Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 44

Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 44
44 LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG HEF stundum þurft að gefast upp. Ég gafst upp gagnvart áfengi, og gagnvart því að vilja ekki taka lyf við geð- sjúkdóm, ég gafst upp við sögu sem ég hafði verið að skrifa í tíu ár og ég hef meira að segja gefist upp við að mótmæla Kára- hnjúkavirkjun. Það væri illa komið fyrir mér hefði ég aldrei gefist upp. Að gefast upp er sérstök tækni og hluti af því að gefast ekki upp. Lífið er víxl- verkun, hreyfing fram og til baka, ekki beint áfram. Hluti af því að ganga vel er að ganga illa. Við getum ekki einfaldað lífið svo það verði án mótsagna, án hreyfingar. Og hvað er velgengni? Mesta velgengni mín hingað til er að hafa komið börn- unum mínum á legg, geta sagt: Ég elska þig. Að þau hringi í mig. Það er erfitt þegar stóru orðin eru notuð í slagorð. Þá verða slagorðin innantóm. Mamma hefði sagt: Þetta kemur allt með kalda vatninu. Ef velgengni er langhlaup, á ég þá alltaf að vera keppast við að ná vel- gengni: get ég ekki vænst þess að hún komi til mín ef ég bíð bara í rólegheit- unum. Það er líka sérstök tækni að bíða í rólegheitunum. Ég fékk edrú- mennskuna við að gef- ast upp gegn áfengi og hef verið edrú í þrettán ár. Og afhverju hef ég ekki gefist upp? Í fyrsta lagi er AA-prógrammið gott, það tók mörg ár að semja sporin. Það er allt í AA-prógramminu eða næstum allt segi ég til að slá varnagla; guð og ástin og fyrirgefningin. Ég gæti ekki verið edrú nema trúa á guð svo ég monti mig svolítið af guði, og ég hef lært að elska lífið. Í öðru lagi veit ég ekki afhverju ég hef verið edrú allan þennan tíma, það er dularfullt; náð – það sjaldgæfa orð. Í þriðja lagi snýst þetta um samvinnu, fara á AA-fundi, hitta AA-félaga, ég er ekki ein í lang- hlaupinu, frekar að ég sé í maraþoni innanum aragrúa fólks ef á að líkja þessu við hlaup. Hver er að hjálpa mér í langhlaupi, kannski þjálfarinn minn með vatnsbrúsa? Annars sé ég mig fyrir mér aleina á hlaupabraut- inni og andardrátturinn ærandi. Þegar ég var lítil sagði mamma stundum: Þetta kemur allt með kalda vatninu. Mér fannst það absúrd og dularfullt. Ég skildi það seinna að þetta var tengt íslensku samfélagi. Og sé fyrir mér a.m.k. tvo karla að leggja kalda vatnið, þeir spjalla, gant- ast og leggja kalda vatnið, stundum gefast þeir upp, það kemur gat á leiðslurnar, vatnið sprautast uppí loftið og þá segja þeir og geta ekki haldið niðrí sér hlátrinum: Þetta kemur allt með kalda vatninu. Ég er svo þrautseig að ég á erfitt með að gefast upp. Allavega með þá hluti sem ég hef ástríðu fyrir. En þrautseigja felur í sér að maður verð- ur að kunna að gefast upp. Sagan sem ég gafst upp við á sínum tíma kom aftur til mín, tær einsog lækur, lyfin sem ég var svo hrokafull gegn færðu mér geðheilsuna aftur og það að gef- ast upp gegn Kárahnjúkavirkjun mun færa mér Ísland aftur. Maður á ekki alltaf að vera gefast upp. Hlutirnir taka tíma. Ég ætla að fá Nóbelsverðlaunin þótt ég verði 93 ára en verð sennilega að gefast upp gagnvart því