Morgunblaðið - 09.01.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 09.01.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 23 verkum Rússa, en biturðin er greinileg í rödd hans þegar hann segir frá. Byggingin skemmdist einnig nokkuð í sprengjuárásum á stríðs- árunum, og næstu áratugir ein- kenndust af skammtímalausnum og skorti á viðhaldi. Eisermann er til dæmis lítið hrifinn af gólfefninu í brottfararsalnum sem hann segir að sé „líklega stærsti línóleum-dúk- ur í heimi“. Flugvélar lentu á 90 sekúndna fresti Gullaldartímabil flugvallarins er löngu liðið. Merkasta tímabil í sögu hans var án efa á árunum 1948– 1949 þegar Sovétmenn lokuðu allri umferð landleiðina til Vestur-Berl- ínar. Bandamenn ákváðu þá að flytja allar nauðsynjar flugleiðina til borgarinnar. Tempelhof-flugvöllur varð miðstöð flutninganna. Þegar mest var lentu flugvélar á 90 sek- úndna fresti. Eftir tæpt ár létu Rússar undan og opnuðu landleið- ina aftur. Fyrir framan flugvöllinn stendur nú minnismerki um loftbrúna til Berlínar. Þar er minnst 79 manna sem létu lífið í tengslum við loft- flutningana. Flestir voru breskir og bandarískir áhafnarmeðlimir sem fórust í flugslysum. Í brottfarar- salnum er jafnframt stórt málverk sem minnir á loftbrúna, og á flug- vellinum er til sýnis ein af þeim flugvélum sem notaðar voru til flutninganna. Jafnframt er önnur flugvél frá þessum tíma enn notuð til sýnisflugs frá flugvellinum. Árið 1951 tóku þýsk yfirvöld við stjórn flugvallarins af Bandaríkja- mönnum. Bandaríski flugherinn hafði þar þó áfram bækistöð og hafði stóran hluta byggingarinnar til umráða. Á næstu árum jókst um- ferð um hann hratt, og árið 1954 var hann orðinn þriðji fjölfarnasti flugvöllur í Evrópu. Umferðin náði hámarki á áttunda áratugnum þeg- ar um sjö milljónir farþega fóru um hann á hverju ári. Eftir það hefur farþegafjöldinn farið minnkandi og er nú um 460 þúsund árlega. Nýr flugvöllur fyrir Berlín og Tempelhof lokað Meirihluti flugumferðar til og frá Berlín fer nú um flugvellina Tegel og Schönefeld. Þeir þykja þó báðir vera of litlir og óhentugir. Nú er ráðgert að byggja nýjan flugvöll þar sem Schönefeld er nú og sam- eina alla flugumferð þar. Enn er óljóst hvenær hafist verður handa við framkvæmdirnar, en engu að síður átti að loka Tempelhof í lok október á liðnu ári þar til dómstólar skárust í lekinn og komu í veg fyrir það. Mikið tap hefur verið á rekstri hans á síðustu árum. Klaus Eisermann telur lokunina vera mikil mistök. „Tempelhof-flug- völlur hefur mikla kosti. Þetta er líklega eini stóri flugvöllurinn í evr- ópskri stórborg sem liggur skammt frá miðbænum. Hann getur tekið við miklu meiri umferð en hann gerir nú, og stór ástæða fyrir tap- rekstrinum er að flugvöllurinn hef- ur verið látinn bera kostnað af við- haldi allrar flugstöðvarbyggingarinnar, þótt hann noti aðeins lítinn hluta henn- ar.“ 80 herbergja hótel stendur autt Hluti byggingarinnar er leigður út til ýmiss konar atvinnustarfsemi, en vegna lélegs efnahagsástands í Berlín er lítil eftirspurn eftir hús- næði. Sumir hlutar byggingarinnar þarfnast jafnframt viðgerða og eru því lokaðir. Meðal annars stendur stórt herhótel sem Bandaríkjamenn notuðu fram til ársins 1993 autt. Þar eru 80 íbúðir fyrir foringja í hernum, veitingastaður og önnur aðstaða. Annars staðar í byggingunni er stór íþróttasalur, billjardherbergi með bar og önnur tómstundaað- staða sem hermennirnir höfðu til umráða. Eisermann segir að þessi hluti byggingarinnar sé lokaður vegna þess að honum hafi ekki ver- ið haldið nægilega vel við, en í raun og veru þurfi ekki mikla fjárfest- ingu til að koma þessum húsakynn- um í gagnið á ný. En eftirspurnin er engin. Minnismerki um Þúsund ára ríkið Óljóst er hvað gert verður við bygginguna eftir að flugvöllurinn verður lagður niður. Ytra byrði hennar er friðað, en innandyra má gera hvaða breytingar sem er. Eisermann og margir samstarfs- manna hans óttast að hún verði lögð undir lágverðsmatvöruverslun og aðra viðlíka starfsemi og að glæsilegir salirnir fái aldrei að njóta sín. Byggingin mun þó endast lengi enn enda vel byggð og til langs tíma. Meðal annars velti arkitekt- inn því fyrir sér hvernig veggirnir myndu líta út eftir nokkurra alda veðrun, og fyrirmyndina sótti hann meðal annars til Akrópólishæðar í Aþenu. Hitler og samstarfsmenn hans töldu að veldi nasista myndi endast í þúsund ár, og vildu að flug- stöðvarbyggingin stæði alla tíð sem minnismerki um valdatíð hans. Höfundur er blaðamaður. Á Tempelhof-flugvelli eru varðveittar tvær flugvélar sem notaðar voru til birgðaflutninga til Berlínar 1948—49. Önnur er notuð til útsýnisflugs yfir Berlín. Á torginu Platz der Luftbrücke, skammt frá flugvellinum, er frægt minnismerki um loftbrúna til Berlínar. Flugstöðvarbyggingin minnir á miðaldakastala. Hún var vel byggð enda átti hún að standa öldum saman sem minnismerki um valdatíma Hitlers.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.