Morgunblaðið - 09.01.2005, Page 32
32 SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
8. janúar 1995: „Heilbrigðis-
kerfi okkar Íslendinga hefur
vaxið mjög. Á þessu kjör-
tímabili hefur verið gripið til
margvíslegra ráðstafana til
þess að hemja þessi útgjöld.
Sighvatur Björgvinsson, heil-
brigðisráðherra, hefur haft
forystu í þeirri viðleitni. Á
fyrra tímabili hans í heilbrigð-
isráðuneytinu gekk hann hart
fram í því að draga úr kostn-
aði. Þótt Morgunblaðið styddi
slíkan niðurskurð og hefði
m.a. bent á þá leið sem Nýsjá-
lendingar hafa farið að tekju-
tengja nánast allt þetta kerfi,
þótti blaðinu á hinu fyrra
tímabili Sighvats Björgvins-
sonar í heilbrigðisráðuneyt-
inu, að hann væri kominn út á
yztu mörk gjaldtöku hjá al-
menningi og jafnvel yfir þau
mörk. Hins vegar fer ekki á
milli mála, að umtalsverður
árangur hefur náðst í því að
draga úr útgjöldum eða öllu
heldur að draga úr aukningu
útgjalda.
Nú hefur ráðherrann hafizt
handa á nýjan leik um að
hemja útgjöld hins opinbera
vegna heilbrigðismála og
stefnir að því að taka upp á ný
tilvísanakerfi í heilbrigð-
isþjónustunni. Í grundvall-
aratriðum hlýtur það að telj-
ast eðlilegt, að einstaklingur,
sem telur sig eiga erindi til
læknis, fari í byrjun til heim-
ilislæknis og að sá læknir
meti, hvort ástæða er til, að
sjúklingur fari til sérfræðings.
Gestur Þorgeirsson, formaður
Læknafélags Reykjavíkur,
segir í Morgunblaðinu í gær,
að ekki sé um það deilt, að al-
mennt eigi fólk að leita fyrst
til heimilislæknis vegna heil-
brigðisvanda. Þess vegna er
væntanlega samstaða meðal
lækna almennt og annarra um
þetta grundvallaratriði.“
. . . . . . . . . .
9. janúar 1985: „Í síðustu for-
ystugrein Morgunblaðsins á
árinu 1984 sagði meðal ann-
ars: „Stjórnmálabaráttan er
brauð og leikir fjölmiðlanna“
og í síðasta Reykjavíkurbréfi
1984 stóð þegar á það hafði
verið bent að íslensku þjóðina
skorti forystu, sem hefði þor
og dug: „Það er of langt um
liðið síðan íslenska þjóðin hef-
ur búið við slíka forystu.
Gervimennska fjölmiðla-
heimsins hefur tröllriðið hér
húsum um skeið og afleiðingin
er sú alvarlega ógnun sem að
framan var fjallað um.“
Ástæða er til að rifja þessi
ummæli upp nú þegar vika er
liðin af nýju ári. Í stjórnmála-
fréttaleysi í þinghléi hafa fjöl-
miðlarnir tekið til við að
spinna margvíslega vefi. Séu
þær lýsingar allar réttar er
þess helst að vænta, að allir
stjórnmálaflokkarnir séu að
springa í ársbyrjun samhliða
því sem ríkisstjórnin er í þann
mund að splundrast eins og
venjulega.“
. . . . . . . . . .
9. janúar 1975: „Ljóst er nú,
að horfur í efnahags- og at-
vinnumálum eru mun alvar-
legri en velflestir hafa gert sér
grein fyrir allt til þessa. Eng-
um blöðum er um það að
fletta, að kjararýrnun hefur
átt sér stað miðað við þá
samninga, sem gerðir voru
fyrir tæpu ári. Meginverk-
efnið nú er að tryggja fulla at-
vinnu og draga úr dýrtíðar-
vextinum eftir því sem föng
eru á. Við núverandi aðstæður
dylst engum, að þessu marki
verður ekki náð nema með
samstilltu átaki þjóðarheild-
arinnar.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
MENNING OG VIÐSKIPTI
Í fyrrakvöld voru undirritaðirsamningar á milli KB banka ogLeikfélags Reykjavíkur um
sérstakan stuðning bankans við
sýningu Leikfélagsins á Híbýlum
vindanna. Forráðamenn Leik-
félagsins hafa lýst þessum samningi
sem tímamótum í sögu félagsins.