svo það gangi eftir. Ég er margoft búin að gefast upp við að skrifa þessa grein en ég gefst ekki upp við að skrifa hana. Ég er eld- urinn og hafið. Einu sinni var ég að ganga á Skjaldbreið, þetta var eldsnemma morguns, kalt og stórgrýti að klöngr- ast yfir. Ég hugsaði ekki um annað en að komast á toppinn þar sem ég gæti borðað nestið. Með þessu hugarfari komst ég varla úr sporunum, ég varð þreyttari og þreyttari. Þá ákvað ég að hugsa um eitt skref í einu, þetta skref sem ég var að taka núna, það eitt skipti máli. Þannig fékk ég orkuna mína aftur. Og reyndar man ég meira eftir þessu augnabliki en þegar ég komst á toppinn. Svo þetta er um að gefast upp og gefast ekki upp. Og gleymdu langhlaupinu. Lífið sést betur á röltinu. Gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup Elísabet Jökulsdóttir skrifar um geðorð nr. 8 ’Þá ákvað ég að hugsaum eitt skref í einu, þetta skref sem ég var að taka núna, það eitt skipti máli. ‘ Elísabet Jökulsdóttir Höfundur er rithöfundur. GEÐKLOFI virðist vera sá sjúk- dómur sem hvað mest vekur ótta af öðrum geðsjúkdómum. En hvað veldur þessum ótta? Þekkingarleysi. Þessi sjúkdómur er líka þess eðlis að við- komandi er oft ekki fær um að bera hönd fyrir höfuð sér og berj- ast fyrir sjálfsögðum mannréttindum og virðingu í samfélaginu. Í Kastljósi hinn 31.10. síðastliðinn var viðtal við húsnæðis- lausan rúmlega þrítug- an mann sem lifað hefur með geð- klofa í tíu ár. Það vakti athygli mína hvað þessi maður kom vel fyrir. Ég ræddi þetta við geðlækni sem var sama sinnis, fannst viðkomandi koma öllu mjög skýrt og vel frá sér, og bætti við að ef hann hefði ekki vit- að um sjúkdóminn hefði hann ekki grunað að viðkomandi væri greindur geðklofi. Þessi ungi maður er einmitt gott dæmi um hversu góðan bata ein- staklingar með geðklofa geta hlotið með sjálfshjálp, að þekkja hættu- merki sjúkdómsins, hjálp frábærra lyfja og viðeigandi meðferð fagaðila að ógleymdum stuðningi fjölskyld- unnar sem er einn stærsti hlekkurinn í bataferlinu. Alls konar rang- hugmyndir og for- dómar viðhafast um þennan geðsjúkdóm. T.d. að viðkomandi sé margar persónur og sé ofbeldishneigður, svo eitthvað sé nefnt. En báðar ofantaldar stað- hæfingar eru rangar. Þessir einstaklingar eru ekki margar per- sónur né ofbeld- ishneigðari en gerist meðal almennings samkvæmt rann- sóknum. Þeir einstaklingar sem greinast með sjúkdóminn og eru hættulegir sér og umhverfi sínu fá vist á viðeigandi stofnun. En það eru mun færri einstaklingar en þeir sem eru úti í samfélaginu. Lesandi góður, ef þú ert haldinn hræðslu eða fordómum gagnvart geðklofa, þá er einfalt að nálgast bæklinga á heilsugæslustöðvum, apótekum og víða um sjúkdóminn, auk þess sem hægt er að fara á netið, t.d. netdoktor.is o.fl., því þekking eyðir ótta! Undirrituð hefur verið í aðstand- endahópi Geðhjálpar síðan í vor. 30.10. sl. var hann formlega stofn- aður með yfirskriftinni „Fram í dagsljósið“. Já, það er einmitt eitt af þeim mikilvægu sporum sem að- standendahópur Geðhjálpar ætlar að stíga í framtíðinni. Það gladdi okkur að húsfyllir var á fundinum og það er augljóst að róttækra