Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 53

Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 53 MENNING 100% 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl. 14, vinnu- stofa opin frá kl. 9, hárgreiðsla og fót- snyrting alla daga frá 9–16. Í dag kl. 15 les Þráinn Bertelsson upp úr nýjustu bók sinni, Dauðans óvissi tími. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–12, smíði, útskurður kl.13–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böð- un, almenn handavinna, kl. 13.30 fé- lagsvist, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–14 kaffi og dagblöð. Kl. 9–12 baðþjónusta. Kl. 9– 16.45 hárgreiðslan opin. Kl. 11.15–12.15 matur. Kl. 14–15 söngstund. Kl. 15– 15.45 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka kl. 13.15. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Slökunarjóga og teygjur kl. 10.30 og 11.30. Félagsvist í Garðabergi á vegum FEBG kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. almenn handavinna og fjölbreytt föndurgerð. Kl. 10.30 létt ganga. Frá hádegi spila- salur opinn, veitingar í Kaffi Bergi. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður og hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 bingó, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Frjáls aðgangur að opinni vinnustofu. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hár- snyrting. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf 9– 16. Listasmiðja Myndlist/Frjálst. Gönu- hlaup kl. 9.30. Brids kl. 13. Hár- greiðslustofa 568 3139. Fótaaðgerð- arstofa 897 9801. Molasopi í býtið. Hádegismatur og síðdegiskaffi alla daga. Vesturgata 7 | Handverkssala kl. 13– 16. Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 9.15–14.30 hannyrðir, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13.30– 14.30 sungið v/flygilinn, kl. 14.30– 15.45 kaffiveitingar, kl. 14.30–16 dans- að í aðalsal. Kl. 14.30–16 dansað við lagaval Halldóru, pönnukökur með rjóma. Þórðarsveigur 3 | Bænastund og samvera kl. 10. Vídeó kl. 13.30. Kirkjustarf Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10–12. Kaffi og létt spjall. Sögu- stund fyrir börnin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Kirkja unga fólksins samkoma kl. 19.30. Bænastund kl. 19 fyrir samkomu. Þóra Gísladóttir leiðir lofgjörð. Njarðvíkurprestakall | Ytri- Njarðvíkurkirkja: Sunnudagaskóli 21. nóvember kl. 11 í umsjá Margrétar H. Halldórsdóttur og Gunnars Þórs Haukssonar og Natalíu Chow Hewlett organista. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnunum. Kynning Reiðhöll Gusts | 20.–21. nóv. verða haldnir hvuttadagar, sannkölluð hundahátíð. Um 30 tegundir verða á staðnum og gefst fólki kostur á fræð- ast um fjölbreytta eiginleika þeirra. Áhugaverðar sýningar verða í boði alla helgina m.a. hjálparhundur sem sýnir hvers hann er megnugur. Dag- skrá á http://www.hvuttadagar.net. Staður og stund http://www.mbl.is/sos HÖRÐUR Torfason söngvaskáld heldur í kvöld kl. 20 kertaljósatónleika í Salnum í Kópavogi, en þar er ein rödd og eitt hljóð- færi það eina sem fram kemur. „Kertaljósatónleikayfirskriftina hef ég not- að í áraraðir til að undirstrika skammdegið og áráttu okkar manna til að hugleiða lífið og tilveruna á dálítinn annan hátt á þess- um árstíma en t.d. um hásumarið þegar nánast er jafn bjart allan sólarhringinn,“ segir Hörður. „Dagskráin á þessum tón- leikum er allt frá því að vera hádramatískir söngvar upp í bullandi grín og gleði. Söngv- arnir eru margir hverjir gamlir og flestir þeirra komið út á plötum en inn á milli eru söngvar sem ég hef aldrei flutt áður á tón- leikum né gefið út á plötum.