Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 42

Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 42
42 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í FYRRAVOR var fjölmiðla- frumvarpinu vísað í þjóðaratkvæða- greiðslu af forseta vorum þegar hann neitaði að undirrita það. Nei, ekki var frumvarpið sett í þjóðaratkvæða- greiðslu eins og stjórnarskráin kveð- ur á um að skuli gera. Það mátti ekki ske. Í skoðanakönnunum var yfir 70% lands- manna á móti laga- frumvarpinu og yrði það fellt í þjóð- aratkvæðagreiðslu þá væri stjórnin í vondu máli, fallin og kosningar fram- undan sem var ekki góður kostur fyrir stjórnina með allt niður um sig í Íraks- málinu. Á vordögum sl. skaut upp á Alþingi kyndugu máli. Þingmaður Frjálslynda flokksins, Gunnar Örlygsson, sagði sig úr flokknum og gekk í Sjálfstæðisflokk- inn og situr nú á þingi fyrir sjálfstæð- ismenn í skjóli atkvæða sem hann fékk frá kjósendum Frjálslynda flokksins. Þarna er lýð- ræðisréttur kjósenda Frjálslynda flokksins bor- inn fyrir borð. Þegar kosið er til fjögurra ára kemur í ljós fylgi flokka og þing- mannafjöldi hvers flokks og varamenn ef einhver forfallast eða veikist. Þarna er Gunnar Örlygs- son að bera fyrir borð lýð- ræðislegan rétt kjósenda Frjálslynda flokksins. Ef þessi gjörningur er látinn standa er búið að opna fyrir það að flokkar geti keypt sér annarra flokka þingmenn til liðs við sig. Ekki háir opna bókhaldið þeim og nógir aurar til. Kátt er á þingi. Er lýðræðið á Íslandi fokið út í veður og vind? Halldór Halldórsson fjallar um lýðræðið Halldór Halldórsson ’Þarna er lýðræð-isréttur kjósenda Frjálslynda flokksins borinn fyrir borð. ‘ Höfundur er skipstjóri. Í HVERT sinn sem ég heyri fréttir um vinnuslys sem leiðir til dauða verður mér hugsað til afleið- inga fáránlegra reglna um útreikn- ing bóta við missi maka í skaða- bótalögum. Það er skammarlegt að ekki skuli vera búið að leiðrétta þetta óréttlæti. Í tvígang hef ég lagt til að skaðabótalögin verði end- urskoðuð og sér- staklega verði hugað að endurskoðun á þeim ákvæðum sem snúa að bótum til eft- irlifandi maka eða sambúðarmaka vegna missis framfæranda, en ekkert hefur mið- að. Algjört virðingarleysi Bætur vegna missis fullfrísks maka miðast nú við örorku hins látna ef hann hefði lif- að slysið af og eru dregnar frá upphæð- inni bætur sem hinn látni hefði fengið frá Tryggingastofnun, úr slysatryggingum og örorkulífeyri frá lífeyr- issjóði, en fékk aldrei. Greiðslur sem aldrei voru greiddar eru dregnar frá skaðabótunum. Mig langar til að vitna í grein í Morgunblaðinu 5. mars 2004 sem lýsir þessu vel. Hún er eftir Ástu Kristínu Siggadóttur, ekkju Vil- hjálms Kristjánssonar, sem lést í vinnuslysi í Straumsvík aðeins 45 ára gamall árið 2001. Hún segir þar: „Það er staðreynd að ég og börn- in misstum fullfrískan heim- ilisföður, hann var heill heilsu áður en slysið henti hann. En þegar til þess kemur að fá bæturnar greidd- ar eru þær miðaðar við örorku. Við þessa aðferðafræði skaðabótalag- anna er ég mjög ósátt, við misstum fullfrískan mann og teljum sann- gjarnt að fá bætur reiknaðar út frá því sem hann aflaði sem slíkur. En löggjafinn lætur ekki þar við sitja, þegar búið er að reikna út bæt- urnar samkvæmt ör- orku dregur hann frá þær bætur sem við- komandi látinn ein- staklingur hefði fengið frá Tryggingastofnun og lífeyrissjóði ef hann hefði lifað sem 100% öryrki. Þetta eru út- reiknaðar upphæðir sem aldrei komu til greiðslu í þessu jarð- lífi, en eru engu að síður dregnar frá sem um raunverulegar greiðslur hefði verið að ræða. Þetta eru mikil vísindi, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Svo far- ið sé hratt yfir sögu þá stóðu eftir 1,6 milljónir króna sem skaðabætur þegar búið var að fram- kvæma allan þennan pappírslega örorkugjörning.