Morgunblaðið - 19.11.2005, Side 38

Morgunblaðið - 19.11.2005, Side 38
38 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U mtalsverðar áhyggjur og gagnrýni hafa komið fram af hálfu íbúa á borgarafundum þar sem kynntar hafa verið áætlanir um framkvæmdir við 1. áfanga Sundabrautar. Er ljóst að íbúasamtök vilja sjá fleiri kosti en þá sem bornir hafa verið á borð um fyrsta áfanga Sundabrautar og þá leið sem borgaryfirvöld og Vegagerðin stefna nú að. Mismunandi tölur um kostnað og arðsemi einstakra kosta hafa verið settar fram og munar þar allt að 10 milljörðum á leiðum yf- ir Kleppsvík og þær vegtengingar, sem fjallað var um við umræður á íbúafundi í fyrrakvöld. Í skýrslu sem gerð var um mat á um- hverfisáhrifum 1. áfanga Sundabrautar, þ.e. lagningu hennar frá Sæbraut yfir Kleppsvík að Hallsvegi, sem unnin var af verkfræðistofunni Línuhönnun fyrir Vega- gerðina og Reykjavíkurborg, voru lagðir fram þrír aðalvalkostir. Leið I (svonefnd ytri leið), hábrú. Leið I (ytri leið), botngöng sem grafin yrðu ofan í yfirborð botnsins, Leið III (svonefnd eyjalausn eða innri leið). Í matsskýrslunni var gert ráð fyrir að eyjalausnin fælist í um 100 metra landfyll- ingu út frá Gelgjutanga, 60–70 metra langri brú yfir á um 500 metra langa manngerða eyju í miðri Kleppsvíkinni og þar tæki við 170–200 metra löng brú yfir á Gufunes- höfða. Stefnt að því að innri leiðin verði fyrir valinu Reykjavíkurborg og Vegagerðin virðast hafa sett sér þá ákveðnu stefnu að Sunda- brautinni verði valinn staður á innri leið og hafa tvær lausnir verið til skoðunar, annars vegar eyjalausnin sem fjallað er um í mats- skýrslunni og hins vegar gerð lágbrúar yfir Kleppsvík. Fleiri kostir hafa þó verið settir fram í umræðunni um tengingu Sundabrautar við Sæbraut, þverun Klappsvíkur og hvar brautin tengist Hallsvegi austan víkurinn- ar. Í vegaáætlun fyrir árin 2005–2008 er gert ráð fyrir að samtals 360 milljónir fari í gerð Sundabrautar frá Sæbraut að Hallsvegi í Grafarvogi. Umhverfisráðherra staðfesti nýlega úrskurð Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fyrir þennan vegar- kafla með ákveðnum skilyrðum. Ríkisstjórnin ákvað að verja átta millj- örðum króna til þessa verks, og kom fram í fréttatilkynningu forsætisráðuneyrisins í kynningu á þeirri ákvörðun að miðað væri við að innri leiðin yrði valin í samræmi við álit Vegagerðarinnar. Þetta hefur verið túlkað svo að framlagið sé bundið því að þessi leið verði fyrir valinu. Anna Kristins- dóttir, formaður framkvæmdaráðs Reykja- víkur, sagði á íbúafundinum í fyrrakvöld að símaféð sem ríkisstjórnin hefði heitið til verksins hefði verið bundið því að innri leið- in yrði farin. Þegar spurst var fyrir um þetta í samgönguráðuneytinu í gær var það staðfest og vísað til orðalagsins í fréttatil- kynningu forsætisráðherra. Ráðgert er að hefja framkvæmdir um mitt ár 2007 og stefnt að verklokum 2010. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar felur jafn- framt í sér áframhaldandi lagningu Sunda- brautar upp í Geldinganes og um Álfsnes upp á Kjalarnes. Er við það miðað að hægt verði að ráðast í framkvæmdirnar 2009– 2010 og síðari áfanga, þ.e. um Álfsnes upp á Kjalarnes, verði lokið árið 2011. Áætlaður kostnaður við síðari áfanga verksins er á bilinu 6–8 milljarðar króna og er fyrirhugað að hann verði boðinn út og fjármagnaður í einkaframkvæmd, að því er kom fram í greinargerð ríkisstjórnarinnar. Reykjavík- urborg á eftir að breyta aðalskipulagi sínu varðandi þessa leið og þá útfærslu sem verður fyrir valinu. Eyjalausnin talin arðbærust Í matsskýrslunni kom fram að arðsemi mismunandi framkvæmdakosta hefði verið hábrú, og mis mótum Sun Kleppsvík ver löngum steypt a.m.k. 10 metr Leið III (in skýrslu um fr fyrir að verði lengd Sundab verði lögð í l kafla vestan K lægt hringtorg Skeiðarvogar/ vík verði þver Gelgjutanga, 500 metra lan víkinni og áfra brú