Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 96

Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 96
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMIBertelsson Bókabú›in Hlemmi Opi›: Laugard. 10-18, Sunnud. 13-18 Opi›: Virka daga 9-20 firáinn áritar bók sína í dag kl. 15.00 ÖRYRKJAR fjölmenntu í Alþingishúsið í gær til að fylgjast með atkvæðagreiðslu um breytingartillögur við fjárlaga- frumvarpið. Þingmenn úr stjórnarand- stöðunni fluttu tvær breytingartillögur um aukin fjárframlög til handa öryrkjum svo, að sögn flutningsmanna þeirra, upp- fylla mætti samkomulag ríkisstjórn- arinnar við Öryrkjabandalagið frá því í vor. Báðar voru tillögurnar felldar með 32 atkvæðum stjórnarliða gegn 28 atkvæð- um stjórnarandstæðinga. Morgunblaðið/Jim Smart Öryrkjar fylgdust með  Fjárlögin/10–11 ÁRNI M. Mathiesen sjávarút- vegsráðherra leggur í dag fram á Alþingi frumvarp um línuívilnun til handa dagróðrarbátum og breytingar á úthlutun byggða- kvóta. Að sögn Árna fá dagróðrarbát- ar 16% línuívilnun, sem hefur þá þýðingu að dagróðrarbátar, sem landa afla innan 24 tíma frá því þeir fóru frá landi, fá að landa 16% umfram aflamark í þorski, ýsu og steinbít. „Það er hámark upp á 3.375 tonn á þorskinn á ári en það er ekki sett hámark á ýsu og stein- bít. Í frumvarpinu verður hins vegar gert ráð fyrir heimild til að setja hámark ef mál þróast með þeim hætti að það verði talið nauðsynlegt,“ segir sjávarútvegs- ráðherra. Línuívilnun til veiða á þorski tekur gildi í upphafi næsta fisk- veiðiárs, 1. september 2004, en ívilnun vegna steinbíts og ýsu tek- ur gildi hinn 1. febrúar næstkom- andi. Í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir breytingum varðandi út- hlutun byggðakvóta og verða svo- nefndir byggðapottar lagðir af í áföngum. Á móti kemur að gert er ráð fyrir að heimildir skv. 9. grein laganna um stjórn fiskveiða, sem kveður á um að ráðherra hafi 12.000 tonn til ráðstöfunar til að mæta áföllum í byggðarlögum sem nýtt hafa verið vegna erfiðleika í rækju- og öðrum skelfiskveiðum, verði framvegis notaðar til að styðja minni byggðarlög sem hafa orðið fyrir verulegum samdrætti í afla og þar sem upp kemur alvar- legt ástand í atvinnumálum. Sjávarútvegsráðherra segir að með þessum breytingum séu tekin upp almennari viðmið við stuðning við byggðarlög sem hafa átt í erf- iðleikum og byggðakvótarnir verði notaðir á markvissari hátt en áður. Kristni H. Gunnarssyni, þing- manni Framsóknarflokks, líst bærilega á þann þátt frumvarpsins sem lýtur að línuívilnun. Kristinn hafði boðað að hann myndi leggja fram tillögur um línuívilnun í sjáv- arútvegsnefnd en segir nú að þær muni bíða. Framsóknarmenn vilja skoða byggðakvótann betur Þingmenn Framsóknarflokksins settu fyrirvara, að sögn Kristins, við þann hluta frumvarpsins sem varðar byggðakvóta og vilja skoða þau atriði betur við meðferð frum- varpsins í sjávarútvegsnefnd. „Það var okkar lína og er að blanda þessu ekki saman og að línuíviln- unin væri viðbót. Við vildum einnig auka byggða- kvótann. Ef taka á byggðakvóta í einhverjum mæli inn í þetta verð- ur auðvitað minna gagn að þeim og minni aukning í heildina, segir hann. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði afgreitt sem lög fyrir jól. Sjávarútvegsráðherra leggur fram frumvarp á Alþingi í dag Línuívilnun og markviss- ari úthlutun byggðakvóta „VIÐ erum afskaplega óhressir með að sjávarútvegsráðherra skuli láta þingmenn Vestfjarða setja sig í þá stöðu að leggja þetta fram. Við lýsum vantrú okkar á þessu,“ segir Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ, um frumvarp sjávarútvegs- ráðherra um línuívilnun dagróðr- arbáta. Útgerðarmönnum líst illa á frumvarpið að sögn Björgólfs. „Við teljum furðulegt að ráðamenn skuli ætla að krukka í kerfið sem menn vilja halda stöðugu. Ég held að allar svona aðgerðir muni veikja fiskveiðistjórnunarkerfið. Það er ljóst að það er verið að taka af einhverjum til þess að færa á aðra. Þetta er mjög sértæk aðgerð sem ég held að sé ekki til góðs fyrir kerfið,“ segir hann. Útvegsmenn afar óhressir GYRÐIR Elíasson fjallar um til- hneigingu til þess að meta gildi skáldsagna eftir lengd þeirra í viðtali í Lesbók í dag. Hann segir að lengd skáldsagna sé ekki höfuðat- riði. „Spurningin um 100, 300 eða 500 síður finnst mér út í hött,“ segir Gyrðir, og enn fremur: „Al- mennt talað finnst mér offitu- vandi skáldsögunnar vera orðinn geigvænlegur. Áður var talað um borgaralegar skáldsögur, en nú mætti tala um hamborgaralegar skáldsögur!