Morgunblaðið - 23.12.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 39
MINNINGAR
✝ Lilja Ólafsdóttirfæddist í Reykja-
vík 22. ágúst 1926.
Hún lést á hjúkrun-
arheimilinu Sóltúni
að morgni 11. des-
ember síðastliðins.
Foreldrar hennar
voru hjónin Sigríður
Jónína Tómasdóttir
frá Skammadal í
Mýrdal, f. 12. júlí
1894, d. 7. mars
1982, og Ólafur
Bjarnason frá
Hörgsdal á Síðu, f.
19. apríl 1889, d. 17.
júní 1968.
Systkinin voru þrettán: Bjarni,
f. 2. desember 1912, d. 20. júní
1994; Matthías, f. 12. mars 1915;
Helga, f. 7. mars 1916, d. 8. mars
1920; Jóhanna, f. 1. júlí 1918; Ásta
Þórunn Helga, f. 12. ágúst 1920, d.
18. október 1999; Sigríður, f. 12.
janúar 1922, d. 9. júlí 1991; Guð-
ríður, f. 20. október 1924, d. 10.
mars 1980; Helga, f. 13. apríl 1928,
d. 14. apríl 2001; Björn, f. 1. nóv-
ember 1930, d. 12. júní 1992;
Svava, f. 10. febrúar 1932, Snorri,
f. 6. júní 1934, Ingibjörg, f. 2. febr-
úar 1937, d. 17. nóvember 2002.
son, f. 7. febrúar 1988. 2) Sigurður
Hafsteinn Björnsson, f. 15. sept-
ember 1953, kvæntur Þórunni
Ólafsdóttur, f. 14. mars 1954. Börn
þeirra eru: Snorri Páll Sigurðsson,
f. 13. nóvember 1979, Hólmfríður
Björk Sigurðardóttir, f. 6. október
1985. 3) Bryndís Anna Björnsdótt-
ir, f. 31. desember 1956, gift Dar-
rel Bender, f. 27. mars 1947 (skil-
in). Sonur þeirra er Björn Kafka
Bender, f. 28. ágúst 1978. Börn
hans eru Snædís Birta, f. 2. ágúst
2000, barnsmóðir Eva Lind Ey-
þórsdóttir, f. 15. desember 1980,
og Jóna Katrín, f. 15. júní 2003,
barnsmóðir Arnfríður Rut Jónas-
dóttir, f. 9. desember 1985. 4)
Edda Björnsdóttir, f. 23. febrúar
1959, gift Jakobi Þór Péturssyni, f.
5. maí 1956. Börn þeirra eru:
Björn Jakobsson, f. 3. september
1978, kvæntur Valdísi Sigurgeirs-
dóttur, f. 11. júní 1973, dóttir
þeirra er Edda Berglind, f. 25.
apríl 2002. Ragnheiður Karen Jak-
obsdóttir, f. 2. ágúst 1981, Pétur
Þór Jakobsson, f. 22. janúar 1991.
5) Páll Björnsson, f. 16. júlí 1963,
kvæntur Lilju Jónasdóttur, f. 2.
ágúst 1963. Börn þeirra eru: Að-
alsteinn Pálsson, f. 11. júlí 1990,
Jónas Björn Pálsson, f. 15. mars
1994, Tómas Páll Pálsson, f. 12.
ágúst 1999, Eiríkur Pálsson, f. 9.
desember 2002.
Lilja verður jarðsungin frá Nes-
kirkju í dag, á Þorláksmessu, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Lilja fluttist með
foreldrum sínum aust-
ur á Síðu þriggja ára,
1929. Þau bjuggu
fyrst í neðri bænum í
Mörtungu og síðan í
Múlakoti. Þau fluttu
svo til Reykjavíkur
1948 og bjuggu lengst
á Baldursgötu 16.
Lilja giftist, 22. febr-
úar 1950, Birni Þ.
Þórðarsyni lækni, f.
22. febrúar 1925, frá
Hvítanesi í Borgar-
fjarðarsýslu, Guðna-
sonar bónda þar og
konu hans Þórunnar Jónsdóttur.
