar launhæðin og jafnvel kaldrifjuð og birtist ekki síst í efnis- valinu. Fyrsta grein bókar- innar er eftir ritstjóra hennar, Hauk Má Helgason, sem á hug- myndina að ritröðinni. Haukur hefur ásamt fleirum haldið úti vefrit- inu Nyhil.com sem hef- ur undanfarin ár staðið fyrir ýmsum uppákom- um og birt skrif Hauks og fleiri um pólitík og menningu. Inngangur Hauks er strákslegur með afbrigðum og má segja ein samfelld háðsádeila á Ísland og Íslendinga. Þó að háðið hitti að mörgu leyti í mark, þá einkennist inngangurinn af hálfkveðnum vísum og samlíkingum sem ekki er fylgt nægilega vel eftir til að þær verði áhugaverðar. Þetta gerir að verkum að inngangurinn nær ekki að brýna lesandann nægilega fyrir það sem á eftir fer, því miður, því hér hefur ýmsu fyrirtaksefni verið safnað sam- an. Af því er fyrst að nefna tvær prýði- legar þýðingar á annarsvegar erindi Arundhati Roy um stríðið í Írak og Bandaríkin sem heimsveldi sem hún flutti í New York fyrr á þessu ári. Þetta erindi sem gert hefur víðreist um heiminn á vefmiðlum er kjarn- mikil gagnrýni á framferði Banda- ríkjamanna. Hinsvegar er þýðing á kafla um Íraksstríðið úr Bók Slavoj Zizeks Love without mercy. Þessar tvær þýðingar bera uppi pólitísk skrif bókarinnar, einkum er grein Zizeks gott dæmi um vel hugsaða röksemda- færslu sem beitir áhugaverðum tengslum og samlíkingum til að vekja spurningar um hinar raunverulega ástæður stríðsins í Írak – og hina raunverulegu ástæðu þess að vestrænir leið- togar telja þetta stríð nauðsynlegt – eða telja sig þurfa á stríðinu að halda. Texti einþáttungs eftir Vanessu Badham og ljóð eftir Steinar Braga, fylgt úr hlaði með inngangsorðum Eiríks Arnar Norð- dahls, koma í kjölfar greinanna tveggja um Íraksstríðið. Einþátt- ungurinn er samtal tveggja Ameríkana sem leggja á ráðin um leiðir til að fegra aðgerðir og framferði sinna manna. Textar Eiríks Arnar og Steinars Braga herða enn frekar á því þema sem er leiðarstef bókarinn- ar en það er harðsnúin gagnrýni á Bandaríkin og stríðsrekstur þeirra í heiminum. Leiktextinn er snjall að mörgu leyti og sömuleiðis ljóð Stein- ars Braga en þau eru skemmtileg og dálítið fáránleg ljóðræn hugleiðing um heimsmálin og nokkra helstu kar- aktera þeirra um þessar mundir. Steinar Bragi birtir sömuleiðis grein um pólitík sem að mínu mati er mun síður heppnuð en skáldskapur hans. Það er erfitt að skilja hvað Steinar Bragi ætlast fyrir með grein sinni. Hann leikur sér með hugtök eins og lýðræði, mismunur og vald og virðist meðal annars vera að velta fyrir sér hlutverki og mætti lista- mannsins í pólitík samtímans en titill greinarinnar er „Um möguleika skálda“. Kannski er Steinar Bragi með þessari grein að gera grín að því hvernig talað er um heimsmálin og um heimspólitík, en það er ekki gott að segja. Viðar Þorsteinsson er höfundur nokkurskonar úttektar á áhrifum tveggja þekktra kenningasmiða um stjórnmál samtímans, Francis Fuku- yama og Samuels Huntingtons, á bandaríska utanríkispólitík. Viðar heldur því fram að kenning hins fyrr- nefnda sem kennd er við endalok sög- unnar og kenning hins síðarnefnda um átök á milli menningarheima séu í einhverjum skilningi báðar nauðsyn- legar