Morgunblaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.12.2004, Blaðsíða 64
„SNJÓTÆKNI“, aðferð til að vinna með frosið hráefni án þess að þíða það upp, er byltingarkennd aðferð í meðferð slíks hráefnis, að mati Sveinbjörns Jónssonar, framkvæmdastjóra Aðlöðunar hf. Hef- ur þessi aðferð vakið athygli erlendis. Nú hefur verið sótt einkaleyfi fyrir Aðlöðun hf. á aðferðinni í 35 löndum. Sveinbjörn fann upp aðferðina og þróaði hana ásamt Karli Jóhanni Ásgeirssyni, vélsmiði. Með henni er kleift að vinna með hverskonar frosið hrá- efni án þess að þíða það upp. Hráefnið er rifið niður í agnir á meðan það er frosið svo úr verður eins konar „snjór“ og í hann má síðan blanda öðrum efn- um og stjórna stærð og lögun framleiðslueining- anna. Allt þetta fer fram í frosti sem tryggir virkni tiltekinna ensíma og þar af leiðandi heldur hráefnið bragðgæðum sínum eins vel og kostur er. Fyrsta áfanga hlutafjáraukningar lokið Sveinbjörn fann upp tæknina í tengslum við verkefni um þróun beitu og var reist verksmiðja til að framleiða pokabeitu með aðferðinni á Ísafirði. Starfsemi verksmiðjunnar hefur aftur á móti legið niðri vegna fjárskorts en nú er lokið fyrsta áfanga hlutafjáraukningar Aðlöðunar hf. undir handleiðslu KPMG og hefst framleiðslan á ný í næsta mánuði. Sótt um einkaleyfi í 35 löndum Vinna Aðlöðunar með frosið hráefni til beituframleiðslu vekur athygli Sveinbjörn segir beituframleiðslu aðeins vera einn af mörgum möguleikum sem snjótæknin bjóði upp á. Þannig sé þróun á aðferðinni við þurrfóð- urgerð þegar komin á ákveðinn rekspöl og lofi góðu, sérstaklega í fóðurframleiðslu fyrir fiskeldi. Eins sé ekkert sem komi í veg fyrir að aðferðin verði notuð í matvælaiðnaði og þegar hafi borist fyrirspurnir um tæknina frá erlendum mat- vælaframleiðendum. KPMG mun einnig annast frekari fjármögnun fyrirtækisins vegna annarra væntanlegra umsvifa.  „Snjótæknin“/C2–C3 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opið til 23 í kvöld ALDREI hefur verið lagt hald á meira magn af amfetamíni og kókaíni hérlendis en á þessu ári og fíkniefna- mál hafa heldur aldrei verið fleiri. Það sem af er þessu ári hafa lög- regla og tollgæsla lagt hald á tæplega 16 kíló af amfetamíni og ríflega fimm kíló af kókaíni, samkvæmt upplýsing- um frá ríkislögreglustjóra. Þetta er 50% meira af amfetamíni en áður hef- ur verið lagt hald á á einu ári og um 270% meira af kókaíni en áður hefur náðst á einu ári. Kókaínið sem náðst hefur á þessu ári er jafnmikið og lagt var hald á öll fimm árin á undan. Mesta magn fíkniefna næst þegar komið er upp um smygltilraunir. Þar sem slík mál eru tiltölulega fá, um 150 á þessu ári, geta nokkur stór mál hleypt meðaltalinu verulega upp og skekkt samanburð milli ára. Að mati Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, fer þó ekki á milli mála að neysla amfetamíns og kókaíns hefur stöðugt vaxið undanfarin ár. Fjölgað hafi þeim kókaínneytendum sem nota efnið í tengslum við skemmtanir og taki það einungis við sérstök tæki- færi. Samkvæmt upplýsingum frá ríkis- lögreglustjóra hefur fíkniefnabrotum fjölgað stöðugt frá árinu 2001. Þá voru rúmlega 900 fíkniefnabrot skráð hjá lögreglu en á þessu ári hafa um 1.600 slík brot verið skráð í málaskrá lögreglu. Flest málin eru vegna vörslu og neyslu eða rúmlega 1.100. Metmagn af fíkniefnum tekið  