Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 18

Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 18
18 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                !  "# #                             !   "   # $%  & $% '$  ()'$   *+ $! $  *!$  "$% '$ & $%  ,-  .&  ./0)1 21'$  3            /) & $%  #/ )2$  4 - $%   ,    $  56-2  7! '8$  9:  $ 9- -/ ;<!! $!/ ) ) $  = $$  ) $    !  "#  - % ><22)  . 1? ! .) $%  ;@ @  " $% & 4A>B .C)   ) -)       0       0    0     0 0 0 0  -< $! 1 <  ) -)     0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 D  EF D  EF D  EF D  EF D EF D  EF 0 D  EF D 0 EF D EF D 0EF D 0 EF 0 D EF D  EF 0 0 D 0EF 0 0 D  EF 0 D 0 EF 0 0 0 0 0 #- % )   %! $ ; ') C  %! G * .            0            0    0    0 0 0 0                                             = )   C +8   ;# H !$  2 %  )    0   0    0  0 0 0 0  ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● LOKAGILDI Úrvalsvísitölunnar var í fyrsta skipti hærra en fimm þúsund stig í gær. Lokagildi henn- ar var 5.027,67 stig en hún hækk- aði um 0,56% milli daga og um 49,65% frá áramótum. Alls námu viðskipti með hlutabréf 8.785 milljónum króna í gær og voru mest viðskipti með bréf Lands- bankans eða fyrir 3.226 milljónir króna. Hlutabréf Flögu hækkuðu um 17,4%, bréf í Össuri um 3,9% og Dagsbrún hækkaði um 3,7%. SÍF lækkaði um 3,1%. Úrvalsvísitalan yfir 5.000 stig ● HAGNAÐUR norska skipafélagsins Havila nam 86,2 milljónum norskra króna, 796 milljónum íslenskra króna, fyrir skatta á þriðja ársfjórð- ungi á móti 17,8 milljónum norskra króna í fyrra. Havila seldi nýverið skuldabréf á Íslandi fyrir 2,3 milljarða íslenskra króna. „Þetta er í fyrsta sinn sem við veit- um íslenskum markaðsaðilum upp- lýsingar um afkomu félagsins. Þar sem við eigum í samstarfi við Íslands- banka og KredittBanken, dótturfélag Íslandsbanka í Álasundi, finnst okkur rétt að greina markaðnum frá met- hagnaði Havila á 3. ársfjórðungi,“ segir Njål Sævik, forstjóri Havila Shipping ASA í fréttatilkynningu. Ha- vila er skráð í Kauphöllinni í Ósló. Fyrstu níu mánuði ársins var hagn- aður Havila fyrir skatta 134,9 millj- ónir norskra króna á móti 33,8 í fyrra. Havila skilar 800 milljóna hagnaði ● YFIRTÖKUNEFND hefur enn til skoðunar hvort myndast hafi yfir- tökuskylda í FL Group. Viðar Már Matthíasson, formaður nefndarinnar, segist ekki geta fullyrt hvort þær breytingar sem orðið hafi á eignarhaldi í FL Group eftir hlutafjár- aukningu skipti máli í þessu sam- hengi. Engan veginn liggi í augum uppi að hægt sé að flokka stærstu hluthafana sem tengda aðila. „Við skoðum annars vegar tengsl- in á milli Oddaflugs og annarra hlut- hafa. Og svo núna sérstaklega tengslin á milli Baugs og annarra hluthafa vegna þess að Baugur er kominn með það stóran hlut í félag- inu, 24,5%. Svo eru þarna aðrir með býsna stóra hluti,“ segir Viðar Már. Eignarhald í FL Group enn hjá yfirtökunefnd HÁTT gengi krónunnar og skilnings- og afskiptaleysi stjórnvalda standa fyrirtækjum í hátækniiðnaði hér á landi fyrir þrifum, að því er kom fram á ráðstefnu Samtaka iðnaðarins um stöðu hátækniiðnaðar á Íslandi í gær. Hörður Arnarson, forstjóri Marel, sagði í máli sínu að hátt gengi krón- unnar kæmi sérstaklega hart niður á hátæknifyrirtækjum, sem flest hefðu háan innlendan kostnað, en fengju stærstan hluta sinna tekna í erlendri mynt, en mörg hátæknifyrirtæki selja stærstan hluta