Morgunblaðið - 01.10.2005, Síða 1

Morgunblaðið - 01.10.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 265. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Nakin undir hreindýrsfeldi Ása Pettersson flakkar um með Samatjaldið og 10 hreindýraskinn | 34 Lesbók | Rödd úr tómarúmi Lifun | Svarthvítir straumar Börn | Sissa og sælgætisgerðin Íþróttir | Fjórir sterkir áfram í Fylki Enska knattspyrnan | Cruyff gagnrýnir Mourinho SEX nemendur voru færðir á heilsugæslu eftir að veikjast skyndilega í heimilisfræðitíma í Grunnskólanum á Egilsstöðum á fimmtudag. Ekki er staðfest að um mat- areitrun hafi verið að ræða, en heil- brigðiseftirlit rannsakar málið og er niðurstöðu að vænta eftir helgi. Sigurlaug Jónasdóttir skólastjóri segir 11 börn hafa verið í mat- reiðslutímanum þegar atburðurinn varð. „Þetta bar mjög brátt að, en börnin voru fljót að jafna sig og tók það um tvær klukkustundir og voru þau því öll komin heim til sín seinni- partinn,“ segir Sigurlaug, en börn- in voru samkvæmt læknisráði heima í gær að jafna sig þar sem þeim hafði verið sagt að taka því rólega fyrst um sinn. „Þau fengu magaverki og ógleði og sum upp- köst. Sex börn fóru á heilsugæsluna til aðhlynningar með þremur sjúkrabifreiðum, en þrjú önnur börn fundu til vægra ógleðiein- kenna sem hurfu svo. Börnin voru í venjubundnum matreiðslutíma þeg- ar þetta gerðist og menn eru mjög hissa á þessu. Þar sem ekki er vitað hvað gerðist var allt hráefni og matur tekinn og heilbrigðiseft- irlitið er að greina það. Börnin voru í þessu tilfelli að baka brauð og elda tortellini með ostasósu, sem inni- hélt m.a. pylsur, og höfðu neytt ein- hvers af matvælunum.“ Sigurlaug segir börnin talsvert eftir sig því átökin hafi verið mikil. „Bæði þeir sem urðu fyrir þessari óskemmtilegu reynslu og aðrir sem horfðu upp á þetta gerast urðu auð- vitað skelkaðir. Við höfum verið í góðu samstarfi við heilsugæsluna og skólahjúkrunarfræðinginn okk- ar um að upplýsa nemendur og for- eldrar voru auðvitað allir kallaðir til,“ segir Sigurlaug. Voru að baka brauð og elda tortellini með ostasósu, sem innihélt m.a. pylsur Sex börn veiktust í matreiðslutíma Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Sex nemendur Egilsstaðaskóla fengu magakvalir og uppköst. Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Genf. AP, AFP. | Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, varaði í gær við stórkarlalegum yf- irlýsingum um fuglaflensufaraldur en í fyrradag sagði annar embættismaður WHO, að slíkur faraldur gæti kostað allt að 150 millj. manna lífið. Dick Thompson, talsmaður WHO í fugla- flensumálum, sagði útilokað að spá um mannfall af völdum hugsanlegs fuglaflensu- faraldurs. „Við megum ekki vera með ein- hvern hræðsluáróður,“ sagði Thompson. Daginn áður sagði David Nabarro, sem samræmir aðgerðir WHO gegn flensu og fuglaflensu, að fuglaflensa gæti drepið „fimm til 150 millj. manna“. Thompson sagði, að hið opinbera mat WHO á fjölda dauðsfalla af völdum fugla- flensu væri 2 til 7,4 millj. manna og við það væri miðað í alþjóðlegum undirbúningi. Það væri þó líka bara ágiskun. Varað við „hræðslu- áróðri“ London. AFP. | Hjónabandið virðist vera að láta undan síga í Bretlandi, æ fleiri kjósa að búa annaðhvort saman án nokkurra lögformlegra skilmála eða einir út af fyrir sig. Í skýrslu um þró- un þessara mála næstu áratugi til 2031 segir að gert sé ráð fyrir að hlut- fall giftra karla muni minnka úr 53% árið 2003 í 42% fram til 2031, hlutfall giftra kvenna fara úr 50% í 40%. Því er spáð að sambýli þar sem gift- ing hefur ekki komið við sögu muni verða hlutfallslega mun fleiri en nú og fjöldi ógiftra para í sambúð verða 3,8 milljónir. Byggt er á tölum sem sýna að giftingum fækkar ört hjá fólki und- ir þrítugu þessi árin. Þegar eldri kyn- slóðirnar falla smám saman frá mun því hlutfall ógiftra í landinu hækka hratt. Hjónabönd að slitna Lesbók, Lifun, Börn og Íþróttir BEIÐNI um gjaldþrotaskipti Slippstöðvarinn- ar á Akureyri var lögð fram hjá Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, af lögmanni fyrir- tækisins. Starfsmenn fyrirtækisins áttu að fá laun sín greidd á fimmtudag og í gær en fengu ekki. Gripu þeir því til aðgerða í gærmorgun og lok- uðu athafnasvæði félagsins og kyrrsettu flutn- ingabifreið á vegum Landsvirkjunar. Að sögn starfsmanna vildi lögfræðingur Landsbankans ekki tryggja þeim laun og benti á Ábyrgðarsjóð launa. Þorsteinn Haraldsson, einn af trúnaðarmönn- um í Slippstöðinni, segir baráttuandann stöð- ugan meðal starfsmanna fyrirtækisins. „Við stöndum vaktir hér í nótt, fjögurra tíma vaktir, tíu manna hópar, þar til við fáum einhverjar fréttir,“ segir Þorsteinn. „Okkur skilst að stjórnarformaður fyrirtækisins sé á leiðinni hingað ásamt lögfræðingi til að tala við okkur og við vonumst til að sjá sem flesta fjölmiðla hér á svæðinu milli tíu og ellefu í fyrramálið (í dag).“ Þorsteinn segir að svo virðist sem Lands- bankanum sé mikið í mun að ná eignum fyr- irtækisins út fyrir gjaldþrot. „Það virðist allt snúast um að ná þessu út áður en fyrirtækið er tekið til gjaldþrotaskipta og það væri gaman ef einhver spyrði Landsbankann af hverju.“ Slá skjaldborg um laun Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is  Beiðni um gjaldþrotaskipti lögð fram | 25 Morgunblaðið/Sverrir SISSEL Kyrkjebø söng sig inn í hug og hjarta Íslendinga á tónleikum í Háskólabíói í gærkvöldi. Segja má að ákveðin hefð hafi skapast fyrir því að erlendir klassískir söngvarar sem hingað koma gleðji landann með því að flytja íslenska söngva. Þar var Kyrkjebø engin undantekning og söng hún annars vegar Á Sprengisandi og hins vegar hinn angurværa söng Sofðu unga ástin mín. Athygli vakti að söngkonan kom fram í glæsilegum kjól sem hún hafði keypt í Spaksmannsspjörum og fetar þar í fótspor erlendra kvenstjarna sem hingað hafa lagt leið sína og fallið fyrir íslenskri hönnun. Söng sig inn í hug og hjarta viðstaddra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.