Morgunblaðið - 09.01.2005, Page 20

Morgunblaðið - 09.01.2005, Page 20
20 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ég er bara maður sem leitar aðfriði og ró í sitt líf,“ kynnirhann sig, þegar við hittumst.Hann er 38 ára, fæddur í Ny-köbing á Falstri. Kynntist skákinni 14 ára. Fram að því var hann á kafi í fótbolta, en faðir bezta vinar hans var formaður skákfélagsins í bænum. Vinurinn var oft að spyrja Henrik, hvort hann vildi ekki kíkja með í skákklúbbinn. Það vildi Henrik ekki. Hann hafði engan áhuga á skák. Lífið var fótbolti. En svo var það einn góðan veðurdag, að vinurinn lét nei-ið sem vind um eyru þjóta og bókstaflega rændi Henrik með sér á skákæfingu. „Þetta var stórkostleg upplifun. Þarna sat fólk í þungum þönkum í algjörri ró og tefldi. Skákin reyndist allt önnur en ég ímyndaði mér og síðan höfum við verið óaðskiljanleg,“ segir Henrik og hær. Það sýndi sig, að skákin lá vel fyrir honum. Hann tók skjótum framförum og komst í meistaraflokk á einu ári. Reynd- ar blés ekki byrlega fyrir honum í byrjun Vill svipmikið fjall á aðra hönd Danski stórmeistarinn Henrik Danielsen er nú skólastjóri skákskóla Hróksins. Í samtali við Freystein Jóhannsson talar hann um sjálfan sig og skákina og segist m.a. vera að íhuga að setjast að á Íslandi. Henrik Danielsen: Lykillinn er að sigrast fyrst á sjálfum sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.