“ Hörður hefur ekki haldið tónleika á Reykja- víkursvæðinu í langan tíma og er því hér um að ræða kjörið tækifæri fyrir aðdáendur listamannsins hér á horninu til að berja hann augum. Morgunblaðið/Kristinn Kertaljósatónleikar í Salnum DAGBÓK AÐRIR tónleikarnir í Tónleikaröð Kennara Tónlistarskóla Kópavogs, starfsárið 2004–2005 verða haldnir á morgun kl. 13 í Salnum. Þetta er fimmta árið sem kennarar skólans halda tónleika í Salnum í samvinnu við Kópavogsbæ og er þess að vænta að framhald verði á starfsem- inni sem hefur að sögn mælst vel fyrir og orðið kennurum hvatning til dáða. Tónleikar þessir hafa verið fernir til fimm ár hvert og á þessum vettvangi hefur nemendum og aðstandendum þeirra gef- ist kostur á að hlusta á kennara skólans og kynnast þeim betur sem listamönnum, en tónleikarnir eru annars opnir öllum. Nemendur eru hvattir til að mæta á kennaratónleikana enda er aðgangur ókeypis fyrir þá og ekki spillir að sjá að- standendur og velunnara skólans með í för. Plokkað og blásið í Salnum á morgun FEGURÐ er margþætt fyrirbæri og er persónuleg upplifun hvers manns. Í grunninn má þó skipta henni í náttúrulega og félagslega fegurð, en munurinn á þessum tveimur skilgreiningum er að nátt- úruleg fegurð er eðlislæg og tilfinn- ingaleg en sú félagslega er mótuð eftir tískustraumum og er hug- myndalegs eðlis. Mat okkar Vest- urlandabúa á fegurð byggist að- allega á þeirri fagurfræði (aistetike) sem mótaðist í tíð forngrikkja. Hið ýkta form í full- komnu samræmi sem í raun úti- lokar allan persónuleika og sér- kenni og gengur út frá því að til sé staðall fegurðar sem sé yfir aðra hafinn. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur hefur nú verið sett upp sýningin „Fyrir og eftir“ sem hvorttveggja varpar ljósi á staðal fegurðar síð- ustu ára og þróun í tækni sem auð- veldar ljósmyndurum að „fegra“ fyrirsætur sínar eftir þeim staðli. Þ.e. að þurrka út öll „óhreinindi“ burt af fyrirsætunum, s.s. fæðing- arbletti, freknur og hrukkur og reyna að nálgast mögulega full- komnun, allt frá því að retúsera með pensli eða blýanti í það að breyta með tölvutækni eða photo- shop. Á sýningunni má sjá hvernig MYNDLIST Ljósmyndasafn Reykjavíkur Opið virka daga frá 12–19 og um helgar frá 13–17. Sýningu lýkur 6. febrúar. Fyrir og eftir – Myndir eftir 14 ljósmyndara Jón B.K. Ransu Magga Stína. Miklu sætari fyrir en eftir. ljósmyndarar grenna fyrirsætur, skapa nýjar línur og yngja í útliti, en að sama skapi eyða persónutöfr- um þeirra með því að þurrka út sérkennin. Tvær portrettmyndir Atla Más Hafsteinssonar af söng- konunni, Möggu Stínu, er lang- sterkasta dæmið um hve langt má ganga í breytingunum. Á fyrri myndinni ljómar lífsglöð söngkonan í sinni einstöku ófullkomnun, en á þeirri síðari birtist hreinsað andlit- ið, stíf kerling sem virðist hafa þraukað gegnum á annan tug lýta- aðgerða. Ólíkt því sem ég hef áður séð í ljósmyndasafninu, snýst sýningin ekki svo mikið um myndirnar sjálf- ar heldur meira um spurningarnar sem þær kunna að kveikja. Hver er hin raunverulega fegurð mannsins? Er hlutverk ljósmyndarans að mynda raunveruleikann eins og hann er eða breyta honum í þann staðal sem við viljum? o.s.fv. Af þeim sökum má kalla þetta nýjung í safninu og jafnframt eina af for- vitnilegri sýningum safnsins í dá- góðan tíma. En eftir að lesa stutta grein Orra Páls Ormarssonar, í Morgunblaðinu þar sem hann rakti hugmyndina að baki sýningunni, velti ég því fyrir mér hvort mark- miðinu hefði ekki allt eins verið náð og skilað sér enn ítarlegar í sam- félagsumræðuna í stuttri grein í Lesbókinni, litlu lengri en í