Morgunblaðið - 15.08.2004, Side 28

Morgunblaðið - 15.08.2004, Side 28
28 SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 MORGUNBLAÐIÐ 13. ágúst 1994: „Orðið fé- lagshyggja hefur verið áber- andi í orðaforða forystu- manna á vinstrivæng á undanförnum misserum, þó oft virðist það vera notað yfir mismunandi fyrirbæri. Á síð- ustu vikum hefur mikið verið rætt um mikilvægi þess að „félagshyggjuöflin“ samein- ist fyrir næstu þingkosn- ingar og þá verið vísað til Al- þýðubandalags, Kvennalista, Alþýðuflokks, Framsókn- arflokks og hugsanlegs sér- framboðs Jóhönnu Sigurð- ardóttur. Þessi umræða er nokkuð forvitnileg ekki síst fyrir þá sök að enginn virðist geta bent á hvað felist í raun í þessari „félagshyggju“ nema með almennum marklausum frösum og skilgreint hvað að- skilji hana frá öðrum stjórn- málastefnum. Þar sem skil- greiningin á „félagshyggjuöflunum“ nær oftast til fyrrnefndra stjórn- málaafla má gera ráð fyrir að andstæðu félagshyggjunnar sé að finna í Sjálfstæð- isflokknum. Þetta vekur upp ýmsar spurningar. Til skamms tíma voru átakalínur í íslenskum stjórnmálum mjög skýrar líkt og annars staðar í heim- inum. Baráttan stóð á milli austurs og vesturs; hug- myndafræði sósíalisma og kapítalisma. Þessi alþjóðlegu hugmyndafræðilegu átök settu mark sitt á íslenskt stjórnmálalíf áratugum sam- an og kristölluðust einna helst í deilum um utanrík- ismál (og þá einna helst af- stöðuna til aðildar að Atl- antshafsbandalaginu) og átökum milli einkareksturs og opinbers reksturs.“ . . . . . . . . . . 19. ágúst 1984: „Fyrir dyrum stendur að stjórnarflokk- arnir komi sér saman um næstu verkefni ríkisstjórn- arinnar. Orðaleikir um það hvort verið sé að endurskoða stjórnarsáttmálann eða ekki með viðræðum fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Framsókn- arflokks eftir að forsætisráð- herra sneri aftur heim frá Bandaríkjunum skipta minnstu þegar hugað er að þeim alvarlegu viðfangs- efnum sem við blasa. Á það þarf að reyna hvort sjálf- stæðismenn og framsókn- armenn vilja sameiginlega takast á við vandamálin með sama hugarfari og lá að baki myndun stjórnarinnar fyrir rúmu ári. Atvinnuöryggi, kaupmáttur og staða ríkisfjármála koma helst upp í hugann þegar málefnin í þessum viðræðum stjórnarherranna ber á góma. Eðlilegt er að svo sé því að eftir glímu stjórnmála- manna við vandann á þessum sviðum eru þeir oftast dæmdir í kosningaslagnum og að lokum er það buddan en ekki hugsjónirnar sem ræður ákvörðun flestra kjós- enda á kjördag. En stjórn- mál snúast sem betur fer um fleira en efnahagsmál og væri æskilegt að reynt yrði að minnast þess í viðræðun- um um næstu verkefni rík- isstjórnarinnar.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að gekk á ýmsu um innri ör- yggismál íslenzka lýðveldis- ins fyrstu árin. Á stríðsárun- um var hér mikið erlent herlið, fyrst brezkt og síðar bandarískt, sem skapaði margvísleg sambúðarvanda- mál. Lýðveldið var tæplega ársgamalt þegar heimsstyrjöldinni síðari lauk og hinir erlendu hermenn hurfu smátt og smátt á braut. Við tók mikið starf við að byggja upp stofn- anir hins unga lýðveldis, á sama tíma og töluvert róstusamt var á vettvangi stjórnmálanna. Svo hófst kalda stríðið og Atlantshafsbandalagið kom til sögunnar. Andstæðingar aðildar að Atl- antshafsbandalaginu gerðu árás á þinghúsið, þar sem Alþingi sat að störfum og lögreglan varð að fá aðstoð úr röðum borgaranna. Kóreustyrjöldin hófst og þjóðir heims áttu allt eins von á því að ný heimsstyrjöld væri að brjót- ast út. Bandarískt varnarlið kom til Íslands og því fylgdu ný sambúðarvandamál. Kalda stríðið varð kaldara og ganga má út frá því sem