Morgunblaðið - 19.11.2004, Page 55
SÖNGSVEITIN Fílharmónía
heldur tónleika í Hóladómkirkju
nk. sunnudag kl. 14. Eru þeir
hinir fyrstu af þrennum tón-
leikum sem kórinn flytur í dóm-
kirkjum landsins. Í tilefni þess
að aðventan fer í hönd eru flest
verkin á efnisskránni tengd að-
ventu og jólum. Þar er að finna
m.a. verk eftir rússnesku tón-
skáldin Rachmaninov og Tsjak-
ovskí, pólska tónskáldið Gor-
ecky, enska endurreisnartón-
skáldið William Byrd, Jón
Ásgeirsson og Jakob Tryggva-
son.
Í mörg ár hefur Söngsveitin
haldið aðventutónleika í
Reykjavík en bregður nú út af
vananum með því að fara að
Hólum í Hjaltadal og í Skálholt
en Reykvíkingar eiga þess einn-
ig kost að hlusta því laugardags-
kvöldið 27. nóvember verða tón-
leikarnir í Dómkirkjunni í
Reykjavík sem hefjast kl. 22.00.
Þeir síðustu verða svo í Skál-
holti á fullveldisdaginn 1. des-
ember og hefjast kl. 21.00.
Stjórnandi söngsveitarinnar
er Óliver Kentish og meðleikari
Guðríður St. Sigurðardóttir.
Raddþjálfun annast Bjarney
Ingibjörg Gunnlaugsdóttir.
Söngsveitin Fílharmónía
fagnar á þessu starfsári 45 ára
afmæli sínu en fyrstu tónleika
sína hélt kórinn í Þjóðleikhúsinu
vorið 1960 þegar hann frum-
flutti hér á landi tónverkið
Carmina Burana eftir Carl Orff.
Frekari upplýsingar um Söng-
sveitina er að finna á heimasíð-
unni www.filharmonia.mi.is.
Næsta stóra verkefni verður
Carmina Burana sem flutt verð-
ur í lok apríl í Langholtskirkju.
Fílharm-
ónía á
Hólum
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 55
MENNING
BJÖRK Guðnadóttir er
myndlistarkona sem hefur
verið að merkja sér stöðu í
íslensku myndlistarlífi upp á
síðkastið. Sýning hennar,
Eilífðin er líklegast núna, í
Nýlistasafninu er mér að vit-
andi stærsta einkasýning
hennar. Uppistaðan eru fjöl-
margir málaðir form-
skúlptúrar úr gifsi í anda
listamanna snemmmódern-
ismans, s.s Constantine
Brancusi og Jean Arp, sem
listakonan raðar smekklega
meðfram veggjum, dregur
svo einn úr hópnum og af-
markar hann í gegnsæju
pólýester-tjaldi. Brýtur
þannig upp rýmiskennd og
röðun. Eflaust má setja
þann gjörning hennar í sam-
hengi við yfirskrift sýning-
arinnar, allavega liggur það
fyrir með formrænu sjálfra
skúlptúranna. Línur þeirra
hafa tilvísun í sveigða líkama
grískrar klassíkur. En klass-
ísk fagurfræði byggir ein-
mitt á hugmynd um full-
komnun, eða réttara sagt
möguleika á fullkomnun,
sem við getum kallað eilífa.
Skúlptúrar Bjarkar munu þó
seint teljast í nánd við ein-
hverja fullkomnun. Virðast
sem furðulega krumpaðir og
bundnir pokar sem færa
mann frá háleitum klass-
ískum og módernískum gild-
um og í átt að skopmyndum.
Með snemmmódernisma og
skopmyndagerð saman undir
einni sæng hlýtur þá að vera
fæddur „poppkúbismi“,
svona til samræmis við
poppmínimalisma, popps-
úrrealisma, raunsæissúrreal-
isma og hvað þetta kallast
nú allt saman.
Sýning Bjarkar er marg-
ræð, verkin hæglát en húm-
orísk og alltaf gaman að sjá
hvernig ólíkir þættir lista-
sögunnar mætast í sam-
tímalistum og umbreytast í
eitthvað allt annað, enda úr
ansi mörgu að moða.
Morgunblaðið/Golli
Björk Guðnadóttir: Poppkúbískur skúlptúr?
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Opið miðvikudag til sunnudags
frá 13–17. Sýningu lýkur 19. des-
ember.
Skúlptúr - Björk Guðnadóttir
Jón B.K. Ransu
NÚTÍMALISTASAFNIÐ í
New York, MoMA, verður
opnað á ný á morgun. Safn-
ið hefur verið lokað í rúm
tvö ár og hafa endurbæt-
urnar kostað 425 milljónir
dollara, eða um 28 milljarða
íslenskra króna.
