Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.05.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2005 23 MINNSTAÐUR AUSTURLAND Neskaupstaður | Færeyska blaðið Norðlýsið segir frá því að færeyski kútterinn Jóhanna TG 326 sé vænt- anlegur til Norðfjarðar á sjómanna- daginn. Tilefni ferðarinnar er að Jó- hanna er einn þeirra færeysku kúttera sem sigldu milli Íslands og Skotlands með fisk á stríðsárunum. Ýmist fiskuðu kútterarnir sjálfir í sig á Íslandsmiðum eða keyptu fisk til að selja í Skotlandi. Nú þegar 60 ár eru frá stríðslokum vilja Fær- eyingar minnast þessarar þátttöku sinnar í heimsstyrjöldinni. Jóhanna á að sigla frá Vogi í Færeyjum 2. júní og koma til Norðfjarðar á sjó- mannadaginn 5. júní. Þar ætla skip- verjar að kaupa eitt tonn af fiski sem siglt verður með daginn eftir til Aberdeen í Skotlandi, þar sem fisk- urinn verður seldur. Tuttugu manns verða um borð í kútter Jóhönnu í ferðinni, þeirra á meðal færeyskir og íslenskir myndatökumenn. Með- an kútterinn stoppar á Norðfirði verður hann almenningi til sýnis. Í frétt Norðurljóssins segir að borg- arstjóranum á Norðfirði sé kunnugt um þessa ferð og sé mjög spenntur fyrir henni. Á meðan Johann verður á Norðfirði verður sérstök mynda- sýning um borð. Víst er að þessi heimsókn á eftir að setja mikinn svip á sjómannadagshátíðarhöldin í Neskaupstað, sem standa yfir í þrjá daga, enda líkir Norðurljósið sjó- mannadeginum á Norðfirði við Ólafsvöku í Færeyjum. Færeyskur kútter til Norðfjarðar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Færeyski kútterinn Jóhanna er væntanleg til Norðfjarðar. Seyðisfjörður | María Gaskell, tón- listarkennari á Seyðisfirði, frum- samdi tónlist í tilefni opnunar listahátíðar Seyðfirðinga, Á Seyði, sem hófst nýlega í tíunda sinn. María samdi lag í klassískum stíl með þjóðlegu ívafi. Lagið hennar heitir Undir Háubökkum og er innblásið af göngutúrum út á Vestdalseyrar og ljóði eftir Vil- borgu Dagbjartsdóttur. Lagið var frumflutt á opnunarathöfn Á Seyði í Seyðisfjarðarkirkju. Með Maríu léku Elfa Hlín Pétursdóttir á blokkflautu, Eydís Bára Jóhanns- dóttir á blokkflautu og Muff Worden á gelíska hörpu. Sjálf lék María á píanó. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Undir Háubökkum Víðtækar upplýsingar | Marg- miðlunardiskur frá Markaðsstofu Austurlands var nýverið tilnefndur fyrir Íslands hönd til hinna al- þjóðlegu WSA-verðlauna (World Summit Award) í flokki ferðaþjón- ustukynninga. Í umsögn dómnefnd- ar segir meðal annars: „Geisladisk- urinn nýtist vel sem kynning til ferðaþjónustuaðila erlendis, stuðlar að mótun nýrra tækifæra í við- skiptum og veitir litlum og með- alstórum fyrirtækjum í ferðaþjón- ustu stuðning. Kynningin kemur á framfæri víðtækum upplýsingum um margvíslega þjónustu og menn- ingarstarfsemi í héraðinu.“ Alls taka 168 þjóðir þátt í þessari keppni og verða úrslitin kynnt á Heimsþingi um upplýsinga- samfélagið (World Summit on the Information Society) í Túnis 16. nóvember næstkomandi. Styrkja Örvar | Á dögunum fengu félagar í Örvari, íþróttafélagi fatl- aðra á Fljótsdalshéraði og í Fjarða- byggð, ríflega 200 þúsund krónur að gjöf. Þessir peningar eru af- rakstur söngskemmtunar Karla- kórsins Drífanda og Kvenfélags Skriðdæla að Arnhólsstöðum í Skriðdal síðasta vetrardag. Þetta er í fimmta sinn sem karlakórs- menn og kvenfélagskonur halda þessa skemmtun til styrktar fé- lögum í Örvari. Líflegt starf er hjá Íþróttafélaginu Örvari og eru fé- lagar þar nýkomnir frá Akureyri þar sem þeir kepptu á Hængs- mótinu í boccia. Starfssvæði félags- ins nær yfir Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð og er þetta eina íþróttafélagið á Austurlandi sem starfar í þessum tveimur sveit- arfélögum. Frá þessu segir á vefn- um egilsstadir.is. Austurland fær næsta Vaxtarsamning Egilsstaðir | Í gær var haldinn óformlegur kynningarfundur á Egilsstöðum um svokallaðan Vaxtar- samning fyrir Austurland, en slíkir samningar hafa verið unnir fyrir Eyjafjarðarsvæðið, Vestfirði og Suðurland. Í maí 2002 samþykkti Alþingi þingsályktun um stefnu í byggða- málum fyrir árin 2002–2005. Eitt meginmarkmið þeirrar stefnu er að treysta búsetuskilyrði á landsbyggð- inni, ekki síst með því að efla byggðakjarna og sjálfbæran hagvöxt einstakra svæða. Til að efla byggða- kjarna er unnið einskonar stöðumat á viðkomandi svæðum í samvinnu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila. Slíkt stöðumat hefur síðan leitt til Vaxtarsamninga. Í þessum samning- um er lögð áhersla á sérstöðu og styrkleika svæðis og samkeppnis- hæfni atvinnulífs, þar sem byggt er á markaðstengdum aðgerðum. Mark- miðið er að auka hagvöxt svæðisins, fjölga atvinnutækifærum og treysta viðkomandi byggðakjarna svo hann geti enn frekar sinnt því lykilhlut- verki að vera miðstöð atvinnu, menn- ingar og þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.