Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 23.12.2004, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 25 MINNSTAÐUR Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄ Brýnið fyrir börnum að fara ætíð varlega með eld. ❄ ❄ ❄ ❄ Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ helg in V I K U L E G A fim m tu d a g u r 2 2 1 2 0 4 ljósm ynd gs M i k l i r k v e n s k ö r u n g a r v i ð t ö l • k r o s s g á t a • d a g s k r á h e l g a r i n n a r • a f þ r e y i n g • s k e mm t u n ❊ gleð i leg jó l Jólaleikrit Þjóðleikhússins, Öxin og jörðin, verður frumsýnt 26. desember. Þekktar leikkonur túlka sterkar kvenpersónur sem léku stórt hlutverk í átakatímabili í sögu íslensku þjóðarinnar. Bls.4. Örgjörvi: AMD Athlon 2600+ Vinnsluminni: 256mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 40gb(ATA 100/5400rpm) Skjákort: Innbyggt 32mb Acer Aspire T120 Örgjörvi: Intel Pentium 4 2.8Ghz Vinnsluminni: 512mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 80gb (ATA 100/7200rpm) Skjákort: GeForce FX 5200 128mb, TV-Out, DVI Acer Aspire T310 Acer Aspire T130 Örgjörvi: AMD Athlon 64-Bita 3200+ Vinnsluminni: 512mb DDR333 PC2700 Harður diskur: 160gb (ATA 100/5400rpm) Skjákort: GeForce FX 5500 128mb Geisladrif: CD Skrifari / DVD Skrifari (+ / -) Netkort: 10/100mbit Hljóðkort: Avance AC97 innbyggt Stýrikerfi: Windows XP Home Hugbúnaður: Works Suite Media Bay (kort sem les SD, Memory Stick, Compact Flash og Smart Media) Hátalarar, lyklaborð og mús fylgja Í ÖLLUM VÉLUM ER: 8.325,-á mán.*6.658,-á mán.*4.992,-á mán.* Fullt verð: 79.900,- tækni Fullt verð: 99.900,- SVAR TÆKNI - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS *Lánþegi greiðir 3,5 % stimpil- og lántökugjald að auki. Á vaxtalausu tilboði í 12 mánuði! AÐ AUKI ÞÁ BYRJAR ÞÚ EKKI AÐ BORGA FYRR EN 1. FEB. FRÁBÆR MARGMIÐLUNARTÖLVA Skjár er aukabúnaður á mynd Fullt verð: 59.900,- Lyfja Lágmúla og Lyfja Smáratorgi Opið 8-24 alla daga helgin V I K U L E G A Í 100.000 eintökum um land allt AUSTURLAND Hjónin Stefano og LilianaPanetta halda jól í Kára-hnjúkum ásamt börnum sínum, Valentinu níu ára og fimm ára guttanum Ivan. Morgunblaðið heimsótti þau í íbúð þeirra í starfs- mannaþorpi Impregilo við Kára- hnjúka. „Við höfum verið á ferðinni með Impregilo síðan við giftumst fyrir fimmtán árum,“ segir Stefano, eftir að gestkomanda hefur verið boðið til sætis og upp á ítalskt kaffi. „Ég byrjaði að vinna hjá fyrirtækinu fyr- ir tuttugu og þremur árum, en á þessum fimmtán árum höfum við m.a. verið tvö ár í Tyrklandi, þrjú ár í Afríku, þrjú í Kína og annað eins í Rússlandi. Og nú erum við hér.“ „Þetta er okkar líf og okkur líkar það vel“ segir Liliana, sem fædd er í Kólumbíu. „Við erum vön þessu og það eina sem skiptir máli er að fjöl- skyldan er saman. Ég vil ekki vera ein með börnin á Ítalíu meðan Stef- ano vinnur einhvers staðar í heim- inum. Við eigum hús á Ítalíu, en það stendur autt nema þegar við förum í sumarleyfi. Við vorum þar m.a. í sumar uns skólinn hér í Kárahnjúk- um hófst. Þetta hefur gengið vel, en nú fer kannski að koma að því að Valentina þarf að setjast að um kyrrt á Ítalíu, því unglingsárin eru jú viðkvæmt aldursskeið. En ennþá er þetta allt í lagi.“ „Krakkarnir hafa dafnað vel, því alls staðar þar sem við höfum verið hefur verið góður skóli og nóg við að vera,“ bætti Stefano við. „Börnin kvarta ekki, enda vön þessu frá fæð- ingu.“ Vilja hafa sem allra mestan snjó Íbúð fjölskyldunnar er fagurlega skreytt fyrir hátíðina, jólatré á stofugólfinu, Jesúbarnið og vitring- arnir á borði og fallegt handverk og myndir á veggjum eftir Valentinu, sem virðist búa yfir þó nokkrum myndlistarhæfileikum. Ivan litli er hálffeiminn við þessa heimsókn blaðamanns og felur sig bak við dót- ið sitt. Valentina segist eiga marga vini í starfsmannabúðunum. „Nokkrar stelpur og einn strák, sem er farinn í jólafrí til Argentínu. Við hittumst og leikum okkar og förum út. Það er skemmtilegast að renna sér á þotu niður brekkurnar. Mér finnst líka gaman að teikna, mála og föndra. Iv- an er næstum alltaf þægur og þetta er bara ágætt,“ segir Valentina. „Við erum að bíða eftir meiri snjó,“ bætir Liliana við. „Börnin vilja alltaf leika sér úti við, jafnvel þó að frostið sé 20 gráður. Ivan grætur sárt þegar hann má ekki fara út vegna veðurs. Annars er þetta erfitt, vegna þess að moldrokið er svo mik- ið hér sumar og haust og mikil drulla eða hálka vetur og vor, því svæðið er ekki gróið eftir jarðvinnuna við búð- irnar. Þess vegna er best að hafa nógan snjó því þá er auðveldast fyrir börnin að leika úti.