sýning- arskránni, með tilheyrandi mynd- birtingum. EINN litskrúðugasti hluti íslenskr- ar fjölmiðlasögu er án efa saga hinna fjölmörgu bæja- og héraðsfrétta- blaða sem um áratuga skeið voru lif- andi vettvangur umræðna um stjórnmál, menningu og hverskyns dægurmál. Á tímum ljósvakamiðla, nets og aðgengilegra fjarskipta- tækja af ýmsu tagi hljóta héraðs- fréttablöðin að týna tölunni. En þó að þau eigi undir högg að sækja fær- ir Birgir Guðmundsson rök fyrir því í bók sinni að þau séu mikilvægur hluti af lýðræði og lífsgæðum á ein- stökum stöðum um landið. Mik- ilvægt sé því að styðja héraðs- fréttablöð sem hluta af þeirri viðleitni að styrkja byggðir landsins. Í Miðjan er undir iljum þínum gerir Birgir Guðmundsson úttekt á stöðu héraðsfréttablaða um þessar mundir og byggir hann umfjöllun sína einkum á könnun sem hann gerði á þessum fjölmiðlum á síðasta ári. Útkoman er lítil bók, afar fróð- leg lesning fyrir áhugamenn um þetta efni og vafalaust gagnlegt plagg fyrir þá sem eru að rannsaka fjölmiðla í landinu og stöðu þeirra al- mennt. Það er mjög ánægjulegt að fjöl- miðlarannsóknir virðast í vexti hér á landi. Könnunum á innihaldi og lestri fjölmiðla fjölgar, Háskóli Ís- lands hefur nýlega tekið upp meist- aranám í blaða- og fréttamennsku og sjálfur leiðir Birgir nýja náms- braut í fjölmiðlun við Háskólann á Akureyri. Bók hans virðist afrakstur rannsókna hans þar við skólann og bókin ber allt yfirbragð rann- sóknaskýrslunnar, þó að Birgir megi eiga það að honum tekst að gera textann í kringum línurit og töflur nokkuð læsilegan þannig að það er alveg óhætt að mæla með bókinni fyrir alla sem vilja fá snögga innsýn inn í það hvernig héraðsfréttamiðlar starfa og hvernig þeir standa. Birgir byrjar umfjöllun sína á að gefa stutt yfirlit yfir flóru héraðs- fréttablaða og bendir á að þessi blöð séu afar ólík innbyrðis að efni, gerð og tilgangi. Í framhaldi af því fjallar hann um hvernig meta þurfi þörfina fyrir umfjöllun í héraði og hvenig héraðsfréttamiðlarnir eru iðulega helsta uppsretta lands- miðlanna fyrir frétta- efni. Þá fjallar hann um umhverfi og sjálfsmynd héraðsfréttablaðanna í tveimur köflum þar sem hann greinir að nokkru leyti þann vanda sem fámenni og nálægð skapar óhjákvæmilega fyrir allar tilraunir til að fjalla á hlutlægan hátt um atburði í héraði. Þetta efni er kannski það sem áhugaverðast er að fá umfjöllun um og vissulega hefði Birg- ir getað gert því betri skil en hann gerir hér. Umfjöllunin gerir lítið meira en að impra á spurningunum, en það ræðst þó sennilega af þeim ramma sem verk- inu er settur í upphafi. Í síðari hluta bókarinnar ræðir Birgir um op- inberan stuðning við héraðs- fréttablöð og við nærfjölmiðlun sem hann nefnir svo og endar bókina á viðaukum sem gera grein fyrir helstu að- ferðum við rannsókn- ina sem bókin byggist á. Áhersla Birgis á mikilvægi nærfjöl- miðlunar til að auka lífsgæði á stöðum um landið er áhugaverð og ekki síður það lýð- ræðisgildi sem hann gefur slíkri fjölmiðlun. Staðreyndin er auðvit- að sú að um leið og stóru fjölmiðlarnir eiga greiðari leið að lesendum, áhorf- endum og hlustendum víða um land- ið er hætt við að litlu staðarfjölmiðl- arnir hverfi út á jaðarinn. En það væri mikill missir – ekki aðeins fyrir þá sem nota þá heldur einnig fyrir stóru fjölmiðlana sem um leið missa mikilvæga uppsprettu frétta og um- fjöllunar um fólkið í landinu. Miðja og jaðar BÆKUR Fjölmiðlafræði Birgir Guðmundsson, 93 bls., Háskólinn á Akureyri, 2004 Miðjan er undir iljum þínum – Héraðs- fréttablöð & nærfjölmiðlun á nýrri öld Jón Ólafsson Birgir Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.