Morgunblaðið - 31.05.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 31.05.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 23 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Neskaupstaður | Færeyska blaðið Norðlýsið segir frá því að færeyski kútterinn Jóhanna TG 326 sé vænt- anlegur til Norðfjarðar á sjómanna- daginn. Tilefni ferðarinnar er að Jó- hanna er einn þeirra færeysku kúttera sem sigldu milli Íslands og Skotlands með fisk á stríðsárunum. Ýmist fiskuðu kútterarnir sjálfir í sig á Íslandsmiðum eða keyptu fisk til að selja í Skotlandi. Nú þegar 60 ár eru frá stríðslokum vilja Fær- eyingar minnast þessarar þátttöku sinnar í heimsstyrjöldinni. Jóhanna á að sigla frá Vogi í Færeyjum 2. júní og koma til Norðfjarðar á sjó- mannadaginn 5. júní. Þar ætla skip- verjar að kaupa eitt tonn af fiski sem siglt verður með daginn eftir til Aberdeen í Skotlandi, þar sem fisk- urinn verður seldur. Tuttugu manns verða um borð í kútter Jóhönnu í ferðinni, þeirra á meðal færeyskir og íslenskir myndatökumenn. Með- an kútterinn stoppar á Norðfirði verður hann almenningi til sýnis. Í frétt Norðurljóssins segir að borg- arstjóranum á Norðfirði sé kunnugt um þessa ferð og sé mjög spenntur fyrir henni. Á meðan Johann verður á Norðfirði verður sérstök mynda- sýning um borð. Víst er að þessi heimsókn á eftir að setja mikinn svip á sjómannadagshátíðarhöldin í Neskaupstað, sem standa yfir í þrjá daga, enda líkir Norðurljósið sjó- mannadeginum á Norðfirði við Ólafsvöku í Færeyjum. Færeyskur kútter til Norðfjarðar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Færeyski kútterinn Jóhanna er væntanleg til Norðfjarðar. Seyðisfjörður | María Gaskell, tón- listarkennari á Seyðisfirði, frum- samdi tónlist í tilefni opnunar listahátíðar Seyðfirðinga, Á Seyði, sem hófst nýlega í tíunda sinn. María samdi lag í klassískum stíl með þjóðlegu ívafi. Lagið hennar heitir Undir Háubökkum og er innblásið af göngutúrum út á Vestdalseyrar og ljóði eftir Vil- borgu Dagbjartsdóttur. Lagið var frumflutt á opnunarathöfn Á Seyði í Seyðisfjarðarkirkju. Með Maríu léku Elfa Hlín Pétursdóttir á blokkflautu, Eydís Bára Jóhanns- dóttir á blokkflautu og Muff Worden á gelíska hörpu. Sjálf lék María á píanó. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Undir Háubökkum Víðtækar upplýsingar | Marg- miðlunardiskur frá Markaðsstofu Austurlands var nýverið tilnefndur fyrir Íslands hönd til hinna al- þjóðlegu WSA-verðlauna (World Summit Award) í flokki ferðaþjón- ustukynninga. Í umsögn dómnefnd- ar segir meðal annars: „Geisladisk- urinn nýtist vel sem kynning til ferðaþjónustuaðila erlendis, stuðlar að mótun nýrra tækifæra í við- skiptum og veitir litlum og með- alstórum fyrirtækjum í ferðaþjón- ustu stuðning. Kynningin kemur á framfæri víðtækum upplýsingum um margvíslega þjónustu og menn- ingarstarfsemi í héraðinu.“ Alls taka 168 þjóðir þátt í þessari keppni og verða úrslitin kynnt á Heimsþingi um upplýsinga- samfélagið (World Summit on the Information Society) í Túnis 16. nóvember næstkomandi. Styrkja Örvar | Á dögunum fengu félagar í Örvari, íþróttafélagi fatl- aðra á Fljótsdalshéraði og í Fjarða- byggð, ríflega 200 þúsund krónur að gjöf. Þessir peningar eru af- rakstur söngskemmtunar Karla- kórsins Drífanda og Kvenfélags Skriðdæla að Arnhólsstöðum í Skriðdal síðasta vetrardag. Þetta er í fimmta sinn sem karlakórs- menn og kvenfélagskonur halda þessa skemmtun til styrktar fé- lögum í Örvari. Líflegt starf er hjá Íþróttafélaginu Örvari og eru fé- lagar þar nýkomnir frá Akureyri þar sem þeir kepptu á Hængs- mótinu í boccia. Starfssvæði félags- ins nær yfir Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð og er þetta eina íþróttafélagið á Austurlandi sem starfar í þessum tveimur sveit- arfélögum. Frá þessu segir á vefn- um egilsstadir.is. Austurland fær næsta Vaxtarsamning Egilsstaðir | Í gær var haldinn óformlegur kynningarfundur á Egilsstöðum um svokallaðan Vaxtar- samning fyrir Austurland, en slíkir samningar hafa verið unnir fyrir Eyjafjarðarsvæðið, Vestfirði og Suðurland. Í maí 2002 samþykkti Alþingi þingsályktun um stefnu í byggða- málum fyrir árin 2002–2005. Eitt meginmarkmið þeirrar stefnu er að treysta búsetuskilyrði á landsbyggð- inni, ekki síst með því að efla byggðakjarna og sjálfbæran hagvöxt einstakra svæða. Til að efla byggða- kjarna er unnið einskonar stöðumat á viðkomandi svæðum í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Slíkt stöðumat hefur síðan leitt til Vaxtarsamninga. Í þessum samning- um er lögð áhersla á sérstöðu og styrkleika svæðis og samkeppnis- hæfni atvinnulífs, þar sem byggt er á markaðstengdum aðgerðum. Mark- miðið er að auka hagvöxt svæðisins, fjölga atvinnutækifærum og treysta viðkomandi byggðakjarna svo hann geti enn frekar sinnt því lykilhlut- verki að vera miðstöð atvinnu, menn- ingar og þjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.