yfir á Guf Því næst mun m löngum jar Sundabraut m sem verði 800 lægum gatnam Sú hugmyn ræðunni að áli yfir víkina ef i ur en að ráðis eyjalausnin g hafa verið la lágbrú á þessa Einnig er f lega um tillög væru ekki lög voru annars v sem myndu te brautar og jarðgöng fen Þessi göng þó reiknuð út, og var niðurstaðan sú að arð- semi eyjalausnarinnar, þ.e. innri leiðarinn- ar, væri mest eða 14%. Arðsemin væri hins vegar 7–8% fyrir aðrar leiðir, þ.e. hábrú, botngöng og jarðgöng á leið I. Stofnkostn- aður við hábrú á leið I er áætlaður um 15 milljarðar kr. þegar kostnaðartölur í mats- skýrslu hafa verið uppfærðar til verðlags í nóvember í ár, skv. yfirliti sem kynnt var á borgarafundi í fyrrakvöld. Kostnaður við botngöng á leið I er skv. matsskýrslu áætlaður 17 milljarðar á nú- virði, jarðgöng á leið I eru talin myndu kosta 12,2 milljarða en eyjalausnin er talin ódýrust og myndi kosta um 9,4 milljarða. Kostnaður við jarðgöng á leið I er áætlaður um 16,3 milljarðar. Í öllum lausnunum er miðað við þveranir og mislæg gatnamót beggja vegna. Skoðum nánar helstu framkvæmdakosti sem kynnt- ir hafa verið: Leið I (ytri leið), hábrú: Í matsskýrsl- unni kemur fram að lengd Sundabrautar skv. leið I, með gerð hábrúar, verði 2,4 km og reist verði mislægt hringtorg á gatna- mótum Sæbrautar og Skeiðarvogar/ Kleppsmýrarvegar og mislæg svonefnd punktgatnamót á gatnamótum Sunda- brautar og Sæbrautar. Kleppsvík verði þveruð með 1.230 m langri og allt að 48 m hárri brú og Sundabraut muni tengjast 1,0 km löngum Hallsvegi á Gufunesi í mislæg- um gatnamótum. Leið I (ytri leið), botngöng: Gert er ráð fyrir að lengd Sundabrautar skv. þessari leið verði 2,6 km. Mislægt hringtorg verði reist á gatnamótum Sæbrautar og Klepps- mýrarvegar/Skeiðarvogar sbr. leið I, Fréttaskýring | Átta milljarða framlag rík miðast við „innri leiðina“ en íbúar vilja Umdeildir va jarðgöng eð Svonefnd eyjalausn við lagningu Sundabrautar gerir ráð f ur við 170–200 m löng brú yfir á Gufuneshöfða. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is '           ' ( )*  ( )*, ( )*-  ( )))*./  - "        &  !  &0% 10% $0$ 203 405 : !" " "$$ ! #; ! " #  $  "& "     "  $  ! " &"  $$$    !$ %   ("  " !  67"   RÉTT ÁKVÖRÐUN Geir H. Haarde, utanríkisráð-herra, gaf merkilega yfirlýs-ingu á Alþingi í fyrradag. Hann fjallaði um íslenzka friðar- gæzluliða í Afganistan og skýrði frá því, að þeir sem hafa starfað í norð- urhluta Afganistan yrðu kallaðir á brott þaðan og mundu koma heim um miðjan desember. Skýringin á þessari ákvörðun kom fram í eft- irfarandi ummælum ráðherrans. „Á undanförnum vikum hefur spenna aukizt verulega milli afg- anskra stríðsherra í norðurhluta landsins og hafa árásir verið gerðar á fulltrúa óháðra hjálparsamtaka og friðargæzluliða … Því hefur verið ákveðið að hætta þátttöku í end- urreisnarsveit í norðurhlutanum en halda áfram í vesturhlutanum að öllu óbreyttu. Jafnframt verða kannaðir möguleikar á öðru ís- lenzku framlagi til friðargæzlu Atl- antshafsbandalagsins í Afganistan, sem komi í staðinn og samræmist kröfum um öryggi borgaralegra friðargæzluliða.“ Þetta er rétt ákvörðun hjá utan- ríkisráðherra og tímabær. Það er augljóst af orðum hans á Alþingi að íslenzkir friðargæzluliðar hafa verið komnir í þá stöðu í norðurhluta Afg- anistan, sem er í engu samræmi við þær yfirlýsingar, sem gefnar hafa verið hér heima fyrir um störf þeirra og hlutverk. Arnór Sigurjónsson, skrifstofu- stjóri Íslenzku friðargæzluliðanna, hefur m.a. lýst hlutverki þeirra í Afganistan á þann veg, að þeim væri ætlað „að ferðast um afskekkt þorp og héruð til að safna upplýs- ingum um ástand þessara staða, skilgreina hvers konar aðstoð þurfi að veita og hjálpa við að samræma og skipuleggja uppbyggingu“ eins og fram kom í frétt hér í blaðinu 21. júlí sl. Ekki þarf annað en lesa ræðu ut- anríkisráðherra á Alþingi í fyrradag til þess að sjá, að