Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 87

Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 87
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 87 DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir, skíðakona, keppti í gærkvöld fyrst íslenskra kvenna í brunmóti í heimsbikarkeppninni, en keppn- in fór fram í Lake Luise í Kan- ada. Dagný Linda varð í 48. sæti á tímanum 1.36,88 en 54 kepp- endur luku keppni. Fyrir þennan tíma fékk Dagný Linda 40,92 FIS stig, sín fyrstu í heimsbikarnum. Sigurvegari varð franska stúlkan Carole Montillet á 1.34,03 þannig að Dagný Linda var 40,92 sek- úndum á eftir henni. Næsta stúlka á eftir Dagnýju Lindu varð Andrine Flemmen frá Noregi á 1.36,90 en bandaríska stúlkan Libby Ludlow var næst á undan á 1.36,86. Dagný í 48. sæti FÓLK  SYLVIA Strass, leikmaður ÍBV, skoraði 3 mörk fyrir Austurríki sem sigraði Tékkland, 29:22, á heimsmeistaramóti kvenna í hand- knattleik í Króatíu í fyrrakvöld. Birgit Engl, sem einnig leikur með Eyjastúlkum, komst ekki á blað hjá austurríska liðinu sem hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína í keppninni.  DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins, sagðist ekki hræðast að leika með Real Madrid gegn Barcelona. „Ég hef lengi beðið eft- ir þessari viðurteign. Það var mikil upplifun að taka þátt í nágranna- slagnum gegn Atletico í Madrid, en ég óttast ekki að leika á Camp Nou,“ sagði Beckham. Stórleikur Barcelona og Real fer fram í kvöld í Barcelona.  ÞAÐ er ekki reiknað með að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, tefli fram fyrirliðanum Patrick Vieira í leik liðsins gegn Leicester í dag. Vieira lék sinn fyrsta leik frá því í september gegn Úlfunum í vikunni og stóð sig vel. Þar sem Ray Parlour er meiddur er reinað með að Wenger hvíli Vieira fyrir viðureignina þýð- ingarmiklu gegn Lokomotiv Moskvu í Meistaradeild Evrópu, sem fer fram á Highbury á þriðju- daginn.  THIERRY Henry, sóknarmaður- inn öflugi hjá Arsenal, meiddist á fæti á æfingu með liðinu í gær og verður ekki með þegar Arsenal tekur á móti Leicester. Tvísýnt er hvort hann nái leiknum við Loko- motiv á þriðjudaginn.  DAVID Dein, varaformaður Ars- enal, hefur sent Sepp Blatter, for- seta Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA, skýr skilaboð. Hann segir að Blatter fái ekki að ráðskast með ensku úrvalsdeildina en forsetinn sagði í vikunni að hann vildi að allar stærstu deildir Evrópu yrðu minnkaðar, þannig að í þeim lékju aðeins 16 félög.  TUTTUGU lið leika í ensku úr- valsdeildinni og Dein, sem einnig er varaformaður enska knatt- spyrnusambandsins, segir að ekki komi til greina að fækka þeim. Blatter muni ekki ráða ferðinni á því sviði.  ENSKA knattspyrnufélagið Wolverhampton Wanderers, sem Jóhannes Karl Guðjónsson leikur með, gerði brasilíska sóknarmann- inum Rivaldo tilboð um að leika með því. Rivaldo, sem er laus und- an samningi hjá AC Milan, hafnaði boðinu.  DAVE Jones, knattspyrnustjóri Wolves, sagði í dag að hann hefði fengið svarið sem hann bjóst við, Rivaldo vildi eflaust komast að hjá stærra félagi. „En það sakaði ekki að spyrja, öðruvísi gerist ekki neitt,“ sagði Jones. LOKAHNYKKURINN í und- irbúningi íslenska landsliðsins í handknattleik fyrir Evr- ópumótið sem fram fer í Slóv- eníu 22. janúar til 1. febrúar verður þátttaka á fjögurra þjóða móti sem fram fer í Dan- mörku og Svíþjóð dagana 15.– 17. janúar. Íslendingar mæta Dönum í Farum í Danmörku fimmtu- daginn 15. janúar, föstudaginn 16. jaúnar verður spilað við Svía í Baltiska höllinni í Malmö í Svíþjóð og gegn Egyptum í Farum hinn 17. Fyrsti leikur Íslands á Evr- ópumótinu verður á móti heimamönnum í Slóveníu hinn 22. október í Celje. Mæta Dönum, Svíum og Egyptum ÓSKAR Elvar Óskarsson, fyrrum fyrirliði handknattleiksliðs HK, hefur framlengt samning sinn við svissneska félagið Lyss og leikur með því til vorsins 2005. Óskar Elvar er nú á sínu öðru ári hjá félaginu, sem leikur í 2. deild. Lyss er í þriðja sæti í sínum riðli deildarinnar og á góða möguleika á að komast í úrslitakeppni um sæti í 1. deild. Óskar Elvar skoraði 9 mörk í síð- asta leik liðsins en þá sigraði það Birsfelden, 29:25. Óskar Elvar áfram í Sviss Víkingur lauk keppni í riðlinummeð fullt hús stiga út úr heimaleikjum sínum en KA-menn biðu sinn fyrsta ósigur á útivelli. Það mátti snemma