Morgunblaðið - 19.11.2005, Side 36
36 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG
Sex konur, sem allar erustarfsmenn Sparisjóðsins íKeflavík, brugðu sér af bæum síðustu helgi. Þær
ákváðu að taka sér langa helgar-
rispu í námunda við páfann, nánar
tiltekið í ítölsku höfuðborginni Róm.
Þær flugu í beinu leiguflugi á
fimmtudegi með Úrval-Útsýn og
mættu svo endurnærðar í vinnuna á
ný á þriðjudagsmorgni. Þetta er ald-
eilis ekki í fyrsta skipti sem ferða-
þráin gerir svona rækilega vart við
sig í Sparisjóðnum því vinnufélag-
arnir hafa það á stefnuskránni að
fara saman út fyrir landsteinana á
tveggja ára fresti. Til að markmiðin
gangi eftir hafa þær stofnað með sér
ferðasjóð, sem í rennur smá upphæð
á útborgunardögum.
„Þetta er í fjórða skiptið
sem þessi hópur ferðast
saman og það er alltaf voða
gaman hjá okkur,“ sagði
Sigurlaug Gunnarsdóttir í
samtali við Ferðablaðið að
aflokinni vel heppnaðri
Rómarförinni. „Í fyrsta
skiptið fórum við til Mall-
orka. Í annað skiptið var
ferðinni heitið að Gardavatn-
inu á Ítalíu og í þriðja skiptið
voru frændur okkar í Kaup-
mannahöfn sóttir heim í jóla-
mánuðinum sem er yndis-
legur tími þar.“
Pompei og Péturskirkjan
Þær stöllur fóru í tvær
skipulagðar skoðunarferðir
á meðan á Rómardvölinni
stóð. Á föstudeginum var
lagt í hálfs dags ferð í Vatík-
anið, sem dregur að sér tíu
þúsund gesti daglega, Vatík-
ansafnið, Sixtusar kapelluna
og Péturskirkjuna, sem er
stærsta og að margra mati, fegursta
kirkja heims. Á sunnudeginum
ákvað hópurinn svo að takast á
hendur dagsferð til hafnarborgar-
innar Pompei, sem fór undir ösku
árið 79 eftir Krist í eldgosi þegar
eldfjallið Vesúvíus gaus. Þar skoð-
uðu þær óviðjafnanlegar og heilleg-
ar fornminjar Rómverja frá keisara-
tímanum.
Margt fallegt í búðunum
„Svo má ekki gleyma því sem líka
er bráðnauðsynlegt í svona konu-
ferðum. Við vorum nefnilega einkar
duglegar við að mæla göturnar og
kíkja í búðirnar. Margt flott og fal-
legt er til í búðunum í Róm og þar er
sömuleiðis hægt að gera góð kaup
þar sem evran er okkur hagstæð nú
um mundir. Útikaffihúsin höfðu líka
visst aðdráttarafl enda var veðrið
hreint himneskt þessa daga. Hitinn
fór yfir 20 stig á daginn og niður í 10
stig á kvöldin. Kvöldunum eyddum
við svo á góðum veitingahúsum og
mæli ég sérstaklega með skemmti-
legum veitingastað, sem heitir II
Brillo Parlante og er staðsettur í
skemmtilegum kjallara með alls
konar litlum herbergjum hvert inni
af öðru. Þar fengum borðuðum við
m.a. perur með parmaosti í forrétt
og safaríka nautasteik í aðalrétt,“
segir Sigurlaug og bætir að lokum
við að hópurinn hafi haldið til á Del
Mellini, sérlega glæsilegu fjögurra
stjörnu hóteli í göngufjarlægð við
miðborgina og Vatíkanið.
