Morgunblaðið - 19.11.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.11.2005, Qupperneq 2
ÖLL olíufélögin hafa lækkað verð á eldsneyti undanfarna daga, sum jafnvel þrjá daga í röð. Hafa bensín og dísilolía lækkað um allt að níu kr. á lítr- ann síðustu sex vikur. Var verð á 95 oktana bensíni í gær 104,5 kr. lítrinn hjá Orkunni, ÓB og Atlantsolíu og 104,6 kr. hjá Egó. Algengasta verð í sjálfs- afgreiðslu hjá Essó, Olís og Skeljungi var 106 kr. Hæst fór verð á 95 oktana bensíni í tæplega 123 kr. í sept- ember á þessu ári en þá náði heimsmarkaðsverð á olíu há- marki. Var tunnan af hráolíu þá seld á 67 dollara en í dag kostar hún um 55 dollara. Á heimasíðu Olíufélagsins Essó má sjá lista yfir breyting- ar eldsneytisverðs allt til ársins 2001. Í ár hefur listinn verið end- urnýjaður 68 sinnum, þ.e. elds- neytisverði breytt, en árið 2003 voru verðbreytingar 33. Árið 2002 voru verðbreytingar 17 og þar af voru fimm eftir að Atl- antsolía tók til starfa í október það ár. Allt til ársins 1990 voru verðbreytingar 12 að jafnaði á ári en þá var algengt að olíufé- lögin endurskoðuðu verðskrá sína um hver mánaðamót. Tíðar verðlækkanir á bensíni undanfarið Verðbreytingar hjá Essó hafa verið 68 á árinu Ökumaður jeppans þræddi fjallshlíðar til þess að leita rjúpna og stórskemmdi gróður og girðingar. LÖGREGLAN á Húsavík hefur nú til rann- sóknar mjög ófyrirleitna aksturshegðun jeppa- manns austan við Kópasker fyrr í vikunni. Vitni sáu til tveggja manna á jeppa aka um vegi og vegleysur af ótrúlegri ruddamennsku og mun lögreglan yfirheyra mennina báða sem vitað er hverjir eru. Eftir könnunarleiðangur um vettvang sagði varðstjóri lögreglunnar að ljóst væri að jeppinn hefði þrætt fjallshlíðar og farið upp í skorninga og gil og móa, jafnvel ekið niður skógrækt- argirðingar. Var þetta gert til að komast að kjarri vöxnum fjallshlíðum til að leita rjúpna. Varðstjóri lögreglunnar segist margt hafa séð í gegnum tíðina en þetta sé með því ófyrirleitn- asta sem um getur varðandi umgengni bílstjóra. Vitnum sem sáu til mannanna var nóg boðið og kærðu þá til lögreglunnar. Óku niður skógræktargirð- ingar af ruddamennsku 2 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BORGA 50% MEIRA Nýir raforkunotendur sem ekki ganga frá skriflegum raforkukaupa- samningi eftir áramót, þegar sam- keppni verður tekin upp á mark- aðinum, munu þurfa að greiða 50% hærri upphæð en þeir sem gera skriflegan samning. Er þetta gert til að örva samkeppni á markaði. Skaðlegur samruni Samruni 365 ljósvakamiðla og Saga film hefur skaðleg áhrif á sam- keppni að mati Samkeppniseftirlits- ins, sem setur skilyrði í átta liðum fyrir samrunanum, sem eigendur 365 ljósvakamiðla hafa fallist á. Tugir Íraka féllu Minnst 75 manns féllu í sprengju- tilræðum í Írak í gær. Tveir menn með sprengjubelti á sér sprengdu sig í loft upp í tveimur moskum síja- múslíma í Khanaqin, norðaustan við Bagdad, skömmu eftir að tvær bíl- sprengjur sprungu fyrir utan hótel í höfuðborginni. Áttu gögn um kjarnavopn Stjórnvöld í Íran hafa afhent Al- þjóðakjarnorkumálastofnuninni (IA- EA) skjal þar sem lýst er mik- ilvægum þætti í framleiðslu kjarnavopna. Þykir skjalið renna stoðum undir ásakanir um að Íranar hafi reynt að smíða slík vopn á laun. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 37/47 Úr verinu 14 Kirkjustarf 56/57 Viðskipti 18/19 Skák 47 Erlent 22/24 Minningar 50/55 Akureyri 28 Myndasögur 62 Suðurnes 30 Dagbók 62 Landið 27 Víkverji 62 Árborg 31 Staður og stund 63 Daglegt líf 34/35 Velvakandi 63 Ferðalög 36 Ljósvakamiðlar 74 Menning 32/33 Staksteinar 75 Forystugrein 38 Veður 75 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir blaðið Slökkviliðsmaðurinn frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningsmanna. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %            &         '() * +,,,                          í fylgd með fullorðnum www.jpv.is steinunn ólína „Það er kraftur í þessari frásögn.“ Halldór Guðmundsson / FRÉTTABLAÐIÐ „Blússandi húmor...fín saga.“ Sigríður Albertsdóttir / DV Metsö lu l i s t i Eymundsson Aða l l i s t i / 16. nóv „[Steinunn] kann galdurinn við að hrífa lesandann með sér, ýta við honum og heilla hann upp úr skónum.