vísu að á Íslandi hafi farið fram söfnun upplýsinga til þess að tryggja öryggi lands og þjóðar, eins og annars staðar, auk þeirrar upplýsingaöflunar sem aðrar þjóðir stóðu fyrir hér. Snemma á þessu tímabili tók ungur maður, Sigurjón Sigurðsson, við embætti lögreglustjóra í Reykjavík, eða nánar tiltekið á árinu 1947. Hann átti eftir að gegna því embætti í nær fjóra áratugi. Á hans herðum hvíldi dagleg stjórn lög- reglunnar í Reykjavík, sem á þessum erfiðum árum snerist um marga aðra þætti þjóðlífsins en nú. Það er erfitt fyrir yngri kynslóðir að gera sér grein fyrir því andrúmslofti sem hér ríkti á þess- um árum. Að fara um miðborg Reykjavíkur nokkrum klukkutímum eftir aðsúginn að Alþing- ishúsinu, þar sem lögreglan að lokum varð að beita táragasi, var ótrúleg sjón. Að upplifa fyrstu ár bandaríska varnarliðsins á Íslandi var erfitt enda liðinu oft stjórnað af hermönnum sem á þeim árum höfðu lítinn skilning á mik- ilvægi þess að umgangast landsmenn með þeim hætti sem hæfði, þótt það breyttist þegar frá leið. Og tortryggnin, sem einkenndi kaldastríðs- árin, var djúpstæð. Hvað var gert í byggingu sovézka sendiráðsins við Túngötu? Fór þar fram skipulögð upplýsingasöfnun um mál og menn? Voru símtöl hleruð? Var fylgzt með fjarskiptum á milli Íslands og annarra landa? Hver voru samskipti kommúnista á Íslandi við Moskvu? Komu peningar þaðan eða frá öðrum Austur- Evrópuríkjum til þess að halda uppi starfsemi þeirra hér? Á þessum árum var Sigurjón Sigurðsson mað- ur sem margt hvíldi á og borgarastéttin á Ís- landi reiddi sig á. Á milli hans og forystumanna Sjálfstæðisflokksins voru sterk tengsl. Hann var náinn samstarfsmaður Bjarna Benediktssonar. Hann var mágur Birgis Kjarans. Hann sagði ekki margt, en þeim sem á annað borð áttu samskipti við hann var ljóst að honum mátti treysta. Hann gegndi mjög mikilvægu starfi í þágu þjóðarinnar á erfiðum tímum. Lík- legt má telja að þegar tíminn líður muni smátt og smátt koma fram meiri upplýsingar um það mikilvæga hlutverk sem Sigurjón hafði með höndum á þessum árum. Í þá fjóra áratugi, sem Sigurjón Sigurðsson var lögreglustjóri í Reykjavík, átti Morgunblað- ið mikil samskipti við hann og embætti hans. Að leiðarlokum þakkar Morgunblaðið náið samstarf í langan tíma en útför hans fer fram á þriðjudag. Fjölskyldu Sigurjóns Sigurðssonar eru sendar samúðarkveðjur. Landsbyggðin blómstrar Minna er talað um vanda landsbyggðar- innar en áður. Hafa menn tekið eftir því? Sú var tíðin að byggðavandamálin voru daglegt umræðuefni. Það er of mikið sagt að þau séu horfin. En margt hefur breytzt og að mörgu leyti er hægt að standa við þá fullyrðingu, að landsbyggðin blómstri. Undirstaða þess er auðvitað hin almenna vel- megnun sem ríkir í landinu. Á einum og hálfum áratug hefur Ísland gjörbreytzt. Óðaverðbólgan er að baki. Rekstrarvandi einstakra atvinnufyr- irtækja í einstökum byggðarlögum er að baki. Ríkisstjórn og Alþingi eru ekki að fjalla um mál- efni einstakra byggða nema í algerum undan- tekningartilvikum. En auk þeirrar almennu velmegunar, sem hér á hlut að máli, eða kannski vegna hennar, er lífs- mynztur þjóðarinnar að breytast. Í stað þess að þjóðin stefni öll á höfuðborgarsvæðið er aug- ljóslega komin í gang allt önnur þróun, þ.e. að þjóðin stefni frá höfuðborgarsvæðinu út um land. Ekki til að stunda kúabúskap og sauð- fjárrækt nema í undantekningartilvikum. Held- ur til að byggja upp annað heimili og njóta ná- vistar við landið og náttúru þess. Suðurlandsundirlendið er að hluta til að byggjast upp á ný af fólki frá Reykjavíkursvæð- inu, sem byggir heilsársbústaði eða kaupir jarð- ir, stundar hestamennsku eða aðra