Morgunblaðið - 19.11.2004, Síða 68

Morgunblaðið - 19.11.2004, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. NÁLÆGT 150 flugmenn sóttu um flugmannsstörf hjá Icelandair þegar þau voru auglýst laus til umsóknar nýverið og 700–800 manns sóttu um störf flugfreyja og flugþjóna. Jens Bjarnason, flugrekstrar- stjóri Icelandair, sagði í samtali við Morgunblaðið, að góður meirihluti þeirra sem sótt hefðu um flugmanns- störf, eða ríflega 100 manns, hefðu uppfyllt tilgreind inntökuskilyrði, þ.e. að hafa atvinnuflugmannspróf með blindflugsréttindum, lágmarks- flugreynslu í flugstundum og hafa lokið námskeiði í áhafnasamstarfi. Jens sagði að væntanlega yrðu ráðnir flugmenn í um fjörutíu stöður hjá félaginu, en mikil aukning væri fyrirsjáanleg í starfsemi félagsins á næstu misserum meðal annars vegna áætlunarflugs til San Frans- isco í Bandaríkjunum sem hæfist nú í vor. Þá mætti gera ráð fyrir að 60– 80 nýjar flugfreyjur og flugþjónar yrðu ráðin og þjálfuð í vetur til að koma til starfa næsta vor. Sá hópur kæmi til viðbótar stórum hópi sem hefði verið ráðinn til starfa síðastlið- inn vetur. Jens bætti því við að nú væri mikið starf fram undan við það að fara í gegnum umsóknirnar og velja úr þá sem ráðnir yrðu til félagsins. 150 flugmenn sóttu um starf Icelandair reiknar með að ráðið verði í 40 stöður TALSMENN sveitarfélaganna eru fegnir að búið sé að semja við grunnskólakennara þótt ljóst sé að þær kostnaðarhækkanir sem samningnum fylgja, verði hann samþykktur, geti orðið þungur baggi fyrir sveitarfélögin og þá ekki síst fyrir þau smærri. Víða virðist sem skera þurfi eitthvað niður af ólögbundinni þjónustu sveitarfélaganna til að mæta auknum útgjöldum. Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, gagnrýndi kjarasamninginn við grunnskólakennara harðlega á Al- þingi í gær og sagði að með þeim hefðu sveitarfélögin gert skelfileg mistök, samningurinn væri stíl- brot sem auðveldlega gæti fært ís- lenskt þjóðfélag á bólakaf. „Ég fullyrði,“ sagði Einar, „að um leið og gengið hefur verið frá kjara- samningum grunnskólakennara mun hver einasti starfshópur rík- isins reisa kröfur sínar – og þeir munu allir reisa kröfur sínar – á þeim samningi sem gerður verður við grunnskólakennara.“ Kjarasamningurinn við grunn- skóla gæti haft áhrif á það hvort samningar Starfsgreinasambands- ins (SGS) og Samtaka atvinnulífs- ins halda. Önnur forsenda þeirra samninga er að „sú launastefna og þær kostnaðarhækkanir sem í samningnum felast verði almennt stefnumarkandi fyrir aðra samn- ingagerð á vinnumarkaði“ en hin forsendan er að verðlag þróist í samræmi við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Samningar SGS fólu í sér rúm- lega 15% hækkun á samningstím- anum en ljóst er að kjarasamning- urinn við grunnskólakennara felur í sér mun meiri hækkun eða um það bil 30%. Hvort hann nægir til þess að SGS geti gert kröfu um að samningar losni eftir eitt ár, þeg- ar forsendur hans koma til skoð- unar, ræðst að nokkru leyti af því hvort samningurinn við grunn- skólakennara verður fyrirmynd að öðrum samningum sem opinberir starfsmenn gera á næstu miss- erum. Samningarnir erfiðir mörgum sveitarfélögum Skelfileg mistök, sagði Einar