Morgunblaðið - 19.11.2005, Side 73

Morgunblaðið - 19.11.2005, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 2005 73 KRINGLANÁLFABAKKI M.M.J. / Kvikmyndir.comRoger Ebert Kvikmyndir.is  S.V. / MBL  DV topp5.is  S.V. / MBL Val Kilmer KynLíf. MoRð. DulúÐ. Velkomin í partýið. Ó.Ö.H / DV   L.I.B. / topp5.is  H.J. / Mbl. Robert Downey Jr. Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Er frábær staður til að uppgötva sjálfan sig upp á nýtt. NÝ KVIKMYND FRÁ LEIKSTJÓRA “JERRY MAGUIRE” OG “ALMOST FAMOUS” MEÐ ÞEIM HEITU STJÖRNUM ORLANDO BLOOM (“LORD OF THE RINGS”) OG KIRSTEN DUNST (“SPIDER-MAN”). Þegar maður er þetta lítill verður maður að hugsa stórt. Þar sem er vilji, eru vopn. Nýjasta stafræna teiknimyndaundrið frá Disney . Vinsælasta myndin á Íslandi í dag Með Óskarsverðlaunahafanum og hinum skothelda Nico- las Cage. Heimur vopnasala hefur aldrei verið eins flókinn. LORD OF WAR kl. 5.45 - 8 - 10.30 B.i. 16 ára. LORD OF WAR VIP kl. 8 - 10.30 LITLI KJÚLLIN M/- ÍSL TAL. kl. 2 - 4 - 6 LITLI KJÚLLIN M/- ÍSL TAL. VIP kl. 2 - 4 - 6 CHICKEN LITTLE M/ensku.tali. kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 TIM BURTON´S CORPSE BRIDE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 ELIZABETH TOWN kl. 5.30 - 8 - 10.30 TWO FOR THE MONEY kl. 10.30 B.i. 12 ára. FLIGHT PLAN kl. 8.15 B.i. 12 ára. WALLACE AND GROMIT M/- Ísl tal. kl. 1.45 - 3.45 SERENITY kl. 5.45 - 8.10 - 10.30 B.i. 16 ára. LITLI KJÚLLINN M/- Ísl tal. kl. 12 - 1 - 2 - 4 - 6 CHICKEN LITTLE M/ensku.tali. kl. 6 TWO FOR THE MONEY kl. 8 - 10.30 B.i. 12 ára. KISS KISS BANG BANG kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ára. WALLACE AND GROMIT M/- Ísl tal. kl. 4 VALIANT M/- Ísl tal. kl. 4 SKY HIGH kl.12 - 2 MYNDIR KL. 12 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI FELLOWES Óskarsverðlaunahafi (Besta frumsamið handrit 2001 – Gosford Park), hefur valið sér harmþrungið drama um lyg- ar, svik og aðra mannlega bresti sem fyrsta leikstjórnarverkefnið. Separate Lies er að flestu leyti vel úr garði gerð og ber einnig vitni liprum penna Fellowes, myndin er kynngimögnuð flétta sem snertir fáeinar persónur í Buckinghamshire á Englandi á dramatískan og dapurlegan hátt. Wilkinson leikur James Manning, vel metinn lögmann í London, sem býr með Anne (Watson), konu sinni, rétt utan við borgina. Hann er kröfuharður og smá- munasamur þó enginn efist um verðleika hans og heiðarleika. Samband hjónanna er slétt og fellt á yfirborðinu en annað kemur í ljós þegar nágranni þeirra fellur frá, á hann er ekið og ökumaðurinn flýr af vettvangi. Seperate Lies er sannkallað augna- og eyrnakonfekt, tekin í undurfögru Buck- inghamskíri, Wales og víðar, mest megnis á miðju sumri. Leikararnir eru rótgrónir snillingar; Bassett, Neville, stórgóður Everett, frábær Watson, með snillinginn Wilkinson í broddi fylkingarinnar. Hann vinnur einn sigur til viðbótar í hlutverki manns sem sér heiminn, eins og hann þekkir hann, hrynja í rúst á einu auga- bragði. Mér er til efs að nokkur leikari af hans kynslóð skáki Wilkinson á góðum degi. Textinn er eftirminnilega áheyrilegur, hnyttinn og skynsamlegur og saminn af manni sem gjörþekkir fágað tungutak efri millistéttarinnar bresku. En því miður kæfir Fellowes frumraunina sína með of- notkun dramatískra hápunkta, maður er í aðra röndina þakklátur þegar ósköpin eru gengin yfir. Þroska- saga KVIKMYNDIR Regnboginn: Októberbíófest Leikstjóri: Julian Fellowes. Aðalleikendur: Tom Wilkinson, Emily Watson, Rupert Everett, Linda Bassett, John Neville, Hermoine Norris. 