Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 63

Morgunblaðið - 19.11.2005, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 63 DAGBÓK Akstur fólks í umferðinni Í ÞÆTTINUM Silfri Egils sl. sunnudag var mikið rætt um um- ferðarmál í borginni, þunga umferð á annatímum, hönnunarmál o.fl. Sitt sýndist hverjum um þau mál. Umferðarstofa hefur mikið fjallað um og kvartað undan fólki talandi í síma án nokkurs hand- frjáls búnaðar við akstur bifreiðar. Ég þurfti dag einn að fara vestur á Seltjarnarnes og til baka inn í Kleppsholt. Ég komst ekki hjá því að veita nokkrum frekari eftirtekt vegna undarlegs hátternis við keyrslu, enda um nokkur vegamót að fara. Í fimm tilfellum var um þrjá menn og tvær konur að ræða, öll á jeppum, og virtust ekki virða umferðarreglur á nokkurn hátt. Þau virtust öll upptekin af allt öðru en keyrslu þeirra bifreiða sem setið var í undir stýri. Hver skyldi vera ástæðan? Jú, þau voru öll með síma í hendi án nokkurs búnaðar og þar af reykjandi, í tveimur tilfellum með vindlinga í hendi. Mér finnst þetta mjög svo trufl- andi, ofan á annað, þegar umferð er þung og ýtrustu varkárni er þörf til að forðast vandræði og til að komast heilu og höldnu á leið- arenda. Hver ber ábyrgð á óhöppum sem eingöngu skapast af fólki tal- andi í síma með athyglina við allt annað en akstur þess ökutækis sem það situr við stjórn í? Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Hneyksluð á Sylvíu Nótt ÉG á ekki til orð yfir hvað ég er hneyksluð á að þessi Sylvía Nótt hafi verið kosin sjónvarpsmaður ársins. Veit ég að svo er um fleiri. Finnst mér eins og það sé verið að gera grín að fólki með þessari kosningu. Og hún á að vera skemmtikraftur. Þarna voru fram- bærilegir sjónvarpsmenn í boði sem hlutu ekki kosningu – það er eins og sé verið að gera grín að venjulegu fólki. Finnst mér að það eigi að endurskoða reglurnar um kosningu ef taka á þessi verðlaun alvarlega. Kona í Austurbænum. Spurning dagsins HVERNIG stendur á því að Fram- sóknarflokkurinn sem enginn kaus skuli ráða öllu? S.S. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/RAX Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e5 4. Rc3 d6 5. e4 Be7 6. Bd3 Rbd7 7. Rge2 h5 8. f3 h4 9. Be3 g6 10. Dd2 Kf8 11. a3 Kg7 12. b4 a6 13. Ra4 b6 14. Hb1 Rh7 15. bxc5 bxc5 16. O-O Bg5 17. f4 exf4 18. Rxf4 He8 19. Bc2 Kg8 20. h3 Re5 21. Rb2 Rf6 22. Hf2 Hb8 23. Dc3 Rfd7 24. Ba4 Df6 25. Dc2 De7 26. Bd2 Bf6 27. Bc3 Bg7 28. Hbf1 Dg5 29. Kh1 He7 30. Rfd3 Dg3 31. Bxd7 Bxd7 32. Bd2 g5 33. Be1 Bxh3 34. gxh3 Dxh3+ 35. Kg1 Rg4 36. e5 Rxf2 37. Dxf2 Staðan kom upp í heimsmeist- arakeppni landsliða sem lauk fyrir skömmu í Beer-Sheva í Ísrael. Levon Aronjan (2724) hafði hvítt gegn kín- versku skákkonunni Zhao Xue (2478). Sá armenski hafði fórnað manni nokkrum leikjum áður fyrir vænlega sókn og nú var orðið tímabært að veita hvítum náðarhöggið. 37... Hxb2! 38. Rxb2 Bxe5 39. Dd2 Bd4+ 40. Hf2 He3 gafst hvítur upp enda taflið gjör- tapað. Í dag kl. 13.00 hefst hið bráð- fjöruga Ottómót í Ólafsvík. Sætaferð- ir verða farnar frá BSÍ kl. 10.00. Allir skákáhugamenn eru hvattir til þess að taka þátt í þessu mikla skák- ævintýri. