Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 52

Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 52
Heimir Freyr skrifarþættinum langt ogefnismikið bréf og vík-ur þar að mörgum áhugaverðum atriðum um íslenskt mál. Eitt af því sem hann telur þörf á að fjalla um í þættinum er notkun viðtengingarháttar. Um- sjónarmaður þáttarins er sam- mála Heimi um það að málefnið er brýnt og enn fremur virðist ljóst að viðtengingarháttur sækir mjög á í ákveðinni gerð setninga, t.d.: ?Ég veit ekki hvort hann sé [þ.e. er] heima; ég veit ekki hvort ég geti [þ.e. get] komið; ?ég held það sé enginn Íslendingur sem vilji [þ.e. vill] ekki geta ráðið hval- veiðum; ?Óvíst hvort Pétur og Rúnar verði [þ.e. verða] með (í knattspyrnuleik); ?Kosningabar- áttan í Svíþjóð snýst um það hvort taka eigi [þ.e. á] upp evr- una; ?Burtséð frá því hvort ásak- anir samkeppnisstofnunar séu [þ.e. eru] réttar eða það takist [þ.e. tekst] yfirhöfuð að sanna sök í málinu. Þessi dæmi eru öll feng- in úr fjölmiðlum og innan horn- klofa eru tilgreindar þær sagn- myndir sem umsjónarmaður kysi að nota. Dæmi sem þessi virðast mjög algeng í nútíma máli, þeir sem áhuga hafa þurfa ekki að leita lengi að hliðstæðum í fjöl- miðlum. Ef þetta er rétt bendir það annars vegar til að málnotkun sé nokkuð á reiki í slíkum til- vikum. Finnst umsjónarmanni lík- legt að festa megi hendur á breyt- ingunni, hér hljóti að mega finna skýringu. Notkun viðtengingarháttar er talsvert flókin í íslensku og því ekkert áhlaupaverk að gera grein fyrir þeim reglum sem þar liggja að baki, allra síst í stuttu máli. Þess skal þó freistað að sýna í grófum dráttum hvernig ætla má að flestir Íslendingar noti fram- söguhátt og viðtengingarhátt í ákveðinni gerð aukasetninga. Nauðsynlegt er að víkja stuttlega að nokkrum málfræðihugtökum. Óbein ræða vísar til þess er orð einhvers eru höfð eftir og þá er ávallt notaður viðtengingarháttur og samræmi er í tíðum á milli sagnar í aðalsetningu (móðursetn- ingu) og aukasetningu, t.d.: (1a) Hún segir: ‘Þetta er rétt?’ > Hún segir að þetta sé rétt (1b) Hún sagði: ‘Þetta er rétt?’ > Hún sagði að þetta væri rétt (1c) Hann spyr: ‘Er þetta rétt?’ > Hann spyr hvort þetta sé rétt (1d) Hann spurði: ‘Er þetta rétt?’ > Hann spurði hvort þetta væri rétt Skáletruðu setningarnar í dæm- unum kallast fallsetningar, annars vegar skýringarsetningar (að- setningar) og hins vegar spurn- arsetningar (hv-setningar). Notk- un hátta í dæmum sem þeim er tilgreind hafa verið er fastbundin og ætla má að Íslendingar séu sammála um hana, að minnsta kosti virðist hún ekki vera á reiki. Sama máli gegnir um notkun hátta í að-setningum. Þar er regl- an einföld, merking sagnar í móðursetn- ingu (yfirsetn- ingu) ræður ferðinni. Ef sögnin felur í sér vafa eða (einstaklingsbundið) álit (álíta, vona, vilja, halda, telja, finnast…) er notaður viðtengingarháttur en annars framsöguháttur, þ.e. með sögnum sem tákna fullvissu, stað- reynd eða skynjun (vita, muna, sjá, heyra, skilja…), t.d.: (2a) Ég vona að þú komir, sért ánægður, sjáir að þér… (2b) Ég veit að hún kemur, er ánægð, sér að sér Það er því merking sagnar sem sker úr um hvort nota ber fram- söguhátt eða viðtengingarhátt í að-setningum. Málið er dálítið flóknara í hv-setningum. Þar virð- ist tíð sagnar skipta mestu máli. Ef móðursetning er í nútíð er jafnan notaður framsöguháttur nema í óbeinni ræðu (t.d. með so. spyrja): (3a) Ég veit ekki hvort hann er heima (móðursetning í nútíð) (3b) Hann spyr hvort þetta geti staðist/sé rétt (óbein ræða) Ef móðursetning hv-setningar er hins vegar í þátíð þá ræður merking ferðinni og notkun hátta getur þá verið merkingargrein- andi: (4a) Ég vissi ekki hvort hann var heima (4b) Ég vissi ekki hvort hann væri heima Það er nánast eingöngu í setn- ingum af gerðinni (3b), spurn- arsetningum í nútíð sem ekki fela í sér óbeina ræðu, sem óvissu um notkun hátta gætir og þar virðist viðtengingarháttur sækja á, t.d.: ?Strákurinn er að íhuga hvað hann eigi [þ.e. á] að gera; ?Konan er að kanna hvort tilgátan eigi [þ.e. á] við rök að styðjast; ?Eng- inn hefur sagt mér hvenær ég eigi [þ.e. á] að koma; ?