Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 4
Sesselja Sveinsdóttir hélt upp á 100 ára afmæli sitt í gær
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Sesselja Sveinsdóttir tekur við hamingjuóskum frá barnabarnabarni sínu, Andreu Björk Guðbjartsdóttur.
Neskaupstaður | Sesselja Sveins-
dóttir frá Firði í Mjóafirði hélt upp
á 100 ára afmæli sitt í matsal á
heimili sínu í íbúðum aldraðra í
Breiðabliki í Neskaupstað í gær.
Sesselja er fædd og uppalin í Mjóa-
firði, dóttir hjónanna Önnu Þor-
steinsdóttur og Sveins Ólafssonar
alþingismanns og bónda í Firði.
Sesselja segist hafa búið í Mjóa-
firði í tuttugu ár, en þá fluttist hún
til Norðfjarðar þar sem hún hefur
búið síðan. Anna giftist Benedikti
Sveinssyni og áttu þau saman tvö
börn: Önnu og Svein eldri.
Þótt sjón og heyrn séu farnar að
daprast er Sesselja hin hressasta
og hefur allt fram á þennan dag
dundað sér við að prjóna og ráða
krossgátur „Ég prjónaði mína síð-
ustu lopapeysu 95 ára, en þá var
sjónin orðin svo slæm að ég réð
ekki lengur við hvíta bandið. Þá
byrjaði ég að prjóna togpeysur.“
Verst þykir henni nú að hafa
misst sjónina eftir byltu fyrir
skömmu, en síðan þá hefur hún átt
erfitt með að ráða krossgátur, sem
henni þótti afskaplega gaman.
Sesselja vann öll hefðbundin
sveitastörf þegar hún bjó í Mjóa-
firði en eftir að hún fluttist til
Norðfjarðar vann hún lengi við
fiskvinnslu í frystihúsi Síld-
arvinnslunnar. Sesselja segist ekki
hafa verið mjög heilsuhraust þeg-
ar hún var ung manneskja, en
heilsan var betri seinnipart ævinn-
ar.
Aðspurð taldi Sesselja það eft-
irminnilegast á þessum hundrað
árum hversu lánsöm hún hefði
verið í lífinu, þó að ýmislegt hafi
bjátað á. „Ég hef ekki misst neitt,
hef fengið að halda mínu. Eins og
hjá öðrum hafa skipst á skin og
skúrir, en lífið hefur leikið við
mig.“
Sesselja fékk gjafir og kveðjur
frá fjölda fólks og meðal annars
sendi Halldór Ásgrímsson for-
sætisráðherra henni blómvönd
með þökkum fyrir framlag hennar
til þjóðfélagsins og dyggan stuðn-
ing við Framsóknarflokkinn.
„Lífið hefur leikið við mig“
Eftir Kristínu Ágústsdóttur
4 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ERÓTÍSKUR
GÆÐAKRIMMI
www.jpv.is
„Spennandi
og plottið flókið …
snjall textahöfundur.“
Sigríður Albertsdóttir / DV
Súsanna Svavarsdóttir fer hér ótroðnar slóðir. Æsileg, blóðheit spennusaga
sem ögrar viðteknum gildum og þenur taugar lesandans til hins ýtrasta.
„Þessa bók leggur
maður ekki frá sér ...
frábær ... dásamlegt
tækifæri fyrir konur
að ná í sjálfar sig.“
Úr lesendabréfi
ALLS 49 einstaklingar reyndust
heimilislausir hér á landi í janúar sl.,
og dveljast langflestir þeirra í
Reykjavík, samkvæmt skýrslu sam-
ráðsnefndar félagsmálaráðherra um
málefni heimilislausra. Í þessum
hópi voru fimm konur. Árni Magn-
ússon félagsmálaráðherra upplýsti
þetta á Alþingi í gær, í svari sínu við
fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur,
þingmanns Samfylkingarinnar.
Ráðherra sagði að samráðs-
nefndin legði m.a. til að opnuð yrðu
tvö heimili í Reykjavík fyrir samtals
sextán húsnæðislausa einstaklinga
og að þar yrði sérhæfð og öflug fé-
lags- og heilbrigðisþjónusta. Gert
væri ráð fyrir því að rekstur fyrra
heimilisins hæfist á árinu 2006 og
hins heimilisins ári síðar. Lagt er til
að ríki og Reykjavíkurborg fjár-
magni heimilin sameiginlega.
Karlmenn milli
þrítugs og fimmtugs
Fram kom í máli ráðherra að fyrr-
greindur 49 manna hópur ætti ekki í
nein hús að venda; þetta væri úti-
gangsfólk sem héldi flest til á götum
Reykjavíkurborgar og gisti eina nótt
í einu á hverjum stað, í t.d. gistiskýli,
í yfirgefnu húsnæði eða hjá lögregl-
unni. Flestir í hópnum eru einhleypir
karlmenn á milli þrítugs og fimm-
tugs, sagði ráðherra, og þeir hafa
lengi átt samskipti við Félagsþjón-
ustuna í Reykjavík.