Björn var eitt ár héraðslæknir í
Höfðahéraði. Síðan fluttu þau
1955 til Danmerkur og þaðan til
Svíþjóðar, þar sem Björn var við
framhaldsnám í háls-, nef- og
eyrnalækningum til 1960, er þau
fluttu aftur heim til Íslands. Börn
þeirra eru: 1) Þórunn Bára Björns-
dóttir, f. 24. maí 1950, gift Pálma
V. Jónssyni, f. 14. október 1952.
Börn þeirra eru: Lilja Björnsdótt-
ir, f. 18. desember 1970, Jón Viðar
Pálmason, f. 27. september 1979,
Vala Kolbrún Pálmadóttir, f. 5.
febrúar 1982, Björn Pálmi Pálma-
Elsku mamma litla.
Nú ertu flogin í frelsið eins og
fuglinn sem þú ert, svo falleg og
fíngerð, litla konan hans pabba og
fasti veruleikinn okkar systkin-
anna. Það er heiður að hafa fengið
að fylgjast með þér í þessu lífi,
hvernig þú tekur öllu sem að kem-
ur með allri þinni ró og jafnaðar-
geði. Ég sé það alltaf betur hvað
ég á margt eftir ólært og þakka
fyrir hvern dag sem ég skil eitt-
hvað betur í dag en í gær. Ég
heyri enn mörg góð ráð og útskýr-
ingar við öllum þeim milljónum
spurninga sem ég spurði um lífið
og tilveruna sem krakki. Þú gerðir
allt svo einfalt fyrir mér en skildir
eftir pláss fyrir ímyndunaraflið.
Ég vil þakka fyrir svo margt, fyrir
mína barnatrú og allar þessar
sterku tilfinningar sem eru mér
svo tamar og ótamar og það frelsi
sem ég hef fengið til að þroska
þær. Ég vil þakka þessari stóru og
sterku fjölskyldu okkar fyrir
þeirra stuðning og umhyggju. Ég
segi eins og pabbi: „Það er ómet-
anlegt að virða og vita sem maður
á að.“ Ég vona að sameinaður
styrkur okkar umvefji hann elsku
pabba okkar að einhverju leyti á
þessari erfiðu stundu. Pabbi og
mamma voru saman í rúma hálfa
öld og ég vona að ég geti einhvern
tímann sýnt þá staðfestu, trygg-
lyndi og ást sem pabbi hefur sýnt
mömmu viðstöðulaust í 12 ár í
hennar veikindum og aldrei vikið
frá henni. Að lokum vil ég þakka
yndislegu og hlýju aðhlynnings- og
hjúkrunarfólki á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni, sem var alltaf með
opinn faðminn. Guð geymi okkur
öll.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sigurður Kristófer Pétursson.)
Þín dóttir,
Bryndís Anna Björnsdóttir.
Punkturinn hefur verið settur
aftan við lífssögu Lilju Ólafsdóttur,
rammíslenska hetjusögu. Lilja
fæddist inn í fátæka fjölskyldu og
átti barnæsku í Kreppu og ung-
lingsár á stríðstíma. Hjarta Lilju
sló alla tíð með fólki í fátækt og
neyð.
Lilja og Björn hétu því fyrir
augliti Guðs og manna að styðja
hvort annað í blíðu og stríðu. Lilja
varð framkvæmdastjóri á erilsömu
heimili en Björn sinnti krefjandi
námi, lífsstarfi og áhugamálum. Á
þessu árum lagði Lilja stöðugt inn
í kærleiksbankann.
Fyrir aldarþriðjungi tók Lilja
mér opnum örmum þegar ég féll
fyrir elstu dótturinni. Lilja var
jafnvíg við heimilisstörf og við-
gerðir. Ég sé hana fyrir mér sem
vélstjóra eða verkfræðing ef tæki-
færi hefðu leyft. Hringborðið í eld-
húsinu var þungamiðja heimilisins.
Lilja hlustaði þannig að sá sem tal-
aði heyrði fremur í sjálfum sér en
henni. Hún reyndi hvorki að
dempa bjartsýni né breyta því sem
ekki varð breytt. Hún var sálgrein-
ir og stuðningsaðili. Það var líka
oft hlegið dátt.
Seint á níunda áratugnum komu
þau Lilja og Björn til okkar Þór-
unnar til Boston. Það sést nú á
myndunum hvað þau voru falleg og
hamingjusöm saman á þessum ár-
um.