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Dýrkeypt slemmuleit. Norður ♠ÁKG83 ♥D75 V/Allir ♦107 ♣ÁK8 Vestur Austur ♠1042 ♠75 ♥G92 ♥106 ♦Á8432 ♦K5 ♣D3 ♣10976542 Suður ♠D96 ♥ÁK843 ♦DG97 ♣G Sagnir NS fóru víða úr böndunum í spilinu að ofan, sem er frá raðkeppn- inni á HM. Hollendingar keyrðu í slemmu á móti bandarísku A-sveitinni og unnu þegar ekki kom út tígull. En í leik Ítala og B-sveitar Bandaríkj- anna voru spiluð fimm hjörtu á báð- um borðum – og það var einum of mikið. Vestur Norður Austur Suður Bocchi Gitelman Duboin Moss Pass 1 spaði Pass 2 hjört Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 3 grönd * Pass 4 hjörtu Pass 5 lauf Pass 5 hjörtu Allir pass Sagnir eru að mestu eðlilegar; tvö hjörtu er geimkrafa og hækkunin í þrjú hjörtu þar með tilboð í slemmu. Síðan taka við fyrirstöðuþreifingar og það upplýsist ekki fyrr en á fimmta þrepi að tvo efstu vantar í tígulinn. Fátt er neyðarlegra en að fara nið- ur á fimm í hálit eftir slemmuleit, en það varð hlutskipti Moss í þetta sinn. Bocchi kom út undan tígulásnum og spilaði svo tígli í þriðja sinn, sem Duboin trompaði með tíu. Þar með var gosi vesturs öruggur slagur. Vestur Norður Austur Suður Hampson Fantoni Greco Nunes Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass 5 hjörtu Allir pass Á hinu borðinu hlaut Nunes sömu örlög eftir sambærilegar sagnir. Hampson spilaði út litlum tígli og spilið fór einn niður. Annars vekur það furðu að Nunes skyldi ekki passa fjóra spaða, því hann veit þar og þá að tígullinn er op- inn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Traustur kaupandi óskar eftir einbýli-, rað- eða parhúsi í Suðurhlíðum Reykjavíkur. Æskileg stærð 250-300 fm. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali. HÚSEIGN Í SUÐURHLÍÐUM RVÍK ÓSKAST Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Hænur eru hermikrákur Er á lista yfir 10 best skreyttu barnaækur USA 2005. Lesið verður upp úr bókinni kl. 14.00 Fiskur! Einstök leið til að auka vinnugleði og bæta starfsárangur Hin mörgu andlit trúarbragðanna Kl. 15.15 mun Þórhallur Heimisson kynna metsölubók sína, svara sprningum og árita. Já, ég þori, get og vil Glæsilegur minnisvarði og hvatning fyrir alla sem vilja betri heim. Krassandi samvera Kl. 16.00 fagnar Salka nýútkominni mydasögubók um þau heiðurshjón Mimí og Mána sem hafa verið daglegir gestir á myndasíðu Morgunblaðsins. Laugardagsdagskrá í IÐU Salka kynnir: fallegar-skemmtilegar-sögulegar og athyglisverðar, nýútkomnar bækur. Lækjargata 2a s. 511-5001 opið 09 - 22 alla daga fullt verð. 1.990,- 1.490,- fullt verð. 2.290,- 1.590,- fullt verð. 2.990,- 1.995,- fullt verð. 3.990,- 2.795,- fullt verð. 1.690,- 1.183,- tilboðin gilda til 24.11.2005 Nýkomin heim frá Þýskalandi! Hjón með 2 börn, 3ára og 3ja mánaða, leita að 3ja-4ra herb. íbúð á stór-Reykjavíkur- svæðinu eða miðsvæðis í Hafnarfirði. Erum reglusöm. Vinsamlegast hafið samband við Guðrúnu Rós í síma 823 9858 eða 587 0905. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík og Þjóðdansafélag Reykjavíkur. F.H.U.R Nú er lag í Glæsibæ Árshátíðardansleikur kl. 22.30 í kvöld.Harmonikuhljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.