Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 91

Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 91
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 91 Í SVISS fer fram Stjörnuleit (Idol) eins og hér á landi. Ber keppnin nafn- ið Music Star og er send út af stærstu sjónvarpsstöðinni þar í landi, SF1. Katy Þóra Winter, sem á íslenska móður og er búsett í Lenzburg er nú komin í 24 manna úrtak en upp- haflega sóttu 3.000 manns um! Morg- unblaðið sló á þráðinn til Katy og rétt náði í skottið á henni þar sem hún var orðin of sein á æfingu. Katy er nú tví- tug að aldri og bjó hérlendis frá því hún var tólf fram að fjórtán ára aldri. Katy talaði þessa líka fínu íslensku og varð ljúfmannlega við svörum blað- manns. Hvernig var aðdragandinn að þessu? „Í keppninni sjálfri voru 3.000 manns sem sóttu upphaflega um. Svo var þetta minnkað niður í 240. Þá í 48 og svo loks í 24. Á sunnudaginn hefst þetta í sjónvarpinu og þá hefst út- slátturinn fyrir alvöru.“ Hefur þú verið að syngja lengi? „Ja … eitt ár var ég að syngja í hljóðveri í sambandi við námskeið sem kallast K8E. Þá tókum við upp sjö lög.“ Hvernig líst þér svo á keppnina? „Núna er stemningin róleg, fólk er bara að æfa og svoleiðis. En á sunnu- daginn á allt ábyggilega eftir að stressast upp. Heyrðu, nú verð ég að rjúka!“ Allt í fína. Gangi þér sem allra best. Við fylgjumst með! „Ókei, takk takk.“ Vel tengdir Stjörnuleitaraðdá- endur geta fylgst með Katy á sunnu- daginn í gegnum vefútsendingu. Hægt er að nálgast hana í gegnum meðfylgjandi netfang. Íslensk stúlka með www.musicstar.tv Svissneska stjörnuleitin JUSTIN Timberlake vinnur nú að því að hefja feril sinn sem kvik- myndaleikari. Hann hefur þegar hafnað hlutverki ofurhetjunnar í bláa samfest- ingnum í nýrri mynd um Súp- erman en á dög- unum missti hann af öðru stóru hlutverki í ævintýramynd- inni Closing The Ring. Segja að- standendur myndarinnar að hann hafi ekki verið nógu góður. Mena Suvari úr American Beauty leikur aðalkvenhlutverkið í myndinni. Timberlake lætur þó ekki deigan síga. Hann hefur fengið mörg hand- rit til yfirlestrar og ætlar að ákveða sig í janúar, hver verður hans fyrsta kvikmynd … Britney Spears eyddi 22 ára afmæl- isdegi sínum með dökkhærðum huldumanni … Mel C gerði lítið úr nýja laginu sem fyrrum vinkona hennar úr Spice Girls Victoria Beckham er að senda frá sér, í viðtali við útvarps- stöð í vikunni. „Ef ég væri Victoria myndi ég njóta eiginmannsins, fjölskyldunnar og auðsins en hvíla mig á tónlistinni,“ sagði Mel C … Fyrirsætan Naomi Camp- bell á í ástarsam- bandi við rúss- neska mafíósann Umar Dzhabrailov, sem er höfuð Tsjetsj- ena-klíkunnar og einn aðalglæpa- maðurinn í Moskvuborg. Sást til parsins í taktföstum dansi og snæð- andi kavíar á virðulegum nætur- klúbbi í Mosvku um daginn. Þau hittust fyrst fyrir þremur árum þeg- ar hún vann að auglýsingaverk- efni fyrir gim- steinaframleið- anda í Rússlandi. Áður hefur hún átti í sambandi við Robert De Niro, Sylvestar Stallone, Eddie Murphy og Adam Clayton úr U2 … Leikkonan Geena Davis, sem er 46 ára, á von á tvíburum með fjórða eig- inmanni sínum lækninum Reeza Jarrahy … Courtney Love er komin í meðferð til að vinna bug á vímuefnavanda sínum. FÓLK ÍfréttumBÆJARBÍÓ Kvikmyndasafn Ís- lands sýnir kl. 16 kvikmyndina Orðið eftir Carl Dreyer. Miðaverð 500 kr. KAFFI CENTRAL B3 tríó leikur blöndu af djassi, blús og fönki. Tríóið skipa þeir Agnar Már Magnússon orgel, Ásgeir Ásgeirs- son gítar og Erik Qvick trommur. Aðgangur er ókeypis. NASA Stuðmenn halda útgáfu- tónleika. Stuðið hefst upp úr mið- nætti. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Skonrokk FM909  ÞÞ FBL HJ MBL HK DV  Kvikmyndir.com 500 kr fyrir námsmenn gegn framvísun nemendaskírteina  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 3, 6 og 9. B.i. 14. Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16. Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Sannsöguleg mynd um John Holmes, stærstu klámstjörnu heimsins, og hin hrottalegu Wonderland morð. EIN MEST SLÁANDI MYND ALLRA TÍMA! EKKI VIÐ HÆFI VIÐKVÆMRA! FRUMSÝNING Sýnd kl. 3, 5.40, 8 og 10.20. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Sýnd kl. 4 og 6. Kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Með ensku tali og ísl. texta. Sýnd kl. 2 og 4. Með íslensku tali. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Stranglega bönnuð yngri en 16 ára Geggjuð gamanmynd með Ben Stiller og Drew Barrymore í leikstjórn Danny DeVito. Sýnd kl. 6. Með íslensku tali. Tilboð 500 kr. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna „ATH!SÝND MEÐÍSLENSKU OGENSKU TALI“  Kvikmyndir.com Sannsöguleg mynd um John Holmes, stærstu klámstjörnu heimsins, og hin hrottalegu Wonderland morð. EIN MEST SLÁANDI MYND ALLRA TÍMA! EKKI VIÐ HÆFI VIÐKVÆMRA! FRUMSÝNING www.laugarasbio.is Hvernig getur ein lítil gömul kona breytt drauma- heimilinu í martröð? Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc.  Kvikmyndir.com HJ. Mbl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.