“ Gyrðir á tuttugu ára rithöfundar- afmæli um þessar mundir en hann kvaddi sér hljóðs með ljóðabókinni Svarthvítum axlaböndum árið 1983. Frumsamin verk hans og þýðingar eru nú orðin 36 með ljóðabókinni Tví- fundnalandi og skáldsögunni Hótel- sumri sem hafa komið út á þessu ári. Gyrðir Elíasson Offituvandi skáldsög- unnar geig- vænlegur  Langaði alltaf/Lesbók Gyrðir Elíasson NÆGT framboð verður af rjúpum á borð landsmanna fyrir þessi jól vegna innflutn- ings á skoskum rjúpum frá Svíþjóð, sem lykta jafnvel og íslensku rjúpurnar að sögn Bjarna Óskarssonar, eiganda Sælkeradreif- ingar ehf. Rjúpurnar eru fluttar til landsins í gegnum fyrirtæki í Svíþjóð en eru ættaðar af skoskum heiðum. „Þetta er virkilega góður matfugl og lykt- ar nákvæmlega eins og okkar og bragðast mjög svipað, þannig að enginn þarf að vera rjúpnalaus og enginn rjúpnamaður þarf að lenda í jólakettinum,“ segir Bjarni. Sælkeradreifing flutti rjúpur inn í fyrsta skipti í fyrra en þá kom eftirspurnin fram mjög seint og ekki náðist að flytja mikið inn þá. Því var ákveðið að panta rjúpur tím- anlega fyrir þessi jól og eru nú komnar rjúpur í flestar búðir eða á leiðinni, alls um 5.000 fuglar. Dugi það ekki til á Sælkera- dreifing fráteknar 10–15 þúsund rjúpur til viðbótar og því auðvelt um vik að útvega rjúpur eftir því hver þörfin verður. Að sögn Bjarna er verðið á skosku rjúp- unum á bilinu 1.100 til 1.400 krónur stykkið út úr búð. Skoskar rjúpur fást á jólaborðið „ÉG vissi alltaf að baráttan yrði hörð í leikjunum í heimsmeistarakeppn- inni, en gerði mér vægast sagt ekki grein fyrir að harkan yrði ekki minni utan vallar. Harkan byrjaði strax hér í Frankfurt eftir dráttinn, er tek- ist var á um staðinn sem fulltrúar þjóðanna sex í okkar riðli koma sam- an á til að ákveða niðurröðun leikja og leikdaga,“ sagði Eggert Magn- ússon, formaður Knattspyrnu- sambands Íslands, í gærkvöldi – eft- ir að Ísland hafði dregist í riðil með Svíþjóð, Króatíu, Búlgaríu, Ung- verjalandi og Möltu í undankeppn- inni fyrir HM í Þýskalandi 2006. Eggert sagði að Svíar hefðu strax boðist til að halda fundinn í Stokk- hólmi mánudaginn 26. janúar. Það er hefð fyrir því að sú þjóð sem er í efsta styrkleikaflokki hvers riðils haldi fundinn. Það voru ekki allir ánægðir með það og Búdapest í Ungverjalandi var nefnd til sög- unnar. Möltubúar komu þá einnig með boð. „Eftir nokkurt þref, þar sem ekki náðist samkomulag um fundarstað, var ákveðið að kasta hlutkesti um fundarstaðinn og kom nafn Möltu upp. Eftir að hafa upplifað þessa uppá- komu verð ég að segja að ég hef áhyggjur af að ekki náist sættir um leikdaga þegar sömu menn koma saman á Möltu. Alþjóðaknatt- spyrnusambandið verði þá að sker- ast í leikinn og raða niður leikj- unum,“ sagði Eggert. Barátta Íslendinga í undankeppni HM í knattspyrnu strax hafin Þjóðirnar tókust á um fundarstað  HM-dráttur/84, 85 GRÍÐARLEG stemning myndaðist í Vetrargarði Smáralindarinnar í gærkvöld þegar fyrsta opna úrslitakvöld IDOL-stjörnuleitar var haldið eftir bráðskemmtileg undanúrslit. Uppselt var á kvöldið, á bilinu sex til sjö hundruð manns sátu í salnum og horfðu á, en aðrir landsmenn létu sér nægja að horfa heima í stofu. Níu keppendur mættu til leiks í stjörnuleitinni í gær en sjö halda áfram næsta föstudag og þannig mun keppendum fækka koll af kolli þangað til einn stendur uppi sem sigurvegari. Morgunblaðið/Þorkell Góð stemning á vel sóttri Stjörnuleit ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.