Morgunblaðið - 19.11.2005, Síða 37

Morgunblaðið - 19.11.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 37 UMRÆÐAN NEFND á vegum dóms- málaráðherra hefur nýlega skilað tillögum að breyttri skipan lög- reglumála í landinu. Eðlilegt er að huga að skipan sýslu- mannsembætta og lögreglumála í landinu ekki síst með tilliti til breyttra samgangna og búsetumynsturs. Nefndin leggur upp með mörg fögur markmið eins og að efla almenna löggæslu og hraða rannsóknum sakamála. Nefndin leggur til að löggæsluumdæm- um í landinu verði fækkað úr 26 í 15 og af þeim verði 7 einskonar lyk- ilembætti sem starfrækja rann- sóknadeildir og fara með rannsókn og saksókn stærri mála.. Sýslumenn eru umboðsaðilar ríkisins í héraði Löggæslan og starfsemi sýslu- manna er einn mikilvægasti þáttur í almannaþjónustu landsmanna og þessi embætti eru þjónustustofn- anir og umboðsaðilar ríkisins í héraði auk þess að fara með lög- reglustjórn. Nærþjónusta þessi skiptir því íbúana miklu máli. Þá ber og til að líta að opinber störf sýslumannsembætta og lög- reglu skipta hin minni samfélög gríðarlega miklu varðandi fjöl- breytni atvinnulífs. Dóms- málaráðherra hefur boðað að flutt verði 12–15 sérgreind störf og verkefni til Blönduóss og byggð upp við sýslumannsembættið á staðnum. Því fagna ég og tel að þarna hafi verið tekið myndarlega á sem vonað er að framhald verði á við önnur sýslumannsembætti. Vafalaust má flytja stærri hluta af eftirlitsstofnunum til sýslumanns- embættanna en sá iðnaður þenst út og vex eins og gorkúlur á haug á suðvesturhorninu. Nauðsynlegt er að fá strax fram hugmyndir og áætlanir stjórnvalda um frekari flutning verkefna til sýslumanns- embættanna út um land. Hlutverk lögreglunnar er víðtækara en elta þjófa og ökuníðinga Stafsemi lögreglumanna tengist ekki einungis löggæslumálum, elta uppi þjófa og þá sem brjóta um- ferðarlögin, sem mér finnst tillög- urnar taka um of mið af. Lög- reglustjórar fara með yfirstjórn leitar- og björgunarstarfa á landi. Þjónusta lögreglunnar að minnsta kosti út um land er ekki síður tengd fjölþættri aðstoð og leið- sögn við hinn almenna borgara, aðstoð í erfiðri færð eða vegna slysa eða annarra neyðartilvika, sjúkra- flutningum og björg- unarstörfum og svo ótal margt annað. Þar skiptir nálægð þjónustunnar ekki síst máli og er afar mikilvæg fyrir strjál- byggð, fámenn, landstór eða sam- göngulega eingraðar byggðir. Það er eink- um við þessi land- stóru dreifbýlu sveit- arfélög sem ríkið ber sérstakar skyldur í forsjá lög- gæslumála. Og það er nú einmitt þegar aðstæður eru erfiðastar sem þörfin er mest. Hvers eiga Búðardalur, Patreksfjörður eða Hólmavík að gjalda? Nefndin gerir tillögur um að lögreglan í Búðardal fari undir Borgarnes. Sömuleiðis að lög- reglan á Hólmavík fari þangað. Einnig er gert ráð fyrir að lög- gæsla í Reykhólahreppi fari undir Borgarnes. Þá er gert ráð fyrir að lögreglan á Patreksfirði fari undir sýslumanninn á Ísafirði. Ansi verða nú sýslumennirnir strípaðir á þessum stöðum þegar lögreglan hefur verið tekin frá þeim. Hætt er þá við að embættin sjálf og um- sýsla þeirra fari fljótlega sömu leið. Með sýslumenn á staðnum er þó langnærtækast að þeir verði áfram lögreglustjórar en hafi sam- vinnu sín á milli og við nágranna- embættin. Patreksfjörður og Ísa- fjörður eru í innbyrðis vegasambandi aðeins örfáa mánuði á ári. Umdæmi Hólmavíkurlög- reglu spannar nokkur hundruð kílómetra og vegirnir lokast oft vegna veðra. Er ekki séð að ör- yggi íbúanna aukist við að færa lögreglustjórn Strandamanna suð- ur í Borgarnes, en um 200 km eru frá Borgarnesi til Hólmavíkur og liðlega 300 km norður í Árnes- hrepp. Varðandi Búðardal væri miklu nær að sameina Reykhóla og Búð- ardal og setja þar a.m.k. tvo lög- reglumenn undir stjórn sýslu- mannsins í Búðardal. Lykilembætti lögreglu á Norðurlandi vestra Á Norðurlandi vestra væri sjálf- sagt að byggja upp lykilembætti með rannsóknadeild t.d. á Sauð- árkróki sem tæki til