Við undirritun samningsins sagði
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri
KB banka, m.a.:
„Einhver mikilvægasta lexía okk-
ar síðustu misserin – og kannski
sérstaklega okkar, sem teljumst til
viðskiptalífsins – er sú, að hætta að
líta á menningu og listir sem við-
hengi á viðskiptalífinu – styrkþega,
sem þurfi að gauka einhverju að
öðru hverju, svo allir séu sáttir.
Okkur hefur lærst, ekki sízt í sam-
skiptum okkar við aðrar þjóðir, að
orðspor okkar, sjálfstraust og
dirfska á allt sitt undir því að vera
hluti af menningarlegri heild.“
Þessi orð eru lykilatriði, þegar
fjallað er um samskipti menningar
og viðskiptalífs. Fyrir nokkrum
áratugum var forsvarsmaður al-
þjóðlegs stórfyrirtækis, sem hafði
sýnt áhuga á að byggja hér upp ál-
ver, spurður að því, hvað mundi
ráða úrslitum um val fyrirtækis
hans á milli tveggja landa ef hinar
efnahagslegu forsendur væru
áþekkar. Hann svaraði: valið mundi
byggjast á því, hvort landanna hefði
á að skipa sinfóníuhljómsveit.
Það liggur kannski ekki í augum
uppi hvað maðurinn átti við. En í
þessu svari fólst að ef í öðru ríkinu
væri augljóslega blómlegt menn-
ingarlíf mundi fyrirtæki hans velja
það land. Blómlegt menningarlíf
sýndi betur en flest annað inn í
hvers konar þjóðfélag fyrirtæki
hans og starfsmenn þess væru að
koma.
Það er í sjálfu sér athyglisvert, að
hinn kornungi forystumaður KB
banka skuli átta sig svona vel á því,
að menningarlegur bakgrunnur
okkar Íslendinga getur skipt sköp-
um um vegferð íslenzkra fyrirtækja
í þeirri miklu útrás, sem þau standa
nú fyrir í öðrum löndum. En það er
augljóst að svo er.
Og með þessum rökum eru lagðar
alveg nýjar forsendur fyrir stuðn-
ingi viðskiptalífsins við menningar-
lífið. Menningarstofnanir og -félög
þurfa á fjárhagslegum stuðningi að
halda. En starfsemi þeirra getur
verið forsenda fyrir vel heppnaðri
útrás íslenzkra fyrirtækja í öðrum
löndum eða starfsemi erlendra
fyrirtækja hér á Íslandi.
Og á þessum grundvelli koma
fulltrúar viðskipta og menningarlífs
að þessu borði, sem jafningjar.
Þessi sannindi má sjá í hnotskurn
í tiltölulega litlu bæjarfélagi eins og
Akureyri. Þar hefur þróazt merki-
legt menningarlíf, sem vekur at-
hygli annars staðar á landinu. Leik-
félag Akureyrar, Listasafnið á
Akureyri, Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands, svo að dæmi séu nefnd, allt
eru þetta menningarstofnanir, sem
draga fólk til Akureyrar og skapa
viðskipti og tekjur fyrir fyrirtæki
þar, hótel, veitingahús, bílaleigur,
verzlanir.
Inn í efnahagslífið á Eyjafjarðar-
svæðinu mundu koma mun minni
tekjur ef þar væri ekki haldið uppi
jafn blómlegu menningarlífi og
skólastarfi og raun ber vitni.
