Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.10.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 55 MINNINGAR ✝ Ingibjörg Guð-rún Halldórs- dóttir fæddist í Sval- barðsseli í Þistilfirði 8. maí 1917. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 20. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Krist- jánsson, f. 11.3. 1878, d. 24.12. 1967, og kona hans Sigur- veig Sigvaldadóttir, f. 23.6. 1874, d. 4.2. 1953. Ingibjörg var yngst fimm systkina sem öll eru látin. Hinn 20. ágúst 1944 giftist Ingi- björg Tryggva Jónssyni frá Lækn- esstöðum á Langanesi, f. 9.4. 1911, d. 14.5. 1998. Ingibjörg og Tryggvi eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Ingunn Jóhanna Tryggvadóttir, f. 28.10. 1944, d. 23.8. 1994. Hún var gift Kristjáni Sigfússyni. Þau eign- uðust þrjú börn. Þau eru: a) Hel- ena, f. 31.7. 1963, gift Sigurði Þórðarsyni og eiga þau þrjú börn, b) Sigfús f. 11.10. 1966, kvæntur Lilju Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn, c) Tryggvi, f. 30.7. 1971, d. 10.4. 1990. 2) Sigurveig Tryggvadóttir, f. 6.11. 1945, í sambúð með Jóni Jakobs- syni. Hún á tvo syni: a) Rúnar Óli, f. 30.9. 1964, kvæntur Þóru Lilju Reynisdóttur og eiga þau tvö börn, b) Jakob, f. 6.3. 1978, í sambúð með Evu G. Vest- mann. 3) Freyja, f. 4.3. 1957, gift Ólafi Friðrikssyni, börn þeirra eru: a) Friðrik Ingi, f. 30.4. 1977, kvæntur Gunni Magnúsdóttur og eiga þau einn son auk þess sem Gunnur á einn son frá fyrra sam- bandi, b) Anna Guðný, f. 16.12. 1980, í sambúð með Eyþóri Sverr- issyni. c) Íris Ösp, f. 6.5. 1989. Útför Ingibjargar verður gerð frá Þórshafnarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ingibjörg tengdamóðir mín var fædd og uppalin á Svalbarðsseli í Þistilfirði en hún var yngst fimm systkina. Lífið á Svalbarðsseli var hefðbundið á uppvaxtarárum Ingi- bjargar, á sumrin var allt kapp lagt á að afla nægjanlegra heyja fyrir kind- ur og kýr því á því byggðist lífsbjörg- in til sveita. Ingibjörg var enginn eft- irbátur systkina sinna hvað þetta snerti og vandist snemma á vinnu bæði innan dyra sem utan. Lítið fór fyrir skólagöngu hjá stúlkum á þess- um árum en Ingibjörg fór í „vist“ bæði inn í Öxarfjörð og Núpasveit sem var nokkurs konar starfsnám þess tíma. Árið 1944 giftist Ingibjörg Tryggva Jónssyni frá Læknesstöðum á Langanesi og hófu þau búskap þar. Á Læknesstöðum bjuggu þau fyrstu búskaparár sín, þó með hléum, en Tryggvi stundaði þar útræði og að auki voru þau með fáeinar kindur. Læknesstaðabjörg var mikil matar- kista á vorin og voru egg borðuð langt fram eftir sumri. Það var langt fyrir tíma dagsstimplanna um síðasta neyslu- og/eða söludag. Á meðan þau bjuggu á Læknesstöðum fæddust tvær eldri systurnar þær Inga og Veiga, en á heimilinu var jafnframt Tryggvi Ólafsson föðurbróðir Tryggva. Á síðari árum sagði Ingi- björg mér oft frá lífinu á Læk- nesstöðum og jafnan hvíldi yfir því ákveðinn dýrðarljómi í minningu hennar, þó ekki hafi farið mikið fyrir efnum og þægindum á þeim tíma. Árið 1951 fluttu Tryggvi og Ingi- björg alfarin til Þórshafnar en þá var farið að bera á veikindum Tryggva sem hann barðist við meira og minna alla ævi, en þó með ákveðnum hléum. Árið 1957 fæddist Freyja kona mín og var hún þriggja ára þegar pabbi hennar fór fyrst á sjúkrahús. Á þess- um árum var Ingibjörg ein með stúlk- urnar sínar þrjár og vann þá utan heimilis, einkum í frystihúsinu þegar vinnu var að fá. Á þessum árum var vinnudagur hennar langur og síðan tóku við heimilisstörfin þegar heim var komið. Á þessum tíma fór lítið fyrir almannakerfinu og því enga hjálp að fá frá því, enda ekki vilji til. Atvinnuleysi var landlægt í litlum út- gerðarplássum yfir vetrarmánuðina, en aldrei kom það til álita að þiggja atvinnuleysisbætur þegar þær komu til. Ég ræddi þetta stundum við tengdaföður minn en hann vildi ekki taka við peningum sem hann hafði ekki unnið fyrir. Þrátt fyrir atvinnu- leysi vikum saman þá var oft mikil vinna yfir sumarmánuðina og aldrei