Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
STUNDUM heyrist kvartað yfir því
að íslenskt leikhús taki ekki á sam-
tímanum og takist ekki á við þau
vandamál sem brenna á þjóðinni hér
og nú. Þessi krafa um samfélagslega
krufningu og ádeilu virðist vera að
færast í aukana og má þegar sjá
hennar glögg merki í samtímaskáld-
skap, ekki síst hjá yngri kynslóð höf-
unda. Og reyndar er það svo að það
sama virðist vera uppi á teningnum
hjá yngstu kynslóð leikhúsfólks (sbr.
uppsetningar Stúdentaleikhússins og
ýmissa fleiri úr röðum ungs leikhúss-
fólks). En nú ber það til tíðinda að
Svöluleikhús Auðar Bjarnadóttur – í
samvinnu við Þjóðleikhúsið – býður
upp á dansleikhús með sterkri sam-
félaglegri skírskotun (bæði innlendri
sem erlendri) og beittri ádeilu á „hinn
íslenska lífsstíl“.
Sýningin Ern eftir aldri sam-
anstendur af tveimur verkum, mjög
ólíkum, en saman miðla þau sýn á nú-
tímann sem er í senn dapurleg og
gagnrýnin. En það skal tekið fram að
ádeilunni er komið á framfæri með
tveimur sterkum vopnum; ljóðrænu
annars vegar og miklum húmor og
kaldhæðni hins vegar, og eins ólík og
verkin tvö eru þá mynda þau saman
mjög áhrifamikla heild og frábært
dansleikhús.
Verkið sem sýnt var fyrir hlé kall-
ast Ef væri ég fugl og samið við tón-
verk Árna Egilssonar, kontrabassa-
leikara, og ljóð Dorette Egilsson
„Frá regnboganum“. Ljóðið, tón-
verkið og dansverk Auðar er til-
einkað börnum sem hafa orðið fyrir
ofbeldi og kannski ekki síst þeim
börnum sem hafa orðið fórnarlömb
stríðsátaka. Í upphafi verksins birtast
kunnuglegar myndir af hermönnum,
hryðjuverkamönnum og fórn-
arlömbum þeirra á tjaldi á sviðinu,
líkamar liggja á gólfinu og lítil stúlka
reikar um sviðið og reynir að átta sig
á kringumstæðum. Það eru fimm
börn sem dansa með þeim Ástrósu
Gunnarsdóttur, Cameron Corbet, Jó-
hanni Frey Björgvinssyni og Lovísu
Gunnarsdóttur og Auður fléttar ná-
vist þeirra á sviðinu fallega inn í dans
fjórmenninganna, auk þess sem börn-
in fara með texta ljóðsins. Þótt þetta
verk fjalli um ofbeldi, sem er túlkað á
sterkan hátt í dansinum, er yfirbragð-
ið engu að síður ljóðrænt. Hvítir bún-
ingar, sterkar myndir ljóðtextans og
þokki dansaranna ljá verkinu þetta
yfirbragð og ég er ekki frá því að
áhrifin verði sterkari fyrir bragðið því
sýningin miðlar harmi fremur en ótta
og andstyggð, eins og svo oft er raun-
in þegar ofbeldi á í hlut.
Eftir hlé var skipt fullkomlega um
gír og í verkinu Ern eftir aldri er ráð-
ist að rótum sjálfsmyndar íslensku
þjóðarinnar á hárbeittan og spreng-
hlægilegan máta. Auður hefur lýst
því að samnefnd heimildarmynd
Magnúsar Jónssonar frá 1974 (fyrst
sýnd 1988) hafi verið sér innblástur,
en í myndinni er Magnús einmitt að
„gera kaldhæðnislega gys að íslenskri
þjóðarsál“. Brot úr mynd Magnúsar
eru sýnd á áðurnefndu tjaldi í bak-
grunni sviðsins. Það er tákn lands og
þjóðar, fjallkonan, sem er uppspretta
verksins og efniviður. Og í öllum þátt-
um þess er unnið út frá táknmynd
hennar. Þannig eru íslensku fánalit-
irnir ráðandi í búningum og sviðs-
mynd, dans- og sögufléttan snýst um
fjallkonukeppni (þar sem gert er
makalaust grín að fegurðarsam-
keppnum) og hin íslenska þjóðarsál
er krufin á bráðfyndinn máta.