Stóru fyrirtækin á Íslandi þurfa
að horfa til menningarstofnana og
menningarstarfsemi í þessu ljósi.
H
ann kom askvaðandi inn á
skrifstofu eins ritstjóra
Morgunblaðsins og
dembdi sér yfir hann.
Sagði að sá hinn sami
hefði ekkert vit á tízku og
nýleg tízkuumfjöllun
blaðsins væri til marks
um það. Morgunblaðið væri fortíðarfyrirbæri í
tízkumálum. Flutti síðan langa ræðu um tízku
og tízkuverzlanir á Íslandi. Þetta var Guðlaugur
Bergmann kaupmaður, þá kenndur við Karna-
bæ. Þetta var fyrir mörgum áratugum. Samtalið
reyndist upphafið að langvarandi vináttu og
samskiptum sem einkenndust af hreinskiptni og
einlægni.
Guðlaugur Bergmann var einn af þeim mönn-
um sem ollu ákveðnum þáttaskilum í íslenzku
þjóðfélagi upp úr miðbiki 20. aldarinnar.
Bítlatímabilið snerist ekki bara um Bítlana
heldur líka um breyttan lífsstíl og lífshætti. Að
því leyti var ákveðin tenging á milli byltingar
Bítlanna og hinnar svonefndu ’68 kynslóðar.
Guðlaugur Bergmann var lykilmaður í því að
flytja þessa lífsstílsbyltingu hingað til Íslands.
Hann var uppreisnarmaður, sem gerði uppreisn
gegn ríkjandi öflum með verzlunum sem hann
opnaði og þeim vörum sem þar voru á boð-
stólum. Með því hafði hann um skeið mikil áhrif
á að móta nýtt samfélag á Íslandi.
Um skeið voru ferðir hans á ritstjórnarskrif-
stofur Morgunblaðsins margar, ekki til þess að
tala um tízku heldur um málefni Sjálfstæðis-
flokksins og síðar um málefni Hafskips. Hann
var að sjálfsögðu stuðningsmaður uppreisnar-
manna í Sjálfstæðisflokknum á borð við Albert
Guðmundsson og fyrirtækja, sem stóðu upp í
hárinu á ráðandi öflum, eins og Hafskip. Hann
lagði hart að ritstjórn Morgunblaðsins að sýna
sanngirni í umfjöllun um þessi málefni. Sá
þrýstingur átti þátt í að skapa meira jafnvægi í
meðferð Morgunblaðsins á þeim málum.
Svo sneri hann við blaðinu, flutti á Snæfells-
nes og eignaðist nýja hugsjón. Umhverfismál.
Hvers vegna var vinum hans á Morgunblaðinu í
raun og veru aldrei ljóst. En hann gekk fram í
baráttu fyrir umhverfisvernd af jafnmiklu kappi
og hann hafði áður barizt fyrir sjónarmiðum sín-
um um lífsstíl og tízku.
Gulli var mikill vinur Morgunblaðsins en gerði
jafnframt miklar kröfur til þess. Hann skamm-
aði ritstjóra blaðsins af ákefð ef honum fannst
tilefni til. En hann lét líka heyra frá sér um það
sem honum fannst vel gert.
Guðlaugur Bergmann var eftirminnilegur
maður. Hann átti sinn þátt í að ýta Morgun-
blaðinu inn í framtíðina með sífelldum áskor-
unum og átökum. Á tossalista ritstjóra Morgun-
blaðsins eru enn óframkvæmdar hugmyndir frá
Gulla. Kannski eiga þær eftir að sjá dagsins ljós
á síðum blaðsins.
Morgunblaðið þakkar samskipti og samleið
með þessum óvenjulega kaupsýslumanni á síðari
hluta 20. aldarinnar og í upphafi þeirrar 21. og
sendir eiginkonu hans og börnum samúðar-
kveðjur vegna andláts hans.
Kemur okkur
þetta við?