Bandaríkjamönnum og banda- mönnum þeirra í réttlætingu á stefnu og aðgerðum. Greinin er hinsvegar ekki nema að litlu leyti tilraun til þess að gera kenningunum skil, Viðar gef- ur sér í raun niðurstöðuna, en það sem vakir fyrir honum er einkum og sér í lagi að brýna meðborgara sína til gagnrýninnar og virkrar hugsunar um eðli þeirra réttlætinga og skýr- inga sem bornar eru á borð fyrir okk- ur í fjölmiðlaumfjöllun um stríð, hernað og kúgunaraðgerðir af ýmsu tagi. Í bókarlok eru birtir ýmsir smærri textar sem líklega mundu flokkast undir pólitískan skáldskap. Hér eru meðal annars ljóð Rumsfelds, en það eru textar úr skýrslum og ræðum Donalds Rumsfelds, varnarmálaráð- herra Bandaríkjamanna, sem sniðug- ur amerískur blaðamaður stillti upp í nokkurskonar ljóðform. Ritstjóri bókarinnar hefur kosið að birta text- ana óþýdda – sem mér finnst synd. Það hefði verið gaman að sjá ein- hvern spreyta sig á þýðingu þeirra þeir hefðu svo getað fylgt með á frummálinu. Einnig eru örsögur, ljóð og textabrot eftir Val Brynjar Ant- onsson, Eirík Örn Norðdahl og Reto Pulfer. Allt ágæt lesning en kannski dálítið út í loftið. Örsögur Vals eru skemmtilega gamaldags og minna mig á eitthvað sem ég hef lesið áður: Kannski eru þær meðvituð tilraun til að mynda tengsl við orðræðu annarra tíma og annarra baráttumála, þegar barist var gegn Víetnamstríði, kjarn- orkusprengjum og slíkum hlutum. Stríð um stríð frá stríði til stríðs BÆKUR Ritröð Ýmsir höfundar. Ritstjóri: Haukur Már Helgason. 2003. AF STRÍÐI AFBÓK#1 Jón Ólafsson Haukur Már Helgason Iðnó kl. 14 Súdanska konan Mende Nazer er stödd hér á landi og segir frá lífi sínu og þrælahaldi í nútímanum. Nazer hlaut Spænsku mannréttindaverðlaunin fyrir að vekja athygli á nútíma þrælahaldi í bók sinni, Ambáttin, sem út er komin á vegum JPV-útgáfunnar. MÍR-salurinn, Vatnsstíg 10 kl. 14 Árleg bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtaka ísl. kvenna: Þráinn Bertelsson (Ein- hvers konar ég), Elísabet Jökuls- dóttir (Vængjahurðin), Sigrún Ást- ríður Eiríksdóttir (María Magdalena eftir Marianne Fred- riksson), Guðfinna Eydal og Álf- heiður Steinþórsdóttir (Konur og karlar í blóma lífsins), Magnea Björk Valdimarsdóttir (Hvar? Myndskreytt barnabók eftir Guð- rúnu Hannesdóttur), Viðar Hreins- son (Andvökuskáld: ævisaga Stephans G. Stephanssonar), Krist- ín Helga Gunnarsdóttir (Stranda- nornir), Vigdís Grímsdóttir (Þegar stjarna hrapar). Valgeir Guð- jónsson flytur lög af nýútkomnum diski við ljóð Jóhannesar úr Kötl- um, Fuglar tímans. Kynnir er Mar- grét Guðmundsdóttir. Sigrid Ös- terby sýnir myndlist í kaffistofu. Gallerí T-18, Tryggvagötu 18 Þorkell Þórisson (Keli) sýnir um 50 olíu- og akrýlmyndir sem spanna að mestu hans unga feril. Þorkell nam við Myndlistarskóla Reykja- víkur og hélt síðan til náms í Malaga og var þar fjóra vetur. Er þetta fjórða einkasýning hans á Ís- landi, þrjár á Spáni og tvær í Sví- þjóð auk samsýninga. Gallerí T-18 var stofnað í þeim tilgangi að koma á framfæri jaðarlist. Nonnabúð v. Smiðjustíg kl. 18 Bjarni Massi, fyrrum myndlist- armaður, er með innsetningu á ljósmyndum og öðru efni. Til 3. janúar. Topphúsið, Lækjargötu 2a Gall- eríið Svarta fiðrildið