Ég ætla að at- huga hvort ég geti [þ.e. get] kom- ið. En hvernig skyldi standa á þessu? Mér sýnist að skýringin sé sú að þau lögmál sem gilda um notkun hátta í að-setningum (merking sagnar í móðursetningu) séu notuð í hv-setningum í nútíð þar sem þau eiga ekki við. Rétt og skylt er að taka það fram að ofangreindar ‘reglur’ eru ekki algildar enda þykist ég þess fullviss að sumir telji einhverjar þeirra setninga sem ég hef merkt með spurningarmerki góðar og gildar og enn fremur er mér ljóst að auðvelt er að finna dæmi úr viðurkenndum textum sem brjóta í bág við reglurnar. Ég held samt að reglurnar gefi allgóða mynd af notkun hátta í fallsetningum og þær megi hafa til viðmiðunar. Úr handraðanum Flestir munu kannast við máls- háttinn Undantekningin sannar regluna. Það getur komið sér vel að hafa hann á hraðbergi, t.d. fyr- ir þann sem tekur sér fyrir hend- ur að búa til reglur um notkun viðtengingarháttar. Málsháttur þessi á sér samsvaranir í fjöl- mörgum erlendum málum, t.d.: lat. exceptio probat regulam; e. the exception proofs the rule; þ. Ausnahmen bestätigen (be- kräftigen) die Regel; fr. l’except- ion confirme la regle; d. undtag- elsen bekræfter regelen. Mér hefur alltaf þótt sú speki sem málshátturinn boðar hæpin og allt annars eðlis en boðskapur máls- háttarins: Engin regla er án und- antekninga. Í latínu getur sögnin probare m.a. merkt ‘staðfesta, sanna’ og ‘prófa, reyna’ og er það síðari merkingin sem á hér við. Upprunalega merkir málshátt- urinn ‘undantekningin reynir regluna’ en ekki ‘sannar regluna’. Þýðing latneska málsháttarins í mörgum nútímamálum mun því á misskilningi byggð. Virðist ljóst að viðtenging- arháttur sækir mjög á í ákveð- inni gerð setn- inga. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 16. þáttur UMRÆÐAN 52 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ E itt af því sem kemur til með að verða nokkuð áberandi í fjölmiðlum næsta árið eru fréttir af kjaraviðræðum og nýjum kjara- samningum. Samningar þorra al- menns launafólks renna út um áramót og á næsta ári verða flestir opinberir starfsmenn með lausa samninga. Ef taka á mið af síðustu samningalotu má búast við að það taki um eitt og hálft ár fyrir allan vinnumarkaðinn að ljúka gerð kjarasamninga. Það er talsvert langur tími og hætt við að margir verði orðnir nokkuð leiðir á fréttum af kjaramálum þegar kemur fram á árið 2005. Miklu minna er þó fjallað um kjaramál í fréttum í dag en fyrir 12–15 árum. Áður voru kjara- samningar almennt ekki gerðir nema til 1–2 ára. Samningamenn voru varla búnir að klára eina samningalotuna þegar undirbún- ingur að þeirri næstu hófst. Það tók langan tíma að ljúka samn- ingum við alla hópa og segja má að fjölmiðlar hafi verið að segja fréttir af kjaraviðræðum og kjaradeilum meira og minna allt árið. Fréttirnar voru þá, eins og raunar enn í dag, ekki alltaf mjög áhugaverðar. Dæmigerð frétt um kjaramál hljómar gjarn- an svona: „Samningamenn í kjaradeilu kennara og ríkisins hittust á fundi hjá ríkissátta- semjara í gær. Að sögn samn- ingamanna var fundurinn gagn- legur, en lítið miðaði þó í átt að lausn deilunnar. Nýr fundur hef- ur verið boðaður á fimmtudag.