Snemma á tíunda áratugnum
laust niður þeim sjúkdómi sem
Lilja tókst á við af æðruleysi. Hún
átti erfitt með að tjá sig og þurfti
að lokum hjálp við allar athafnir.
Persónuleikinn breyttist hins veg-
ar ekki og hún sýndi mikla reisn.
Öll þessi ár sýnir Björn einstaka
ást og umhyggju og jafnar kær-
leiksreikninginn fullkomlega við
Lilju. Loforðin stóru voru efnd og
þannig eru þau fjölskyldunni sterk
fyrirmynd.
Þegar á leið fékk Lilja fyrst frá-
bæran stuðning frá Dagvistinni við
Lindargötu og síðar bestu um-
mönnun á hjúkrunarheimilinu Sól-
túni. Þakkarorð hrökkva skammt.
Nú er hetjan fallin. Þegar hún
varpaði frá sér lífsandanum varð
hún engilfögur og það vottaði fyrir
sigurbrosi, fjötrarnir fallnir. Ég sé
hana fyrir mér hvika á fæti, bros-
andi með skrúfjárnið á lofti. Í tár-
um okkar sem eftir lifa blandast
sorg, gleði og þakklæti.
Pálmi V. Jónsson.
Laugardaginn 11. desember lést
Lilja Ólafsdóttir tengdamóðir mín
eftir stutta sjúkdómslegu. Lilja
átti við heilsubrest að stríða sl. 10
ár en varð þeirrar gæfu að njót-
andi að dvelja heima þar til fyrir 3
árum að hún flutti í hjúkrunar-
heimilið Sóltún. Björn tengdafaðir
minn annaðist hana heima af ein-
stakri umhyggju og natni og hélt
áfram að annast hana og heimækja
daglega eftir að hún flutti í Sóltún.
Fyrstu kynni okkar Lilju urðu
þegar ég 17 ára gömul kynntist
Sigurði syni hennar og tók að
venja komur mínar í Sörlaskjólið.
Lilja var falleg kona, fíngerð og
nett, dökk á brún og brá. Hún var
sjálfri sér samkvæm og staðföst í
skoðunum sínum.
Við urðum góðar vinkonur og
það voru ófáar stundirnar sem við
sátum við eldhúsborðið í Sörla-
skjólinu og ræddum um allt milli
himins og jarðar. Það var gott að
leita ráða hjá Lilju. Hún fékk mig
sjálfa til að hugsa og þannig finna
lausnina. Lilja var hláturmild og
léttlynd þegar þannig lá á henni og
lífsviðhorf hennar var að gæta hófs
í öllu. Elskulegri tengdamóður var
ekki hægt að hugsa sér. Aldrei
gagnrýni, niðurrif eða afskipta-
semi, alltaf stuðningur og hjálp-
semi.
Lífið var ekki alltaf einfalt eða
auðvelt. Það er mikil ábyrgð að ala
upp 5 börn og koma þeim öllum til
manns. Lilja stóð styrk við bakið á
öllu sínu fólki og það voru ófá
skiptin sem hún leit eftir barna-
börnunum, bæði mínum börnum og
börnum hinna systkinanna. Að-
dáun vakti hve vel hún hugsaði um
aldraða móður sína og þau nánu
tengsl sem hún hafði við systkini
sín.
Komið er að leiðarlokum og eftir
sitjum við hljóð og söknuðurinn er
mikill. Mestur er þó söknuður
tengdaföður míns sem sér á eftir
eiginkonu og lífsförunauti í yfir 50
ár. Honum og fjölskyldunni allri
sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Lilju þakka ég samfylgdina og
bið Guð að geyma hana.
Þórunn Ólafsdóttir.
Það eru bráðum þrjátíu ár síðan
Edda kynnti mig fyrir móður sinni
Lilju Ólafsdóttur. Verðandi
tengdamóðir mín tók mér vel, ég
hef verið einn af fjölskyldunni frá
fyrsta degi. Fjölskyldan er stór,
Lilja og Björn og börnin fimm,
þegar við tengdabörnin vorum
komin til sögunnar var hópurinn
tvöfaldaður. Svo barnabörnin og
stórfjölskyldan telur á þriðja tug,
það hefur oft verið glatt á hjalla.
Í fyrstu áttum við hjónaleysin
höfði okkar að halla í Sörlaskjólinu
hjá Lilju og Birni, þar var ekki í
kot vísað.
