Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 7. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Heit frétt frá Hollywood Leikarahjónin Brad Pitt og Jennifer Aniston eru skilin | Menning Tímaritið | Bræðralag í björgunarsveit L50776 Af stað með stæl L50776Geri bókstaflega ekki flugu mein L50776 Húsmæður á ystu nöf Atvinna | L50776Nýr áfangi í íslenskri fagmenntun 5690900 000900 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hét íbúum Sri Lanka aðstoð við upp- byggingarstarf á þeim svæðum við austurströnd- ina sem verst urðu úti í náttúruhamförunum á öðrum degi jóla. Meira en 30.000 manns fórust á Sri Lanka og um 800.000 eru heimilislaus. Annan kom til Sri Lanka á föstudagskvöld og í gær heimsótti hann m.a. þorpið Hambantota ásamt James Wolfensohn, forstjóra Alþjóða- bankans, og Mahinda Rajapakse, forsætisráð- herra Sri Lanka. Á myndinni má sjá Annan koma til fundar við fólk sem á um sárt að binda vegna hamfaranna en það hefst nú við í mosku í bænum eftir að hafa misst heimili sín. Kvaðst hann finna til með fólkinu. ?Sameinuðu þjóðirnar munu reyna að stuðla að endurbyggingu hér eins og þeim er frekast unnt,? sagði hann. Ljóst er að meira en 156.000 manns biðu bana í náttúruhamförunum í Suður-Asíu og var mann- fall mest í Indónesíu, þar er staðfest tala látinna komin í 104.055. AP Heitir Sri Lanka-búum aðstoð FJÖLVEIÐISKIPIÐ Baldvin Þorsteinsson EA var að ljúka við að landa tæpum 500 tonnum af frystri loðnu á Akureyri í gær- morgun og var Hákon Guðmunds- son, skipstjóri í þessari ferð, nokk- uð ánægður með veiðina. Hann segir talsvert af loðnu og hún sé stór og falleg. Skipið hélt til veiða 2. janúar og reiknar Hákon með því að það verði farið beint út aftur. ?Það er bara einhver bræla úti núna. Við tókum þetta norður af Melrakka- sléttu, en þeir eru komnir austar núna bátarnir, loðnan er á hrað- ferð austur með landinu. Maður verður bara að elta hana þangað, á meðan hún gefur sig.? Spurður um verð fyrir loðnuna til sjómanna segir Hákon að það sé ekki alveg komið í ljós. ?Þetta eru nú bara fyrstu farmar í land, svo það er ekki komin nein verð- myndun á þetta.? Um borð í Guð- mundi Ólafi ÓF voru menn að frysta loðnu í vari við Langanes í gærmorgun, en eftir tæpan sólar- hring á miðunum 60 sjómílur norður af Langanesi var báturinn svo til fullur. ?Við fengum 420 tonn í gær og fórum bara hingað uppeftir til að að frysta og bræla. Við fengum 280 tonna hol og síðan 150 tonna hol,? segir Guðni Ólafs- son, stýrimaður á Guðmundi Ólafi. ?Þetta voru ágætis lóðningar, þetta voru þéttar randir og alveg töluvert að sjá,? segir Guðni, og loðnan góð, stór og falleg og lítil áta í henni. Spáð var einhverri brælu á miðunum og segir Guðni að líklega muni menn halda sig í vari þar til í dag, sunnudag, þegar spáð er betra veðri. Heimsmarkaðsverð á loðnu- mjöli og lýsi hefur verið stöðugt und- anfarna mánuði og er ágætt þegar það er skoðað í erlendri mynt, en þegar sterk staða íslensku krónunn- ar gagnvart dollar er tekin með í myndina er staðan ekki jafngóð, að sögn Finnboga Jónssonar, fram- kvæmdastjóra SR-mjöls. ?Almennt hefur verðið verið stöð- ugt og nokkuð gott undanfarna mán- uði og horfurnar eru góðar, hvort sem verið er að tala um loðnumjöl eða lýsi,? segir Finnbogi. Hann segir styrkingu krónunnar koma illa við fiskimjölsiðnaðinn alveg eins og all- an annan útflutning. Styrking krón- unnar gagnvart dollar hafi verið um 10% á síðasta ári, sem þýði að óbreytt verð í erlendri mynt þýði um 10% minni tekjur fyrir útflytjendur í íslenskum krónum, sem hann segir vaxandi áhyggjuefni. Tekjur fyrir loðnuafurðir eru 10% lægri vegna styrkingar krónunnar Loðnan er á hraðri ferð austur með landinu UNNIÐ er að uppsetningu einnar viða- mestu töfraleiksýningar sem sést hefur á Íslandi að sögn Helga Björnssonar, eins eigenda framleiðslufyrirtækisins Mógúls- ins. Þetta er farandsýningin ?The Return of Houdini?, eða Houdini snýr aftur. Sýningin byggist á töfrabrögðum og brellum töframannsins Harrys Houdinis, en hann var þekktasti töframaður heims á síðustu öld. Mikill fjöldi listamanna, inn- lendra og erlendra, tekur þátt í uppsetn- ingunni og kostnaðurinn mun hlaupa á tugum milljóna. Sýnt verður í Borgarleik- húsinu. ?Þarna munum við blanda saman töfra- brögðum, leikhúsi og sirkus,? segir Helgi. Þetta verður fjölskyldusýning og áætlað er að forsýna hana á Íslandi 23. mars nk. ?Það verða aðeins örfáar sýningar hér heima,? segir Helgi og bætir því við að ferðast verði með sýninguna um Evrópu. Bak við sýninguna standi íslenskt hugvit þó að erlendir listamenn og framleiðendur komi að uppsetningu hennar. Heimsþekktir töframenn á borð við mexíkóska sjónhverfingamanninn Ayala og Kanadamanninn Dean Gunnarsson taka þátt í sýningunni./4 Íslensk sýning á brellum Houdinis TALSMENN bandaríska varnarmálaráðu- neytisins greindu frá því í fyrrakvöld að Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hefði sent uppgjafahers- höfðingja, Gary E. Luck, til að endurmeta stöðu og stefnu bandaríska hersins í Írak, þar á meðal fjölda bandarískra hermanna og aðferðir við þjálfun íraska hers- ins. Munu Luck hafa verið gefnar alveg frjáls- ar hendur hvað þetta varðaði. Fyrst var greint frá þessari ákvörðun Rumsfeld í The New York Times. Sagði blaðið, að sumir þingmenn og hernaðarsér- fræðingar teldu hana til marks um vaxandi áhyggjur bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins af ástandinu í Írak. Mikið hefur þótt vanta upp á að íraski herinn væri tilbúinn til að tryggja öryggi í landinu, en það er sögð forsenda þess að Bandaríkjamenn geti kall- að her sinn frá Írak. Öryggi mjög áfátt í fjórum héruðum Thomas Metz, hershöfðingi og næstæðsti yfirmaður bandaríska hersins í Írak, sagði að öryggi væri mjög áfátt í fjórum héruðum Íraks en samt yrðu það mikil mistök að fresta væntanlegum kosningum í mánaðar- lok. Sagði hann, að uppreisnarmenn í Írak væru ?glæpamenn?, sem ekki yrði leyft að koma í veg fyrir kosningarnar. Níu bandarískir hermenn féllu á föstudag í Írak og hafa þeir ekki verið fleiri á einum degi frá áramótum. Í gær var svo þremur íröskum embættismönnum rænt og a.m.k. fimm menn aðrir myrtir. Staðan í Írak metin upp á nýtt Donald Rumsfeld Bagdad. AFP. ??? Tímaritið og Atvinna í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64