Morgunblaðið - 19.11.2004, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 25
MINNSTAÐUR
Velkomin í Eignamiðlun, elstu starfandi fasteignasölu á landinu.
Velkomin í trausta og ábyrga þjónustu hjá fólki sem er með áratuga reynslu af fasteignaviðskiptum.
Velkomin í pottþétt fasteignaviðskipti,
-við sjáum um allt fyrir þig, -nema flutningana.
Velkomin heim!
ÍSLEN
SKA
A
U
G
LÝSIN
G
A
STO
FA
N
/SIA
.IS EIG
26088 LJÓ
SM
YN
D
: SILJA
M
A
G
G
Síðumúla 21 sími 588 90 90 www.eignamidlun.is
LANDIÐ
FÉLAGIÐ IBBY á Íslandi mun færa öll-
um leikskólum á landinu myndadagatal
að gjöf í því augnamiði að hvetja leik-
skólakennara, foreldra og aðra uppal-
endur til að lesa sem mest fyrir börn allt
frá unga aldri. Fyrsta eintakið afhenti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra á leikskólanum
Hofi við Gullteig í Reykjavík í gær.
Margt bendir til að börn lesi sífellt
færri bækur, að því er fram kemur hjá
Guðlaugu Richter sem sæti á í stjórn
IBBY á Íslandi, og að lesskilningur hafi
minnkað. Útgáfa dagatalsins er nýtt átak
hjá IBBY til að reyna að sporna við þessu.
Myndabókadagatalið er hannað af Ás-
laugu Jónsdóttur en tólf höfundar eiga
myndir í því. Er vonast til þess að með því
að láta dagatalið hanga uppi í leikskólum
landsins vakni forvitni barnanna á bók-
um og um leið hvetji það kennara og for-
eldra til að lesa sem mest fyrir börnin.
Morgunblaðið/Jim Smart
Dagatal Guðlaug Richter sýnir börn-
unum á Hofi dagatalið og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir fylgist með.
Hvetja for-
eldra til að
lesa fyrir
börnin
Kópasker | „Þetta er spurning um
persónuleika. Mér hefur lánast að
lifa lífinu með þessum löngu vökt-
um,“ segir Sigurður Halldórsson,
heilsugæslulæknir á Kópaskeri.
Hann hefur nú verið læknir á
Kópaskeri í tuttugu ár og bauð af
því tilefni samstarfsfólki upp á
tertu í vikunni, enda er Sigurður í
hópi þeirra starfandi lækna á
landsbyggðinni sem lengst hafa
unnið einir.
Kópasker er læknissetur frá
gamalli tíð en í hálfan annan ára-
tug, áður en Sigurður kom þangað
til starfa, var læknislaust og hér-
aðinu þjónað frá Húsavík. Sigurður
segir að það hafi verið erfitt fyrir
íbúana enda full langt að fara og
vegir slæmir.
Stöðug framþróun
Sigurður segir að á þeim tuttugu
árum sem hann hafi starfað á
Kópaskeri hafi verið stöðug
framþróun og uppbygging á þessu
sviði og það sé megin ástæðan fyrir
því að hann hafi ekki hugsað sér til
hreyfings. Hann nefnir að fyrst
þegar hann kom til starfa á Kópa-
skeri hafi þetta verið dæmigert ein-
menningshérað, eins og algengt var
á þeim tíma. Fyrst hafi aðstaðan
verið bætt mjög, meðal annars með
nýju húsnæði. Svæðið hafi stækkað
og hann þjónað Raufarhöfn meg-
inhluta tímans. Síðan hafi verið
aukin samvinna læknanna í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu og heilsugæslu-
stöðvarnar síðar sameinast undir
eina stjórn. „Það varð öllu þægi-
legra og auðveldaði manni að kom-
ast frá,“ segir Sigurður.
Síðar var stofnuð Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga um allar
heilsugæslustöðvarnar í báðum
sýslunum og sjúkrahúsið á Húsa-
vík. Sigurður er nú yfirlæknir
heilsugæslu í Norður-Þingeyj-
arsýslu og hefur því yfirumsjón
með starfseminni á Þórshöfn þar
sem læknir er starfandi, auk Rauf-
arhafnar og Kópaskers sem hann
sinnir sjálfur.