RÓM | Vinnufélagar hjá Sparisjóðnum í Keflavík tóku sér langt helgarfrí og flugu á slóðir páfans
„Það er alltaf
gaman hjá okkur“
Ferðafélagarnir og íslensku bankastarfsmennirnir við bankainngang fortíðarinnar
í Pompei, frá vinstri: Oddný Leifsdóttir, Eydís Eyjólfsdóttir, Ragnheiður Halldórs-
dóttir, Dagbjört Bragadóttir, Hjördís Brynleifsdóttir og Sigurlaug Gunnarsdóttir.
Ítalskir þjónar á veitingahúsinu L’ambsciata
D’abruzzo í Paroli-hverfi sprella við gesti sína.
Í Pompei, borginni sem grafin var upp úr ösku.
Þær vinna saman og
hafa stofnað ferðasjóð
til að nota í spennandi
ferðalög til útlanda ann-
að hvert ár. Jóhanna
Ingvarsdóttir forvitn-
aðist um nýafstaðna
Rómarferð.
join@mbl.is
Listaverk við Vatikanið.
frá11.300
3 dagar í Danmörku
Opel Corsa eða sambærilegur
kr. - ótakmarkaður akstur,
kaskó, þjófavörn, flugvallargjald
og skattar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
ER
30
00
9
10
/2
00
5
Sími: 50 50 600
www.hertz.is
Bókaðu bílinn heima
- og fáðu 500 Vildarpunkta
www.gisting.dk
sími: 0045 3694 6700
Ódýr og góð gisting
í hjarta Kaupmannahafnar
Ódýrari bílaleigubílar fyrir
Íslendinga.
Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku.
Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur,
allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð.
( Afgr.gjöld á flugvöllum. )
Höfum allar stærðir bíla, 5 - 7 manna
og minibus 9 manna og rútur
með/án bílstjóra
Sumarhús
Útvegum sumarhús í Danmörku af
öllum stærðum - frá 2ja manna og
uppí 30 manna hallir. Valið beint af
heimasíðu minni. Pantið núna fyrir
árið 2006 og greiðið staðfestingar-
gjald eftir áramót.
Fjölbreyttar upplýsingar á
heimasíðu; www.fylkir.is
Fylkir.is ferðaskrifstofa
sími 456-3745
Eina ferðaskrifstofan á Vestfjörðum
sem ekki nýtur styrkja frá
opinberum aðilum.
Bílaleigubílar.
Sumarhús í
DANMÖRKU
Ísumar býður ferðaskrifstofanTerra Nova Íslendingum upp ávikulegt flug til Búlgaríu.
Að sögn Bjarna Hrafns Ingólfs-
sonar markaðsstjóra hjá Terra
Nova verður flogið vikulega frá 18.
maí til 21. september til Varna í
Búlgaríu.
Áfangastaðurinn Golden Sands er
í um tuttugu mínútna aksturs-
fjarlægð frá flugvellinum og rétt
innan við fimm tíma tekur að fljúga
til Varna.
Golden Sands er ferðamanna-
staður við Svartahafið. Aðstaðan er
að sögn Bjarna frábær og gististað-
irnir líka því í boði eru 4–5 stjörnu
hótel og nýjar íbúðir. Íslenskur far-
arstjóri verður í sumar á svæðinu og
boðið upp á fjölda skoðunarferða.
Bjarni bendir á að verð sé hag-
stætt í Búlgaríu og það eigi bæði við
um matvörur og annan varning.
Hægt verður að fá ferðir á innan
við fjörutíu þúsund krónur á mann
miðað við 4 manna fjölskyldu í viku
og þá er dvalið í nýrri íbúð. Bjarni
segir að ef tekið sé dæmi um tvo sem
deila herbergi með morgunverði sé
verðið fyrir viku frá rúmlega 48.000
krónum.
Flogið verður með spánska flug-
félaginu Futura.
Sala í ferðirnar til Búlgaríu hefst
að sögn Bjarna á morgun, sunnudag.
NÝR ÁFANGASTAÐUR | Ferðaskrifstofan Terra Nova
Vikulegt flug til Búlgaríu
Flogið verður til Búlgaríu með spænska flugfélaginu Futura í allt sumar.