man ég eftir peningaleysi hjá tengda- foreldum mínum. Það var heldur ekki eytt umfram þess sem aflað var og komist var af með minna. Fljótlega eftir að við Freyja kynnt- umst gekkst ég í það að Tryggvi og Ingibjörg keyptu nýuppgert húsnæði á Langanesvegi 5 og var það mikil breyting til bóta frá þrengslunum í Hafbliki. Það var að vísu sá galli á að taka þurfti lífeyrissjóðslán til að fjár- magna kaupin og tók það nokkurn tíma að réttlæta þá lántöku. En hvað sem því leið náðist að greiða lánin upp innan tveggja ára og létti þá tengda- foreldrum mínum. Tryggvi dó árið 1998 en hann hafði þá verið á dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn í sex ár. Árið 1995 var svo Langanesvegur 5 seldur og fluttist þá Ingibjörg að Miðholti 4 en þar voru nýjar íbúðir fyrir aldraða og bjó hún þar í fimm ár. Ingibjörg var afskaplega mikil hús- móðir, allt í röð og reglu og hvergi mátti sjá ryk eða kusk og skúrað var yfir eldhúsgólfið einu sinni á dag. Það er ljóst að þetta hefur erfst í beinan kvenlegg. Ég á margar góðar minn- ingar frá heimsóknum okkar Freyju og krakkanna til hennar í gegnum ár- in. Brauð og bakkelsi var ekki að skornum skammti og hvergi hef ég fengið betri tebollur en hjá henni. Ingibjörg var ákaflega snyrtileg kona og vel tilhöfð svo eftir var tekið. Hún var mikil handavinnukona og ekki minnkaði það eftir að hún flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 2000. Á Hrafnistu var setið stíft við og heklað, hvort sem það voru dúkar eða í sæng- urverasett. Síðustu árin á Hrafnistu var heilsan farin að þverra það mikið að hún varð að hætta að hekla og lengdust því dagarnir eftir það. Henni líkaði afskaplega vel á Hrafn- istu og vil ég nota þetta tækifæri til að færa starfsfólkinu þar innilegar þakkir fyrir þá hlýju og umönnun sem það sýndi tengdamóður minni. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er tilbúið til að gefa af sér til þess að öðrum líði betur. Þessu varð ég marg- sinnis vitni að. Ólafur Friðriksson. Jæja, amma mín, þá er víst komið að síðustu kveðjustundinni og þó það sé erfitt fannst mér gott að geta setið hjá þér þegar þú kvaddir. Skrítið hvað tíminn er fljótur að líða, mér finnst svo stutt síðan við vor- um að heimsækja þig í íbúðina þína á Hrafnistu og höfðum þá jafnvel kom- ið við í bakaríi og keypt bakkelsi og þá var nú slegið upp veislu. Þessar heim- sóknir voru okkur mjög mikilvægar og voru orðnar fastur liður í lífi nöfnu þinnar og Dags Óla um helgar þó þeim hafi þótt erfitt að heimsækja þig undir það síðasta þegar þú varst orð- in veik. Þó vildi nafna þín heimsækja þig kvöldið sem þú kvaddir en við vildum það ekki og sjáum mikið eftir því. Svo komstu náttúrulega oft í mat til okkar og við hlógum oft að því að það var alveg sama hvað var boðið upp á, þú borðaðir allt, jafnvel mat sem hefði ekki þýtt að bjóða öðru fólki á þínum aldri upp á, t.d. pitsur og austurlenskan mat. Minningarnar eru ótalmargar en þær sterkustu eru frá þeim tíma þeg- ar við vorum enn á Þórshöfn, t.d. varstu alltaf fljót að sjá ef eitthvað var að angra mig og fékkst mig til að tala um það og það brást ekki að allt leit betur út á eftir. Svona finnst mér það hafa verið allt frá því að ég var krakki og langt fram á fullorðinsár. Stundum fannst mér að þú værir mér önnur mamma og það sem þú sagðir við mig stuttu áður en þú kvaddir fékk mig til að hugsa hvort ég væri kannski son- urinn sem þú eignaðist aldrei. Margar góðar sögur amma sagði mér, sögu um það sem hún og aðrir lifðu hér. Alltaf var hún amma mín svo ósköp væn, og í bréfi sendi þessa bæn. Vonir þínar rætist, kæri vinur minn, vertu alltaf sanni góði drengurinn. Þó í lífsins straumi bjáti eitthvað á, ákveðinn og sterkur sértu þá. Allar góðar vættir lýsi veginn þinn, verndi og blessi elskulega drenginn minn. Gefi lán og yndi hvert ógengið spor, gæfusömum vini hug og þor. (Jenni Jóns.) Bless, amma mín. Rúnar. INGIBJÖRG GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Stapahrauni 5 Sími 565 9775 Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU JÓNÍNU SIGURÐARDÓTTUR, Aðalgötu 24 (Kolku), Ólafsfirði. Sigríður Ásgrímsdóttir, Kristján Sæmundsson, Kristín Þ. Ásgrímsdóttir, Ólafur Sæmundsson, Þórgunnur G. Ásgrímsdóttir, Kristján P. Þórhallsson, Ingibjörg Ásgrímsdóttir, Þorsteinn Ásgeirsson, Nanna H. Ásgrímsdóttir, Guðmundur Hauksson, Hartmann Ásgrímsson, Edda B. Hauksdóttir, barnabörn og langömmubörn. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSKELL EINARSSON fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlendinga, sem lést sunnudaginn 25. september, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 8. október. Guðrún Áskelsdóttir, Örn Gíslason, Steinunn Áskelsdóttir, Birgir Steingrímson, Ása B. Áskelsdóttir, Stefán Ómar Oddsson, Ólafía Áskelsdóttir, Haraldur Jóhannsson, Einar Áskelsson, María Sif Sævarsdóttir, Valdimar Steinar Guðjónson, Eygerður Bj. Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, KARVEL ÖGMUNDSSON, Bjargi, Ytri-Njarðvík, andaðist föstudaginn 30. september. María Karvelsdóttir, Guðlaug Svanfríður Karvelsdóttir, Þórunn Karvelsdóttir, Ögmundur Karvelsson, Sólveig Karvelsdóttir, Eggert Karvelsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTINN SIGURJÓNSSON, Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 29. september, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00. Sigurjón B. Kristinsson, Olga Ásrún Stefánsdóttir, Kristján V. Kristinsson, Ingibjörg Elín Ingimundardóttir, Guðrún Rósh. Kristinsdóttir, Páll Þórir Viktorsson, Ásdís Björg Kristinsdóttir, Hálfdán Gunnarsson og barnabörn. Stórt skarð er höggvið í samfélag bókasafns- og upplýsingafræði við skyndilegt fráfall dr. Anne Clyde. Hún var fróðari en margur á sviði upplýsingamiðlunar um Internetið og skólasöfn voru hennar hjartans mál. Hún var metnaðarfullur kenn- ari sem hvatti nemendur sína áfram og smitaði marga af áhuga sínum á kennsluefninu hverju sinni. Í rannsóknarleyfum og kennslu- hléum hélt Anne fyrirlestra víða um heim. Hún notaði hverja stund til að auka við þekkingu sína og deila henni með öðrum. Í desember hélt hún tvo fyrirlestra á ráðstefnu í London, um blogg í bókasöfnum og fyrirtækjum og var bekkurinn þétt setinn og staðið meðfram veggjum. Hún svaraði spurningum hlustenda skilmerkilega og virtist hreinlega vita allt um það sem hún talaði um. Anne hélt úti vef fyrir námskeiðin sem hún kenndi í HÍ og er fjöldinn allur sem vísar á hann sem upplýs- ANNE CLYDE ✝ Dr. Laurel AnneClyde, prófessor við bókasafns- og upplýsingafræði- skor Háskóla Ís- lands, fæddist í Holbrook í Nýju Suð- ur-Wales í Ástralíu 7. febrúar 1946. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu í Reykja- vík 18. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 27. september. ingabrunn um ýmis mál tengd Internet- inu. Í miðju námi í bóka- safnsfræðinni missti ég móður mína og veitti Anne mér þá stuðning sem var mér mikils virði. Hún sagði mér að hún hefði ung misst báða foreldra sína og vissi hvað missirinn væri erfiður. Þegar ég ákvað að fara í framhaldsnám benti hún mér á góðan skóla og leiðbeindi mér jafnvel við að velja efni og rannsóknaraðferð fyrir lokaritgerðina. Ég hitti hana einu sinni á bókasafni Háskólans í Brig- hton. Það var ótrúlega skrítið en svo dæmigert því Anne virtist geta verið allstaðar. Það var mér dýrmæt viðurkenn- ing að hún skyldi treysta mér fyrir kennslu Internet-námskeiðs hennar við HÍ þegar hún fór í rannsóknar- leyfi síðasta haust. Í leyfinu sendi hún mér fjölda ljósrita og úrklippna í pósti. Þetta var dæmigert fyrir Anne, alltaf að miðla upplýsingum. Dr. Anne Clyde verður lengi minnst fyrir mikilsvert framlag hennar til kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Ís- lands. Kímni hennar og leiftrandi áhugi á kennslunni verður lengi minnisstæður nemendum. Aðstandendum Anne, nemendum og samstarfsmönnum votta ég mína dýpstu samúð. Kristín Ósk Hlynsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.