Ungfrúrnar upp á vegg
Steingrim Laursen, frá
Louisiana nútímalistasafn-
inu í Danmörku sést hér
ganga í gærdag framhjá
einu þekktasta málverki síð-
ustu aldar, „Les Demoiselle
d’Avignon“, eða „Ung-
frúrnar frá Avignon“, eftir
spænska málarann Pablo
Picasso.AP
MoMA
opnað
aftur
íðs hafi enn vinninginn),
Interlude f. píanó er minnti
sérkennilega á sönghæfan
essercizo (sembalsónötu)
eftir Domenico Scarlatti,
Vögguvísu með smekklega
spunnum vókalísum Eivarar
Pálsdóttur milli erinda við
dúnlipurt marimbuspil Pét-
urs Grétarssonar, og Sofðu
unga ástin mín, er í seiðandi
trúbadúrstúlkun Eivarar
skyggði stórum á kunnara
íslenzka „þjóðlagið“ (ef það
er þá ekki eftir Sveinbjörn
Sveinbjörnsson), þó að
kontrabassistinn virtist
fremur ókunnugur laginu.
Umdeilanlegasta útsetn-
ingin kom beint á eftir,
Draumur þrælsins í söng-
túlkun Bergþórs Pálssonar,
þar sem miðhlutinn lýsti í
jákvæðasta ljósi ánauð text-
ans með hæstóvanalegum
pákukjuðaslætti Péturs á
trommusettið.
Eftir hlé komu m.a. við
sögu skemmtilegar Ást-
arglettur, dável spilaðar af
Sigrúnu Eðvalds og Snorra
Sigfúsi í stílblöndu af skozk-
um þjóðlögum, Kreisler og
Bellman. Síðan kom bráð-
ljúft Í rökkurró, þó að
Bergþór félli ekki að öllu
leyti sannfærandi að létt-
djössuðu útsetningunni
frekar en þarnæst í Vorvísu
við sparneytinn píanóleik
Kjartans Valdimarssonar à
la Jan Johansson. Í Sólin ei
hverfur glansaði ljóðrænn
tenór Eyjólfs Eyjólfssonar
ótæpt við samleik Önnu
Guðnýjar, og heiðþéttur
sópran Sigrúnar Hjálmtýs-
dóttur ekki síður í vand-
meðförnu Ave Maria við
fagmannlegan píanóleik
Önnu Guðnýjar.
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Salurinn
Verk eftir Björgvin Guðmundsson.
Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran,
Bergþór Pálsson barýton, Eivør
Pálsdóttir söngur og gítar, Eyjólf-
ur Eyjólfsson tenór, Karlakórinn
Fóstbræður u. stj. Árna Harðar-
sonar; Anna Guðný Guðmunds-
dóttir, Snorri Sigfús Birgisson &
Kjartan Valdimarsson píanó, Birg-
ir Bragason kontrabassi og Pétur
Grétarsson slagverk/harmónika.
Þriðjudaginn 16. nóvember kl.
20.
Útgáfutónleikar
Í TILEFNI af nýútgefnum
hljómdiski með lögum eftir
Björgvin Guðmundsson var
efnt til tónleika í Salnum á
þriðjudag. Hófust þeir
nokkuð óvenjulega með því
að Fóstbræður sungu þrjú
lög standandi á tröppum
niður úr fordyri, áður en
áheyrendum var hleypt inn
í salinn. Kórinn söng einn Á
Finnafjallsins auðn með
miklum bravúr og hið al-
kunna Þei, þei og ró, ró af
jafnrammíslenzkri karla-
kórsmýkt, en undir með
Sigrúnu Hjálmtýsdóttur hið
ekki síður þekkta Íslands
lag frá 1914.
Tekin voru 19 númer af
22 á diskinum, og af hinum
3 slepptu sá undirritaður
langmest eftir Fúgunni yfir
„Til austurheims“, er veitt
hefði áhugamönnum um þá
sérgrein ekki ógleggri hug-
mynd um tæknikunnáttu og
pólýfónískt hugmyndaflug
Björgvins en aldýr sléttu-
bandaríma um færni kvæða-
manns.
Stiklað á stóru úr löngu
prógrammi mætti nefna
hálfskozka rælinn Litlu
hjónin (þó að lag Páls Ís-
ólfssonar við sama ljóð Dav-
UM SÍÐUSTU helgi bauð
Fréttablaðið upp á þá nýjung
að fá almenning til að gagn-
rýna nokkur myndlistarverk.
Fékk til þess 5 manns úr ólík-
um stéttum þjóðfélagsins, allt
samt menntafólk. Var for-
vitnilegt að lesa umjöllun
þeirra sem stað-
festi svart á hvítu
að Íslendingar
skoða myndlist-
arverk jafnan með
stofu sína til við-
miðunar. Þ.e. að
listaverkin sem
voru tekin fyrir
stóðust prófið eða
hlutu falleinkunn
eftir því hvort við-
komandi gat séð
þau fyrir sér í stof-
unni heima hjá sér
eða ekki. Það er
auðvitað mikil
byrði að bera heila
stofu á bakinu þegar maður
skoðar myndlistarsýningu
sem væntanlega skyggir á
listaverkin sem ekki lúta
sömu lögmálum og mublur.