Oddur Kristjánsson í umræðum á Alþingi  Þungur baggi/4  Forsendur samninga/8  Skelfileg mistök/10 BORGARRÁÐ hefur samþykkt að úthluta Félagsstofnun stúdenta byggingarrétti á lóð nr. 46 við Lindargötu til að reisa á henni fjölbýlishús með um 100 náms- mannaíbúðum. Andri Óttarsson, stjórnarformaður Fé- lagsstofnunar stúdenta (FS), segir stefnt að því að framkvæmdir við byggingu húss- ins geti hafist fyrir næsta vor og að þeim verði að fullu lokið árið 2007 en að hluti námsmannaíbúðanna verði tekinn í notk- un árið 2006. Andri segir ástæðu þess að reistar séu íbúðir við Lindargötu vera þá að byggingarmöguleikar við Háskólann séu uppurnir og staðsetning íbúða við Lindargötu að mörgu leyti heppileg, m.t.t. fjarlægðar við háskólann og samgangna. Andri segir mikla eftirspurn vera eftir námsmannaíbúðum hjá FS og stofnunin muni leita eftir fleiri lóðum undir íbúðir. Um 100 námsmanna- íbúðir við Lindargötu KRISTJÁN Jóhanns- son tenórsöngvari sendir frá sér nýja geislaplötu 1. desem- ber næstkomandi. Á plötunni eru sönglög sem flest hafa verið samin fyrir Kristján á síðastliðnum þremur árum. Lögin á plötunni, sem heitir Portami Via, eða Berðu mig burt, eru meðal annars eftir Falloni, Helfer, Bonomi og Ines, en einnig syngur Kristján á plötunni tvö lög eftir Gunnar Þórðarson. Kristján hefur stjórnað bæði hljómsveit og upptökum síðastliðin þrjú ár, en þetta mun hafa verið eins konar gæluverkefni hans. Á plötunni kemur fram á sjötta tug hljóðfæraleikara og þess má geta að Rann- veig dóttir hans kemur fram í einu laginu. Skífan mun gefa plötuna út. Ný sönglagaplata Kristjáns Í LAGAFRUMVARPI menntamálaráð- herra er lagt til að skrásetningargjöld Há- skóla Íslands, Kennaraháskóla Íslands og Háskólans á Akureyri hækki um 12.500 krónur eða úr 32.500 í 45 þúsund fyrir heilt skólaár. Verði lögin samþykkt taka þau gildi 1. janúar á næsta ári. /10 Skrásetningargjöld hækki um 38% KULDALEGT hefur verið í Aðaldal þessa vik- una og hríðarveður flesta daga. Hestarnir á Syðra-Fjalli létu kuldann lítið á sig fá enda hafa þeir nóg hey og gott skjól sem þeir geta farið í þegar þeir vilja. Þrátt fyrir hríðina kusu þeir frekar að vera úti um miðjan dag í gær. Töluvert frost var þá um allt land og allt að 20 stig þar sem gaddurinn var mestur á miðhá- lendinu. Veðurstofan spáir vaxandi austlægri átt og hlýnandi veðri á morgun. Þó áfram frosti fyrir norðan, en 0 til 7 stiga hita á sunnu- dag. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Bjóða kuldabola birginn MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur ákveðið að samræmt próf í íslensku í 4. og 7. bekk verði haldið fimmtudaginn 3. febr- úar og samræmt próf í stærðfræði föstu- daginn 4. febrúar. Upphaflega stóð til að halda prófin 14. og 15. október en vegna verkfalls grunnskóla- kennara var ákveðið að halda þau 25. og 26. nóvember að því gefnu að kennsla yrði með eðlilegum hætti sem ekki gekk eftir. Búast má við að ákvörðun um samræmd próf í 10. bekk verði tekin mjög fljótlega en þar átti að prófa í ensku, dönsku, sam- félagsgreinum, náttúrufræði og stærðfræði dagana 2. til 10. maí í vor. Samræmd próf 4. og 7. bekkjar í febrúar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.