“ Ekki er óalgengt að þessi frétt sé sögð með svipuðu orðalagi í 6–8 vikur áður en dregur til tíð- inda. Það hlýtur því að vera fagnaðarefni að nú eru kjara- samningar almennt gerðir til fjögurra ára. Forystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa áttað sig á að langtímasamningar eru almennt líklegri til að skila launafólki kaupmáttaraukningu en skammtímasamningar. Það verður einnig að segjast að mun fagmannlegar er staðið að gerð kjarasamninga í dag en á árum áður. Undirbúningur þeirra er miklu betri og greini- legt er að forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar hafa aflað sér ítarlegra upplýsinga um stöðu efnahagsmála og vita því hvaða kröfur er raunhæft að fara af stað með þegar viðræður hefj- ast. Samningamenn kynna sér einnig viðhorf félagsmanna og reyna að nýta sér reynslu laun- þegahreyfinga í nágrannaríkj- unum. En þó að vinnubrögðin hafi batnað er ekki þar með sagt að menn geti ekki gert betur. Samningamenn ættu að setja sér það markmið að ljúka viðræðum á styttri tíma en áður, en for- senda fyrir því er að sjálfsögðu að traust ríki milli samningsaðila og menn líti á samningsgerð eins og hvert annað verkefni sem þarf að leysa en ekki eins og leikrit í þremur þáttum með hléi á milli. Fjölmiðlar leika oft nokkuð stórt hlutverk þegar kjarasamn- ingar standa yfir. Í aðdraganda samninga hafa stéttarfélögin oft keppst við að koma upplýsingum til fjölmiðla þar sem leitast er við að sýna fram á hvað þeirra fé- lagsmenn eru með lág laun og hvað þeir hafa setið eftir í sam- anburði við aðra hópa. Það er svo upp og ofan hvort tölur sem nefndar eru gefa sanna mynd af stöðu mála. Ef það kemur til verkfalla er enn meira þrýst á fjölmiðla um umfjöllun. Dæmi eru um að fjölmiðlar hafi verið sakaðir um að standa sig ekki í fréttaflutningi af því „alvarlega ástandi sem skapast hafi“, en fréttaflutningurinn er mjög stór liður í að halda uppi þrýstingi á samningsaðila og hann er einnig mikilvægur þáttur í að viðhalda baráttuanda meðal verkfalls- manna. Þegar búið er að semja þurfa samningamenn ekki á fjölmiðl- unum lengur að halda og þá keppast menn um að segja sem minnst um nýja kjarasamning- inn. Fjölmiðlar fá annaðhvort engar upplýsingar eða mjög brenglaða mynd af því sem samið var um. Þetta er auðvitað alger- lega óþolandi framkoma, en mjög erfitt er fyrir fjölmiðla að verjast þessu m.a. vegna þess hvað kjarasamningar eru flóknir. Það er allt annað en auðvelt fyrir blaðamenn að lesa út úr þeim jafnvel þó að þeir komist yfir ein- tak af nýgerðum samningum. Þeir þurfa eftir sem áður mjög að treysta á upplýsingagjöf frá samningamönnum. Forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar og vinnuveitenda ættu að reyna að sameinast um að hætta þessum feluleik og leitast í staðinn við að stuðla að upplýstri og gagnlegri umræðu um kjara- mál. Á því er full þörf. Það væri t.d. mjög þarft ef báðir aðilar sendu frá sér ítarlegar upplýs- ingar eftir að skrifað hefur verið undir um mat þeirra á kostnaði við samningana. Ennfremur ættu allir kjarasamningar skilyrð- islaust að fara inn á Netið þannig að allir geti skoðað þá og metið. Á þessu er misbrestur. Samtök atvinnulífsins hafa t.d. komið sér hjá því að birta á vef sínum samninga sem samtökin gera við flugmenn, flugfreyjur og flug- virkja. Þar er hins vegar hægt að kynna sér kjarasamninga mjólk- urfræðinga, tannsmiða og Sveinafélags pípulagningamanna, auk samninga Flóabandalagsins og verslunarmanna. Af hverju þola samningar flugmanna ekki dagsins ljós? Getur verið að Samtök atvinnulífsins óttist að pípulagningamenn og tannsmiðir setji fram auknar kröfur ef upp- lýst er um hvers konar samninga samtökin hafa verið að gera við flugmenn í gegnum