Morgunblaðið - 06.12.2003, Síða 76

Morgunblaðið - 06.12.2003, Síða 76
FRÉTTIR 76 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MP Fjárfestingarbanki hefur gefið eina milljón króna til hjálparstarfs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. Sigurður Valtýsson, framkvæmda- stjóri MP Fjárfestingarbanka, af- henti Hildi G. Eyþórsdóttur, for- manni Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, gjöfina í húsnæði Mæðrastyrksnefndar, Sólvallagötu 48, í gær. Morgunblaðið/Jim Smart F.v. Halldóra Sigurbjörnsdóttir frá Hvítabandinu, Erla Jónsdóttir, formað- ur Hvítabandsins, Sigurður Valtýsson, framkvæmdastjóri MP Fjárfesting- arbanka, Hildur G. Eyþórsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykja- víkur, Guðlaug Jónína Aðalsteinsdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, og Margrét K. Sigurðardóttir frá Kvenstúdentafélaginu. Gaf Mæðrastyrksnefnd eina milljón króna VÖRUHÓTELIÐ ehf. hefur afgreitt 10 milljónir pakkninga fyrir Ölgerð Egils Skallagrímssonar frá því í vor en Vöruhótelið tók að sér birgðahald og afgreiðslu fyrir Ölgerðina á áfengi á frísvæði í apríl sl. Í byrjun júní tók Vöruhótelið við öllu birgða- haldi Ölgerðarinnar, bæði innfluttri vöru og allri vöru sem Ölgerðin framleiðir innanlands. Dag hvern sendir Ölgerðin Vöru- hótelinu pantanir á vöru til við- skiptavina en starfsmenn Ölgerðar- innar annast sjálfir dreifingu til viðskiptavinarins. Góður árangur Frá því í vor hefur Vöruhótelið af- greitt um 30.000 pantanir og um 280.000 vörulínur fyrir Ölgerðina. Síðan í haust hefur farið fram reglu- bundið eftirlit með pöntunarferlinu og það leiðir í ljós að 99,91% allra vörulína og 98,83% allra pantana eru rétt til teknar. Þessi árangur er sambærilegur því sem best gerist í vöruhúsum er- lendis af þessari stærð, segir í frétta- tilkynningu. Vöruhótelið afgreiðir 10 milljónustu pakkninguna STJÓRNIR Félags háskólakennara og Félags prófessora í Háskóla Ís- lands hafa sent frá sér ályktun þar sem segir m.a.: „Stjórnir Félags háskólakennara og Félags prófessora í Háskóla Ís- lands leggjast eindregið gegn frum- varpi fjármálaráðherra um breyting- ar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og taka einarða afstöðu gegn þeirri hugmynd sem þar liggur til grundvallar. Félögin benda á að hornsteinar þekkingar- og vísindasamfélagsins eru faglegt sjálfstæði einstaklinganna, þar með talið rannsókna- og tjáningarfrelsi þeirra. Ekki þarf að fletta lengi í sögu mannkyns til að sjá hvernig fordómar, afskiptasemi, kreddur og geðþóttaákvarðanir æðstu stjórn- valda geta hamlað framþróun vís- inda og rannsóknastarfi almennt. Stjórnir félaganna undrast að rík- isvaldið skuli standa að frumvarpi sem reisir varnarmúr umhverfis æðstu stjórnendur og færir þeim aukin völd og minni skyldur með því að leggja til vinnuréttarsamband sem ýtir undir skoðanakúgun og tak- mörkun tjáningarfrelsis. Í stað þess að takmarka tjáningarfrelsi ríkis- starfsmanna almennt væri nær að staðfesta að æðstu stjórnendum sé skylt að hafa mannréttindareglur og góða stjórnsýsluhætti í heiðri. Það teljast sjálfsagðir samskiptahættir í nútíma samfélagi að gæta jafnræðis, andmælaréttar og meðalhófs og það er hvorki almenn kurteisi né sam- rýmist það nútímaáherslum um starfsmannastefnu að uppsagnir starfsmanna séu þar undanskildar.“ Sjálfstæði hornsteinn þekkingar- samfélagsins SÍÐASTI skiladagur til þess að senda jólakort til landa utan Evrópu er mánudagurinn 8. desember svo þau komist örugglega til viðtakanda fyrir jól. Skiladagur fyrir jólakort til Evrópu er 15. desember. Íslandspóstur hefur opnað jóla- pósthús í Kringlunni, Smáralind, Mjóddinni og Firði Hafnarfirði fyrir jólasendingarnar. Frá kl. 5.–11. des- ember eru þessi jólapósthús opin kl. 13–18 en frá 12.–23. desember eru þau opin á verslunartíma verslunar- miðstöðvanna. Á Glerártorgi á Ak- ureyri verður Íslandspóstur einnig með jólapósthús kl. 12.–23. desem- ber, opið á verslunartíma, segir í frétt frá Íslandspósti Skiladagur fyrir jólakort utan Evrópu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.