85 mín. Bretland. 2005. Separate Lies  Sæbjörn Valdimarsson Í byrjun sumars komu út tværplötur frá Bubba Morthens,Ást og Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís. Upptökurnar fóru fram í Frakklandi fyrr á árinu en almenningi gefst í kvöld kostur á að vera flugur á vegg í upp- tökuverinu í Frakklandi og fylgj- ast með gerð platnanna. Kvik- myndagerðarmaðurinn og ljósmyndarinn Bjarni Gríms slóst nefnilega í för með þeim Bubba og upptökumönnunum Barða Jó- hannssyni og Óskari Páli Sveins- syni og festi á filmu það sem fyrir augu bar. Afraksturinn varð hálf- tíma heimildamynd sem ber heitið Ást í sex skrefa fjarlægð frá Para- dís og verður myndin sýnd á Skjá einum í kvöld.    Þetta er heimildamynd umBubba í Frakklandi að taka upp þessar plötur. Ég var fluga á vegg og fylgdist með þeim þre- menningum við upptökurnar. Upphaflega stóð til að ég yrði með þeim í fjóra daga en ég sá fljótlega að það yrði ekki nóg svo ég kláraði tímabilið með þeim og dvaldi þarna í eina 10 daga, í 30 stiga hita í Suður-Frakklandi í apríl, sem var hreint ekki slæmt,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði undirbúningsferli myndarinnar ekki hafa verið langt. „Þeir þremenningar voru stadd- ir í Frakklandi og byrjaðir að taka upp þegar Barði hafði samband við mig og bað mig að koma og festa þetta á filmu. Ég hafði því bara nokkra daga til að undirbúa mig,“ segir Bjarni. Aðspurður hvort eitthvað hefði komið honum sérstaklega á óvart við gerð mynd- arinnar svaraði Bjarni: „Það kom mér kannski ekki beint á óvart en mér fannst rosalega gaman að vera þarna úti með þeim og kynn- ast Bubba. Ég kannaðist aðeins við hann áður en ég fór út en það var stórskemmtilegt að fá að kynnast honum betur.“    Bjarni segist þó ekki hafa veriðeldheitur aðdáandi Bubba fyrir ferðina en það hafi breyst. „Eins og flestir hélt ég mikið upp á hann í gamla daga þegar hann var með Egó og Utangarðs- mönnum, og þegar hann gerði Ís- bjarnarblús. Eftir ferðina glæddist áhuginn á ný svo um munaði,“ seg- ir hann. Á síðasta ári var frumsýnd heimildamyndin Blindsker sem fjallaði um líf og störf Bubba Mort- hens, er af nógu að taka í umfjöll- un um Bubba? „Já það er sko af nógu að taka, maður fær aldrei nóg af Bubba. Hann sést vonandi næst í leikinni bíómynd. Það verður örugglega hægt að gera mynd um komandi dómsmál Bubba og 365, þá meina ég Hér og nú, glanstímarit með meiru,“ segir Bjarni en vill ekkert gefa upp um hvort sú hugmynd sé eitthvað lengra komin. Bjarni hefur fengist mest við ljósmyndun en er þó enginn ný- græðingur þegar kvikmyndagerð er annars vegar. „Ég fór á sínum tíma með Ný- danskri til Möltu og gerði svipaðan þátt fyrir þá. Ég kvikmyndaði svo, ásamt Þorgeiri Guðmundssyni, vídeóverkin hennar Gabríelu Frið- riksdóttur sem hún var með á Fen- eyjatvíæringnum í sumar og nú síðast vann ég með meistara Daní- el Ágústi að bakgrunnsmyndbandi sem hann notast við á tónleikum,“ segir Bjarni.    Ást í sex skrefa fjarlægð fráParadís verður sýnd í kvöld á Skjá einum en auk þess kemur út fyrir jólin sérstök viðhafnarútgáfa af plötunum tveimur þar sem myndin fylgir með á mynddiski. Maður fær aldrei nóg af Bubba AF LISTUM Eftir Birtu Björnsdóttur Morgunblaðið/Þorkell Bjarni Gríms, ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. birta@mbl.is ’Afraksturinn varð hálftíma heimildamynd sember heitið Ást í sex skrefa fjarlægð frá Paradís og verður myndin sýnd á Skjá einum í kvöld.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.