Morgunblaðið - 19.11.2005, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
SUÐURNES
Vogar | Tekin hefur verið í notkun
viðbygging við Stóru-Vogaskóla í
Vogum á Vatnsleysuströnd. Við það
nærri tvöfaldast flatarmál skólahús-
næðisins. Viðbyggingin var tekin
formlega í notkun við athöfn í skól-
anum í gær.
Íbúum Vatnsleysustrandarhrepps
hefur fjölgað ört á undanförnum ár-
um og sveitarstjórnin stöðugt verið
að stækka skólann til að reyna að
halda í við fjölgun barna. Fram kom
hjá Jóhönnu Reynisdóttur sveitar-
stjóra í gær að við markaðsátak
sveitarstjórnarinnar hefði verið lögð
mest áhersla á að ná til fjölskyldu-
fólks. Það hefði gengið eftir og orðið
til þess að hlutfall barna á grunn-
skólaaldri væri orðið mun hærra en í
öllum öðrum sveitarfélögum sem
hafa þúsund íbúa eða fleiri.
Fasteign á húsið og
hreppurinn tekur það á leigu
Undirbúningur að stækkun skól-
ans og þarfagreining hófst í byrjun
síðasta árs. Samið var við Eignar-
haldsfélagið Fasteign ehf. um að
byggja skólann og leigja hreppnum
og um leið gerðist Vatnsleysustrand-
arhreppur hluthafi í félaginu.
Byggingaframkvæmdir hófust
haustið 2004 og tókst að hefja
kennslu þar í haust. Í gær afhenti
Ragnar Atli Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Fasteignar ehf., Jó-
hönnu sveitarstjóra og Snæbirni
Reynissyni skólastjóra húsnæðið
formlega.
Við sama tækifæri var tekinn í
notkun sparkvöllur á skólalóðinni.
Fasteign annaðist þá framkvæmd
sem fram fór samkvæmt sparkvalla-
áætlun Knattspyrnusambands Ís-
lands.
Heildarkostnaður við fram-
kvæmdina er áætlaður 248 milljónir
króna.
Steinunn Kristjánsdóttir á Teikni-
stofu Halldórs Guðmundssonar
teiknaði húsið. KS-verktakar
byggðu húsið en samið var við fyr-
irtækið eftir útboð á verkinu.
Fram kom í gær að aðstaða fyrir
starfsfólk og sameiginleg aðstaða
fyrir nemendur sem nú hefur verið
komið upp dugar fyrir 400 til 500
nemenda skóla en nú eru liðlega 200
nemendur við skólann. Aðeins þarf
að bæta við kennslustofum þegar
nemendum fjölgar og er gert ráð fyr-
ir þeim möguleika við hönnun við-
byggingarinnar. Þá er í skólanum
fjölnota salur, Tjarnasalur, sem á að
nýtast sem félagsheimili Voga-
manna.
Svigrúm til breytinga
Snæbjörn Reynisson skólastjóri
kvaðst ánægður með nýja húsnæðið
og sagði að það skipti skólann miklu
máli. Skapast hefðu möguleikar til
breytinga og þróunar á skólastarfi. Í
vetur hefði verið hægt að gera ým-
islegt sem ekki var hægt í fyrravet-
ur. Nefndi Snæbjörn sveigjanlegri
kennsluhætti og fjölbreyttari sem
miðuðu að því að veita hverjum og
einum nemanda sem besta þjónustu,
en út á það ætti skólastarf að ganga.
Aðeins væri búið að taka fyrsta
skrefið og starfið yrði þróað áfram
þannig að skólinn yrði ennþá betri.
Húsnæði Stóru-Vogaskóla á Vatnsleysuströnd tvöfaldast með viðbyggingu
Nemar fái sem besta þjónustu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Lyklavöldin afhent Ragnar Atli Guðmundsson, lengst til hægri, afhenti
Snæbirni Reynissyni og Jóhönnu Reynisdóttur lyklavöldin að skólanum.
Sungið á dönsku Nemendur úr Stóru-Vogaskóla sungu lag á dönsku við
opnunarathöfnina. Tilefnið er dönskunám þeirra í vetur.