Ráðherra sagði að ekki lægju fyrir
nákvæmar upplýsingar um heilsufar
þessara einstaklinga. Um 74% af
hópnum væru þó öryrkjar og lang-
flestir glímdu bæði við fíkn og alvar-
legar geðraskanir.
Jóhanna Sigurðardóttir benti á að
í svari fjármálaráðherra vorið 2004
hefðu 102 einstaklingar verið álitnir
heimilislausir það árið. Hún furðaði
sig á að fækkað hefði í hópnum frá
þeim tíma. Ráðherra sagði hins veg-
ar að sveitarfélögin hefðu haft til-
hneigingu til að telja með heimilis-
lausum fólk sem í raun hefði
húsaskjól en byggi við erfiðar að-
stæður.
Alls 49 einstak-
lingar á götunni
SIGURJÓN Stefáns-
son, fyrrverandi skip-
stjóri, lést á fimmtudag,
85 ára að aldri. Hann
var einn af kunnustu
togaraskipstjórum
landsins á seinni hluta
síðustu aldar.
Sigurjón fæddist 15.
ágúst 1920 á Hólum í
Dýrafirði. Hann lauk
fiskimannaprófi frá
Stýrimannaskólanum
árið 1945. Á námsárun-
um var Sigurjón til sjós,
m.a. á bv. Belgaum og
bv. Fylki. Sigurjón varð skipstjóri á
nýsköpunartogaranum Ingólfi Arnar-
syni RE 201 árið 1952. Hann var óslit-
ið með Ingólf í 20 ár eða þar til hann
tók við skuttogaranum Bjarna Bene-
diktssyni og síðar nýj-
um Ingólfi Arnarsyni.
Árið 1977 kom hann í
land og tók við fram-
kvæmdastjórn Togara-
afgreiðslunnar hf. Hann
var um árabil í stjórn
skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Ægis
og í Sjómannadagsráði.
Sigurjón var félagi í
Oddfellowreglunni.
Sigurjón var sæmdur
Riddarakrossi hinnar
íslensku fálkaorðu árið
1977. Einnig var hann
sæmdur heiðursmerki Sjómanna-
dagsins árið 1983.
Eftirlifandi eiginkona Sigurjóns er
Ragnhildur Jónsdóttir og eignuðust
þau fjögur börn.
SIGURJÓN
STEFÁNSSON
Andlát
ÖRYRKJAR, ellilífeyrisþegar og at-
vinnulausir munu fá í sinn hlut þá ein-
greiðslu sem aðilar vinnumarkaðar-
ins sömdu um sín á milli í vikunni.
Tekin var ákvörðun um þetta á fundi
ríkisstjórnarinnar í gær, og er miðað
við að hún komi til útborgunar hinn 1.
desember nk.
Í samkomulagi Alþýðusambands-
ins og Samtaka atvinnulífsins frá því
á þriðjudag fólst m.a. að launþegar
sem eru í fullu starfi fái 26 þúsund
króna eingreiðslu um næstu mánaða-
mót. Samkvæmt upplýsingum úr for-
sætisráðuneytinu er ekki búið að
reikna út endanlegan kostnað við ein-
greiðslu til öryrkja, ellilífeyrisþega og
atvinnulausra, en reiknað sé með því
að kostnaður ríkisins verði um 750
milljónir króna.
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ)
fagnaði í gær þessari ákvörðun rík-
isstjórnarinnar. Í yfirlýsingu lýsir
ÖBÍ yfir fullum vilja til samráðs við
stjórnvöld um málefni fatlaðra eins og
kveðið er á um í 1. grein laga um mál-
efni fatlaðra og ítrekar að ÖBÍ verði
boðið að taka þátt í fyrirhuguðu
nefndarstarfi um breytingar á ör-
orkumati.
Mikið fagnaðarefni
Margrét Margeirsdóttir, formaður
Félags eldri borgara, sagði þessa
ákvörðun ríkisstjórnarinnar mikið
fagnaðarefni. Þeir ellilífeyrisþegar
sem ekki fá tekjutryggingu, t.d.
vegna greiðslna úr lífeyrissjóði, munu
ekki fá eingreiðsluna þar sem hún er
reiknuð sem álag á tekjutrygginguna.
Margrét segir ljóst að sá hópur sem
lægstar tekjurnar hafi, þeir sem fái
tekjutryggingu og tekjutryggingar-
auka, muni njóta góðs af þessu.
Bótaþegar fá
eingreiðslu
ÁRNI M. Mathiesen, fjármálaráð-
herra, kynnti frumvarp til laga um
breytingu á lögum um olíugjald og
kílómetragjald á ríkisstjórnarfundi
í gærmorgun. Að sögn Árna felur
frumvarpið í sér að tímabundin
lækkun á lögbundnu gjaldi á dísil-
olíu gildi til 1. júlí á næsta ári í stað
þess að áður var kveðið á um tíma-
bundna lækkun til áramóta. Að
sögn Árna er markmiðið með tíma-
bundinni lækkun olíugjaldsins að
vega upp á móti hækkun á heims-
markaðsverði á dísilolíu.
Tímabundin lækkun
olíugjalds lengd