Morgunblaðið - 01.10.2005, Side 76

Morgunblaðið - 01.10.2005, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. TVEIR unglingar á bifhjóli slösuðust þegar ökumaðurinn missti vald á hjólinu í Ártúns- brekkunni í Reykjavík síðdegis í gær og ók utan í að minnsta kosti tvo bíla, samkvæmt upplýs- ingum læknis og lögreglu. Hlutu ökumaðurinn og farþegi hans, sem eru 18 og 19 ára, beinbrot og áttu þeir að gangast undir aðgerðir á Land- spítalanum í gærkvöldi. Þeir voru þó ekki í lífs- hættu að sögn læknis á slysadeild Landspít- alans. Miklar tafir urðu á umferð þegar lögregla og sjúkralið athöfnuðu sig á vettvangi. Slösuðust í bifhjólaslysi Morgunblaðið/Júlíus EFNAHAGSSTEFNA ríkis- stjórnarinnar gengur þvert á markmið síðustu kjarasamninga, en markmið þeirra var að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og jafnvægi á vinnumarkaði, sem hvort tveggja væru grundvöllur uppbyggingar og fjölgunar starfa. Þetta er mat Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hag- fræðings hjá Alþýðusambandi Ís- lands, en hún hafði framsögu um efnahags- og kjaramál á þingi Al- þýðusambands Norðurlands sem stendur nú yfir á Illugastöðum í Fnjóskadal. Sagði Sigríður ennfremur í er- indi sínu að kaupmáttarrýrnun hefði orðið hjá þriðjungi verka- fólks í mannvirkjagerð á liðnu ári og um helmingur verkafólks í iðnaði hefði orðið fyrir kaupmátt- arrýrnun á sama tímabili. Nið- urstaðan væri enn sorglegri hjá starfsfólki í fiskvinnslu og stór- iðju. Þá hefðu um 70% skrifstofu- fólks í iðnaði orðið fyrir kjara- rýrnun á tímabilinu. Sigríður sagði þó stöðu efna- hagsmála um margt góða. Hag- vöxtur væri mikill og atvinnu- leysi minnkandi, en þó væri ýmislegt sem vert væri að hafa áhyggjur af. M.a. nefndi hún at- vinnuleysi á landsbyggðinni, vax- andi verðbólgu og veikara atvinnulíf í lok stóriðjufram- kvæmda. Mörg markmið ekki náðst fram „Það er alveg sama hvernig menn stilla því máli upp fyrir sér. Það er mikið bil á milli þess sem menn töldu sig vera að semja um og þess sem staðan er í dag,“ sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, á þinginu. Sagði Grétar viðfangsefni næstu vikna að brúa bilið og væri fyrsta úrræðið að semja við at- vinnurekendur. Grétar sagði ennfremur að þess yrði freistað að endurreisa þau markmið sem lagt var upp með, enda væri margt í markmiðum samning- anna sem ekki hefði náðst fram. Þannig hefði verið lögð áhersla á nýjan sáttmála um þríhliða sam- starf verkalýðshreyfingar, at- vinnurekenda og stjórnvalda, en það hefði ekki gengið eftir. Taldi Grétar það ljóst að það væri ekki síst vegna þess sem kjarasamn- ingarnir væru í uppnámi. Hagfræðingur og forseti ASÍ ómyrkir í máli á þingi ASN í gær „Efnahagsstefnan setur kjarasamninga í uppnám“  Efnahagsstefna | Miðopna LESBÓK Morg- unblaðsins verður áttatíu ára 4. októ- ber og er því fagn- að í blaðinu í dag. Matthías Johann- essen segir í grein af þessu tilefni: „Og nú er Lesbók orðin akadem- ískasta blað lands- ins og fyllir þannig upp í tómarúm í hávaðasömu, fjölnismannalausu og lág- reistu poppsamfélagi síðustu ára, þar sem holtaþokuvælið og lágkúran eru hafin til skýja, jafnvel verðlaunuð í auglýs- ingaskruminu, og gasprandi pólitíkusar (og ýmsir aðrir) stynja í fjölmiðlum af und- irgefni við kjaftfora, ósvífna nýkapita- lista.“ Lesbókin mun efna til málþings 13. október í tilefni af tímamótunum um menningu og samfélag. Þar verður reynt að varpa ljósi á samræðu eða samskipta- leysið milli menningarlífs annars vegar og stjórnmálalífs og atvinnulífs hins vegar. Meðal annars verður spurt hvað fyrir- tækin sem styðja menninguna græði á henni og hvort það skipti einhverju máli í raun og veru hvað sé verið að sýna í Hafn- arhúsinu en þar fer málþingið fram. Lesbók 80 ára  Lesbók FJÖGUR met voru sett í Kauphöll Ís- lands í gær en þá varð skipting Burð- aráss á milli Lands- banka Íslands og Straums Fjárfest- ingarbanka að veru- leika. Fyrst ber að telja stærstu færslu frá upphafi í Kauphöll- inni þar sem bréf í Burðarási fyrir tæp- lega 97,5 milljarða króna skiptu um eigend- ur í einni færslu. Í öðru lagi var dagurinn í gær sá veltu- hæsti í hlutabréfaviðskiptum frá upphafi en velta dagsins nam alls tæplega 113 millj- örðum króna. Þá var septembermánuður sá veltuhæsti frá upphafi en velta mánaðarins nam um 251,7 milljörðum. Loks fór velta í viðskiptum með hlutabréf það sem af er árs- ins í um 814,4 milljarða króna og er það tæplega 100 milljörðum meira en velta alls síðasta árs. Stærsta færsla frá upphafi  Metdagur | 20           )*  (  +, -   -,  (  +,   /  +,  %!   I # JJ #  # J (  +,     TVEIR stórlaxar úr kvik- myndaheiminum, leikstjór- inn Clint Eastwood og kvikmyndatökumaðurinn Tom Stern, sem báðir komu að gerð myndarinnar Flags of our Fathers hér á landi í sumar, fjárfestu í tólf málverkum eftir ís- lenska myndlistarmenn meðan á dvöl þeirra hér- lendis stóð. Verkin sem um ræðir eru eftir sex mynd- listarmenn; JBK Ransu, Georg Guðna, Hú- bert Nóa, Kristin Má Pétursson, Aron Reyr og Arngunni Ýr. Þau voru keypt í Turpentine- galleríinu við Ingólfsstræti og staðfesti Sveinn Þórhallsson gallerísti kaupin við Morgunblaðið. Hann segist sjálfur hafa kynnt verkin fyrir kaupendunum. Eastwood keypti íslensk málverk Málverk eftir Húbert Nóa seljast vel. M.a. er Clint Eastwood ánægður með verk listamannsins. Clint Eastwood FYRSTA síldin sem berst til Neskaup- staðar á þessari haustvertíð kom á land í gærmorgun þegar Beitir NK kom með góð 200 tonn sem fengust í nót í Berufjarðarál. Síldin er góð og er að meðalvigt um 300 grömm og fer hún öll í frystingu hjá Síld- arvinnslunni. Fyrsta síldin Morgunblaðið/Ágúst ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.