“ Það er til skammar og virðing- arleysi að meta á þennan hátt til 1,6 milljóna aflahæfi fullfrísks ein- staklings á besta aldri sem greitt hefur skatta og skyldur til þjóð- félagsins og hefði gert það áfram næstu 22 árin sé miðað við 67 ára starfsævi, ef hann hefði lifað. Breytingar framundan Í vor tók allsherjarnefnd þings- ins þetta ákvæði til umfjöllunar og lagði fram frumvarp til breytinga á því sem ekki náði að verða að lög- um. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í vikunni sagði dómsmálaráðherra að hann væri sammála mér og alls- herjarnefnd um að þessu þyrfti að breyta og það yrði vonandi gert á þessu þingi. Ég fagna því og hvet til þess að við frumvarpsgerðina verði hugað að leiðréttingum til þeirra sem hafa lent í því óréttlæti sem í lögunum felst nú. Eyðum ólögum Ásta R. Jóhannesdóttir fjallar um skaðabætur ’Það er skamm-arlegt að ekki skuli vera búið að leiðrétta þetta óréttlæti.‘ Ásta R. Jóhannesdóttir Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. UM ÞESSAR mundir telur hæst- ráðandi menntamála að bæta megi framhaldsmenntun á Íslandi með því að skerða nám ungmenna landsins. Þessi endileysa, lesandi góður, er ekki Spaugstofubrandari, heldur blákaldur veruleiki. Þrennt hefur hæstráð- andi menntamála helst nefnt sem rök sín, en við nánari athugun stenst ekkert af því heilbrigða skynsemi. Í fyrsta lagi á til- gangurinn að vera sá að íslensk ungmenni standi jafnfætis jafn- öldrum í svonefndum samanburðarlöndum, þ.e. öðrum Norð- urlöndum, þar sem nemendur geta yf- irleitt útskrifast 19 ára. Þá er horft fram hjá því að á hinum Norðurlöndunum er framhaldsskólakerfið í slíkri kreppu að komið hefur til tals þar að lengja nám til stúd- entsprófs, en ekki stytta það. En mark- mið íslenskra stjórn- valda er semsagt ekki að íslenski framhalds- skólinn haldi gæðum, heldur að hann sé jafn lélegur og það sem lakast gerist annars staðar. Slíkt kallaði þjóðfrægur skólamaður „sósíalisma andskotans“ fyrir nokkrum árum. Enn fremur hafa andmælendur skerðingarinnar margsinnis bent á að hægt sé innan núverandi skóla- kerfis að ljúka námi til stúdents- prófs á þremur árum og hefur svo verið um áraraðir, þannig að vand- séð er hvaða ávinningur hlýst af fyr- irhuguðum breytingum, ef mark- miðið er ekki sparnaður. Í öðru lagi hefur hæstráðandi menntamála og aðrir málsvarar skerðingarinnar haldið því fram að stytting námsins muni draga úr brottfalli úr framhaldsskólum. En standast þau rök nánari skoðun? Til að mæta lítillega skerð- ingu um heilt ár verður hvert námsár lengt um nokkrar vikur, með þeim afleiðingum að möguleikar framhalds- skólanemenda til að afla sér sumarhýru rýrna stórlega. Fyr- irséðar afleiðingar eru af tvennum toga: Ann- ars vegar verða for- eldrar og forráðamenn að hlaupa undir bagga í auknum mæli og leggja meira til uppihalds barna sinna; hins vegar má búast við að nem- endur reyni að vinna meira með