aðgerða er þörf. Hópurinn starfar á grund- velli 10. gr. laga Geðhjálpar. Mikilvægustu markmið hópsins eru – Að berjast fyrir því að þeir sem þjást af geðsjúkdómum og aðstand- endur þeirra njóti sömu mannrétt- inda og virðingar og aðrir í samfélag- inu. – Að vinna gegn fordómum og vanþekkingu á geðsjúkdómum og af- leiðingum þeirra. Þetta þýðir að: Hópurinn berst fyrir bestu þjón- ustu sem völ er á og endurhæfingu sem tekur mið af þörfum hvers og eins. – Hópurinn beitir sér fyrir fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra fyrir þá sem af þeim þjást. Til að fá aðild að aðstandendahópi Geðhjálpar er skilyrði að ganga í Geðhjálp þar sem hópurinn starfar undir hatti félagsins. Við hvetjum aðstandendur og áhugafólk til að ganga til liðs við okkur. Áhugasamir hafi samband við Geðhjálp, Túngötu 7, Rvk, sími 570 1700. Aðstandendahópur Geðhjálpar horfir fyrst til búsetu- og endurhæf- ingarlausna auk fræðslu. Verkefnin eru mörg og mikilvægt er að allir þeir aðilar sem að úrræðum koma, að ógleymdum notendum og að- standendum, séu í samráði og for- gangsröðun. Mig langar að færa öllu hinu góða frábæra fólki innan Geðhjálpar, að- standendahópnum og öðrum sem hafa lagt ómælda vinnu í málaflokk- inn og skapað umræðu hjartans þakkir. Sérstakar þakkir fá hæst- virtur félagsmálaráðherra Árni Magnússon og hæstvirtur heilbrigð- isráðherra Jón Kristjánsson fyrir að leggja málefninu lið með auðsýndum áhuga og skilningi að sögn tals- manna okkar í aðstandendahópnum. Okkar frábæra leikkona Edda Heiðrún Backman sagði nýverið í viðtali í Ríkissjónvarpinu varðandi MND-sjúkdóm sinn og hvernig hún tækist á við hann, að hún liti á þetta sem verkefni en ekki veikindi. Þetta þótti mér falleg og uppbyggileg setning. Það er gott að það er til fólk eins og hún, sjúkum og aðstand- endum til hvatningar í erfiðum spor- um. Ég ætla að hafa fallegu fleygu setninguna hennar Eddu Heiðrúnar að leiðarljósi og líta á veikindi míns ástvinar sem verðugt verkefni, horfa á styrkleika hans, því að það er svo sannarlega gefandi. Ég leyfi mér hér með að stíga fram í dagsljósið og er stolt af því. Fólk velur sér nefnilega ekki sjúk- dóma, en það er samdóma álit hóps- ins að geðjúkdómar þurfa að fá sömu umfjöllun og aðrir sjúkdómar. Er geðklofi ógn? Nei! Þekking eyðir ótta! Vala Lárusdóttir fjallar um geðklofa og starfsemi Geðhjálpar ’Verkefnin eru mörg ogmikilvægt er að allir þeir aðilar sem að úr- ræðum koma, að ógleymdum notendum og aðstandendum, séu í samráði og forgangs- röðun. ‘ Vala Lárusdóttir Höfundur starfar með aðstand- endahópi innan Geðhjálpar. Í DAG fer fram prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði þar sem stillt verður upp lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Ég hvet alla sjálfstæðismenn í bænum til að nýta sér kosningarétt- inn og óflokksbundna stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins til að ganga í flokkinn í tengslum við próf- kjörið og hafa þannig bein áhrif á skipan listans. Ósk um stuðning í 2. sætið Í prófkjörinu í dag óska ég eftir stuðningi sjálfstæð- ismanna í 2. sæti listans. Fái ég til þess