störf friðargæzlu- liðanna í norðurhluta Afganistan hafa verið komin langt út fyrir þessa verkefnalýsingu skrifstofu- stjórans og út af fyrir sig umhugs- unarefni hvernig á því stendur. Hver hefur gefið heimild til þess? Davíð Logi Sigurðsson, blaðamað- ur Morgunblaðsins, var fyrir nokkru á ferð í Afganistan og skrif- aði grein um þá ferð hér í blaðið 25. september sl. Hann sagði m.a.: „Athygli mína vakti, að Ian Ridge, undirofursti í brezka hernum þýddi MOT (endurreisnarsveitirnar, sem íslenzku friðargæzluliðarnir hafa verið aðilar að) sem „Military Observation Team“. Hér heima hafa menn rætt um „hreyfanlegar athug- unarsveitir“, sem ku vera þýðing á „Mobile Oservation Team“. Ekki skal það val gert tortryggilegt hér – og eftirgrennslan leiddi raunar í ljós, að embættismenn í utanríkis- ráðuneytinu íslenzka eru ekki þeir einu, sem þýða MOT svona. En þeg- ar málið var borið undir talsmenn ISAF (endurreisnarsveitir alþjóð- lega öryggisliðsins í Afganistan) var engu að síður skýrt í þeirra huga að um „hernaðarlegar“ athugunar- sveitir væri að ræða. Sem fyrr segir notaði Ridge und- irofursti í Mazar einmitt þessa út- gáfu, „Military Observation Team“ og spurði ég hann því sérstaklega út í það. Hann sagði orðið „military“ vera notað einfaldlega vegna þess, að teymin væru hernaðarleg og vegna þess, að hlutverk þeirra væri að vera úti í afskekktari byggðun- um, sýna heimamönnum þar að ISAF væri á staðnum til að gæta ör- yggis, þó að ekki færi mikið fyrir því.“ En síðan segir Davíð Logi: „En frásögn Ridge gaf líka skýrt til kynna hið tvöfalda hlutverk MOT- teymanna, sem var áður vikið hér að, þeim er nefnilega einnig ætlað að hlusta eftir óskum heimamanna hvað varðar nauðsynlegar umbætur og uppbyggingarverkefni.“ Það hlutverk er nær því, sem Arnór Sigurjónsson sagði við Morg- unblaðið í sumar að væri verkefni sveitanna. Og ummæli utanríkisráð- herra á Alþingi gætu bent til þess að íslenzkir friðargæzluliðar í vest- urhluta Afganistan væru að sinna slíkum verkefnum. Alþingi Íslendinga hefur ekki tek- ið ákvörðun um að setja á fót ís- lenzkan her og heldur ekki vísi að íslenzkum her. Alþingi hefur heldur ekki tekið þá stefnumarkandi ákvörðun að íslenzkir friðargæzlu- liðar skuli taka þátt í hernaðarlegri starfsemi í störfum sínum á erlendri grund. Slíkar ákvarðanir verða ekki teknar nema af Alþingi og að und- angengnum ítarlegum umræðum á Alþingi og raunar í þjóðfélaginu öllu. Hörmulegir atburðir í Afganistan á sínum tíma þegar Íslendingar sinntu stjórnunarstörfum á flugvelli þar urðu til þess að margir hrukku við og veltu því fyrir sér, hvort svo- kölluð friðargæzlustörf á okkar veg- um væru komin úr böndum. Það mál var hneyksli, sem sýndi, að Íslend- ingar hafa ekki tileinkað sér þann aga, sem þarf að virða í slíkum störfum. Það urðu litlar umræður um það hér á Íslandi, að teppakaup urðu til þess að saklaust fólk missti lífið og fjölskylda í Afganistan litla stúlku, sem var fyrirvinna hennar. Grein Davíðs Loga Sigurðssonar hér í blaðinu undir lok september- mánaðar vakti líka upp spurningar um, hvort allt væri sem sýndist í fyrirhuguðum störfum Íslendinga í Afganistan. Nú er komið í ljós, að svo var ekki. Íslenzkir friðargæzluliðar hafa augljóslega verið þátttakendur í einhverju, sem nálgast hernaðarleg störf og þeir hafa augljóslega verið í stórhættu og eru kannski enn. Þess vegna var það rétt ákvörðun hjá utanríkisráðherra að kalla þá þegar í stað heim og beina framlagi Íslands til friðargæzlu í annan og skynsamlegri farveg fyrir okkur. Við eigum ekki að senda fólk í störf, sem jaðra við að vera hernaðarleg. Höfum hvorki til þess þekkingu, þjálfun né þann aga sem til þarf. Það er nóg af öðrum verkum að vinna í öðrum heimshlutum til þess að rétta fólki hjálparhönd. Það þarf að rétta af kúrsinn hjá Íslenzku friðargæzlunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.