starfsemi. Hið sama á við um Borgarfjörðinn og Snæfells- nesið. Fyrir tveimur áratugum fór ekki á milli mála, þegar farið var um þessa landshluta, að þar var allt í hnignun. Búskapur var að dragast saman og jarðir að fara í eyði. Nú er fólk á þess- um jörðum á nýjan leik þótt starfsemin, sem þar er stunduð, kunni að vera önnur. Austurland er að rísa af allt öðrum ástæðum, þ.e. vegna virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka og fyrirhugaðrar byggingar álvers í Reyðarfirði. Það er að vísu önnur saga að mörgum, sem koma á virkjanasvæðið, bregður í brún og líst ekki á blikuna vegna þeirra framkvæmda sem þar standa yfir. Það er hin hliðin á þessari þróun og ekki ólíklegt að upplifun fólks á framkvæmd- unum eigi eftir að hafa mikil áhrif á framhald slíkra framkvæmda á Íslandi. En þegar á heildina er litið er líf og kraftur í landsbyggðinni. Það er kannski einna helzt norðausturhornið, Vestfirðir og hluti Norðvest- urlands sem spurningarmerki má setja við. Það er augljóst að ekkert lát verður á þessari þróun nema mikil umskipti til hins verra verði í efnahagslífinu, sem ekki er fyrirsjáanlegt. Að vísu gætu olíuverðshækkanir á heimsvísu sett efnahag allra þjóða úr skorðum. Bættar vegasamgöngur eiga hér auðvitað mikinn hlut að máli. Nú er auðvelt að búa fyrir austan fjall eða í Borgarfirði og sækja vinnu daglega á höfuðborgarsvæðið. Fjarskiptabylt- ingin á hér einnig hlut að máli. Nú er auðvelt að vinna verk utan höfuðborgarsvæðisins sem áður þurfti að vinna á staðnum. Svæðin milli vaxtar- svæðanna En það er líka eftir- tektarvert að fylgjast með því að svæðin á milli helztu vaxtar- svæða á landsbyggð- inni virðast líka njóta góðs af þessari jákvæðu þróun. Sú var tíðin að Skaftafellssýslur voru mjög einangraðar. Það átti ekki sízt við um sveitirnar austan Skeið- arársands en líka að hluta til um sveitirnar aust- an Mýrdalssands. Oft var erfitt að komast yfir Mýrdalssand. Vegurinn, sem ruddur hafði verið yfir sandinn, var erfiður yfirferðar og sandfok mikið. Fyrir sex áratugum komu ferðalangar að Múlakvísl, þar sem hún hafði einfaldlega tekið veginn af. Hann var horfinn. Og ekki var auð- veldara að fara yfir Eldhraunið. Fyrir hundrað árum bjó fólkið á þessu svæði enn í skugga hinna miklu eldsumbrota á átjándu öld. Þá var oft lítið um mat en börnum bannað að borða ber þar sem þau gætu verið eitruð. Nú er beinn og breiður vegur yfir Mýrdals- sand og Eldhraunið, þótt allt geti horfið á svip- stundu í nýju Kötluhlaupi, sem alveg eins er bú- izt við á næstu misserum. Náttúrufegurð í Skaftafellssýslum er einstök, þótt erfitt sé að segja að einn staður sé öðrum fegurri á Íslandi. Og þar má enn finna leifar af Íslandi liðins tíma eins og þegar komið er að Sléttabóli á Brunasandi, sem nýlega er farið í eyði, eða að Eintúnahálsi á leið inn í Lakagíga, þar sem finna má langt inni í landi eitt fegursta bæjarstæði á Íslandi. Þar bjuggu hjón seint á 19. öldinni með börn sín fjögur. Húsbóndinn lézt en ekkjan bjó áfram ein með börn sín kornung á þessum einangraða stað. Eftir að þetta fólk fór frá Eintúnahálsi var búið þar langt fram eftir 20. öldinni og minningarskildi hefur verið komið þar fyrir um síðasta ábúandann. Það er mikilvægt að varðveita þessar minjar frá liðnum tíma. Það er ekki endilega víst, að það sé æskilegt að rífa gömul bæjarhús, þótt þau séu sum hver illa farin. Þau segja mikla sögu um liðna tíð. Yfirbragð sveitanna á Síðu og annars staðar á þessu svæði bendir til þess að þær séu að rísa á ný. Kirkjubæjarklaustur er menningarlegur staður, eins og hann á að vera, en nú á tímum ekki sízt fyrir tilverknað listafólks eins og Eddu