árin? Spyr sá sem ekki veit. Feluleikur launa Þegar búið er að semja þurfa samn- ingamenn ekki á fjölmiðlunum lengur að halda og þá keppast menn um að segja sem minnst um nýja kjarasamn- inginn. Fjölmiðlar fá annaðhvort engar upplýsingar eða mjög brenglaða mynd af því sem samið var um. VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VATNSVEITA Seyðisfjarðar verður 100 ára á morgun, sunnudaginn 7. desember. Eins og á svo mörgum öðrum sviðum voru Seyðfirðingar í far- arbroddi í tækninýjungum um og uppúr aldamótunum 1900. Eftir því sem ég hef komist næst mun Vatns- veita Seyðisfjarðar vera næstelsta bæjarvatnsveita landsins og einungis gamli menningarbærinn Ísafjörður varð fyrri til. Knud Zimsen verkfræðingur var fenginn til þess að gera uppdrátt að vatnsveitu á Öldunni en síðan var ákveðið að leggja hana einnig sunnan Fjarðarár vegna eindreginna óska íbúa þar. Var verkið boðið út og á Þorláksmessu 2002 sam- þykkti bæjarstjórn að taka tilboði Friðriks Gísla- sonar úrsmiðs og Andrésar Rasmussens. Tæpu ári síðar eða hinn 7. des. 2003 var vatnsveita afhend bænum fullgerð. Kostaði verkið um 9 þús. kr. á þeim tíma. Mikið vatn hefur runnið um vatnslagnir bæjarins frá því að veitan var stofnuð. Hefur það vafalaust svalað þorsta margra í gegnum tíðina auk þess að vera notað til þvotta, eldamennsku og þrifa, vökv- unar og fleira. Við sem höfum alist upp við renn- andi vatn úr krönum í hýbýlum okkar eigum erfitt með að ímynda okkur hvílík bylting það var að fá rennandi vatn í heim í hús í stað þess að þurfa að sækja það út í vatnsból og bera heim í skjólum hvernig sem viðraði. Ísland var á þessum tíma að feta fyrstu skrefin í átt að nútímasamfélagi. Í dag munum við Seyðfirðingar minnast þessara tímamóta með málþingi sem haldið verður í nýja Ferjuhúsinu á Strandarbakka. Þar munu sérfræð- ingar í vatnsveitumálum halda erindi og í kjölfarið gefst bæjarbúum að spyrja þá spjörunum úr. Vatns- veitan er öldruð og þarfnast endurnýjunar. Enn not- ast hún við yfirborðsvatn sem er hreinsað og geisl- að með ærnum tilkostnaði. Úr því þarf að bæta. Að drekka sig frá vandanum Allnokkrar rannsóknir hafa farið fram á umliðnum árum varðandi vatnsöflun og borað eftir vatni. Það hefur gefið misjafna raun og vatnsmagnið í minna lagi sem bestu holurnar gefa. Á síðasta vetri var borað í tengslum við aurskriðuvarnir í Botnum og Þófum ofan bæjarins með það fyrir augum að kanna þar vatnsrennsli neðanjarðar. Töluvert vatnsmagn virðist safnast saman á ákveðnum stöðum og hefur því komið upp sú hugmynd hvort að Seyðfirðingar geti ekki drukkið sig frá aurskriðuvandanum. Það er að létta á vatnsþrýstingi í hlíðunum ofan bæj- arins með því að nýta vatnið til drykkjar. En við Seyðfirðingar böðum okkur líka upp úr kalda vatninu. Það er að vísu aðeins búið að skerpa á því, því elsta bæjarrafveita landsins, Fjarðarsels- virkjun sem fagnaði 90 ára afmæli fyrir skömmu (nú í eigu RARIK), hefur um áratugaskeið hitað upp kalda vatnið og það síðan notað til húsahitunar. Vonandi tekst okkur að koma vatnsöflun Vatns- veitu Seyðisfjarðar í gott horf á aldarafmælisári hennar og sækja okkur heilnæmt vatn sem hefur hlotið náttúrulega hreinsun móður jarðar. Á morg- un, sunnudag, verður hreinsistöð veitunnar til sýnis almenningi milli kl. 13 og 15. Að lokum vil ég hvetja Seyðfirðinga til að nýta sér þjónustu Vatns- veitu Seyðisfjarðar á 100 ára afmæli hennar og drekka blávatnið ótæpilega, enda kannski ekki van- þörf á eftir jólahlaðborðið og ballið í kvöld. Til hamingju með afmælið. Vatnsveita Seyðisfjarðar 100 ára Eftir Tryggva Harðarson Höfundur er bæjarstjóri Seyðfirðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.