Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 14.12.2005, Síða 6
 sími 483 4700 www.hotel-ork.is Sælulykill Gisting fyrir 2 Þriggja rétta kvöldverður Morgunverður af hlaðborði 7.450,- krónur á mann (Sælulykill fyrir 2 á 14.900,-) Helgarlykill Gisting fyrir 2 í tvær nætur Þriggja rétta kvöldverður tvö kvöld Morgunverður af hlaðborði tvisvar 13.900,- krónur á mann (Helgarlykill fyrir 2 á 27.800,-) Ath. hægt að nota í miðri viku Fást einnig í Reykjavík á Hótel Cabin, Borgartúni 32, sími 511 6030 Sendum í póstkröfu VISA/Eurocard Lykill að Hótel Örk ólagjöf sem gleður! lyklar_2dalkarx15cm page 1 Friday, December 09, 2005 11:51 Composite DANMÖRK „Ég undrast að það virð- ist vekja meiri athygli að vinna verðlaun á sundmóti en að við sláum hvert metið í efnahags- stjórn á fætur öðru,“ segir Thor Pedersen, fjármálaráðherra Dan- merkur. Hann tilkynnti í gær að danskar fjölskyldur megi eiga von á að fá allt að 200 þúsund krónum meira í sinn vasa á næsta ári vegna skatta- stefnu ríkisstjórnarinnar. Segir hann efnahaginn svo sterkan að stærri verði jólagjafirnar vart undir dönskum jólatrjám enda sé atvinnuleysi í lágmarki, útflutn- ingur í hámarki og verðbólga með því minnsta sem gerist. ■ Efnahagsstefna stjórnarinnar: Danska þjóðin fær jólagjöf DÓMSMÁL Smokkur sem er sönn- unargagn í kynferðisbrotamáli verður sendur til rannsóknar hjá Réttarmeinafræðistofnuninni í Ósló. Hæstiréttur staðfesti nýverið úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar að lútandi. Verjandi manns sem grunaður er um grófa kynferðislega misnotk- un á dóttur sinni frá því hún var átta ára fram til fjórtán ára aldurs, frá 1998 til sumarsins 2004, mótmælti frekari rannsókn á smokki sem lagt var hald á við rannsókn málsins. Réttarmeinafræðistofnunin í Ósló hafði áður rannsakað smokk- inn og komist að því að DNA-snið þekjufruma sem fundust utan á honum samrýmdust DNA-sniði stúlkunnar. Faðir hennar bar fyrir dómi að það gæti verið vegna þess að stúlkan hefði handfjatlað verj- una. Ákæruvaldið vildi því fá frekara álit réttarmeinafræðistofnunarinn- ar á því hvort magn þekjufrumanna sem á smokknum fundust sam- rýmdust því að hann hefði verið tekinn upp með fingrunum og hvort hægt væri að ráða af rannsókn- inni hvaðan úr líkama stúlkunnar þekjufrumurnar væru. Þessari framhaldsrannsókn mótmælti verjandi föðursins. Héraðsdómur Reykjavíkur heimilaði hana hins vegar með úrskurði 1. desember síð- astliðinn og Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð með dómi sínum. Ríkissaksóknari höfðaði málið á hendur manninum 18. mars síðast- liðinn, en hann er sakaður um að hafa misnotað dóttur sína á mjög grófan máta, auk þess að hafa sýnt henni klámmyndir í tölvu þegar hún var tíu til fjórtán ára gömul. Í Hæstarétti dæmdu málið Árni Kolbeinsson, Ingibjörg Ben- ediktsdóttir og Ólafur Börkur Þor- valdsson. - óká Hæstiréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í kynferðisbrotamáli: Smokkur sendur í rannsókn UMBÚÐIR UTAN AF VERJU Verjandi manns, sem grunaður er um áralanga misnotkun á ungri dóttur sinni, mótmælti fyrir hans hönd frekari rannsókn á smokki sem lagð- ur er fram sem sönnunargagn í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ / AFP ������ ����������� ������������ ������������������� ������������������� … enginn ætti að láta þennan furðufugl fram hjá sér fara.�� � ����������������������������������� ������������������������� ��������������� ���������� ������������ �������������� ������������������ LÖGREGLA Niðurstaða rannsóknar lögreglu á sjóslysinu á Viðeyj- arsundi þar sem skemmtibáturinn Harpa steytti á skeri er að Jónas Garðarsson, eigandi bátsins, hafi einn verið við stjórn hans. Lögregla segir staðfest að hann hafi verið undir áhrifum áfeng- is. Í slysinu fórust karl og kona. Jónas er formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur og þekktur fyrir störf sín að verkalýðsmálum. Hörður Jóhannesson yfir- lögregluþjónn segir málið nú á forræði lögfræðideildar Reykj- avíkurlögreglunnar. „Næsta skref er að meta hvort einhver verði dreginn til ábyrgðar,“ segir hann, en jafnvel kemur til greina að málið verði sent rík- issaksóknara vegna alvarleika þess. „En þá aldrei nema með tillög- um frá okkur,“ bætir hann við. Í bátnum sem fórst var GPS-staðsetning- arbúnaður sem skráði staðsetningu, tíma, stefnu og hraða bátsins. Lögregla segir ferð bátsins kvöldið sem slysið varð hafa hafist nokkru eftir klukkan sjö. Lagt var upp frá Snarfarahöfn og siglt um ytri höfnina og inn á Reykjavíkurhöfn, Gömlu höfnina. „Þaðan var siglt út á Sundin, m.a. með viðkomu í Þerney, þar var viðdvöl í 1 klst. og 40 mínútur. Síðar lá leiðin inn Ell- iðavog þar sem m.a. var lagst að bryggju í Bryggjuhverfinu um kl. 22.47. Þaðan er siglt af stað aftur um kl. 00.55,“ segir í tilkynningu lögreglu, en síðasti hluti sigling- arinnar var um Viðeyjarsund til vesturs. „Út af Laug- arnesi var s t e f n u n n i breytt, snúið við og siglt til baka. Þá var klukkan orðin rúmlega hálf tvö um nóttina, rigning og myrkur. Eftir að bátn- um var snúið við var honum siglt á auknum hraða og samkvæmt GPS-tækinu var báturinn á 17 hnúta hraða þegar hann lenti á Skarfaskeri um kl. 01.38.