Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 45
unum að aðstoða. Geymt í ís-
skáp í allt að fjórar vikur.
Hnetuæði
300 g gróft saxað
suðusúkkulaði, mjög
gott er að nota mjólk-
ursúkkulaði og suðu-
súkkulaði til helminga
¾ b. cashewhnetur, jarð-
hnetur eða makademia-
hnetur saltaðar
¾ b. cashewhnetur ósaltaðar
115 g mjúkt smjör
½ b. sykur
2 msk. síróp, í flöskum frá Lyle
Þekið stórt jólakökuform eða ef
til er form sem er ca 20 cm–23 cm
að stærð með álpappír og smyrjið
vel. Súkkulaðið sett í formið.
Blandið saman hnetum, smjöri,
sykri og sírópi í góða og stóra
þykkbotna pönnu. Hitið við vægan
hita, hræra í af og til þar til smjör
og sykur hefur bráðnað. Hækkið
hitann aðeins og hrærið stöðugt í
þar til blandan verður fallega gyllt
á lit og svolítið klesst saman. Þetta
er í raun svipað og að brúna kart-
öflur, aðeins að gæta þess vel að
hræra stöðugt í og ekki hafa of
mikinn hita á hellunni.
Þetta er síðan sett yfir súkku-
laðið og slétt vel yfir með bakhlið
á skeið. Kælið þar til góðgætið er
orðið harður klumpur. Brjótið í
mola og geymið í kæli fram að
notkun.
Setjið góðgætið í matvinnsluvél-
ina ef þið viljið nota þetta með ís.
Valhnetur í hlynsírópi
og piparsósu
1/8 bolli hlynsíróp
1/8 bolli síróp frá Lyle í flöskum
2 msk. púðursykur
½ tsk. salt
¼ tsk. sterk piparsósa (Casa
Fiesta)
2 bollar valhnetur
Blandið öllu saman í stóra skál
nema hnetum. Hrærið með sleif
þar til allt hefur blandast vel sam-
an. Bætið hnetum út í og þekið
með blöndunni. Álpappír settur á
bökunarplötu og smurður með
smjöri. Dreifið úr hnetunum á
plötuna og takið í sundur með
gaffli ef hnetur eru klesstar sam-
an. Bakið við 165°C í 17–22 mín.
Hrærið í með sleif á plötunni á
u.þ.b. 5 mín. fresti til að sporna við
að þær brenni. Setjið hneturnar á
bökunarpappír eftir bakstur og
kælið. Geymið í ísskáp.
Paprikukryddaðar hnetur
1 eggjahvíta úr stóru eggi
2 tsk. paprikuduft
1½ tsk. Maldon-salt
½ tsk. oregano
½ tsk. timian
½ tsk. hvítlauksduft
½ tsk. laukduft
½ tsk. nýmalaður svartur pipar
¼ tsk. hvítur pipar
¼ tsk. chili pipar eða sterkt
paprikuduft
2 bollar cashewhnetur
Hitið ofninn í 175°. Þekið bök-
unarplötu með bökunarpappír.
Notið frekar stóra skál og hrær-
ið frekar létt eggjahvítuna með
þeytara (ekki rafmagns). Setjið allt
kryddið í skálina og hrærið aðeins
í og bætið svo hnetunum út í og
hrærið með sleif þar til búið er að
maka hneturnar með kryddblönd-
unni. Setjið á bökunarplötu, dreifið
vel úr þessu og bakið í um 10–12
mín. Kælið og geymið í ísskáp í
lokuðu íláti.
Kirsuberjamöndlukökur
2 ¼ bolli hveiti
1 bolli sykur
1 bolli möndluspænir
225 g smjör, mjúkt
1 egg
½ tsk. möndludropar
270–300 g kirsuberjasulta, helst
án berja
½ tsk. möndludropar
½ bolli Herseys súkkulaðidropar
dökkir
Blandið saman í stóra skál
fyrstu 6 atriðum í uppskriftinni.
Hrærið í hrærivél á minnsta hraða
þar til blandan er kornótt, þetta á
alls ekki að verða að deigklessu.
Takið frá 1 bolla af þessari blöndu
og geymið. Það sem eftir er af
blöndunni er sett í smurt form
sem er u.þ.b. 25–20 cm á stærð.
Þrýstið þessu í formið með fingr-
um. Blandið síðan saman í litla
skál sultu og ½ tsk. af möndlu-
dropum. Jafnið þessu yfir botninn
en ekki alla leið út að kantinum á
forminu, skiljið u.þ.b. 1 cm eftir að
brún án sultu. Stráið síðan súkku-
laðidropum yfir sultuna og að lok-
um blöndunni sem var geymd af
botninum ofan á súkkulaðidropana.
Bakið við 180°C í u.þ.b. 30–40 mín.
Kælið og skerið í bita.
Saltstangir og kirsuber
2 bollar saltstangir, muldar
¼ bolli ljós púðursykur
115 g brætt smjör
1 dós niðursoðin mjólk (fæst í
versluninni Filippseyjar).
½ bolli vatn
1 pk. vanillu Royal-búðingur
1½ bolli þeyttur rjómi
180–300 g kirsuberjasósa með
heilum berjum, t.d. frá Gammel
dansk
þeyttur rjómi til skrauts
hjúpaðar saltkringlur til skrauts.
Blandið fyrstu þremur atriðum í
réttinum saman í skál, best að
nota fingurna. Þrýstið þessu í
smurt form sem er 24x33 cm að
stærð. Bakið í 8 mín. við 180°C
hita. Kælið í 10 mín. Á meðan er
mjólk og vatni blandað vel saman.
Bætið búðingsdufti út í og hrærið í
hrærivél (handþeytara) í 2 mín. á
miðlungshraða. Kælið í 5 mín. í
skálinni.
Setjið þeytta
rjómann með sleif
út í búðings-
mjólk-
urblönd-
una sem
á að vera
orðin
svolítið
stíf.
Smyrjið
yfir
botninn.
Kælið í 1
klst. Síðan er
sósan sett ofan á og smá
rjómi til skrauts og stingið einni
saltkringlu sem hefur verið hjúpuð
í súkkulaði ofan á rjómann. Ef
kakan er skorin í bita þá er það
gert áður en sósan og skrautið fer
ofan á bitana. Geymist í frysti án
sósu og skrauts og kakan er látin
þiðna á borði í u.þ.b. hálftíma. Hún
nýtur sín best hálffrosin.
Botninn í þessari köku er líka
góður í ostakökur.
Morgunblaðið/Ásdís
Karla- og krakkagóðgæti: Cheerios og saltstangir eru uppistaðan.
gudbjorg@mbl.is
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 45
Mörkinni 6 • Sími 588 5518
Opið laugardaga, kl. 10-16
Ullarúlpur
Heilsársúlpur
Hattar og húfur
Yfirhafnir
í úrvali