Fréttablaðið - 14.12.2005, Side 8

Fréttablaðið - 14.12.2005, Side 8
Tegund Ver› me› afslætti Pathfinder XE beinskiptur 3.590.000,- Pathfinder SE beinskiptur 3.950.000,- Pathfinder SE sjálfskiptur 4.090.000,- Pathfinder LE sjálfskiptur 4.590.000,- Pathfinder LE IT 4.790.000,- F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 ÉG ÆTLA EKKI A‹ HANGA INNI Í VETUR Me› vetrardekkjum, stigbretti og dráttarbeisli. Sjálfskiptur, 7 manna, cruise control og miklu meira. PATHFINDER NISSAN SKIPT_um landslag Kaupauki fylgir hverri OROBLU vöru Kynningar í Lyf og heilsu á n‡ju jólavörunum frá OROBLU Mi›vikudag, 14. des. kl. 14-18 á Melhaga. Fimmtudag, 15. des. kl. 14-18 í Kringlunni og á Selfossi. Laugardag, 17. des. kl. 13-17 í Austurveri. Mánudag, 19. des. kl. 14-18 í Kringlunni. DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um tvær alvarlegar líkamsárásir með sveðju aðfaranótt sunnudagsins 2. október í haust. Gæsluvarðhaldið gildir til 13. janúar næstkomandi. Árásirnar áttu sér stað í Hafn- arfirði, en hann var nærri búinn að höggva fingur af einu fórnar- lambi sínu auk þess sem hann veitti því djúpa skurði á höfði og sprungur komu í höfuðkúpu. Fjögur vitni eru að árás mannsins, en hann neitaði í fyrstu sök hjá lögreglu. Síðan breytti hann framburði sínum og játar að hafa átt þátt í árásinni í félagi við aðra, en neitar því að hafa beitt vopninu. Vitnunum ber öllum saman um að við árásina hafi verið beitt sveðju og það hafi umræddur maður gert. Tvö vitni lýsa henni þannig að hún sé með bognu og breiðu blaði, allt að 40 sentímetra löngu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að lagt hafi verið hald á sveðju, en ekki hafi verið unnt að greina á henni sýni. Þá kemur fram í dómnum að blóð úr fórnar- lambinu hafi fundist á skóm þess sem situr í gæsluvarðhaldi. Að auki kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðs- dóms Reykjaness frá því 2. desem- ber að lögregla hafi undir hönd- um ljósmyndir úr samkvæminu þar sem árásirnar áttu sér stað. Á mynd sem tekin var klukkan eitt um nóttina sjáist maðurinn klæddur í bol sem líti eins út og bolur sem fannst rennandi blaut- ur ásamt gallabuxum í fataskáp. Jafnframt sjáist að maðurinn hafi á þessum tíma verið nokkuð hárprúður. Í yfirheyrslum hjá lögreglu segist maðurinn hafa fengið blóð í fötin við árásina á þann sem mest slasaðist, reynt að skola úr þeim og látið klippa á sér hárið í sam- kvæminu. Maðurinn verður í gæsluvarð- haldi meðan beðið er niðurstöðu DNA-rannsóknar, síðan verður málið sent ríkissaksóknara til meðferðar. olikr@frettabladid.is Sveðjumaður áfram í gæslu Staðfest hefur verið gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás. Hann játar árás en neitar að hafa beitt sveðju. SVERÐ Á UPPBOÐI Sveðju sem notuð var í tveimur alvarlegum árásum í Hafnarfirði í byrjun október hefur verið þannig lýst að hún hafi verið með bognu og breiðu blaði allt að 40 sentímetra löngu. AFP MYND/JOCHEN LUEBKE BANDARÍKIN, AP Stanley Tookie Williams, stofnandi Crips-glæpa- klíkunnar, var tekinn af lífi í San Quentin-fangelsinu í gærmorgun. Williams var dæmdur til dauða árið 1981 fyrir að skjóta til bana fjórar manneskjur og sögðu vitni við réttarhöldin að hann hefði stært sig af morðunum og hlegið að fórnarlömbum sínum. Lögmenn Williams höfðu farið fram á að dauðadómnum yfir honum yrði breytt í lífstíðarfang- elsi og höfðu ýmsir þekktir Banda- ríkjamenn, eins og séra Jesse Jackson, leikarinn Jamie Foxx og rapparinn Snoop Dogg, mótmælt því að aftakan færi fram. Arnold Schwarzenegger, ríkis- stjóri í Kaliforníu, neitaði að verða við beiðninni og sagði að þar sem Williams hefði aldrei sýnt iðrun vegna ódæða sinna ætti hann ekki skilið að hljóta vægari dóm. Á meðan á fangelsisvist Willi- ams stóð skrifaði hann barnabæk- ur þar sem hann fordæmdi glæpi og tilvist glæpaklíka og það varð til þess að svissneskur háskóla- prófessor og fleiri stungu upp á að hann yrði tilnefndur til friðar- verðlauna Nóbels. - sk Tólfti fanginn líflátinn í Kaliforníu frá endurupptöku dauðarefsingar: Engin grið hjá Schwarzenegger TOOKIE BEÐIÐ GRIÐA Fjöldi fólks mótmælti aftökunni fyrir utan San Quentin-fangelsið í fyrrinótt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK Útlit er fyrir góða kjörsókn í þingkosningunum í Írak á morgun. Bandarískir og breskir ráðamenn ráðgera að kalla heri sína heim eins fljótt og auðið er. Yfir eitt þúsund súnní-klerkar gáfu í gær út tilskipun þar sem írakskir súnníar voru hvattir til að greiða atkvæði í þingkosningunum sem fram fara í landinu á morgun. Súnníar sniðgengu kosningarnar í janúar á þessu ári og einangruðust á stjórnmálasviðinu fyrir vikið. Góð kjörsókn súnnía á morgun er afar þýðingarmikil fyrir þróun friðar í landinu og því er tilskipun- in fagnaðarefni. Lundúnablaðið The Times greindi frá því í gær að bresk og bandarísk yfirvöld ráðgerðu stór- felldan brottflutning herliðs frá Írak nánast strax að loknum kosn- ingum. Heimildarmenn blaðsins segja Bandaríkjamenn ætla að kalla 30.000 hermenn heim strax í upphafi ársins 2006 og á næstu mánuðum fari fjöldi þeirra niður fyrir 100.000. Hoshyar Zebari, utanríkis- ráðherra Íraks, segir í viðtali við blaðið að ótímabær brottför herj- anna geti steypt landinu ofan í hyldýpi borgarastyrjaldar þar sem nágrannaríkin myndu nota hvert tækifæri til að etja stríðandi fylk- ingum saman. Viðhorfskönnun BBC sem sagt var frá í vikubyrjun sýnir að aðeins tíu prósent Íraka telja brottflutning erlends herliðs forgangsatriði. - shg Klerkar hvetja súnnía til að kjósa í íröksku þingkosningunum morgun: Herirnir halda brátt heim á leið FJARRI FÖÐURLANDINU Thyab Albusaid, íbúi í Michigan í Bandaríkjunum, er á meðal tug- þúsunda Íraka sem búa erlendis, en atkvæðagreiðsla þessa hóps hófst í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 8 14. desember 2005 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.