Morgunblaðið - 01.10.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 01.10.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 35 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Sloggi tilboð Sloggi maxi þrjár í pakka á aðeins 1.699 kr. HAGKAUP, SMÁRALIND HAGKAUP, SKEIFUNNI HAGKAUP, KRINGLUNNI HAGKAUP, SPÖNGINNI HAGKAUP, GARÐABÆ HAGKAUP, EIÐSTORGI HAGKAUP, AKUREYRI NETTÓ, AKUREYRI NETTÓ, MJÓDD NETTÓ, AKRANESI NÓATÚN, SELFOSSI KJARVAL, KIRKJUBÆJARKL. FJARÐARKAUP, HAFNARFIRÐI ÚRVAL, KEFLAVÍK ÚRVAL, HAFNARFIRÐI ÚRVAL, EGILSSTÖÐUM ÚRVAL, HRÍSALUNDI ÚRVAL, HÚSAVÍK ÚRVAL, DALVÍK ÚRVAL, ÓLAFSFIRÐI ÚRVAL, ÍSAFIRÐI ÚRVAL, SIGLUFIRÐI ÚRVAL, BORGARNESI ÚRVAL, BLÖNDUÓSI STRAX, FÁSKRÚÐSFIRÐI KAUPFÉLAG V-HÚNV. KAUPF. SKAGAF. SAUÐÁRKR. KAUPF. STEINGRÍMSFJARÐAR KAUPF. STEINGR.FJ. DRANGSN. LÆKURINN, NESKAUPSTAÐ EFNALAUG DÓRU, HÖFN HEIMAHORNIÐ, STYKKISHÓLMI LYFJA, PATRÓ PALOMA, GRINDAVIK FATABÚÐIN, ÍSAFIRÐI VERSL. RANGÁ, SKIPAS. 56 H-SEL, LAUGARVATNI ÞÍN VERSLUN, SELJABRAUT PLÚS MARK., HÁTÚNI 106 GAMLA BÚÐIN, HVOLSVELLI DALAKJÖR, BÚÐARDAL KASSINN, ÓLAFSVÍK VERSLUNIN STRAX, FLÚÐUM KLAKKUR, VÍK RAFLOST, DJÚPAVOGI BJARNI EIRÍKS, BOLUNGARV. EINAR ÓLAFSS, AKRANESI Útsölustaðir: V ið hittumst öll eina kvöldstund og létum hugann reika á landakort- inu því meiningin var að fara sam- an í sumarfrí. Allir voru með ákveðnar kröfur og svo virtist sem Tékkland myndi uppfylla óskir okkar allra. Við vildum m.a. geta keyrt frá Danmörku, hafa gott veður, stutt til stórborgar, góða mögu- leika á náttúruskoðun auk hins klassíska að geta lifað ódýrt,“ segir Nanna Traustadóttir, sem fór ásamt dönskum sambýlismanni, Henn- ing Sörensen, og ársgamalli dóttur þeirra, Nínu að nafni, til Tékklands í fríinu. Með í för voru þrjú systkini Hennings ásamt mökum. „Sumarbústaðinn fundum við á Netinu, á slóðinni www.novasol.dk. Um var að ræða 200 fermetra hús á þremur hæðum í Krivoklat, 60 km vestur af Prag. Gírkassinn tafði för Ferðalangarnir lögðu af stað á tveimur bíl- um, en þau höfðu getað skipulagt akstursleið- ina alla á Netinu á slóðinni www.krak.dk og þar komist að því að aksturinn myndi taka 10– 11 tíma. Rétt fyrir utan Hannover í Þýskalandi brást fimmti gírinn í bílnum og síðan fór fjórði gírinn forgörðum líka. Ekið var á 90 km á klst. það sem eftir lifði leiðarinnar sem að vonum setti smá strik í tímaáætlunina. „Við komum loks til Krivoklat eftir langa aukarúnta á sveitavegum Tékklands. Húsið reyndist á guðdómlega fallegum stað neðst í djúpum dal, þöktum trjám frá toppi til táar. Þessa viku nýttum við til að ganga um nánasta umhverfi, skoða hallir og flatmaga á gervi- ströndum, sem er að finna víða í Tékklandi. Við fórum til Karlovy Vary, sem er sérstaklega fal- leg borg og þekkt fyrir heilsulindir sínar. Tvisvar sinnum var ekið til Prag, þar sem er frábært að vera og versla.“ Mjög hagstætt verðlag „Tékkland er frábært ferðamannaland hvað varðar náttúrufegurð, menningu og verslun. Yndislegt er að keyra um í sveitunum þar sem útsýni er stórfenglegt,“ segir Nanna spurð um hvort hún myndi mæla með landinu fyrir aðra ferðaþyrsta Íslendinga. „Hinsvegar eru Tékk- ar mjög slakir tungumálamenn, sér í lagi íbúar, sem búa utan Prag, enda upplifðum við það að á ferðaskrifstofu í Krivoklat talaði enginn starfsmaður ensku eða þýsku. Verðlag í landinu kom líka á óvart og verð- munurinn milli verslana í Danmörku og Tékk- lands reyndist mun meiri en við höfðum búist við. Verslanir í Prag eru þó dýrari en á lands- byggðinni. Í fyrsta verslunartúrnum fyrir hóp- inn fylltum við þrjár kerrur af alls konar gúm- melaði ásamt bjórkassa og borðvínum og borguðum sem svarar til um tíu þúsund ís- lenskum krónum fyrir. Matur fyrir átta á frá- bærum ítölskum veitingastað í Karlovy Vary kostaði sem svarar sjö þúsund íslenskum krón- um. Fyrir sumarbústaðinn í viku greiddum við svo tæpar 3.700 danskar krónur.“ Bæði skin og skúrir Nanna segir alla samferðamenn hafa verið í skýjunum með ferðalagið að því loknu og tekist hafi að sameina áhugasvið allra með dvöl þarna. „Tékkland stóð því svo sannarlega und- ir væntingum. Veðrið var hreint frábært fyrri hluta vikunnar þessa júlídaga eða um 25 gráð- ur og sól. Síðustu dagana gerði stutt úrhelli af og til sem mér er sagt að sé mjög einkennandi á þessum slóðum. Það var því ekki um annað að ræða en að skella upp regnhlífinni við og við.“  TÉKKLAND | Leigði sumarhús á Netinu í fallegum og djúpum dal nálægt borginni Prag Sameinaði áhugamál okkar allra Nanna með dótturina Nínu í Krivoklat.Það er frábært að vera í Prag og ódýrt að versla þar þó það sé dýrara en á landsbyggðinni. Nanna Traustadóttir, sem búsett er í Álaborg, keyrði frá Danmörku til Tékklands í sum- arfríinu og leigði 200 fermetra sumarhús nærri Prag ásamt ferðafélögum. Jóhanna Ingv- arsdóttir spurði út í ævintýrið. TENGLAR ................................................................... www.dansommer.dk www.cofman.com www.hytter.dk www.danskfolkeferie.dk www.sologstrand.dk www.novasol.dk www.tjekinfo.dk www.at-rejse-er-at-leve.dk/tjekkiet.htm join@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.