“ Sautján hnútar jafngilda um 31 kílómetra hraða á klukkustund. Eftir að báturinn hafði verið kyrr við eða á skerinu í 20 mín- útur var honum siglt frá því og áfram áleiðis austur Viðeyjar- sund. „Vegna skemmda sem hlut- ust af ásiglingunni var kominn leki að bátnum, honum hvolfdi og hann sökk, eftir að hafa verið siglt nokkur hundruð metra í austur frá Skarfaskeri.“ Þá kemur fram hjá lögreglu að símasamband hafi verið við bátinn um GSM-síma frá klukkan 01.50 um nóttina, um tíu mínútum eftir áreksturinn, fram til klukkan 02.28. Rannsókn málsins hefur tekið rétt um þrjá mánuði og telur Hörður það eðlilegan tíma miðað við umfang þess. Hann segir rannsóknina þó í eðli sínu þá sömu og eigi sér stað við bílslys þar sem grunur leiki á um ölvun við akst- ur. „En þetta er svolítið þyngra í vöfum og stærra. Verkferlarnir eru ekki í jafnföstum skorðum og í bílslysum og við aðrar stofnanir að eiga.“ olikr@frettabladid.is Skipstjórinn sagður hafa verið drukkinn Lögregla hefur lokið rannsókn sinni á sjóslysinu á Viðeyjarsundi aðfaranótt 10. september. Karl og kona létust í slysinu. Hjón, eigendur bátsins, björguðust ásamt syni þeirra á ellefta ári. Leita þurfti að líki mannsins sem drukknaði. REYKJAVÍKURHÖFN AÐFARANÓTT 10. SEPTEMBER Mikill viðbúnaður var bæði hjá björgunarsveitum og lögreglu þegar skemmtibáturinn Harpa steytti á Skarfaskeri. Mikael R. Ólafsson björgunarsveitarmaður og kafari, sést hér taka við búnaði. HARPA Báturinn sökk eftir að honum var siglt frá Skarfaskeri. Krafði eiganda hunds um lausn- argjald Maður í smábæ í Wisconsin gerði sér lítið fyrir og nam bolabít á brott á meðan eigandinn var í kirkju. Hann setti auglýsingu í blöðin þar sem tólf þúsund króna lausnargjalds var krafist en þegar eigandinn hringdi snar- hækkaði hann gjaldið. Lögregla hefur handtekið þennan óprúttna hundsþjóf. LÖGREGLUFRÉTTIR FR ÉTTA B LA Ð IÐ /H EIÐ A 6 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR KJÖRKASSINN Á að setja íslensk lög um kynja- kvóta? Já 19,3% Nei 80,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Viltu að eftirlitsmyndavélar verði settar upp á Laugaveginum? Segðu skoðun þína á Vísi.is STJÓRNMÁL Magnús Þór Haf- steinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sendi Haraldi Jóhann- essen ríkislögreglustjóra bréf sið- astliðinn mánudag þar sem farið er fram á að rannsakað verði hvað hæft sé í fullyrðingum Kristins H. Gunnarssonar, þingmanns Fram- sóknarflokksins, um störf fyrrver- andi forstjóra Byggðastofnunar. Ummæli Kristins komu fram í viðtali við hann á Útvarpi Sögu 28. nóvember síðastliðinn og snú- ast um embættisfærslu Theodórs A. Bjarnasonar, en við hann var gerður starfslokasamningur eftir að ráðherra byggðamála hafði gert honum grein fyrir því að hann yrði áminntur. Kristinn segist standa við allt sem hann sagði í umræddu við- tali. Hann lét meðal annars þau orð falla að forstjórinn hefði selt í heimildarleysi hlutabréf í eigu stofnunarinnar, ráðið starfsmenn án heimildar, haldið erindum frá stjórn og stjórnarformanni Byggðastofnunar, sem þá var Kristinn H. Gunnarsson. Auk þess hefði forstjórinn látið Byggða- stofnun greiða hlut í húsi sínu á Sauðárkróki þrátt fyrir að samist hefði um að hann gerði það sjálfur. Kristinn segir þetta aðeins nokkur dæmi. Stjórnvöld gerðu nærri 20 milljóna króna starfslokasamning við forstjórann í júní 2002. Magnús Þór sendi ríkislög- reglustjóra afrit af umræddu viðtali og biður um rannsókn málsins. - jh Þingmaður sendir ríkislögreglustjóra bréf vegna ummæla um Byggðastofnun: Vill láta rannsaka forstjóra MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON, FRJÁLS- LYNDA FLOKKNUM Magnúsi finnst ummæli Kristins H. Gunnarssonar gefa tilefni til lögreglurannsóknar. Féfletti fólk á netinu Maður í vest- urhluta Svíþjóðar hefur verið handtek- inn fyrir að féfletta fólk. Vefmiðilinn DN sagði í gær að maðurinn hefði svarað auglýsingum eftir tónleikamiðum og ferðagjafakortum á netinu og sagst myndu senda miðana eða gjafakortin í pósti eftir að búið væri að millifæra á reikning sinn. Það gerði hann aldrei. SVÍÞJÓÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.