sýnir verk eft- ir myndhöggvarann Hörð B. Thors (f. 1970). Verkin eru níu talsins og eru ýmist brons- eða járnblandaðar afsteypur. Hörður lærði styttugerð í The Sculpture Academy í London árin 2000–2001. Þetta er fyrsta sýning Harðar og lýkur á morgun. Opið kl. 14–21. Gamla góðtemplarahúsið, Suð- urgötu 7, í Hafnarfirði Sýning Leikminjasafns Íslands, Frumherji og fjöllistamaður – Sigurður Guð- mundsson málari, verður opin frá kl. 14.00–17.00 í dag og á morgun. Þjóðmenningarhús kl. 14 Elías Snæland Jónsson les upp úr nýrri bók sinni, Valkyrjan, í Sögustund Gevalia. Elías Snæland hefur fengið marg- víslegar viðurkenningar fyrir skrif sín, m.a. Íslensku barnabókaverð- launin og tilnefningu á alþjóðlegan heiðurslista IBBY-samtakanna. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari Sögu- stunda Gevalia. Gallery Tukt í Hinu húsinu kl. 16 Elitsa Georgieva opnar myndlist- arsýningu sem standa mun til 27. desember. Opin mánudag til föstu- dags kl. 13–18. Hole in one, Bæjarlind 1, Kópa- vogi kl. 12–15 Anna Día og Ingi- mar Jónsson kynna og árita bæk- urnar Berskjölduð á fyrsta teig og Alfræðibókin um golf. Goðaland í Fljótshlíð kl. 16 Að- ventutónleikar þar sem fram koma Kvennakórinn Ljósbrá undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur, undirleikari Julian Edward Isaacs. Karlakór Rangæinga og Samkór Rangæinga undir stjórn Guðjóns Halldórs Ósk- arssonar, undirleikari Hédi Maróti. Einnig koma fram nemendur Tón- listarskóla Rangæinga, Unnur Lilja Hermannsdóttir, Unnur Lilja Bjarnadóttir, Helga Guðrún Lár- usdóttir, Hlíf Hauksdóttir og Rakel Óskarsdóttir. Blómakaffi, Húsasmiðjan, Sel- fossi Norma E. Samúelsdóttir opnar sýningu á olíumálverkum, vatnslitamyndum, gouacheklippi- myndum og tússmyndum. Til 7. janúar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Passía op. 28 eftir Hafliða Hallgrímsson er komin út á geislaplötu. Flytjendur eru bandaríska mezzósópr- ansöngkonan Mary Nessinger og Garðar Thór Cortes tenór ásamt Mótettukór og Kamm- ersveit Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar. Listvinafélag Hallgrímskirkju pant- aði verkið af Hafliða í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á Íslandi og var það frumflutt í Hallgrímskirkju 18. febrúar 2001. Textinn er byggður á Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar og ljóðum eftir skáldin Stein Steinarr, Matthías Johannessen, Hannes Pétursson og Baldur Óskarsson. Í Passíu er glímt við spurningar um samband manns og guðs. Trúarlegar vangaveltur skáld- anna lifna við í tónmáli Hafliða Hallgrímssonar. Hörður Áskelsson fékk bæði Íslensku tónlistarverðlaunin og Menningarverðlaun DV fyrir flutning sinn á verkinu. Þá er Passía tilnefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna sem hljómplata ársins í flokki sígildrar- og nú- tímatónlistar. Útgefandi er finnska útgáfufyrirtækið Ondine. Hljóm- plötuverslunin 12 tónar annast dreifingu hér á landi í samvinnu við Credo. Nánari upplýsingar má finna á vef- slóðinni www.credo.is. Klassík Morgunblaðið/Sverrir Hörður Áskelsson tekur við plötunni úr hendi Halldórs Haukssonar, framkvæmdastjóra Credos.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.