Nú um skeið hafa
staðið yfir nokkrar
umræður um stríðið í
Írak og stuðning rík-
isstjórnar Íslands við innrás Bandaríkjamanna
og Breta í landið fyrir tveimur árum. Eins og
gjarnan vill verða um umræður um pólitísk hita-
mál í okkar landi fer lítið fyrir málefnalegum
umræðum, en þeim mun meira fyrir köpuryrð-
um hvers í annars garð. Það er ljóður á ráði okk-
ar Íslendinga enda er brýn nauðsyn að hér geti
farið fram alvarlegar og málefnalegar umræður
um utanríkismál og stefnu okkar í utanríkismál-
um á nýrri öld og við breyttar aðstæður.
Átökin á Balkanskaga á síðasta áratug voru
ógeðsleg. Framkoma þjóðarbrotanna þar hvers
við annað var með þeim hætti að nánast var
hægt að líkja við framferði nasista í Þýzkalandi
gagnvart gyðingum í heimsstyrjöldinni síðari.
Morðin, nauðganirnar og allt það framferði var
með slíkum ólíkindum að fáir hefðu trúað því við
lok heimsstyrjaldarinnar síðari að áþekk fram-
koma gagnvart fólki ætti eftir að endurtaka sig í
sama heimshluta nokkrum áratugum síðar.
Í upphafi var hægt að spyrja þessarar spurn-
ingar; hvað kemur okkur þetta við? Ef þeir vilja
ofsækja hver annan og drepa hver annan er það
þeirra mál. En eftir því sem manndrápin og
pyntingarnar og fjöldanauðganir urðu meiri
varð krafan um að ganga á milli stöðugt hávær-
ari. Fyrst í stað litu aðrar Evrópuþjóðir svo á að
þetta væri þeirra mál. Það væri þeirra hlutverk
og skylda að setja þessar deilur niður. Svo kom í
ljós að hinar ríku þjóðir Evrópu höfðu ekki bol-
magn til þess. Þær höfðu hvorki herafla né
vopnabúnað til þess.
Bandaríkjamenn voru lengi tregir til að skipta
sér af átökunum á Balkanskaga. En að því kom
að þeir áttu engra kosta völ. Þjóðir Vesturlanda
töldu sig ekki lengur geta setið hjá en Banda-
ríkjamenn voru þeir einu sem höfðu afl til að
gera eitthvað í málinu. Til þess beittu þeir her-
afla, hótunum og peningum. Þeir stöðvuðu átök-
in. Þeir stöðvuðu manndrápin og nauðganirnar.
Nú ríkir þokkalegur friður á Balkanskaga þótt
hann sé brothættur. Þess verður ekki vart að
Bandaríkjamenn séu gagnrýndir að nokkru ráði
fyrir þessi afskipti, sem þeir höfðu sjálfir lengi
efasemdir um að væru réttlætanlegar. Og eng-
inn heldur því fram að aðrir hefðu getað náð
meiri árangri, enda alveg ljóst á þeim tíma að
nágrannar þjóðanna á Balkanskaga gátu ekkert
gert sem máli skipti.
Í upphafi heimsstyrjaldarinnar síðari ríkti
svipuð afstaða í Bandaríkjunum til hernaðar-
átakanna í Evrópu. Bandaríkjamenn litu svo á
að þeim kæmu ekki við síendurtekin átök á milli
Evrópuþjóðanna sem staðið höfðu öldum saman.
Innan Bandaríkjanna var mikil andstaða við af-
skipti þeirra af stríðsátökunum í Evrópu. Og
raunar þurfti Roosevelt, þáverandi Bandaríkja-
forseti, að beita lævísi og undirferli til þess að fá
bandarísku þjóðina til að samþykkja að senda
hermenn yfir Atlantshafið.
Til voru þeir menn hér á Íslandi sem studdu
hernað Þjóðverja í Evrópu þótt þeir hefðu ekki
hátt um það. Þeir töldu að Churchill hefði gert
meiri háttar mistök með því að blanda Bretum
inn í átökin á meginlandinu. Þeir töldu að Bretar
og Bandaríkjamenn hefðu átt að láta Adolf Hitl-
er um að gera út af við bolsévikana í Sovétríkj-
unum.