brautargengi í próf- kjörinu, mun ég leggja sérstaka áherslu á eft- irfarandi málaflokka. Málefni eldri borg- ara. Það er mikilvægt að lækka álögur á eldri borgara, eins og til dæmis fasteignaskatta. Það þarf að gera átak til að fjölga hjúkr- unarrýmum með upp- byggingu á Sólvangi og Hrafnistu, bæta heima- þjónustu og gera fólki kleift að búa sem lengst heima hjá sér. Það þarf að lækka skatta! Sérstaklega brýnt er að lækka álagningarhlutfall fasteignagjalda verulega. Jafnframt skal hverfa frá hámarksútsvari og lækka útsvar- sprósentuna. Öflugt atvinnulíf. Höfnin okkar er eins sú besta við norðanvert Atlants- haf og kemur markaðssetning og áframhaldandi uppbygging hennar okkur öllum til góða. Hafnarfjarð- arbær er vel í sveit settur varðandi samgöngur og því vænlegur kostur fyrir höfuðstöðvar stórfyrirtækja en frekari fjölgun þeirra yrði mikill akk- ur fyrir bæinn. Álverið í Straumsvík verður seint ofmetið í athafnalífi bæj- arins. Stækkun þess er því jákvæð og bæjarstjórn ber að stuðla að henni. Að sjálfsögðu ber að gera kröfur um að ströngustu mengunarvarnir verði viðhafðar við stækkunina og starf- semina í framhaldinu. Íþróttir og æskulýðsmál Það er mikilvægt að nýta krafta íþrótta- og æskulýðsfélaga til að stuðla að heilbrigðu líferni yngri kyn- slóðarinnar. Þess vegna ber Hafn- arfjarðarbæ að leggja aukna áherslu á að styðja við bakið á félagasam- tökum í bæjarfélaginu. Umferð og umferðaröryggi Byggja ber Ofanbyggðaveg og umferð beint á hann fremur en eftir Reykjanesbraut í gegnum bæinn. Vegtengingar milli bæjarhverfa verði bættar og umferð stærri bíla og fólksflutningabifreiða gerð möguleg að nýju þar sem þrengingar og hringtorg hafa þrengt um of að. Skólamál Það þarf að bæta skólastarfið í Hafn- arfirði og auðvelda for- eldrum að hafa áhrif á það. Aukið valfrelsi er mikilvægt. Skipulagsmál Bærinn á að tryggja nægt framboð lóða og aðlaga skipulag hverfa að þörfum okk- ar íbúanna. Greiðar samgöngur, næg bílastæði, öflug þjónusta og stoðkerfi verði byggð upp um leið og ný hverfi. Hreinn bær, fagur bær Standa þarf fyrir átaki til að bæta umhirðu leikvalla og opinna svæða í bænum. Í athafnahverfum bæjarins þarf að gera kröfu um góða um- gengni bæði á lóðum fyrirtækjanna og ekki síður á sameiginlegum svæð- um og götum. Saman sigrum við Ég er sjálfstæðismönnum ákaflega þakklátur fyrir þær góðu viðtökur sem ég hef fengið í prófkjörsbarátt- unni. Ég hvet sem flesta stuðnings- menn flokksins til að kjósa í prófkjör- inu og taka þátt í að stilla upp sterkum lista sem leiða mun Sjálf- stæðisflokkinn til sigurs í bæj- arstjórnarkosningunum í Hafnarfirði næsta vor. Vel heppnað prófkjör er mikilvægur áfangi í þeirri baráttu. Saman munum við ná frábærum ár- angri í kosningunum. Byggjum betri bæ Eftir Skarphéðin Orra Björnsson Skarphéðinn Orri Björnsson ’Ég hvet sem flestastuðningsmenn flokksins til að kjósa í prófkjörinu og taka þátt í að stilla upp sterkum lista …‘ Höfundur er sérfræðingur hjá Acta- vis og óskar eftir 2. sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Prófkjör í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.