greina í Víkinni í gær að heimamenn ætluðu að selja sig dýrt. Baráttu- glaðir Víkingar náðu fljótlega und- irtökunum. Drifnir áfram af góð- um leik Bjarka Sigurðssonar og Reynis Reynissonar í markinu virtust Víkingar ætla að kafsigla norðanmenn. Vörn KA-manna var í molum og markvarslan sömuleið- is og þegar Víkingar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 16:10, stefndi allt í öruggan Vík- ingssigur. Arnór Atlason hélt hins vegar lífi í KA-mönnum en þessi frábæri leikmaður skoraði átta af mörkum KA-liðsins í fyrri hálfleik og það var fyrir hans framlag sem KA náði að minnka muninn niður í þrjú mörk fyrir leikhlé. Víkingar hófu síðari hálfleikinn af krafti. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og Reynir Reynisson hélt uppteknum hætti í marki Víkinga. Þegar staðan var orðin, 24:15, eftir tíu mínútna leik virtist aðeins formsatriði að ljúka leiknum en svo var nú alls ekki. KA-menn tóku sig taki og bættu sérstaklega varnarleik sinn og með elju og baráttu tókst þeim að hleypa spennu í leikinn á lokakaflanum. Andrius Stelmokas fór mikinn í liði KA. Hann skoraði á skömmum tíma fimm mörk flest úr hraðaupp- hlaupum og þegar Jónatan Magn- ússon minnkaði muninn í tvö mörk, 27:25, sjö mínútum fyrir leikslok var Víkingum mjög brugð- ið. Endasprettur Víkinga kom of seint Þeim tókst hins vegar að halda haus og enn og aftur kom Reynir sínum mönnum til bjargar með góðri markvörslu og eins skoraði Litháinn Tomas Kavolius mikilvæg mörk á lokasprettinum. „Við ætluðum að klára okkar og gerðum það svo sannarlega en því miður kom þessi góði endasprettur í riðlinum of seint. En engu síður er ég stoltur af strákunum. Við rif- um okkur vel upp og eftir að við fengum Bjarka og Litháann inn í liðið töpuðum við ekki leik. Við er- um svo sannarlega komnir á kortið og ég segi að við getum unnið hvaða lið sem er. Nú tekur við að byggja ofan á það sem við höfum gert í síðustu leikjum og ég lofa því að við komum enn sterkari til leiks á nýju ári,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Víkings, við Morgunblaðið. Reynir Þór átti frábæran leik í markinu en hann varði vel á þriðja tug skota, mörg úr opnum færum. Bjarki Sigurðsson og Tomas Kav- olius skiluðu báðir afbragsleik, Bjarki í landsliðsklassa og Lithá- inn öflug skytta og góður varn- armaður. Þá átti Ásbjörn Stefáns- son góðan leik í horninu og heildarsvipurinn á Víkingsliðinu góður. KA-menn virkuðu hálf væru- kærir og sú barátta og kraftur sem einkennt hefur liðið megnið af tímabilinu var ekki til staðar. Arn- ór Atlason var yfirburðamaður í norðanliðinu en Víkingar náðu þó heldur að hægja á honum í seinni hálfleik. Stelmokas var daufur framan af en náði góðri rispu í seinni hálfleik en menn eins og Einar Logi Friðjónsson og Jón- atan Magnússon náðu sér ekki á strik frekar en vörnin og mark- verðirnir þrír sem allir fengu að spreyta sig. Morgunblaðið/Þorkell Benedikt Örn Jónsson, Víkingur, skorar hér eitt fjögurra marka sinna gegn KA í gærkvöldi í Vík- inni án þess að Andríus Stelmokas komi vörnum við. Víkingar sitja eftir þrátt fyrir sigur á KA VÍKINGAR héldu sigurgöngu sinni áfram á handboltavellinum í gær þegar þeir lögðu KA-menn frá Akureyri , 31:29, í hröðum og fjör- ugum leik í Víkinni. Þetta var sjöundi sigurleikur Víkinga í röð, en hann dugði þó ekki til að fleyta þeim röndóttu inn í úrvalsdeildina sem hefst í febrúar. Víkingar sitja eftir í fimmta sæti norðurriðilsins og hafa lokið keppni en til marks um jafna keppni tróna KA-menn á toppnum með jafnmörg stig og Víkingur og hafa tryggt sér sæti í úr- valsdeildinni. Guðmundur Hilmarsson skrifar RYAN Giggs frá Manchester United var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann með landsliði Wales af aganefnd UEFA. Giggs var fundinn sekur um að hafa gefið rússneska varnarmanninum Vadim Evseev olnbogaskot í fyrri leik þjóðanna um sæti í lokakeppni EM. Giggs tekur bannið út í tveimur fyrstu leikjum Walesbúa í undankeppni HM. Rússar kröfðust þess að Giggs yrði úrskurðaður í bann strax eftir fyrri leik þjóðanna í Moskvu, sem endaði 0:0. UEFA taldi hins vegar of skamman tíma á milli leikjanna til að skoða málið til hlítar og Giggs lék því seinni leikinn í Cardiff, sem Rússar unnu, 1:0, og komust með því í lokakeppnina í Portúgal. Giggs fékk tvo leiki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.