náminu til að láta enda ná saman og þar sem vinna með námi er einn algengasti orsakavaldur þess að nemendur flosni úr skóla, þá eru þessar ráðstafanir hæstr- áðenda menntamála til þess fallnar að stuðla að auknu brottfalli úr framhaldsskólum, en ekki að koma í veg fyrir það. Í þriðja lagi er með skerðingunni verið að „svara kalli tímans“, eins og hæstráðandi menntamála kemst að orði í véfréttarstíl (sbr. Fréttablaðið, 7. nóv. 2005). Slíkt innantómt og óljóst orðagjálfur nær ekki nokkurri átt í vitrænni umræðu um framtíð skólakerfisins og minnir helst á völv- ur fornsagna. Hvaðan hæstráðandi menntamála heyrir kallið tilgreinir hún ekki, þótt ljóst sé að það komi ekki frá nemendum, foreldrum, kennurum eða skólamönnum, enda hafa þeir hópar gagnrýnt þær for- sendur sem ráðuneytið reisir skerð- inguna á. Fyrir vikið má hið minnsta heita ljóst að það kall tímans, sem hún hlýðir, er kall fortíðarinnar. Hæstráðandi menntamála reynir að sannfæra almenning um að sparnaður sé ekki markmið með fyr- irhugaðri skerðingu, en jafnvel sú staðhæfing fær ekki staðist nánari skoðun. Sönnun þess að við fram- kvæmd skerðingarinnar láti stjórn- völd öðru fremur stjórnast af sparn- aðarsjónarmiðum sést á því að eingöngu á að taka upp þá þætti úr skólakerfi samanburðarlanda sem leiða til sparnaðar, þ.e. flatan nið- urskurð kennslustunda, en ekki þá þjónustu úr skólakerfi samanburð- arlanda, sem leiðir til útgjaldaauka fyrir íslenska ríkið. Er þá t.d. átt við ókeypis námsbækur og fjárstyrki til nemenda frá hinu opinbera. Þegar mun koma að því að veita íslenskum framhaldsskólanemum aðstöðu til samræmis við jafnaldra þeirra á Norðurlöndum, þá skal hún m.ö.o. verða lélegri. Fyrir vikið verður ís- lenska framhaldsskólakerfið það lakasta á öllum Norðurlöndum, ef fyrirætlanir hæstráðanda mennta- mála ná fram að ganga. Með fyrirhugaðri skerðingu stendur fyrir dyrum gerræðisleg- asta hrossalækning á íslensku skóla- kerfi, sem um getur, og markmiðið virðist að koma breytingunum í gegn, hvað sem tautar og raular, óháð þeim fjölmörgu rökum sem mæla gegn því að standa svo ófag- lega að málum. Slíkt er – svo að vís- að sé í orðalag sem hæstráðandi menntamála notaði nýlega – arfavit- laust. Sósíalismi andskotans Knútur Hafsteinsson fjallar um styttingu náms til stúdentsprófs Knútur Hafsteinsson ’Fyrir vikiðverður íslenska framhalds- skólakerfið það lakasta á öllum Norðurlöndum, ef fyrirætlanir hæstráðanda menntamála ná fram að ganga.‘ Höfundur er framhaldsskólakennari. PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna fór ekki fram hjá mörgum land- anum þar sem fjölmiðlar gerðu því mjög góð skil. Margt kom fram í þessu prófkjöri sem fékk mig og marga aðra til að staldra við og íhuga út á hvað það gekk. Í fyrsta sæti listans gáfu sig tveir flokksmenn, annar mjög reyndur sem hafði sýnt í gegn- um tugi ára að var vel menntaður, vel verki farinn og sérstaklega traustur flokksmaður sem hafði sýnt og sannað að hann tók á hverju verkefni með röggsemi og mann- kærleika. Ég persónu- lega hef oft leitað til hans um hjálp, sérstaklega vegna starfs dagfor- eldra sem oft hafa þurft að leita að- stoðar vegna ótrúlegra stjórn- sýslumistaka hjá borg og ríki. Hinn frambjóðandinn er ungur maður sem hefur fyrst og fremst sér til frægðar unnið að vera góður dagskrárgerðarmaður fyrir sjón- varp, vera á réttum