Lilja var, falleg og hláturmild
kona og við áttum strax vel skap
saman. Ég á margar góðar minn-
ingar úr eldhúsinu hennar. Viður-
værið var heldur gott, enda þurftu
konur af kynslóð Lilju svosem ekki
að fletta upp í bókum til að vita
hvenær ungir menn voru svangir.
Stemmningin í eldhúsinu hennar
Lilju var frábær og þar áttum við
margt gott spjallið. Þegar fram
leið var margt ákveðið þar, þar
skipulögðum við hjónaleysin brúð-
kaupið okkar, þar var spjallað um
börnin og barnabörnin og þar voru
heimsmálin rædd. Húsmóðirin með
í öllu og spilaði undir með dillandi
hlátri.
Tengdamóðir mín vissi vel hvers
virði það var að hafa til hnífs og
skeiðar. Hún ólst sjálf upp við þær
aðstæður þar sem ekkert var sjálf-
sagt, og sár fátækt skammt undan.
Þau Björn eignuðust og ólu upp
börn sín á uppgangstímum þjóð-
arinnar og komu sér fyrir og börn-
um sínum til manns af ráðdeild og
fyrirhyggju. Heimilið var stórt og í
mörg horn að líta. En Lilja tókst á
við hlutverk sitt af æðruleysi og
kunni að gleðjast yfir bæði stóru
og smáu.
Nú er komið að leiðarlokum.
Lilja andaðist á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni 11. þessa mánaðar
eftir nokkra vanheilsu og er til
moldar borin í dag. Kveðjustundin
er tregablandin nú skömmu fyrir
hátíðir. Lilja hafði ævinlega lag á
því að þeir sem í kringum hana
voru fyndu vel til hátíðar ljóss og
friðar. Það var tími stórfjölskyld-
unnar og hún í essinu sínu. Víst er
að hennar verður sárt saknað um
jólin. Nú gráta hana börn, tengda-
börn, barnabörn og barnabarna-
börn, en hneigja um leið höfuð í
þökk fyrir yndislega samveru.
Elsku dökkhærða vinkonan mín,
sem varst mér svo góð frá fyrsta
degi. Hlátur þinn kveður við í
minningunni og ég er aftur sestur
við eldhúsborðið þitt. Við horfum
fram á við og allt er gott. Góða
ferð og megi Guð blessa þig á nýj-
um vegi. Takk fyrir allt og allt.
Jakob Þór Pétursson.
Elsku amma.
Nú ertu orðin engill á himnum.
Við hefðum viljað hafa þig lengur
með okkur og fá að kynnast þér
betur en við vitum að núna líður
þér vel. Við vitum líka að þú fylgist
með okkur og gætir okkar af himn-
um ofan. Okkur langar að biðja
fyrir þig bænina sem við förum
alltaf með á kvöldin áður en við
förum að sofa:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Þínir ömmustrákar
Aðalsteinn, Jónas Björn,
Tómas Páll og Eiríkur.
Við trúum því mörg að umhverfi
æskunnar móti mannfólkið meira
en flest annað. Lilja Ólafsdóttir
mágkona mín varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að fæðast inn í um-
hverfi þar sem íslensk náttúra
skartar sinu fegursta við mikilleik
ógnarfegurðar andstæðna elds og
ísa og voldug sinfónía úthafsöld-
unnar brotnar við svarta sanda að
lokinni för um úthafið um leik-
vanginn sem nær alla leið suður til
ísfjalla Suðurskautslandsins. Þann-
ig háttar til á uppvaxtarslóðum
Lilju Ólafsdóttur í syðstu byggðum
Íslands. Fegurð hvítra jökla geym-
ir þar óútreiknanlegar ógnir elds
og ísa. Í þessum heimi tignar og
fegurðar, í hinni mikilfenglegu
náttúru, býr fólk og starfar og læt-
ur ógnina og óttann víkja fyrir feg-
urð og tign umhverfisins.
Kannske hefir skáldjöfur aldar-
innar síðustu Halldór Laxness,
sem mjög er á dagskrá um þessar
mundir, lýst þessum aðstæðum
best í „Heimsljósi“ sínu, þar sem
hann segir:
Þar sem jökulinn ber við loft hættir
landið að vera jarðneskt en jörðin fær
hlutdeild í himninum þar búa ekki fram-
ar neinar sorgir og þessvegna er gleðin
ekki nauðsynleg þar ríkir fegurðin ein
ofar hverri kröfu.
