Morgunblaðið - 09.01.2005, Page 21

Morgunblaðið - 09.01.2005, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 21 móts. Hann þurfti að fá fimm vinninga af sjö til þess að komast í meistaraflokk og tapaði tveimur fyrstu skákunum. „Sjálfstraustið var ekki upp á marga fiska, þegar þarna var komið,“ segir hann og brosir við endurminningunni. „Þá kom vinur minn til mín og sagði, að það væri nauðsynlegt að vinna jákvætt úr ósigrunum þannig að þeir efldu mig til vinnings. Og viti menn! Ég vann allar skákirnar fimm, sem eftir voru, og komst í meistaraflokkinn.“ Henrik segist ekki muna, hvort hann varð stórmeistari 1995 eða 96. Alveg eins og við Íslendingar áttum okkar Friðrik Ólafsson áttu Danir Bent Larsen. „Larsen var eini danski stórmeistarinn á þessum tíma og hann var átrúnaðargoð og fyrirmynd okkar allra. Auðvitað var hann fullkominn í augum okkar strákanna. Það var ekki fyrr en við fullorðnuðumst, að við sáum fleiri en eina hlið á Larsen. Að hann væri ekki fullkominn, þótt góður væri!“ „En Larsen er nú alltaf Larsen,“ bæt- ir Henrik Danielsen við. Hann hefur komið tuttugu, þrjátíu sinnum til Íslands, eignazt Íslendinga að kunningjum og vinum og gegnum þau sambönd er hann nú skólastjóri Hróks- ins með samning fram í maí. Hvað þá verður, veit nú enginn. „Ég er að íhuga að setjast að hér á Íslandi,“ segir Hen- rik. „Mér líkar menningin, fólkið og nátt- úran, sérstaklega krafturinn í nátt- úrunni. Mér fellur vel að hafa svipmikið fjall á aðra hönd og ólgandi haf á hina.“ Hann segist læra íslenzku af kappi. „Ég er alltaf að bæta við orðaforðann,“ segir hann stoltur. „Nú get ég náð meiningunni, þegar ég heyri fólk tala saman á íslenzku.“ Gott, segi ég. Næst tölum við saman á íslenzku. Og Henrik er fljótur að fallast á það! Ég spyr hann um skákina og börnin. „Skák er holl fyrir alla, sérstaklega börn! Ekki sízt hafa þau gott af því að læra að tapa. Í skákinni vinna þau með tilfinningar sínar. Þau læra, að sérhver leikur hefur sínar afleiðingar rétt eins og það er í lífinu og að engum er um að kenna, nema þeim sjálfum, þegar hlut- irnir ganga ekki upp. Þetta er ekki eins og í fótboltanum, þar sem þú getur kennt hinum í liðinu um slakt gengi þess. Skákiðkun örvar heilastarfsemina. Eins og íþróttir eru hollar fyrir skrokk- inn er skákin góð fyrir heilann.“ „Það er með skákina, eins og til dæmis tónlistina, að undir niðri ráða ákveðin náttúrulögmál. Menn verða að sjá stöð- una eins og hún er, en ekki eins og þeir vildu að hún væri. Þetta er sérstaklega nauðsynlegt, þeg- ar stöðnun er í stöðunni. Þá er um að gera að þröngva ekki neinu upp á at- burðarásina, heldur fara sér hægt og reyna að koma hlutunum á hreyfingu til þess að bæta stöðuna. Þetta er eins og í sambandi tveggja einstaklinga. Þegar stöðnun hleypur í sambandið, þá reynir maður að hleypa nýju lífi í það með því til dæmis að bjóða hinum aðilanum út að borða. Þá kemst hreyfing á hlutina og eitthvað gerist! Í skákinni er þolinmæði þungamiðjan! Ekki beita valdi, heldur bíða þess að réttar aðstæður komi upp. Þá get ég brotið vörn andstæðingsins á bak aftur, eða hafi hann misst þolinmæðina, refsað honum fyrir frumhlaup hans!“ „Það er nú einu sinni svo,“ segir Hen- rik, „að þú getur ekki unnið aðra fyrr en þú hefur unnið í þér. Lykillinn er nefnilega að sigrast fyrst á sjálfum sér.“ og ólgandi haf á hina Morgunblaðið/Kristinn freysteinn@mbl.is „VIÐ erum með þétta dagskrá í hverri viku,“ segir Hrafn Jökulsson, formaður Hróksins. „En stærsta einstaka verkefnið eru skóla- heimsóknirnar. Við erum búnir að fara í á sjötta hundrað skóla- heimsóknir og af- henda 8 ára krökkunum bók- ina Skák og mát, sem Edda útgáfa hefur látið okkur í té. Við erum búnir að heimsækja alla grunnskóla í land- inu, nema í Mjóa- firði, og marga oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Mjóifjörður er ákveðið á dag- skránni hjá okkur á vormisserinu. Auk föstu æfinganna í skákskólanum í Skúlatúni, en þær æfingar eru opnar og ókeypis og eru þrisvar í viku, höfum við ver- ið með námskeið og fjöltefli bæði þar og efnt til viðburða út um hvippinn og hvapp- inn. Við höfum verið með sérstök námskeið fyrir eldri borgara, þar sem elzti nemandinn var 96 ára! Við höfum heimsótt Barnaspítala Hrings- ins einu sinni í viku og sömuleiðis Litla- Hraun, þar sem okkur er sagt, að félagslíf fanganna hafi tekið mikinn skákkipp. Við erum stöðugt að styrkja okkar föstu starfsemi og brydda um leið upp á nýjung- um til þess að útbreiða fagnaðarerindi skák- arinnar.“ Að útbreiða fagnaðarerindi skákarinnar Hrafn Jökulsson Kilo control Megrun í freyðiformi Gæði í hverjum dropa Apótekin mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.