Erlendsdóttur píanóleikara, sem á rætur á þess- um slóðum og hefur látið heimabyggð foreldra sinna og forvera njóta góðs af list sinni og sam- starfsfólks síns. Það getur verið erfitt að átta sig á því hvers vegna þessi svæði, sem liggja á milli vaxtar- svæða á Suðurlandi og Austurlandi, sýnast vera að ná fótfestu á nýjan leik. Vel má vera að mikill MEINLOKA Svo virðist sem talsmenn Sam-fylkingarinnar séu haldnir ein-hvers konar meinloku varðandi Ísland og Evrópusambandið. Það er alveg ljóst, og verður ekki hrakið með nokkru móti, að jafnvel þótt við fengjum beztu hugsanlegu samninga um inngöngu í Evrópusambandið mundu formleg yfirráð yfir íslenzk- um fiskimiðum færast til Brussel. Þrátt fyrir að þetta fari ekki á milli mála, heldur Ágúst Ólafur Ágústs- son, þingmaður Samfylkingarinnar, því fram hér í blaðinu í gær, að „hags- munir okkar rúmast fyllilega innan núverandi stefnu ESB“. Hvernig má það vera, að þingmað- urinn haldi þessu fram? Ef þetta er skoðun Samfylkingar- innar er ljóst, að mikil hætta er á ferðum. Þetta þýðir, að Samfylkingin sér ekkert athugavert við það, að yf- irráð yfir íslenzkri fiskveiðilögsögu – jafnvel þótt þau væru ekki nema formleg – færist til Brussel. Getur það verið að þetta sé afstaða Samfylkingarinnar? Er hugsanlegt að þingmenn hennar og forystusveit hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé allt í lagi að afhenda fram- kvæmdastjórninni í Brussel yfirráð yfir íslenzkri fiskveiðilögsögu? Það er svo ótrúlegt að því verður nánast ekki trúað. Ef þetta er misskilningur er mik- ilvægt að Samfylkingin leiðrétti þann misskilning. Ágúst Ólafur Ágústsson segir í grein sinni í Morgunblaðinu í gær: „Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu eru annað hvort aðilar að ESB eða hafa sótt þar um aðild.“ Og bætir því við að hann vilji að Ís- land taki fullan þátt í ESB á sömu forsendum og aðrir. En hverjar eru þær forsendur? Það er rétt hjá hinum unga þing- manni að það er engin tilviljun hversu öflugt Evrópusambandið hef- ur orðið. Ástæðan er sú, að Evrópusam- bandið var upphaflega sett á stofn til þess að setja niður nágrannadeilur á meginlandi Evrópu. Þjóðirnar þar höfðu öldum saman staðið í stríði sín í milli. Eftir heimsstyrjöldina síðari tóku spakir menn í Þýzkalandi og Frakklandi höndum saman um að koma í veg fyrir að þjóðir þeirra mundu nokkru sinni lenda í stríði á nýjan leik. Þess vegna var Evrópu- sambandið sett á stofn. Og þetta er enn grundvallarmarkmið ESB þótt síðan hafi fleira komið til. Við Íslendingar áttum engan hlut að þessum nágrannadeilum Evrópu- ríkjanna, þótt afleiðingar þeirra átaka hefðu mikil áhrif á stöðu okkar í veröldinni á 20. öldinni. En það er engin sérstök ástæða til að við tökum þátt í bandalagi, sem sett er á stofn á þessum forsendum, nema aðrir hags- munir komi til sögunnar. Það má vel vera að það eigi eftir að gerast í fram- tíðinni, ekki sízt vegna evrunnar. En það er ekki að því komið og allra sízt eru nokkur rök til þess á þessari stundu að afhenda Brussel yfirráð yf- ir íslenzkri fiskveiðilögsögu. Þorskastríðin voru háð til þess að losna undan slíkum yfirráðum Grimsby og Hull. Það þarf meira til að koma en fallegur stuðningur ungs fólks við hina miklu Evrópuhugsjón, sem liggur að baki ESB, til þess að við afhendum þau yfirráð aftur til annarra þjóða. Við Íslendingar eigum að styðja Evrópuþjóðirnar í viðleitni þeirra til þess að koma á friði sín í milli. Því miður hefur það ekki tekizt að fullu en vonandi tekst það þegar fram í sækir. En slíkan stuðning er hægt að veita án þess að fórna lífshagsmunum íslenzku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.