Morgunblaðið - 23.12.2004, Page 46

Morgunblaðið - 23.12.2004, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÁNASJÓÐUR landbúnaðarins hefur ákveðið að styrkja Hjálpræð- isherinn og Mæðrastyrksnefnd með hluta þeirra fjármuna sem ætlaður var til jólaundirbúnings. Fjármununum verður varið til kaupa á matvælum og leitaði sjóð- urinn til Sláturfélags Suðurlands um samstarf í þessum efnum. Brást fé- lagið vel við og lagði sitt af mörkum til að gera framlagið myndarlegra en annars hefði orðið. „Það er einlæg von Lánasjóðsins og Sláturfélagsins að þetta komi í góðan stað fyrir þá sem þess þurfa. Mæðrastyrksnefnd og Hjálpræðishernum eru færðar bestu þakkir fyrir þeirra þátt og landsmönnum öllum bestu jóla- og nýárskveðjur frá Lánasjóði landbún- aðarins og Sláturfélagi Suðurlands,“ segir meðal annars í fréttatilkynn- ingu. Morgunblaðið/Jim Smart Nafnarnir Hjálmar Jónsson og Hjálmar Árnason við Hjálpræðisherinn með hluta matargjafanna, en þeir sitja í stjórn Lánasjóðs landbúnaðarins. Lánasjóður gefur matvæli FJÖLBRAUTASKÓLINN í Breið- holti útskrifaði 158 nemendur frá skólanum 17. desember sl., þar af 90 stúdenta. Dúx skólans að þessu sinni varð Hlynur Snorrason, af upplýs- inga- og tæknibraut, og lauk hann prófi á þremur og hálfu ári. Skólanum bárust að venju góðar gjafir frá velunnurum og vinum. Þar má nefna Samtök iðnaðarins, Soropt- imistaklúbb Hóla og Fella og Rot- aryklúbb Breiðholts. Þá gefur Gid- eonfélagið útskriftarnemum á sjúkraliðabraut Nýja testamentið. Kór skólans söng við athöfnina en hann skipa starfsmenn og nemendur. Við útskriftina voru feðgar sem höfðu ástæðu til að fagna. Arnar Óskar Bjarnason útskrifaðist sem stúdent, en faðir hans, Bjarni Ó. Halldórsson, varð stúdent frá FB fyrir tuttugu og fimm árum. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er eini framhaldsskólinn sem býður upp á skilgreint nám á upplýsinga–og tæknibraut. Henni er ætlað að koma til móts við nemendur sem hafa áhuga á tækninámi og vilja ljúka stúdentsprófi. Þá gafst nem- endum kostur á að taka nýja náms- áfanga í viðskiptagreinum á fé- lagsfræðabraut. Í skólanum er unnið að ýmsum þróunarverkefnum, á mis- munandi sviðum. Sum verkefnanna eru unnin innanlands, í samvinnu við aðra skóla, ráðuneyti og fagfélög. Önnur eru alþjóðleg og kalla á sam- skipti við aðila í hinum ýmsu löndum, segir í fréttatilkynningu. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti braut- skráir 158 nema ÚTSKRIFT nemenda samstarfs- verkefnis Fjölmenntar og Geð- hjálpar á haustönn fór fram fyrir skömmu. Alls útskrifuðust 70 nem- endur af 80 sem fengu námstilboð í haust. 155 einstaklingar sóttu um að komast í námið en vegna fjár- skorts var ekki hægt að veita fleir- um aðgang að skólanum. Á þeim fjórum önnum sem liðnar eru frá því skólinn tók til starfa, um áramótin 2002–2003, hafa 306 ein- staklingar útskrifast. Á myndinni má sjá kór Fjöl- menntar sem söng við útskriftina. 70 af 80 útskrifuðust LEYFIS er nú krafist fyrir inn- flutningi minjagripa úr fílabeini, hvalbeini, rostungstönnum og ýms- um náttúrulyfjum sem innihalda af- urðir CITES-tegunda, að því er segir í fréttatilkynningu frá um- hverfisráðuneytinu. Ný reglugerð um alþjóðlega verslun með tegundir dýra og plantna, sem eru í útrýmingar- hættu, tók gildi 20. desember í sam- ræmi við CITES-samninginn sem Ísland á aðild að. Framvegis verður því allur inn- og útflutningur teg- unda og afurða þeirra tegunda sem eru tilgreindar í viðaukum reglu- gerðarinnar háður sérstökum inn- og útflutningsleyfum, svokölluðum CITES-vottorðum. Meðal fjölmargra tegunda sem háðar eru CITES-vottorðum eru fíl- ar, nashyrningar, hvítabirnir, tígr- isdýr og fleiri tegundir kattardýra, krókódílar, ýmsar eðlur, antilópu- tegundir, skjaldbökur, fjöldi skraut- fugla, hvalir, styrjur (kavíar), nokkrar tegundir kaktusa, orkideur, og nokkrar tegundir harðviðar, svo og afurðir og fullunnar vörur úr af- urðum þessara tegunda. Umhverf- isráðuneytið fer með yfirumsjón með framkvæmd reglugerðarinnar en Umhverfisstofnun sér um leyf- isveitingar og eftirlit með fram- kvæmd reglugerðarinnar. Náttúru- fræðistofnun Íslands veitir vísindalega ráðgjöf við veitingu leyfa og framkvæmd reglugerðar- innar. Í reglugerðinni er kveðið á um hlutverk tollyfirvalda sem er m.a. að tollskoða CITES-vörur við inn og útflutning og yfirfara CI- TES-vottorð. Reglugerðin gildir um allar CITES-tegundir nema nytja- tegundir sjávar en sjávarútvegs- ráðuneytið fer með umsjón með þeim hluta CITES-samningsins. Þeir sem hyggjast flytja inn eða út tegundir sem tilgreindar eru í viðaukum reglugerðarinnar, eða af- urðir þeirra, þurfa því héðan í frá að sækja um CITES-leyfi hjá Um- hverfisstofnun. Sækja þarf um slík leyfi fyrir alþjóðlega verslun svo sem inn- og útflutning heildsala, einkaaðila og einnig fyrir flesta minjagripi úr afurðum þeirra teg- unda sem reglugerðin tekur til. Leyfi þarf til inn- og útflutnings minja- gripa úr dýrum JÓLALEIK Smáralindar „Viltu léttara líf í heilt ár með Smára- lind?“ lauk sl. laugardag. Um 60.000 manns tóku þátt í leiknum og var vinningshafinn að þessu sinni Aðalheiður L. Aðalsteins- dóttir. Vinningshafi fær ársafnot af Renault Megane, ásamt trygg- ingum, frá B&L, 20.000 kr. gjafa- kort mánaðarlega í Smáralind í heilt ár, 10.000 kr. gjafakort mán- aðarlega í Debenhams í heilt ár, 10.000 kr. gjafakort mánaðarlega í Hagkaup í heilt ár, 15.000 kr. bens- íninneign á mánuði frá EGO í heilt ár, Öryggismiðstöðin sér um að gæta heimilis vinningshafans í heilt ár og Sony Ericsson T630 gsm- síma og 15.000 kr. frelsisinneign frá Símanum. Vinningshafi í jólaleik Smáralindar Frá afhendingu vinninganna, f.v.: Jane María Sigurðardóttir, markaðsfulltrúi Smáralindar, Erla Friðriksdóttir, markaðsstjóri Smáralindar, Sigga Lund, útvarpskona á Létt 96,7, og Aðalheiður L. Aðalsteinsdóttir vinningshafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.