“ Lærði að gera laufabrauð Liliana er lífefnafræðingur að mennt. Hún segir ekki koma að sök þó hún geti ekki unnið við sitt fag, það sé einfaldlega sín ákvörðun að vera með Stefano og börnunum fremur en að sækjast eftir starfs- frama. „Ég vann þó við þetta meðan við vorum í Afríku og auðvitað sakna ég þess.“ Lilana fer með börnin í skóla og leikskóla um áttaleytið og fer svo í íþróttasalinn að æfa fram til tíu. Þá hittir hún hinar konurnar í klúbb- húsinu yfir kaffibolla og fer svo heim að gera húsverk. „Hér þarf ég að gera allt sjálf, sem er breyting frá hinum löndunum sem við höfum dvalið í. Þar höfðum við heimilis- hjálp, garðyrkjumann, þvottakonu og þar fram eftir götunum og ég lék meira lausum hala. Í Kárahnjúkum þarfnast ég í það minnsta ekki garð- yrkjumanns, því enginn er garð- urinn! Ég kvarta þó ekki, því mér gefst líka tími hér heima til mála og lesa bækur og get sinnt börnunum vel. Þá hitti ég hinar konurnar, sem búa hér, heilmikið, við komum sam- an með börnin okkar í klúbbnum og heimsækjum hver aðra milli húsa. Fyrir nokkrum vikum var okkur konunum boðið með börnin okkar í Kirkjumiðstöðina á Eiðum á vegum Soroptimista. Það var yndisleg stund og við fengum ákaflega hlýjar móttökur. Ég hef haldið sambandi við tvær af þeim íslensku konum sem þarna voru og hitti aðra þeirra m.a. um daginn og gerði með henni laufabrauð.“ Lilana sýnir fagurlega útskorið laufabrauðið og Stefano lýsir því yfir að það sé með því betra sem hann hafi smakkað á Íslandi. Lilana segir notalegt að tengjast Íslendingum, það rjúfi að sumu leyti einangrunina sem þau búi við. „Það mætti þó vera meira af svo góðu. Við viljum endilega bjóða Soroptimista- konunum hingað upp eftir til okkar og líkast til verður það í janúar. Þó er nokkuð erfitt að skipuleggja slíkt vegna breytilegs veðurfars á þessum tíma.“ Liliana og Stefano segjast hrifin af þeim Íslendingum sem þau hafa hitt á ferðum sínum í Egilsstaði, en auk frídags á sunnudögum þegar gjarnan er farið til byggða, fer Lil- iana oft á miðvikudögum til að versla. „Við erum langt í burtu frá öllu, á fjöllum þar sem vond veður geisa á vetrum og því fremur erfitt um sam- skipti við heimamenn,“ segir Stef- ano. „Í Kína, svo dæmi sé tekið, spruttu strax upp veitingastaðir og verslanir, skóburstarar og minja- gripabúðir í kringum starfsmanna- búðirnar og heimamenn voru meira á ferðinni í starfsmannaþorpinu. Þetta eru engan veginn sambæri- legar aðstæður.“ Hægt að halda jól hvar sem vera kann í heiminum Nú er allt að verða tilbúið í starfs- mannaþorpinu fyrir jólin. Konurnar hafa hist í klúbbnum og skreytt hann hátt og lágt og dagskrá hátíð- arinnar liggur fyrir. Stefano segist ekki sakna ítalskra jóla að ráði. „Við reynum að fá hið sama út úr jólahaldi erlendis og á Ítalíu og ger- um svipaða hluti. Auðvitað er þetta þó ólíkt en fólkið sem hér er samein- ast um jólahaldið og áramótagleðina. Þrátt fyrir að hér sé fólk af ólíkum þjóðum getum við öll látið okkur líða vel saman.“ Hvert Liliana og Stefano halda næst með börnin sín segja þau eng- an vita. Kárahnjúkar verði þeirra heimili á næstunni. Þau hafi farið frá hitanum í Afríku til hinnar röku Mongólíu, þaðan í ískulda hinnar rússnesku St. Pétursborgar og nú séu þau á Íslandi. Þau búist því svona frekar við að fara næst á norð- urpólinn með Impregilo og svo suð- ur um hinum megin á hnöttinn er tímar líða. „Guð veit hvar við höldum næstu jól.“ Panetta-fjölskyldan heldur jólin hátíðleg við Kárahnjúka Það eina sem máli skiptir er að fjölskyldan er saman Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sæl í sínum ranni Stefano, Liliana, Ivan og Valentina Panetta. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.