Síðasta atriði framþróunarinnar
sem Sigurður nefnir er kennsla
læknakandídata. Heilbrigð-
isstofnun Þingeyinga hefur tekið
lækna í starfsnám í heimilislækn-
ingum og hefur Sigurður annast
það. Loks má geta þess að hann
kemur að reyksímanum sem rekinn
er af Heilbrigðisstofnuninni og er
til að aðstoða fólk við að hætt að
reykja. Hjúkrunarfræðingar á veg-
um stofnunarinnar svara fyr-
irspurnum fólks og leita til Sig-
urðar þegar upp koma
læknisfræðilegar spurningar.
Sigurður samsinnir því að mikið
álag fylgi því að starfa einn. Menn
séu á vakt í bráðatilvikum í langan
tíma og það hafi fælt lækna frá ein-
menningsstöðvunum. „Þetta hefur
batnað með auknu samstarfi sem
auðveldar manni að komast frá.
Eigi að síður er vaktbindingin mik-
il. Maður verður að læra að lifa með
þessu. Það verður að vera hluti af
lífsstílnum að lifa lífinu án þess að
bíða eftir því að bráðatilvikin komi
upp en vera tilbúinn að taka því
þegar það gerist. Ég held að mér
hafi tekist það,“ segir Sigurður.
Hann segir að auk samstarfsins
innan Heilbrigðisstofnunar Þing-
eyinga hafi það hjálpað mikið að
eiga fjölskyldu í héraðinu. Sigurður
er frá Valþjófsstöðum í Öxarfirði og
býr þar í húsi sem nefnist Vin. „Svo
er ég kvæntur sálfræðingi. Það
hjálpar að geta ausið úr sér þegar á
þarf að halda,“ segir Sigurður, en
kona hans er Ingunn St. Svav-
arsdóttir sálfræðingur og myndlist-
armaður, fyrrverandi sveitarstjóri
á Kópaskeri.
En Sigurður sér marga kosti við
starfið. „Það er gefandi að starfa
úti á landi. Starfið er afar fjölbreytt
og allt að því hvaða vandamál sem
er geta komið upp. Þá eru íbúarnir
ekki fleiri en svo að maður getur
haldið vel utan um hópinn. Undan
því kvarta einmitt læknar í þéttbýl-
inu. Og fólkið er þakklátt, ég fæ að
finna það að starf mitt er metið og
það er ekki svo lítils virði,“ segir
Sigurður.
Kom sér upp afleysingamanni
Á ýmsu hefur gengið í atvinnulíf-
inu á svæði Sigurðar á þessum
tíma, þar hefur stundum verið mik-
ill uppgangur og bjartsýni en einn-
ig samdráttur og svartsýni. Hann
segir að fólki hafi fækkað en það
hafi ekki dregið úr umfangi lækn-
isstarfsins því meðalaldur hafi
hækkað. Þá segir hann ýmislegt já-
kvætt að gerast, meðal annars í
samgöngumálum. Loksins sé kom-
inn góður vegur fyrir Tjörnes og
það komi sér vel fyrir hann.
Kristbjörg dóttir Sigurðar er
læknir og hefur leyst hann af í sum-
arleyfum undanfarin ár. „Ég varð
að koma mér upp afleysingamann-
eskju,“ segir Sigurður og segir að
það hafi létt álaginu að hafa trygga
afleysingu síðustu árin. „Ég veit
það nú ekki, en ég læt engan bilbug
á mér finna,“ segir Sigurður þegar
blaðamaður hyggst panta viðtal við
hann um sama mál eftir önnur tutt-
ugu ár.
Boðið í tertu á heilsugæslustöðinni á Kópaskeri á tuttugu ára starfsafmæli læknisins
Verður að lifa lífinu
með löngu vöktunum
Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir
Tuttugu ár á vaktinni Sigurður Halldórsson kann því vel að starfa í Öx-
arfirði. Hann er í hópi þeirra lækna sem lengst hafa starfað einir.