Siglufjarðar að botni Hrútafjarðar. En tillögur nefndarinnar gera ráð fyrir að staða rannsóknarlögreglumanns á Sauðárkróki fari til Akureyrar og þar verði lykilembætti lögreglu. Siglufjörður, Skagafjörður og Húnavatnssýslur hafa samvinnu um margt m.a. innan Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjölbrautaskóla NV, um Atvinnuþróunarfélag, Svæðisnefnd fatlaðra og Svæðisvinnumiðlun svo nokkuð sé nefnt. Slík tengsl eru síður fyrir hendi milli Norður- lands vestra og Akureyrar. Þjónustan verði ákveðin í samráði við íbúana Framkvæmdanefndin mun hafa reynt að samþætta sjónarmið með Sýslumannafélaginu og Lands- sambandi lögreglumanna, sem er gott. Minna virðist hafa farið fyrir samráði við íbúana í viðkomandi héruðum. Sveitarstjórnir eru nú boðaðar á kynningarfundi um mál- ið eins og allt sé ákveðið. Í stað þess að ræða málin heima í hér- uðunum fyrst eru Vestfirðingar allir boðaðir á Ísafjörð og Hún- vetningar og Skagfirðingar boð- aðir til Akureyrar. Þetta getur ekki talist skynsamleg leið til samráðs við íbúana á þessum stóru landsvæðum. Ljóst er að þessar tillögur verð- ur að skoða miklu nánar. Tekið er undir áherslu nefnd- arinnar að málið verði í raun unn- ið þannig: „Síðast en ekki síst er mik- ilvægt að breið samstaða skapist um þær tillögur að breytingum sem hrint verður í framkvæmd.“ Um þjónustu löggæslu og sýslumannsembætta Jón Bjarnason fjallar um tillögur að breyttri skipan lögreglumála ’Í stað þess að ræðamálin heima í hér- uðunum fyrst eru Vest- firðingar allir boðaðir á Ísafjörð og Húnvetn- ingar og Skagfirðingar boðaðir til Akureyrar.‘ Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. RAK í rogastans um daginn þegar ég sá hátæknilegan arkitektúr á landspít- alalóðinni, glæstar hall- ir og umgjörð sem líkja má við sjálfan ald- ingarðinn. Er ráða- mönnum þessa lands virkilega alvara með byggingu hátækni- sjúkrahúss? Vita ráðamenn ekki að hátæknisjúkrahús er þegar til og hefur verið lengi? Vandi okk- ar Íslendinga liggur ekki í þekkingar- eða tækniskorti heldur allt of stórri yf- irbyggingu Landspítalans og víðu verksviði. Háskólasjúkrahúsið þarf ekki meiri samþjöppun heldur þvert á móti úthreinsun. Gerum okkur grein fyrir því að flöskuháls heilbrigðisgeirans er ekki fólk með flókna sjúkdóma. Vandinn er elli, geðsjúkdómar, fíkniefni, hræðsla og leti. Þetta eru verkefnin sem bíða og hátæknisjúkrahús leysir ekkert þeirra. Förum því hina leiðina og léttum byrði háskólasjúkra- hússins, sköpum því svigrúm svo spítalinn standi undir nafni. Opn- um hliðin fyrir nýjum einingum og minni, gef- um einstaklings- framtakinu byr undir báða vængi og hverfum frá þeirri miðstýringu sem nú ríkir. Með því myndi ábyrgð aukast og kostnaðarvitund, fjöl- breyttari rekstrarform sæju dagsins ljós og þau bestu lifa áfram. Á meðan eldri borgarar liggja hver um annan þveran á ríkisstofnunum, fíklum blandað saman, gömlum sem ungum, og allir settir undir sama hatt, geðveikum úthýst, deildum lok- að og mannekla viðvarandi finnst mér ótækt að bjóða þjóðinni upp á óráðs- hjal eins manns sem þetta hátækni- sjúkrahús svo sannarlega er. Ég þykist líka vita að eldri borg- urum, fíklum og geðveikum verði í kot vísað á nýju hátæknisjúkrahúsi, þeir sem eiga sjónvarp fá kannski að fylgjast með ráðamönnum liggja úr sér í sínum prívat svítum og skyldi einhver eiga tvö sjónvörp getur hann líka fylgst með skrautfuglunum í nýju tónlistarhúsi sem brátt rís. Framámenn sjúkrahúsanna og stjórnendur eru sterkar málpípur og kynda auðveldlega stóra elda, þörfin sjálf er hins vegar mjóróma og nær sjaldnast til himins. Ég hvet þing- menn eindregið til að staldra við og íhuga þessi mál áður en lengra er haldið. Er ykkur virkilega alvara?! Lýður Árnason fjallar um vandamál hátækni- sjúkrahússins Lýður Árnason ’Háskólasjúkrahúsiðþarf ekki meiri sam- þjöppun heldur þvert á móti úthreinsun. ‘ Höfundur er heilbrigðisstarfsmaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.