Morgunblaðið - 19.11.2005, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 19.11.2005, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 47 UMRÆÐAN HAFNARFJÖRÐUR er í ein- stakri aðstöðu til að nýta þau tæki- færi sem felast í atvinnuuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þegar haft er í huga að einungis um 4,5% fyr- irtækja landsins eru starfrækt í Hafnarfirði og meira en helmingur starfandi fólks vinnur utan bæj- armarkanna er ástæða til að staldra við og spyrja sig hvort þessu megi ekki snúa við. Fjölgun starfa í bænum er líkleg til að hafa mjög jákvæð áhrif á hafnfirskt samfélag. Í fyrsta lagi vegna þess að bæjarsjóður er mjög skuldugur, en fleiri starfsmenn bú- settir í bænum, skapa meiri tekjur og mynda jákvæð hliðaráhrif á önnur fyrirtæki og þjónustuaðila. Í öðru lagi má ætla að flestir Hafnfirðingar myndu óska þess að starfa innan bæj- armarkanna. Þannig gæti ferðatími til vinnu í Reykjavík sem er tæp 1 klst. á dag eða 15–20 tímar á mánuði sparast. Þennan tíma væri hægt að nýta á marga jákvæða og upp- byggilega vegu. Bæjaryfirvöld móta stefnuna Bæjaryfirvöld geta haft mikil áhrif í eflingu atvinnulífs í bænum. Í fyrsta lagi með innri vexti, þ.e. að sækja fyr- irtæki innanlands til starfsemi í Hafn- arfirði. Í öðru lagi með ytri vexti, þ.e. að sækja fyrirtæki erlendis frá og horfi ég þar sérstaklega til erlendra fjármálafyrirtækja sem gætu nýtt sér hagstætt skattaumhverfi hérlendis. Rökin fyrir staðsetningu í Hafnarfirði er nálægðin við alþjóðaflugvöllinn í Reykjanesbæ. Þannig geta starfs- menn þessara fyrirtækja sparað tugi klukkustunda í ferðatíma miðað við að vera lengra í burtu, t.d. í Reykja- vík. Í öðru lagi vegna fjarlægðar og aðkomu að einni bestu hafnaraðstöðu landsins. Þó eru þessi fyrirtæki stödd miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi um slíkt fyrirtæki er Actavis sem hefur höfuðstöðvar sínar í Hafn- arfirði. Nauðsynlegt er að framboð lóða til atvinnustarfsemi sé nægj- anlegt og sé skipulagt með þarfir fyr- irtækja í huga. Viðmið skattlagningar þarf að taka tillit til þarfa starfsem- innar en ekki nýtingarhlutfalli lóðar. Þegar horft er 20–50 ár fram í tímann sem er stuttur tími, er ljóst að afar hagkvæmt er, landfræðilega sem samgöngulega, að byggja höfuðborg- arsvæðið upp frá Hafnarfirði að Reykjanesbæ. Stöðugt efnahagsumhverfi Erlend fjármálafyrirtæki horfa meðal annars á okkar stöðuga efna- hagsumhverfi og hagstætt skattaum- hverfi. Með því að setja á stofn þróun- arsetur og markaðsskrifstofu í samvinnu við hafnfirskt atvinnulíf væri hægt að aðstoða bæði innlend sem erlend fyrirtæki til að setjast hér að. Frumkvæði og framsýni bæjaryf- irvalda verður að koma til. Víða um heim hefur myndast svæð- isbundið samstarf fyrirtækja, klasar, sem gefa fyrirtækjum aukinn slag- kraft í samkeppni og opnar þeim ný tækifæri til vaxtar. Sveitarfélög geta haft mikil áhrif á myndun klasa og eru einn helsti hvatinn að slíku sam- starfsformi erlendis. Erlendis er mestur fjöldi klasa á tæknitengdum sviðum. Hafnfirðingar með tækni- menntun fá því meiri möguleika á að starfa á sínu heimasvæði. Jafnframt hefur verið sýnt fram á verulegan ár- angur svæða og fyrirtækja þegar að- ilar frá hefðbundnum greinum at- vinnurekstrar stofna til klasasamstarfs. Má þar nefna grein eins og ferðaþjónustu en samstarf milli hafnfirskra ferðaþjónustuaðila mætti auka til muna með þessu móti og ná enn meiri árangri. Fjölgum atvinnutækifærum Vegna þess að útgjöld bæjarins hafa aukist mun hraðar en tekjurnar undanfarin ár hafa skuldirnar aukist mikið. Þegar við skuldum mikið, eins og bæjarsjóður Hafnarfjarðar gerir, eyðum við jafnframt miklu í fjár- magnsgjöld og svigrúm okkar til fjár- festinga og aukinnar samneyslu, bæði skylduverkefna sem gæluverkefna verður minna. Hafnarfirði sem öðr- um sveitarfélögum eru skammtaðir tekjustofn- ar samkvæmt lögum. Þeir eru í grunninn þrír: Í fyrsta lagi fast- eignaskattar sem reikn- ast sem hlutfall af verð- mæti húseigna. Í öðru lagi er það útsvar sem reiknast sem hlutfall af tekjum og í þriðja lagi er það jöfnunarsjóður sveitarfélaga sem úthlutar eða jafnar tekjum milli sveitarfélaga eftir ákveðnum reglum. Þessu til viðbótar er sveitarfélögum heimilt að hafa tekjur af eign- um sínum, ýmsum leyf- um og rekstri eigin þjónustufyrirtækja. Möguleikar sveitarfé- laga til að afla frekari tekna eru vegna þess- ara laga, takmarkaðir nema leikreglum í lög- um um tekjustofna sé breytt og þeim gert kleift að auka tekjur sínar með margvíslegri hætti. Ein leið til að auka tekjur sveitarfé- laga er að þau fái hlutdeild í skatt- tekjum fyrirtækja. Þannig yrði það keppikefli sveitarfélaga að gera eins vel fyrir fyrirtækin í sinni sveit sem mögulegt væri, því þá myndu tekjur þeirra aukast. Þannig yrði það eitt af meginmarkmiðum bæjarins að fjölga atvinnufyrirtækjum af öllum mætti svo tekjur bæjarins ykjust. Þannig væri líklegra að lóðum til atvinnu- starfsemi yrði fjölgað og þær hann- aðar með þarfir fyrirtækja í huga, og ljóst væri að þjónustuborð Hafn- arfjarðar yrði með fasta starfsmenn sem gerðu ekkert annað en að að- stoða fyrirtæki við að koma sér fyrir í bænum. Við fengjum meiri grósku í stofnun nýrra fyrirtækja. Við værum í stöðugu átaki í að finna fyrirtæki er- lendis frá sem sæju hag sínum best borgið í Hafnarfirði, Íslandi. Þannig myndu bæði ríkið og sveitarfélögin hagnast. Ef við nýtum ekki tækifærin sjálf, mun einhver annar gera það fyrir okkur. Eflum hafnfirskt atvinnulíf Eftir Berg Ólafsson ’Fjölgun starfa í bæn-um er líkleg til að hafa mjög jákvæð áhrif á hafnfirskt samfélag.‘ Bergur Ólafsson Höfundur er forstöðumaður hjá Ax og sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði. Prófkjör Hafnarfjörður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.