aldri til að vera ákafur og fara geyst og hafa sjálfs- álit og að mínu mati sést ekki alltaf fyrir. Að mínu mati gerði hann þau reginmistök að ljúka ekki með stað- festu háskólanámi sínu áður en hann gaf sig út sem sérfræðingur og þó svo að lítið sé eftir breytir það því ekki að hann hefur ekki náð þeim merka áfanga að ljúka út- skrift. Þetta sýnir að á vantar að hann fylgi sínum merku málum eftir og hættir ekki fyrr en settu marki er náð. Framtíðin sýnir hvað hann getur. Það sem undrar mig mest og hryggir að merkir sjálfstæðismenn og virtir, virtust að mínu mati henda fyrir borð þeim gildum sem ég ólst upp við, en það er að virða tryggð, dugnað og ósérhlífni í starfi ásamt því að gera sér grein fyrir þeim auði sem býr í starfsmanni sem hefur hlotið mikla starfs- og lífsreynslu. Ég tala nú ekki um að reyndur flokks- bróðir fái ekki að njóta þeirrar vináttu sem áralöng samvera hlýt- ur að skilja eftir sig. Þessir flokksmenn ýttu og hvöttu ungan óreyndan flokksmann til að fara fram með þeim mikla kostnaði sem því fylgdi. Ég hugleiði nú hvort þess- ir reyndu flokksbræður vinni svona almennt að þeim málum sem eru í þeirra höndum og mun ég hér eftir taka vara á að treysta þeim til verka. Ég skil vel að hægt sé að glepja reynslulaust ungt fólk til að fylgja ungum fallegum sjónvarpsmanni. Ég mun aldrei samþykkja að í póli- tískri siðfræði megi sýna önnur við- mið en í daglegu lífi. Það er mjög gleðilegt að sá armur Sjálfstæðisflokksins sem hugsar með ábyrgð náði að kjósa lista sem er að mínu mati einn glæsilegasti listi til borgarstjórnarkosninga sem ég hef séð. Á þessum lista er allt sem ég get óskað mér að fari saman. Í forsvari er reyndur öðlingsmaður og með honum er fólk á mismunandi aldri sem allt hefur sýnt mikinn dugnað í flokksstarfi og í mismunandi störf- um í þjóðlífinu. Aldrei hefur tekist betur til með að bæði kynin fái að vinna saman og sýna hvað í þeim býr. Ekki síst gleðst ég yfir að ung kona sé númer tvö á listanum, en hún hefur sannað sig í borgarstjórn- arflokknum vegna réttsýni sinnar og vegna afburða verkdugnaðar. Ekki skaðar það að hún er mjög fal- leg kona og kann afburða vel að koma orðum að áhugamálum sínum. Reykvíkingar, ég treysti ykkur til að notfæra ykkur að eiga kost á að fá svona afburðafólk til að stjórna borginni okkar næsta kjörtímabil. Það veitir ekki af að taka til eftir áralanga setu R-listans við stjórn. Mér sárnar mest hvernig komið var fram í málefnum barna okkar, en þeir lokuðu gæsluvöllum borg- arinnar t.d. og gengu hér um bil að dagforeldrastarfinu dauðu. Einnig hryggðust margir þegar þeir gengu frá starfsemi Námsflokkanna sem hafði í áratugi stutt þá sem þurftu á stuðningi að halda og hreinlega gáfu áratuga langa starfsemi þeirra í ókunnar hendur. Sú starfsemi sem nú fer fram undir nafni Námsflokk- anna á ekkert skylt við fyrri starf- semi skólans. Allir vita svo um vinnubrögð þeirra í gatnagerð og húsaniðurrifsmálum ásamt lóð- aruppboðum. Prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjavík Selma Júlíusdóttir fjallar um úrslit í nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins ’ Aldrei hefur tekist betur til með að bæði kynin fái að vinna saman og sýna hvað í þeim býr. ‘ Selma Júlíusdóttir Höfundur er skólastjóri Lífsskólans, Aromatherapyskóla Íslands. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.