Kröftugir/8 TÍU kórar komu saman á Austurvelli í Reykjavík í gærkvöldi til að syngja saman og með áhorfendum. Sungin voru þekkt jólalög og jólasálmar en síðan dreifðust kórarnir um miðborgina til að syngja áfram á götum úti. Kórarnir hafa að undanförnu gengið um miðborgina og sungið en versl- anir í miðborginni voru opnar til tíu í gær og verða opnar til ellefu í kvöld, á Þorláksmessu, en þá verða m.a. nokkrar brass-sveitir í miðborginni. Morgunblaðið/Þorkell Tíu kórar sungu á Austurvelli NÝTT nautgripasláturhús í Queensland í Ástralíu, sem byggir á úrbeiningarvinnslukerfi Marels, er eitt það fullkomnasta í heimi. Afkastaaukningin sem fæst með kerfinu frá Marel var forsendan fyrir því að nautgripasláturhúsið Oakey Abattoir, sem er dótturfyr- irtæki japanska risans Nippon Meat Packers, ákvað að leggja í tæplega tveggja og hálfs milljarðs króna fjárfestingu við nýtt slát- urhús. Við vígslu sláturhússins sagði Yoshikiyo Fujji, forseti Nippon Meat Packers, að rekjanleiki kerf- isins frá Marel væri geysilega mik- ilvægur liður í að viðhalda mark- aðsstöðu Nippon Meat Packers á Japansmarkaði. Sagði hann jap- anska matvælaiðnaðinn vera far- inn að gera auknar kröfur þar að lútandi eftir að kúariða leiddi til innflutningsbanns á bandarísku nautakjöti. Mikil viðurkenning Hörður Arnarson, forstjóri Mar- els, segir afar mikla viðurkenningu felast í því að Nippon Meat Pack- ers hafi talið að ekkert annað fyr- irtæki en Marel kæmi til greina þegar kom að vali á úrbeining- arvinnslukerfi. Segir hann kjötiðn- aðarfyrirtæki um allan heim fylgj- ast grannt með Oakey Abbattoir og hversu mikilli hagkvæmn- isaukningu kerfi Marels muni skila sláturhúsinu. Marel sækir til Eyjaálfu  Tímamótasamningur/B4 LANDEIGENDUR í Reykjahlíð í Mývatnssveit hafa höfðað mál gegn Landsvirkjun og íslenska ríkinu þar sem þeir fara fram á að felld verði úr gildi ákvörðun iðnaðarráðherra um að veita Landsvirkjun leyfi fyrir rannsóknum og nýtingu á auðlindum í jörðu og fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi í landi Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi. Verður málið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur 11. janúar. Í stefnunni kemur fram að í maí 2002 veitti iðnaðarráðuneyti Lands- virkjun leyfið í landi Reykjahlíðar án þess að eigendum hefði verið greint frá því og andmælaréttur verið virt- ur. Þá byggist krafan og á því að ráð- herra hafi verið vanhæfur til leyfis- veitinga í þágu Landsvirkjunar (LV) þar sem ríkið eigi 50% hlut í LV. Ljóst sé að landeigendur eigi for- gang til rannsókna og nýtingar jarð- hita. Hafa samið við OR Fram kemur í stefnu landeigend- anna að þeir hafi markvisst unnið að því að kanna möguleika á að nýta jarðhitaréttindi í landi sínu og iðn- aðarráðherra hafi verið kynntar áætlanir landeigenda um virkjun jarðhita sem sé utan þess svæðis sem samið var um við ríkið með samningi landeigenda árið 1971. Í vor hafi iðn- aðarráðherra verið kynnt staða und- irbúningsvinnu að Sandabotnavirkj- un og í október hafi honum síðan verið kynnt að samkomulag hefði tekist milli landeigenda og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um að standa að rannsókn á Sandabotnasvæði sem og Gjástykki og að unnið væri að samn- ingum landeigenda og OR. Stefna Lands- virkjun og ráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.