Það er Elísabet Jökulsdóttir sem
skrifar texta verksins og á stóran þátt
í því hversu skemmtileg sýningin er:
textinn leiftrar af fyndi og er víða
mjög beittur í kaldhæðinni krufningu
sinni á þjóðinni. Víða er komið við í ís-
lenskri samtímaumræðu og stungið á
kýlum: botnlaus efnishyggja, útlits-
dýrkun, átröskun, náttúruspjöll,
launamunur og misrétti kynja, kenn-
araverkfall, óstjórn, spilling, agaleysi
– öllu þessu og meira til tekst El-
ísabetu að flétta inn í frábæran texta
sinn. Í þessum hluta sýningarinnar
bætist fríður hópur leikara í hóp
dansaranna og var samspil þessara
tveggja hópa með miklum ágætum
og oft á tíðum frábært.
Skemmtilegar andstæður eru að
verki í flestum þáttum verkanna
tveggja og ná þær einnig til búninga
og leikmyndar Rebekku A. Ingi-
mundardóttur sem setja sterkan svip
á sýninguna. Lýsing Ásmundar
Karlssonar og Harðar Ágústssonar
er einnig mikilvægur þáttur, sem og
myndhönnun Ania Harre sem áður
er nefnd (myndbandaskeið á tjaldi).
Þá er ónefndur einn stærsti þátt-
urinn, þ.e. tónlistin sem flutt er lif-
andi undir stjórn þeirra Hákons
Leifssonar og Jóhanns G. Jóhanns-
sonar.
Í stuttu máli sagt þá hefur Auður
Bjarnadóttir skapað frábæra sýningu
þar sem margir og ólíkir þættir leik-
hússins koma saman á eftirminnileg-
an hátt. Í viðtali við Morgunblaðið
lýsir Auður því yfir að markmið leik-
hússins sé að hreyfa við áhorfendum
og ég held að það sé engum blöðum
um það að fletta að það hefur henni
tekist með þessari sýningu. Vert er
að geta þess að aðeins eru fyrirhug-
aðar tvær sýningar í viðbót: þriðju-
daginn 23. nóvember og miðvikudag-
inn 1. desember og því um að gera að
bregðast skjótt við til að missa ekki af
þessu frábæra dansleikhúsi.
Áhrifarík samfélagskrufning
Soffía Auður Birgisdóttir
Morgunblaðið/Golli
„Í stuttu máli sagt þá hefur Auður Bjarnadóttir skapað frábæra sýningu
þar sem margir og ólíkir þættir leikhússins koma saman á eftirminnilegan
hátt,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir meðal annars í umsögn sinni.
DANSLEIKHÚS
Svöluleikhúsið og Þjóðleikhúsið
Ef ég væri fugl
Danshöfundur og leikstjóri: Auður
Bjarnadóttir. Tónlist: Árni Egilsson. Ljóð:
Dorette Egilsson. Íslensk þýðing: Árni Ib-
sen. Forleikur: John Tavener. Hljómsveit:
Sigrún Eðvaldsdóttir, Andrzej Kleina, Zi-
bigniew Dubik, Mark Reedman, Sigurgeir
Agnarsson og Jóhannes Jónsson. Stjórn-
andi: Hákon Leifsson. Myndhönnun: Ania
Harre.
Ern eftir aldri
Danshöfundur og leikstjóri: Auður
Bjarnadóttir. Tónlist: Jóhann G. Jóhanns-
son, Björk: Army Of Me. Leiktexti: El-
ísabet Jökulsdóttir. Dramatúrgía: Karen
María Jónsdóttir. Myndhönnun: Elísabet
Rónaldsdóttir. Tríó: Jóhann G. Jóhanns-
son, Einar St. Jónsson og Sigurður Þor-
bergsson.
Dansarar: Ástrós Gunnarsdóttir, Came-
ron Corbet, Jóhann Freyr Björgvinsson og
Lovísa Gunnardóttir. Börn sem dansa:
Inga Huld Hákonardóttir, Jóhanna Stef-
ánsdóttir, Kolbeinn Ingi Björnsson, Lilja
Rúriksdóttir og Níels Thibaud Girerd.