Líkurnar á því að Hitler hefði unnið stríðið í
Evrópu, ef Bandaríkjamenn hefðu ekki komið til
sögunnar, eru miklar. Þótt sú saga stríðsins sem
hefur verið skrifuð á síðustu hálfri öld sýni að
það var Rauði herinn sem í raun braut á bak aft-
ur hernaðarmátt Þjóðverja, hefði honum aldrei
tekizt það ef ekki hefðu komið til hergagnaflutn-
ingar Bandaríkjamanna til norðurhafna Sovét-
ríkjanna með viðkomu á Íslandi.
Bandaríkjamenn komu lýðræðisríkjum Evr-
ópu til bjargar og til þessa dags hefur lítið farið
fyrir gagnrýni á þá fyrir þau afskipti nema þá
meðal einangrunarsinna í Bandaríkjunum.
Hér hafa verið nefnd tvö dæmi um afskipti
Bandaríkjamanna af málefnum annarra þjóða,
sem fáir ef nokkrir gagnrýna nú. Hins vegar
hefur alþjóðasamfélagið verið gagnrýnt harka-
lega fyrir að blanda sér ekki í mál annarra
þjóða. Skýrasta dæmið um það eru þjóðarmorð-
in í Rúanda. Enn í dag er litið svo á að það sé
einn svartasti bletturinn á alþjóðasamfélaginu
að hafa ekki sent hersveitir til að koma í veg fyr-
ir þau fjöldamorð. Hvaðan hefðu þær hersveitir
komið ef ákvörðun hefði verið tekin um afskipti,
t.d. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Fyrst og
fremst frá Bandaríkjunum vegna þess að þau
eru eina ríkið í heiminum sem nú um stundir
hefur yfir að ráða hermönnum og hernaðar-
tækni til að grípa í taumana.
Það er hægt að færa rök fyrir þeirri skoðun
að aðrar þjóðir eigi ekki að skipta sér af átökum
á milli þjóða og þjóðabrota á afmörkuðum svæð-
um á heimsbyggðinni, en aftur og aftur gerist
það að siðferðisvitund þjóða á Vesturlöndum er
gersamlega ofboðið þegar þau átök fara úr
böndum. Þessu má líkja við að vegfarendur séu
tregir til að blanda sér í slagsmál á milli tveggja
manna á götu úti, en ef augljóst er að annar er
að því kominn að drepa hinn telja þeir hinir
sömu óhjákvæmilegt að láta að sér kveða.
Staða
Íslendinga
Staða okkar Íslend-
inga á alþjóðavett-
vangi var býsna sterk
í meira en hálfa öld af
einni ástæðu fyrst og fremst. Heimsstyrjöldin
síðari og að henni lokinni kalda stríðið undir-
strikaði hernaðarlegt mikilvægi Íslands. Lega
landsins hafði mikla þýðingu fyrir okkur, póli-
tískt og efnahagslega. Þeir sem þekkja til at-
vinnusögu fyrstu áratuga lýðveldisins muna eft-
ir Loftleiðaævintýrinu, þegar Loftleiðir náðu
fótfestu í farþegaflutningum milli Bandaríkj-
anna og Evrópu með lágum fargjöldum en milli-
lendingu á Íslandi. Íslenzka þjóðin hafði miklar
tekjur af flugi Loftleiða á þessari flugleið. En
það þurfti meira til en hugvitssemi Loftleiða-
manna til þess að tryggja þessu flugi fótfestu í
marga áratugi. Það þurfti velvild stjórnvalda í
Bandaríkjunum, sem hefðu getað kippt fótunum
undan Loftleiðum með einu pennastriki. Þau
lágu undir miklum þrýstingi um að gera það,
bæði frá flugfélögum í Bandaríkjunum og einnig