sinnar framleiðslu til útlanda. „Staðan í gengismálum er gersam- lega óþolandi,“ sagði Hörður á fund- inum og sagði að „glórulaus hegðun“ Íbúðalánasjóðs hefði þar mikið að segja. Seðlabankinn hefði hækkað vexti ítrekað til að hafa hemil á verð- bólgu, en ríki og sveitarfélög héldu áfram þensluhvetjandi framkvæmd- um og Íbúðalánasjóður héldi vöxtum niðri í andstöðu við markmið Seðla- bankans. Á fundinum kom fram að þrátt fyr- ir að tekjuskattur á fyrirtæki hér á landi væri lágur miðað við annars staðar, sem væri jákvætt, þá gagn- aðist það fyrirtækjum í hátækniiðnaði lítið fyrstu 10–15 ár ævi þeirra, en að jafnaði tæki svo langan tíma að þróa vörur til að setja á markað. Jón Ágúst Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Marorku og formaður Samtaka sprotafyrir- tækja, fjallaði um við- leitni erlendra ríkja við að laða til sín hátæknifyr- irtæki, þeirra á meðal ís- lensk fyrirtæki. Væri það einkum stuðningur kanadískra stjórnvalda við rannsóknir og þróunarstarfsemi (R&Þ) sem skipti þar máli fyrir fyr- irtæki í hátækniiðnaði. Þannig gætu fyrirtæki fengið stóran hluta fjárfest- inga sinna í R&Þ endurgreiddan frá ríki eða sveitarfélagi, 4–6% af launa- greiðslum sömuleiðis, vaxtalaus lán án ábyrgðar auk frekari styrkja frá samkeppnis- sjóðum. Ofan á þetta bættist að fyrirtækin byggju við stöðugt gengi. Stuðningur íslenskra stjórnvalda fælist í fjárstuðningi frá samkeppn- issjóðum, en þeir styrkir mættu ekki fara yfir 10 milljónir króna. Þá var það nefnt á fundinum að á meðan íslensk stjórnvöld leggja sig í líma við að laða til landsins erlend fyr- irtæki, og veittu þeim undanþágur frá greiðslu margs konar opinberra gjalda, nytu íslensk fyrirtæki ekki sömu velvildar. Meðal hugsanlegra úrræða sem nefnd voru á fundinum má nefna að komið yrði á kauphallarviðskiptum með hlutabréf í smærri hátækni- og sprotafyrirtækjum og að reglum yrði breytt á þá vegu að lífeyrissjóðum væri gert kleift að fjárfesta í þeim. Þá þyrfti að endurskoða skattkerfi og taka upp endurgreiðslukerfi líkt þeim sem finna má í öðrum löndum. Í lok fundar voru menn sammála um að hátt gengi krónunnar væri óviðun- andi til lengri tíma. Hátt gengi krónunnar skaðar hátækniiðnaðinn Morgunblaðið/Sverrir Hátækni Stjórnendur hátæknifyrirtækja eru hræddir um að þau hverfi úr landi verði starfsskilyrði þeirra ekki bætt. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is HAGNAÐUR af rekstri FL Group fyrir skatta fyrstu níu mánuði ársins nam rétt liðlega átta milljörðum króna á móti 3,4 milljörðum á sama tímabili í fyrra og er þannig í sam- ræmi við tölur úr bráðabirgðaupp- gjöri sem greint var frá síðla í októ- ber. Hagnaður eftir skatta nam tæpum 6,6 milljörðum króna á móti um 2,8 milljörðum í fyrra en hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBIDTA) nam um 4,2 milljörðum króna. Er þetta langbesta afkoma í sögu félagsins að því er kemur fram í til- kynningu FL Group. Hagnaður af verðbréfum Góða afkomu má að miklu leyti til rekja gengishagnaðar af verðbréfum félagsins. Þannig voru fjármagnsliðir jákvæðir um 5,6 milljarða fyrstu níu mánuði ársins á móti 309 milljónum á sama tímabili í fyrra og er sveiflan í fjármagnsliðum því um 5,3 milljarð- ar. Gangvirðisbreyting markaðsverð- bréfa skilaði FL Group þannig 4,15 milljörðum og gangvirðisbreyting af- leiðusamninga skilaði félgainu 1,95 milljörðum króna á tímabilinu. Velta rekstrarfélaga nam 36,8 milljörðum á móti 34 milljörðum í fyrra og jókst um 8,2% en rekstrar- gjöldin jukust um 11,6%, fyrst og fremst vegna hærri launa og elds- neytiskostnaður að því er kemur fram í tilkynningu félagsins. Rekstr- arhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 2,38 milljörðum á móti 3,13 milljörð- um í fyrra. Fjármagnstekjur skila 5,6 milljörðum Uppgjör FL-group         " ! " !     -!*   .) )  /          01(0( 0223(  3121 2   +4233     # /    '5142 26067 # !* )   '68 02541 05((3   056 +   +151    42('3 '(137 028  !"#$     %&'&$        ! %%(#)$   arnorg@mbl.is ÍSLENSKIR fjárfestar eru meðal líklegra kaupenda að fasteigna- félaginu Atlas Ejendomme en það er meðal stærstu fasteignafélaga í einkaeigu í Danmörku. Það á fjölda fasteigna, þar af margar af glæsileg- ustu byggingum í miðborg Kaup- mannahafnar. Þetta fram í fréttum danska blaðsins Børsen, sem segir þrjá íslenska fjárfestahópa vera á meðal hugsanlegra kaupenda þótt fleiri kunni að vera um hituna. Í fyrsta lagi Stoðir, fasteignafélag Baugs, ásamt Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka. Í öðru lagi Eik fasteignafélag, sem er alfarið í eigu KB banka, ásamt Exista sem er fjár- festingarfélag í eigu Bakkavarar Holding, KB banka og nokkurra Íslendingar líklegir kaupendur að dönsku fasteignafélagi Ein af mörgum eignum Atlas Ejendomme í Kaupmannahöfn. sparisjóða. Í þriðja fjárfesting- arhópnum sé að finna fjársterka ís- lenska einstaklinga. Atlas Ejendomme er dótturfélag M. Goldschmidt Holding, sem er í eigu Mikael Goldschmidt. Gefið hef- ur verið í skyn undanfarin tvö ár að Atlas sé falt fyrir rétt verð og mun fjöldi aðila hafa sýnt félaginu áhuga. Mikael Goldschmidt hefur ekki tjáð sig um hugsanlega íslenska kaup- endur að félagi hans. Samkvæmt frétt Børsen er búist við að endanleg ákvörðun um hver hreppi Atlas Ej- endomme verði tekin 25. nóv. Jónas Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Stoða, vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið né heldur Garðar Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri Eikar. VERÐ á gulli á heimsmarkaði hækk- aði í gær og hefur ekki verið hærra í nærri 18 ár. Fjárfestingarsjóðir keyptu mikið af gulli í gær og á tíma- bili var únsan seld á 488 bandaríkja- dali. Síðast náði gullverð því marki í janúar 1988. Í frétt Financial Times segir að út- lit sé fyrir að gullverð fari yfir 500 dali á únsuna áður en langt um líður. Það sem drifið hefur verðið upp er ekki eftirspurn eftir gulli til fram- leiðslu heldur hefur verið mikið um að markaðsaðilar fjárfesti í gulli og reiknast mönnum til að eftirspurn eftir góðmálminum hafi verið 7% meiri á þriðja ársfjórðungi en hún var á sama tíma í fyrra. Eftirspurn fjárfesta eftir gulli tók stökk í júl- ímánuði og hefur verið umtalsverð síðan þá. Þá var met slegið í verði á kopar í gær, en tonnið fór á 4.220 dali og hef- ur heimsmarkaðsverð á kopar aldrei verið hærra. Fréttir af því að kín- verska ríkið þyrfti að kaupa mikið magn af kopar til að standa við um- deilda samninga kínversks miðlara, rifu koparverð upp. Þriggja mánaða framvirkir samningar um kaup á kopar hafa hækkað um 33% frá ára- mótum og þrefaldast í verði frá árs- lokum 2001. Verð á gulli ekki verið hærra í 18 ár 5 %I .J9     E E ;.> 7 K      E E A A L,K  E E L,K *$ 5 -    E E 4A>K 7M ($-   E E

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.