Morgunblaðið - 19.11.2005, Síða 31

Morgunblaðið - 19.11.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 31 MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Ég átti fyrst kassavél og tók mikið af myndum á hana, svona eins og gengur. Maður sér eftir því núna að hafa ekki tekið meira af myndum af fólki og bílum en minna af landslagsmyndum,“ segir Hergeir Kristgeirsson, fyrrverandi lögreglu- maður í almennum lögreglustörfum í Árnessýslu og síðan við rannsókn- arlögreglustörf. Hergeir er þekktur á Selfossi og víðar af störfum sínum, snaggaralegu viðmóti og driftar- hugsun í sínum störfum. Í bílskúrn- um hefur hann komið fyrir dálítilli sýningu á myndum sem hann hefur sjálfur tekið eða fengið hjá öðrum. Um er að ræða myndir frá ýmsum tímum og teknar við mismunandi að- stæður. Þar má sjá þekktar persón- ur úr sögu Selfoss og frá atburðum þar sem gaman er að virða fyrir sér aðstæður og fólk. Skúrinn er eins konar gallerí. „Þessar myndir eru svona samtíningur og sitthvað. Margar gömlu myndanna eru ónýtar og filmurnar einnig en með skanna og þeirri tækni sem maður getur notað við tölvuna má galdra fram stækkun á gömlum myndum,“ segir Hergeir. „Ég er af Nesjavallaætt og langafi minn, Grímur á Nesjavöllum, fædd- ist 1799 og svo er ég líka hálfur Vest- firðingur,“ segir Hergeir sem ólst upp í Flóanum, að Gerðum í Gaul- verjabæjarhreppi. „Það eru 50 ár síðan ég kom að Selfossi, 21 árs gamall, og var þá búinn að vinna til sjávar og sveita við ýmis störf. Ég var við vinnu á verkstæði Steindórs í Reykjavík og fann þá á mér að það þýddi ekkert að hanga við það áfram og dreif mig austur að Selfossi til að kanna möguleikana þar. Þá hitti ég Magnús Sveinsson en hann var að- stoðarmaður Guðmundar Böðvars- sonar sem þá sá um verkstæðin og alla þá fjölbreyttu starfsemi sem kaupfélagið hafði á sinni könnu. Ég fékk að vita að það væri möguleiki á því að komast í rafvirkjanám og í ársbyrjun 1956 fluttist ég að Sel- fossi. Hér voru þá innan við 1.500 manns og alveg ljómandi gott að koma. Maður fór í Tryggvaskála og gerðist kostgangari hjá Kristínu og Brynjólfi. Svo þegar ég fór í iðnskól- ann kom Kristín til mín og sagði að það lægi ekkert á að borga því ég væri í skóla. Ég þakkaði fyrir en sagðist nú borga meðan ég ætti pen- inga. Samskiptum við þau hjónin gleymir maður aldrei. Það var ódýrara að lifa á þessum tíma en nú er, enda maður ekki með síma í vasanum eða annað tæknidót og mátti þakka fyrir að hafa aðgang að útvarpi. Svo var tíðarandinn þannig að þrátt fyrir það að margt væri víða í heimili var einhvern veg- inn alltaf hægt að taka inn leigjanda í fæði og húsnæði. Fólk bjargaði sér á þessum tíma og samhjálpin var mikil,“ sagði Hergeir. Myndi ekki ganga í lögregluna Á þeim tíma sem Hergeir kom til KÁ var mikil gróska á Selfossi og uppbyggingarkraftur. Sem meðal annars kom fram í því að ný fyrir- tæki voru stofnuð. „Ég fór í fyrir- tækið Rafgeisla á þessum tíma og vann hjá því í verkum víða um land. Fyrst vorum við á Raufarhöfn og svo á Þórshöfn. Þar var sérstakt um- hverfi og mikil þörf fyrir endurnýjun bæði á raflögnum og fleiru,“ sagði Hergeir sem fór úr rafvirkjastörf- unum í lögregluna árið 1960 og starfaði fyrst í Reykjavík sem sum- armaður. „En 1961 hafði ég hitt konuefnið mitt, Fanney Jónsdóttur, og við fórum saman í síld á Raufar- höfn og Seyðisfjörð. Það var óskap- lega gaman og margt að gerast í kringum síldarplanið. Ég vann sem bílstjóri og lenti meðal annars í því að ræsa mannskapinn hvenær sem var sólarhrings þegar síldin kom og það er ekki hægt að segja annað en að líf hafi verið í tuskunum. Vorið 1962 fórum við að búa á Sel- fossi og ég byrjaði í lögreglunni. Þar var ég þar til fyrir fjórum árum að ég hætti störfum. Það var ágætt að vera í lögreglunni þótt ég mundi ekki vilja ganga í hana sem ungur maður núna. Þetta var ævintýri í upphafi og maður festist í þessu starfi. Þetta var mikið hjálparstarf og áhersla á að hafa sveigjanleika til slíks. Svo kynntist maður mörgu já- kvæðu í gegnum sjúkraflutningana sem voru eftirminnilegir,“ segir Hergeir sem hefur fylgst með Sel- fosskaupstað vaxa og dafna. Frá þessum árum var eftirminni- legast þegar kaupfélagsverkstæðin brunnu 1956. Þetta var svakalegur bruni og með ólíkindum hvað menn sýndu mikinn dugnað bæði við slökkvistörf og svo við að endurreisa verkstæðin enda mikið í húfi. Ekki blóð úr framsóknarmanni „Annað sem er minnisstætt frá þessum árum er þegar loftpúðaskip- ið kom hingað upp eftir Ölfusá. Það voru allir mjög spenntir fyrir því og ég tók þátt í að mæla hvað hátt væri undir Ölfusárbrúna áður en skipið kom. Á þessum tíma voru menn með hugmyndir um að nota svona tæki í flutningum,“ segir Hergeir sem er hinn sprækasti þrátt fyrir að efri ár- in nálgist en hann fór í hjartaaðgerð sem bjargaði lífi hans árið 1990. Að- gerðin var framkvæmd í Englandi og Hergeir sér jákvæða hlið á því öllu saman. „Ég er mjög feginn að hafa verið skorinn í Englandi því ég get verið öruggur um að í aðgerðinni fékk ég ekki blóð úr framsóknar- manni sem mér finnst mikið atriði en síðasti framsóknarmaðurinn í Eng- landi dó á dögum Hróa Hattar og gott ef Hrói drap hann ekki sjálfur,“ segir Hergeir Kristgeirsson og hlær við. Hergeir Kristgeirsson, fyrrverandi lögreglumaður á Selfossi, er með myndagallerí í bílskúrnum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Myndastofa Hergeir Kristgeirsson hefur sett upp gamlar ljósmyndir í bíl- skúrnum. Hann sér eftir því að hafa ekki tekið ennþá fleiri myndir. Störfin í lögreglunni voru stundum ævintýri Eftir Sigurð Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.