Leikarar: Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Baldur
Trausti Hreinsson, Ívar Örn Sverrisson,
Kjartan Guðjónsson, Nanna Kristín
Magnúsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og
Ragnheiður Steindórsdóttir. Lýsing: Ás-
mundur Karlsson og Hörður Ágústsson.
Leikmynd og búningar: Rebekka A. Ingi-
mundardóttir. Stóra svið Þjóðleikhússins
17. nóvember 2004.
VÍKINGASVAR,
nýjasti geisladisk-
urinn í Jóns Leifs
útgáfu sænsku
tónlistarútgáf-
unnar BIS, er
kominn út og fær
rífandi góða dóma
í októberhefti
breska fagtíma-
ritsins BBC Mus-
ic Magazine. Sin-
fóníuhljómsveit
Íslands leikur
undir stjórn Her-
manns Bäumer
auk þess sem
Mótettukórinn og
Schola cantorum
syngja undir stjórn Harðar Ás-
kelssonar, Karlakórinn Fóst-
bræður syngur undir stjórn
Árna Harðarsonar og Kór Kárs-
nesskóla undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur.
Guðrúnu Eddu hrósað
Guðrún Edda Gunnarsdóttir,
Finnur Bjarnason og Ólafur
Kjartan Sigurðarson syngja
nokkur verka Jóns og hlýtur
Guðrún Edda gríðarlegt lof fyrir
sína frammistöðu. Einnig skipa
þeir Sigurður Flosason, Jóel
Pálsson, Kristinn Svavarsson og
Hafsteinn Guðmundsson saxó-
fónkvartett á titilverki disksins.
Um verk Jóns Leifs segir
gagnrýnandinn Cal-
um MacDonald með-
al annars: „Ef til vill
er best að hlusta á
tónlist Jóns Leifs í
smáum skömmtum –
hrjúfar, fjallvaxnar
hljómsveitarútsetn-
ingar, mikilfeng-
legar hljóðablakkir,
„frumstætt“ hljóm-
ferli í samstiga fim-
mundum og tón-
skröttum,
öfgakenndar styrk-
leikabreytingar –
tónlist sem er svo
gjörsamlega laus við
nokkuð það sem lík-
ist kontrapunkti (þótt eina fúgan
sem hann samdi sé reyndar í Ís-
landskantötunni). Í stórum
skömmtum gæti Jón Leifs hljóm-
að þráhyggjukenndur og sér-
lundaður, en hann skapar engu
að síður í verkum sínum sér-
staklega persónulegt, kraftmikið
og heilsteypt tónmál. Hann var
ekta í frumleika sínum og sköp-
unarverk hans stafar einhverju
sem er æðra persónunni og jafn-
vel þjóðerninu. Hafi það verið
ætlun Jóns að ljá landinu og
goðsögnum þess rödd í verkum
sínum, þá tókst honum það ræki-
lega. Það er stórkostlegt að þessi
verk hans (þetta er fyrsta
hljóðritun þriggja þeirra), skuli
vera flutt hér svo listavel.
Guðrún Edda Gunnarsdóttir ber
höfuð og herðar yfir aðra
söngvara fyrir tjáningarríka og
oft á tíðum hrollvekjandi túlkun
sína í verkunum tveimur
byggðum á Eddukvæðum, sem
hvort tveggju eru samtöl við
dauðann.“
Fullt hús stiga
Verkin sem gagnrýnandinn á
hér við eru Helga kviða Hund-
ingsbana og Grógaldur. Önnur
verk á diskinum auk titilverks-
ins, Víkingasvars, eru Jónasar
minni Hallgrímssonar og Vor-
vísa, hvort tveggju við ljóð Jón-
asar Hallgrímssonar; Landsýn
við ljóð Einars Benediktssonar
og Íslandskantata, við ljóð Dav-
íðs Stefánssonar.
Tímaritið hefur þann háttinn á
að gefa stjörnur fyrir hljóm ann-
ars vegar og flutning hins vegar.
Víkingasvar fær einfaldlega fullt
hús stiga, eða fimm stjörnur fyr-
ir hvort tveggja. Skemmst er að
minnast umsagnar um útgáfu á
Baldri sem tímaritið fjallaði um
fyrir um tveimur árum en þær
upptökur þóttu einnig fram-
úrskarandi og hlutu líka fimm
stjörnur fyrir hljóm og fimm fyr-
ir flutning.