Sýning Ráðhildar Inga-
dóttur, Inni í kuðungi – einn
díll, í Nýlistasafninu er út frá
því sjónarhorni kolfallin. Inn-
setning sem fáir mundu sam-
þykkja inn í stofuna heima
hjá sér, allavega í þeirri mynd
sem hún er í Nýlistasafninu.
Gólf og veggir er málað í ljós-
bláum lit, hvelfd form á gólfi
sem breytist í hvassan
tröppugang upp með veggj-
um safnsins. Á gólfi stendur
holur skúlptúr, kuðungur
unninn úr tré og gifsi, einnig
hvass og kantaður en jafn-
framt ávalur að hluta. Á vegg
rúllar svo myndskeið af tungl-
um sólkerfis líkt og dílar á
vegg. Myndlíking Ráðhildar
er nokkuð hittin. Spírallögun
kuðungsins vísar til hring-
rásar lífsins og myndskeiðið
sem er endurtekið í sífellu
vísar þannig séð til sömu
hringrásar. Blái liturinn sem
jafnar vegg og gólf leysir upp
rýmið sem segir okkur að
Ráðhildur vilji ekki aðskilja
hluta rýmisins. Að allt sé eitt.
Hið smæsta og stærsta í senn.
Þessi þverstæða er auðvitað
margsönnuð staðreynd vís-
indanna og notar listakonan
listrýmið til að skapa vett-
vang svo við megum upplifa
þessa staðreynd án fræði-
legra röksemda vísindanna.
Fá vitneskjuna beint í hjart-
að. Listrýmið þjónar því til-
gangi sínum vel fyrir tilraun
Ráðhildar og maður getur
tekið listaverkið heim með sér
í stofuna án þess að hrugga
við mublunum. Geymt það þá
innra með sér í formi upplif-
unar. Allt er þetta hvort sem
er eitt og sama rýmið.
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Opið miðvikudaga til sunnudags
frá 13–17. Sýningu lýkur 19. des-
ember.
Innsetning - Ráðhildur Ingadóttir
Jón B.K. Ransu
Í holum kuðungi Ráðhildar Ingadóttur
má finna heilt sólkerfi.
Morgunblaðið/Golli
DÓMKÓRINN í Reykjavík stóð á
dögunum fyrir samkeppni um ný
lög og ljóð til að nota við kirkju-
legar hjónavígslur. Alls bárust 14
ljóð og 11 lög í keppnina og voru
þau kynnt á tónleikum í Dóm-
kirkjunni.
Kirkjugestum gafst kostur á að
greiða atkvæði sitt að loknum tón-
leikum og tóku rúmlega 300
kirkjugestir þátt í atkvæðagreiðsl-
unni. Verðlaunuð voru tvö lög og
ljóð og féllu atkvæði þannig að í
fyrsta sæti var lag Magnúsar
Kjartanssonar, „Hin eina sanna
ást“ og ljóð Hjálmars Jónssonar
dómkirkjuprests „Nú leikur blær
um lífsins vor“ varð hlutskarpast í
ljóðasamkeppninni.
Í öðru sæti var lag
Heimis Sindrasonar
„Brúðkaupsbæn“ en
ljóðahöfundurinn,
Ari Harðarson,
hlaut einnig önnur
verðlaun áheyrenda.
Dómnefnd kórsins
ákvað einnig að
veita þeim Haraldi
Vigni Sveinbjörns-
syni og Þóru Mar-
teinsdóttur við-
urkenningar fyrir
ný lög við gamla
sálma, „Ó himnafað-
ir hjá oss ver“ og
„Vor Guð, í Jesú nafni nú“ og Sig-
urlín Hermannsdóttir fékk einnig
viðurkenningu dómnefndar fyrir
ljóðið „Við biðjum Guð að blessir
þú“.
Að sögn Marteins H. Friðriks-
sonar stjórnanda þakkar Dómkór-
inn öllum þeim sem tóku þátt í
keppninni fyrir þátttökuna og
hvetur þá, jafnt og aðra lands-
menn, til að búa sig undir nýja
samkeppni að ári liðnu, en þá
verður leitað eftir nýjum lögum og
ljóðum til að nota við ferming-
arguðsþjónustur. Einnig þakkar
Dómkórinn styrkveitingar frá
Tónmenntasjóði Þjóðkirkjunnar
og Nýsköpunarsjóði STEFS.
Tónlist | Brúðkaupslaga- og ljóðasamkeppni Dómkórsins
Magnús og sr. Hjálmar hlutskarpastir
Magnús KjartanssonSr. Hjálmar Jónsson