“ Friðrika Benónýs / MORGUNBLAÐIÐ Jólaljósin kveikt í miðborginni Í DAG verða ljós á jólaskreytingum á helstu versl- unargötum miðborgarinnar tendruð. Safnast verð- ur saman við söng og hljóðfæraslátt á Hlemmi kl. 16.15. Þar verður krýndur svokallaður miðborg- arstjóri sem mun kveikja jólaljósin ásamt Alfreð Þorsteinssyni, forseta borgarstjórnar. Síðan verð- ur gengið niður Laugaveginn og að Þjóðleikhúsinu þar sem jólasveinar, harmonikkuleikarar, söng- fólk og lúðrablásarar skemmta og taka þátt í ljósa- göngunni. Fremst fer einn af elstu bílum Slökkvi- liðs höfuðborgarsvæðisins og á hann að minna fólk á að fara varlega með eld um hátíðarnar. Verslanir í miðborginni verða opnar til kl. 18. Tvö slys við Hellis- heiðarvirkjun STARFSMAÐUR Hellisheiðarvirkjunar slasaðist alvarlega um miðjan dag í gær þegar hann varð undir 500 kg steypumóti á vinnusvæðinu. Verið var að hífa steypumótið þegar slysið varð og stóð maðurinn á jörðu niðri þegar mótið skall á honum. Hann var fluttur á slysadeild Landspítalans en að sögn læknis þar hlaut maðurinn m.a. mjaðma- grindarbrot. Hann var þó ekki í lífshættu og átti að gangast undir aðgerð í gærkvöldi. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi og Vinnu- eftirliti ríkisins. Fyrr um daginn varð annað slys við Hellisheið- arvirkjun er starfsmaður slasaðist lítillega þegar hann féll úr bíl á ferð. FRESTUR til að skila inn fram- lögum í undankeppni söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva rann út á miðnætti í gær, en alls bárust innlegg frá 240 til 250 höf- undum. Keppnin fer fram í febr- úar næstkomandi, en að sögn starfsmanna framleiðslufyrirtæk- isins Basecamp mun liggja fyrir hvaða lög komast í undanúrslit eftir rúman mánuð. Rafn Rafnsson, framleiðslustjóri hjá Basecamp, segir áhugann á keppninni greinilega mjög mikinn. „Við höfum orðið vör við gríð- arlegan áhuga núna á síðustu dög- unum,“ segir Rafn. „Þetta fór hægt og rólega af stað og kom eitt og eitt lag, en í gær og í dag hef- ur þetta komið í bunkum og um- slögin skipta hundruðum.“ Samkvæmt áætlun er hug- myndin að vera með þrjá undan- úrslitaþætti þar sem verða átta lög í hverjum þætti, samtals tutt- ugu og fjögur lög. Síðan keppa þau tólf lög sem komast áfram á úrslitakvöldi. „Ég myndi halda að það væri um mánuður þar til ein- hverjar fréttir fara að berast frá dómnefnd um hvaða lög fara í undanúrslitin,“ segir Rafn. „Þá hafa lagahöfundar möguleika á að útsetja lagið og ganga frá því til flutnings, sem mjög líklega lendir á hljómplötu. Höfundum verður boðið upp á það að útsetja lögin og taka þau upp í hljóðupp- tökuverum Basecamp. Þeir hafa fullt vald til að fá bæði hljóðfæra- leikara og flytjendur, hvort sem um er að ræða söng eða hljóð- færi.“ Yfir 200 lög bárust í undankeppni Evróvisjón Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is MISMUNUNIN sem felst í útdeilingu sérstakrar eingreiðslu samkvæmt samkomulagi Alþýðusam- bands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er eins- dæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar, að mati sambandsstjórnarfundar Samiðnar. Í samþykkt fundarins í gær er lýst yfir megn- ustu óánægju „með samkomulag forsendunefndar ASÍ og SA um útdeilingu á sérstakri eingreiðslu. Fundarmenn telja þá mismunun sem í henni felst vera einsdæmi í sögu íslenskrar verkalýðshreyf- ingar. Einnig benda fundarmenn á að líklega er þetta í fyrsta skipti í sögunni að þeir sem skipt hafa um starf á árinu hafi jafnframt verið að segja upp hluta af launahækkunum framtíðarinnar“. Vonbrigði með drög Þá var á fundinum lýst yfir ánægju með þá ákvörðun stjórnvalda að fallast á að sett verði lög um starfsmannaleigur en jafnframt lýst yfir von- brigðum með fyrirliggjandi drög að frumvarpi til laga þar að lútandi. Sambandsstjórnin telji mik- ilvægt að í lögum um starfsmannaleigur og tengd- um lögum sé ábyrgð notendafyrirtækja skýr hvað varði upplýsingagjöf um starfskjör og starfsrétt- indi til stéttarfélaga og að starfskjör séu í sam- ræmi við kjarasamninga og lög. Segja mis- munun vera einsdæmi ♦♦♦ ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.