Tónlist | Víkingasvar Jóns Leifs fær góða dóma erlendis
Jón Leifs
Sköpunarverkið staf-
ar einhverju æðra
persónu og þjóðerni
begga@mbl.is
SIBYLLA Forsenström er útigangs-
manneskja í Stokkhólmi. Hún gerir
engum neitt og æskir einskis nema að
vera látin í friði. Skyndilega stendur
hún frammi fyrir því að
vera eftirlýst fyrir morð
sem hún hefur eingöngu
lesið um í blöðunum.
Ekki bara eitt morð
heldur fjögur. Og þar
sem lögreglan virðist
sannfærð um sekt henn-
ar á hún ekki aðra úr-
kosti en að reyna sjálf að
hafa uppi á morðingj-
anum. Þótt hún sé ekki
góðkunningi lögregl-
unnar á hún sögu um
innlagnir á geðsjúkra-
hús og verður því sjálf-
krafa líklegur morðingi.
Sek uns sakleysi sannast.
Týnd, eftir sænsku skáldkonuna
Karin Alvtegen, er afskaplega
óvenjuleg sakamálasaga. Sjón-
arhornið er allan tímann Sibyllu og
inn í er fléttað endurlitum sem segja
sögu hennar og skýra hvers vegna
hún er orðin utanveltu við samfélagið.
Við fáum ekkert að vita um forsögu
hinna myrtu, ekkert um rannsókn
lögreglunnar, vitum ekkert meira um
morðin en Sibylla sjálf og það er ekki
margt. Samt er sagan þrælspennandi.
Og á tímabili er maður jafnvel ekki
viss um að Sibylla sé saklaus. Það eru
beinagrindur í skápunum hennar og
ýmislegt sem bendir til að höfund-
urinn láti vera að skýra frá ýmsu um
hana og fortíð hennar sem hugs-
anlegu gæti bent til þess að hún sé
morðinginn eftir allt saman. Örstuttir
kaflar úr dagbók morðingjans gætu
þess vegna alveg verið eftir hana
lengi framan af. Það er ekki fyrr en
sögunni vindur fram og brotin raðast
saman sem lesandinn sannfærist um
sakleysi hennar og þá er hún komin á
slóð morðingjans og annars konar
spenna tekur við einsog vera ber í
góðri spennusögu.
Sagan er ágætlega skrifuð og vel
byggð, en veikleiki hennar er sá að
lesandinn finnur fyrir ákaflega lítilli
samúð með Sibyllu þrátt fyrir hörmu-
legt lífshlaup hennar, hún er einfald-
lega ekki „sympatísk“
persóna. Og það er mikill
galli á sögu eins og þess-
ari þar sem sjónarhornið
er algjörlega bundið við
eina persónu. Manni er
eiginlega slétt sama hvort
hún er morðingi eða ekki
en löngunin eftir að kom-
ast að því hvort sú sé
raunin og hver ástæðan
fyrir morðunum sé heldur
manni þó við efnið. Það er
líka stuðandi hve lýsing-
arnar á uppeldi Sibyllu
eru gamaldags. Það er
nánast ógjörningur að
trúa því að slíkur stéttarígur hafi ríkt
í Svíþjóð á áttunda áratugnum. Hefði
strax orðið trúverðugra ef Sibylla
væri sextug en ekki rúmlega þrítug
eins og hún á að vera í sögunni. Engu
að síður er Týnd ágætis afþreying og
margt vel gert. Lýsingarnar á sam-
skiptum Sibyllu og unglingsins Pat-
reks, sem óvænt gerist bandamaður
hennar, eru mjög vel skrifaðar og
sannfærandi og upplýsingamötunin
dregin hæfilega á langinn til að við-
halda spennunni. Lausn gátunnar
kemur eins og skrattinn úr sauð-
arleggnum og jafnvel kræfustu
krimmasérfræðingar gætu ekki séð
hana fyrir, sem er mikill og óvenju-
legur kostur í því flóði af formúlu-
spennusögum sem í boði er.
Þýðing Sigurðar Þórs Salvarssonar
rennur ágætlega, en prófarkalestur
hefði að ósekju mátt vera betri.
Utan hringsins
BÆKUR
Skáldsaga
Karin Alvtegen, þýð; Sigurður Þór Salvars-
son, 288 bls. Bókaútgáfan Hólar 2004
Týnd
Friðrikka Benónýs