Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 43 UMRÆÐAN NÝLEGA var formaður skipu- lagsnefndar Reykjavíkurborgar í viðtali um framtíð Vatnsmýr- arinnar og sagði eitthvað á þá leið að nú væri tækifæri fyrir almenn- ing að koma að umræðu um skipu- lagið þarna, t.d. að hafa áhrif á hvaða hæð húsa yrði leyfð á svæð- inu. Dagur Eggertsson er viðkunn- an- legur maður, og ég er viss um að hann vinnur í borgarmálum af óeig- ingjörnum hvötum og fullur af hug- sjónum um fagurt mannlíf. En get- ur verið að hann hafi sjálfur trúað því sem hann sagði? Þeir sem af mestri ákefð berjast fyrir því að allri Vatnsmýrinni verði breytt í byggingarland hafa nefnt háar töl- ur um verðmæti landsins, og hætt er við að þeir sem fá að byggja á þessu dýra svæði muni hafa fullan hug á að láta féð sem í þær fer skila góðum arði. Ætli þeir verði ekki áhrifameiri en almenningur þegar til þess kemur að ákveða hæð húsa? Hvaða svartsýni er nú þetta? spyr kannski einhver. Hún er ekki úr lausu lofti gripin. Nýlega voru kynntar áætlanir um svo kallað Mýrargötuskipulag. Farið var vel af stað með röð funda með íbúum í nágrenni svæðisins og kallað eftir viðhorfum þeirra. Við fyrstu kynn- ingu var talað um þriggja til fjög- urra hæða hús, ef ég man rétt. Íbúar á svæðinu fagna því að þarna verði íbúðabyggð með einhverju at- vinnuhúsnæði í bland, en skýrt kom fram að þeir óskuðu eftir fremur lágri byggð og ekki of stórum húsum. Menn vonuðust til að þessi viðbót við Vesturbæinn yrði eðlileg viðbót við byggðina sem fyrir er og bentu á hvernig fá- einar háar byggingar hafa spillt svip hverfisins. Fljótlega fóru þó húsin að hækka í kynningartillög- unum, fyrst í fimm hæðir og síðan í sex. Hugmyndin er nú víst sú að húsin næst sjónum verði 6 hæðir en hæðum fækki þegar ofar dregur þannig að halli landsins sé jafnaður út. Af hverju? Jú, af því að það verður svo dýrt að hreinsa svæðið af mengun, og af því að Höfnin vill fá svo mikið fyrir lóðirnar, heyrir maður. Útsýnið ykkar verður ekk- ert minna þótt neðstu húsin séu hærri segja skipuleggjendur. Jæja, en hvað um fagurfræðina? Hvort er fallegra að sjá aflíðandi halla þar sem húsin fylgja landslaginu eða byggingar sem mynda háan vegg neðst og jafna út hallann? Deili- skipulag tveggja lóða á svæðinu hefur verið ákveðið og leyfðar byggingar sem teygja sig upp í sjö hæðir. Íbúar í nágrenninu mót- mæltu harðlega með undirskriftum. Kannski voru efstu hæðirnar eitt- hvað minnkaðar að umfangi, en í raun var nánast ekkert tillit tekið til athugasemda íbúa í nágrenninu. Samráðsferlið var ekki mikið annað en sýndarmennska þegar til kast- anna kom, þótt vera megi að ein- hverjir af þeim sem að því stóðu hafi farið af stað í góðri trú. Af þessu dreg ég þann lærdóm að áhrif almennings á hæð húsanna í Vatnsmýrinni, ef til þess kemur að flugvöllurinn fari, muni ekki verða mikil. Hætt er við að fjár- hagslegir hagsmunir ráði, hvaða fylking sem þá verður við völd í borginni. Nema fólk standi saman og stjórnmálamenn rétti úr sér og setji peningavaldinu skorður. Mikið er nú talað um þéttingu byggðar, en það er sannarlega ekki sama hvernig hún er gerð. Og það er ekki nóg þótt arkitektarnir skrifi að einhver gata muni verða „iðandi af mannlífi“ þegar húsunum hefur verið hlaðið upp í kring. Reynslan verður ólygnust. Hvað ræður hæð húsa í Reykjavík? Vésteinn Ólason fjallar um skipulagsmál í Vatnsmýrinni ’Af þessu dreg ég þannlærdóm að áhrif al- mennings á hæð húsanna í Vatnsmýr- inni, ef til þess kemur að flugvöllurinn fari, muni ekki verða mikil. ‘ Vésteinn Ólason Höfundur er prófessor. Lækjargata 8 Suðurlandsbraut 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.