Eftir Helga Bjarnason
helgi@mbl.is
Sandgerði | Þjóðsögur og ævintýri
svifu yfir vötnunum á sal Grunn-
skóla Sandgerðis í gær þegar nem-
endur sýndu foreldrum og öðrum
gestum afrakstur þemaviku. Við
sama tækifæri var opnað nýtt tölvu-
ver skólans og nýr vefur skólans.
Þjóðsögur og ævintýri voru við-
fangsefni barnanna á þemavikunni
nú í ár. Pétur Brynjarsson skóla-
stjóri segir að nemendum hafi verið
blandað saman þannig að fimmtán
manna aldursblandaðir hópar hafi
unnið saman að margvíslegum
verkefnum. Nefnir hann að búnar
hafi verið til nýjar þjóðsögur,
fjallað um þjóðsögur í heimabyggð
og gerðir um þær leikþættir og
þjóðlög sungin. Búin voru til vegg-
teppi, unnið í H.C. Andersens-
smiðju og þæfð ull til að nota við
smíði tröllkarla úr steini, svo nokk-
uð sé nefnt. Allir hóparnir fengu að
fást við einhvern þátt allra verkefn-
anna.
Pétur segir að vel hafi til tekist.
„Tilgangurinn með þessum þema-
vikum er að brjóta upp skólastarfið.
Einnig að stuðla að innbyrðis kynn-
um nemenda og skapa samkennd
og vinsamlegt andrúmsloft í skólan-
um,“ segir Pétur og telur að það
hafi tekist. Segir hann að eldri nem-
endurnir hafi gengið í það að leið-
beina og hjálpa þeim yngri í hóp-
unum við verkefni þemavikunnar.
Fjöldi foreldra og annarra gesta
mætti á kynningu á verkefnum vik-
unnar sem fram fór á sal skólans í
gær. Þar voru einnig börnin í elstu
deild leikskólans í Sandgerði en þau
hefja skólagöngu í grunnskólanum
næsta haust.
Nýtt tölvuver
Allur tölvukostur skólans, bæði
kennara og nemenda, hefur verið
endurnýjaður og var tækifærið not-
að til að opna nýtt tölvuver skólans
og nýja heimasíðu sem er á slóðinni
sandgerdisskoli.is. Pétur segir að
aðstaðan sé orðin mjög góð.
Segja þjóðsögur og
ævintýri í Sandgerði
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Ævintýri Börnin fylgdust með þegar félagar þeirra kynntu afrakstur
þemavikunnar. Fjöldi gesta var á sal Sandgerðisskóla við athöfnina.
Reykjanesbær | Stjórn Fasteignar
ehf., sem á mestallt skóla- og íþrótta-
húsnæði Reykjanesbæjar auk ann-
arra opinberra bygginga, hefur
ákveðið að lækka leigugreiðslur
vegna eldri eigna sem félagið hefur
keypt. Við það lækka leigugreiðslur
Reykjanesbæjar um 14 milljónir á
næsta ári.
Reykjanesbær á 35% í Fasteign
ehf. á móti sjö öðrum sveitarfélögum
og tveimur fjármálastofnunum.
Hlutur bæjarins er 35%. Á Suður-
nesjum á Fasteign ehf. skóla- og
íþróttamannvirki, einnig í Vogum og
Sandgerði.
Í fréttatilkynningu frá Reykja-
nesbæ kemur fram að rekstur fé-
lagsins hafi gengið mjög vel. Þess
vegna hafi eigendur félagsins ákveð-
ið að lækka leigugreiðslur vegna
eldri eigna úr 0,73% af kaupverði í
0,693%. Þrátt fyrir það nái félagið
þeirri arðsemiskröfu sem áætlanir
gerðu ráð fyrir.
Leiga lækkar
um 14 millj-
ónir króna
Keflavík | Leikfélag Keflavíkur
frumsýndi í Frumleikhúsinu í gær-
kvöldi verkið Trainspotting eftir Irv-
ine Welsh.
Megas þýddi verkið og Jón Mar-
inó Sigurðsson leikstýrir. Sýningin
er bönnuð innan 14 ára en í sýning-
unni eru atriði sem gætu lagst illa í
ungar sálir.
Næstu sýningar verða um helgar
fram að jólum og hugsanlega eitt-
hvað eftir jól.
Trainspotting í
Frumleikhúsinu
♦♦♦