Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 41

Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 41
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 41 ÞÓR Magnús Kapor og Benedikt S. Lafleur opna sýningu í Húsi mál- aranna á Eiðistorgi 11 kl. 15 í dag. Þór sýnir olíupastelmyndir og nefn- ir sýningu sína Annað föðurland Ís- land. Benedikt er með myndaskúlp- túr og innsetningu og nefnist sýning hans Nýja landmótskenn- ingin og Hvíti indíáninn sem verður afhjúpaður á Þorláksmessu. Við opnunina mun Hlynur Ö. Þórisson flytja frumsamin verk. Sýningin er opin miðvikudag til sunnudags kl. 14- 18 og stendur til 23.des. Morgunblaðið/Þorkell Benedikt S. Lafleur og Þór Magnússon kampakátir í Húsi málaranna. Samsýning í Húsi málaranna ALDA Ár- manna er með sýn- ingu á helgi- myndum í Grafarvogs- kirkju. Um er að ræða ný olíumál- verk og vatnslita- myndir og er myndefn- ið María guðsmóðir með barnið. „Ég reyni að draga fram hina blíðu móðurtengingu, öryggið og styrk- inn,“ segir Alda um verk sín. „Í þessu felst einnig gildi náinna fjölskyldu- banda og hvað gefur tilfinningu fyrir helgi nú á aðventu.“ Alda hefur lokið prófi frá Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga. Verk eftir hana eru til í opinberri eigu, hér á landi og erlendis. Helgimyndir í Grafar- vogskirkju Eitt verka Öldu Ár- mönnu á sýningunni í Grafarvogskirkju. Glerhjálmurinn er skáldsaga eftir Sylviu Plath í þýð- ingu Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur og ritar hún eft- irmála. Esther er skarpgreind og glæsileg, eins og klippt út úr kvennablaðinu sem hún vinnur hjá, en sjálfstraustið er í molum og loks missir hún tengsl við veruleikann. Lýsinguna á þrúgandi andrúmslofti geðsjúkdómsins undir glerhjálminum byggir Sylvia Plath á eigin reynslu. „Sylvia Plath var eitt virtasta skáld seinni hluta 20. aldar í Bandaríkj- unum. Saga hennar, Glerhjálmurinn, er áhrifamikil lýsing á reynslu ein- staklings sem ratar eftir miklar hremmingar út úr myrkviðum dýpstu sálarangistar – og endurfæðist í and- legum skilningi. Þessi margslungna saga er talin ein merkasta perla heimsbókmenntanna,“ segir í kynn- ingu. Útgefandi er Salka, með styrk frá Þýðingarsjóði. Bókin er 260 bls., prentuð í Odda. Hunang sá um hönn- un bókarkápu. Verð: 2.980 kr. Skáldsaga ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 í Reykjavík Bláa Lónið – verslun lagoon@bluelagoon.is • www.bluelagoon.is • 420 8800 Einstök upplifun í verslun okkar að Aðalstræti 2 í dag milli kl. 12.00 og 17.00 Falleg gjafakort sem gilda fyrir allar vörur og þjónustu sem Bláa Lónið býður. herðanudd handmaskameðferð spennandi tilboð kaupauki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.