Ég trúi því að umhverfi og æska
eigi stóran þátt í því að mágkona
mín var um margt sérstök mann-
eskja og öðruvísi en margt okkar
hinna. Hógværð og umburðarlindi
eru sjaldgæfir eiginleikar í miklum
mæli, sérstaklega þegar eldar
bresta upp um ísa. En Lilja var
með fangið fullt af þessum fágætu
lífsgæðum sem fylltu stofur henn-
ar og umhverfi. Viðmótið var alltaf
hið sama, æðruleysi, rósemi og
bros.
Ég minnist þess, þegar komið
var í heimsókn til þeirra hjóna,
sem eftirá séð var alltof sjaldan, þá
sat Lilja oft, að veitingum loknum í
stofustólnum með handavinnu sína
í stóískri ró. Þannig var það ekki
síst eftir að heilsan var byrjuð að
bila og börnin voru flutt að heim-
an. Uppáhalds vinirnir, kisur
þeirra hjóna, voru sjaldan langt
undan. Þær voru þá orðnar sam-
grónar heimilisfólkinu og fylgdust
með hreyfingum og orðræðu hús-
móður sinnar, enda eru kisur ekki
venjulegir málleysingjar, eins og
margir halda.
Þeim Lilju og Birni varð góðra
barna auðið og útfrá þeim hefir því
vaxið mannvænlegur ættbogi. Sú
saga verður af öðrum rakin við
þetta tækifæri.
Við þessi tímamót sorgar og eft-
irsjár er margs að minnast. Ennþá
einu sinni eru þeir sem eftir standa
minntir á hið óumflýjanlega sem
okkar allra bíður, vegamót lífs og
dauða í þessari jarðar tilveru.
Svo aftur sé vitnað í annarra orð
koma upp í huga orð Abrahams
Lincolns, hins mikla frelsisfröm-
uðar Vesturheims.
Látið mig deyja þegar þar að kemur –
ég vil aðeins að þeir sem best þekktu
mig segi að ég hafi ætíð plantað blómi
þar sem ég hélt að blóm gæti vaxið.
Guðni Þórðarson.
LILJA
ÓLAFSDÓTTIR
Jæja, elsku pabbi,
þá skiljast leiðir um
stund. Takk fyrir sam-
fylgdina öll þessi ár
sem við fengum sam-
an og takk fyrir sjóð
minninga sem þú fékkst mér til
varðveislu. Margt af því sem mér
er kærast í lífinu er frá þér komið.
Þú opnaðir fyrir mér leyndardóma
íslenskrar náttúru og kenndir mér
að óttast hana ekki heldur bera fyr-
ir henni virðingu. Er ég hugsa til
baka man ég ótal ferðalög um land-
ið. Hálendið jafnt sem láglendið,
fjallgöngur og fjöruferðir. Í nokkr-
um af þessum ferðum sýndu veð-
ODDUR
SVEINBJÖRNSSON
✝ Oddur Svein-björnsson fædd-
ist á Fremri-Hálsi í
Kjós 3. ágúst 1924.
Hann lést á heimili
sínu á Selfossi 5. des-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Selfoss-
kirkju 9. desember.
uröflin fullan styrk
sinn en þá tókst þú á
málum með þinni ein-
kennandi rósemi sem
gaf mér öryggi og
vissu um að allt færi
vel.
Ég var varla meira
en átta ára þegar þú
tókst mig með á fyrsta
leikritið og bóklestur
sem og aðgengi að
góðu heimilisbóka-
safni var sjálfsagður
hluti af mínu uppeldi.
En þann mikilvægasta
og besta lærdóm sem
þú áttir að gefa mér geymdir þú
fram á síðustu stundu. Þá sýndir
þú mér með þínu eigin fordæmi
hvernig hægt er að deyja æðrulaus
og með reisn. Og síðustu kraftana
notaðir þú til að koma til skila svo
ekki var um að villast, ást þinni og
væntumþykju til okkar allra.
Hvíl þú í friði, elsku pabbi.
Þinn sonur,
Sveinbjörn.